Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Page 26
26 24.–26. maí 2013 Helgarblað
myrti Jodi Arias eiginmann sinn. Hún fór fram á það í vikunni að
dauðadómi yfir henni yrði aflétt og hún fengi þess í stað sitja fyrir lífstíð í
fangelsi. Hún hafði áður sagt opinberlega að hún vildi frekar deyja en að
sitja í fangelsi til æviloka en breytti um skoðun fjölskyldu sinnar vegna.2008
BlóðBræðurnir
n Annar valdi fórnarlömbin n Í sameiningu sendu bræðurnir þau yfir móðuna miklu„Á sama tíma og
Robert og Deni
hímdu eymdarlegir og
úthrópaðir í grjótinu var
verið að myrða fólk í Mið-
Ohio.
Þ
eir voru ekki merkilegur
pappír eða félegir karakterar
bræðurnir Thaddeus og
Gary Lewingdon. Þeir lögðu
fyrir sig raðmorð og fengu
fyrir vikið nafngiftina 22 kalíbera
morðingjarnir í bandarískum fjöl
miðlum. Þeir voru einnig kallaðir
Blóðbræðurnir og voru nokkuð af
kastamiklir 1977 og 1978 í Ohiofylki
þar sem veiðilendur þeirra voru og
þeir völdu fórnarlömb sín af handa
hófi.
Fórnarlömb bræðranna eru talin
vera tíu og notuðu þeir hinum ýmsu
skotvopnum við iðju sína, skotvopn
um sem þó áttu 22 kalíbera hlaup
vídd sameiginlega. Skeytingarleysi
og hrottaskapur einkenndi ódæði
bræðranna.
Löng sakaskrá
Lítið er vitað um yngri ár Thaddeusar
og Gary. Thaddesus fæddist 1936 og
Gary árið 1940. Gary var sinnti her
skyldu skamma hríð í Víetnam en
var leystur undan herþjónustu 1962.
Í gegnum árin var hann handtekinn
fyrir hina ýmsu glæpi – flesta minni
háttar eins og þjófnaði, vörslu tækja
og tóla sem gögnuðust vel til glæpa
og að hafa falið vopn í fórum sínum.
Hann flutti inn til móður sinn
ar í viðleitni til að halda sig á beinu
brautinni, en árið 1977 kvæntist
hann þjónustustúlku og fluttu þau
inn í íbúð í Kirkersville í Ohio. Þar
fékk Gary vinnu.
Reyndar bjó Thaddeus ekki langt
frá bróður sínum – í Glenford. Hann
hafði útskrifast í rafmagnsfræðum,
var fráskilinn þriggja barna faðir,
þegar hér er komið sögu, og hafði
eins og Gary fjölda afbrota á bakinu.
Hafist handa
Bræðurnir hófust handa aðfaranótt
10. desember, 1977, með því að
myrða tvær konur á Forker‘skaffi
húsinu í Newark í Ohio. Þar var um
að ræða Joyce Vermilion, 37 ára, og
Karen Dodrill, 33 ára, og voru þær
báðar skotnar mörgum skotum. Í
kjölfarið lágu notuð 22 kalíbera skot
hylki eins og hráviði um gólf kaffi
hússins.
Tveimur mánuðum síðar, þann
12. febrúar, 1978, nánar til tekið, létu
Blóðbræðurnir til skarar skríða á ný.
Þeir voru þá staddir rétt utan við Col
umbusborg í Franklinsýslu í Ohio.
Fyrir valinu urðu næturklúbbs
eigandi, Robert „Mickey“ McCann
að nafni, móðir hans háöldruð,
Dorothy Marie McCann, og 26 ára
dansari á klúbbi Roberts, Christine
Herdman. Þau fundust öll látin á
heimili Roberts og ljóst að skotfærin
höfðu ekki verið spöruð við morðin á
þeim – og um að ræða 22 kalíber.
Málið upplýst – eða hvað?
Lögregla taldi sig himin höndum
hafa tekið þegar gógódansarinn og
þjónustustúlkan Claudia Yasko tjáði
þeim að hún hefði verið í félagi með
tveimur mönnum þegar þeir frömdu
morðin.
Í kjölfarið var Claudia handtekin
og að auki tveir karlmenn; kærasti
hennar Robert „Ray“ Novatney og
vinur hans Deni Politis – ójá, Politis.
Saksóknari Franklinsýslu beið
ekki boðanna og gaf fyrirmæli um að
allt kapp yrði lagt á að afla sönnunar
gagn og að kærur yrðu lagðar fram á
hendur þremenningunum. Var það
mat manna á þeim bæ að morðin
væru upplýst og ódæðismennirnir
komnir á bak við lás og slá þar sem
þeir áttu heima.
En það var einn galli á gjöf Njarð
ar – á sama tíma og Robert og Deni
hímdu eymdarlegir og úthrópaðir
í grjótinu var verið að myrða fólk
í MiðOhio. Eitthvað var ekki sem
skyldi.
Fórnarlömb átta og níu
Hinn 8. apríl, 1978, fannst lík 77 ára
manns, Jenkin T. Jones. Hann hafði
verið myrtur á heimili sínu í Gran
ville í Lickingsýslu. Morðið bar öll
einkenni hinna morðanna – Jenkin
hafði verið skotinn mörgum sinnum
af dauðafæri og 22 kalíbera skothylki
lágu á víð og dreif á vettvangi.
Tæpum þremur vikum síðar
fannst séra Gerald Fields og ljóst að
hann myndi ekki predika framar,
enda sundurskotinn og ljóst að
morðvopnið var 22 kalíbera byssa af
einhverju tagi.
Þann 21. maí fundust lík hjón
anna Jerry L. og Mörthu Martin. Þau
höfðu verið skotin ótal sinnum í höf
uðið og safnaði lögreglan, sem fyrr,
tómum 22 kalíbera skothylkjum upp
af gólfinu.
Þegar hér var komið sögu fór lög
regluembættum um gervallt Ohio
fylki að gruna að um væri að ræða
raðmorðingja og tóku höndum
saman. Það er alveg með ólíkindum
hvað samvinna getur haft í för með
sér því innan tíðar var ljóst að öll 22
kalíbera skothylkin sem höfðu fund
ist á vettvangi allra morðanna komu
úr sömu byssunni.
Hlé á morðum
Í júní voru felldar niður allar ákærur
á hendur Claudiu, og síðar fóru
ákærur á hendur Robert og Deni
sömu leið.
Lögreglan var komin á rétta slóð
en þá tóku morðingjarnir upp á því
að leggjast í híði. Lögreglan hafði
ekki fundið neina ástæðu sem hægt
væri að heimfæra upp á öll morðin
og ekkert gerðist í hálft ár.
Málið lá í láginni en í desem
berbyrjun 1978 en þá var Joseph
Annick, 56 ára, sendur yfir móðuna
miklu í Columbus. Morðvopnið var
22 kalíbera, en um annað vopn var
að ræða en í fyrri morðunum. Allt
annað var kunnuglegt; Joseph hafði
verið skotinn af dauðafæri og skot
færi ekki spöruð.
En fleiru var ekki til að dreifa og
taldi lögreglan ekki loku fyrir það
skotið að um hermikráku væri að
ræða. Lögreglan átti eftir að skipta
um skoðun.
Bræður í böndum
Þann 9. desember tók afgreiðslu
maður verslunar í Columbus eftir
því að kreditkort eins viðskiptavinar
verslunarinnar var á lista yfir stolin
kort. Á meðan afgreiðslumaðurinn
tafði korthafann hafði kollega hans
samband við lögregluna sem kom
skömmu síðar.
Gary Lewingdon hafði gert þau
afdrifaríku mistök að framvísa korti
Josephs Annick. Við yfirheyrslur ját
aði Gary á sig morðið á Joseph og
varpaði sök á níu öðrum morðum á
sig og Thaddeus sem var handtekinn
og færður til yfirheyrslu.
Thaddeus lýsti ódæðum bræðr
anna í smáatriðum og sagði Gary
hafa valið fórnarlömbin. Allt hefði
gengið eins og í sögu, þangað til kom
að morðunum á Martinhjónunum.
Bræðurnir hefðu orðið ósammála
um val á fórnarlömbum. Thaddeus
fullyrti að hann vissi ekkert um
morðið á Joseph – Gary hefði verið
einn að verki þar.
Lífstíðardómar
Af nógu var að taka fyrir saksóknara
og réttað var yfir Gary vegna tíu
morða. Réttarhöldin hófust 14. maí,
1979, og var hann sakfelldur fyrir átta
morð, fékk átta samfellda lífstíðar
dóma og var gert að greiða 45.000
Bandaríkjadali.
Thaddeus stóð frammi fyrir
tvennum réttarhöldum vegna níu
morða og var sakfelldur fyrir þrjú
morð 19. febrúar 1979. Fyrir vikið
fékk hann þrjá samfellda lífstíðar
dóma.
Þann 17. apríl, 1989, andað
ist Thaddeus 52 ára að aldri. Bana
mein hans var lungnakrabbi. Árið
2004 fylgdi Gary í fótspor bróður síns
og því óhætt að segja að þeir hafi af
plánað lífstíðardóma sína til fulls. n
Thaddeus og Gary
Saman myrtu
bræðurnir tíu manns
og fengu fyrir vikið
viðurnefnið Blóð-
bræðurnir.