Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.2013, Blaðsíða 37
Lífsstíll 37Helgarblað 24.–26. maí 2013  Heitt á göngunni Mörgum hitnar vel á göngu og geta því verið léttklæddir á jöklinum. Það þarf að gæta vel að því að kólna ekki niður þegar tekin er hvíld.  Línan græjuð Sjö göngumenn festa sig saman í línu, leiðsögumaður fremst. Línan er lykilatriði til þess að forðast alvarleg slys í jökulsprungum.  Lagt á hnúkinn Auður Kjartansdóttir leiðangursstjóri dregur fram búnað til þess að finna jökulsprungur. Á sjálfan Hvannadalshnúk er lagt úr um 1.800 metra hæð þar sem kletturinn stendur klakabrynjaður upp úr jöklinum.  Hingað og ekki lengra Hér var ákvörðunin kynnt. Ekki skyldi haldið lengra. Skyggni var ekkert, jökullinn sprunginn og ferðin var að verða of löng. Fimm tíma ganga var fyrir höndum til baka.  Vonbrigði Vonbrigðin leyndu sér ekki hjá leiðangur- fólki sem aðeins átti eftir rúma hundrað metra hækkun til að ná takmarkinu. Aðrir í hópnum fögnuðu reyndar ákaflega, enda voru margir þreyttir og leiðin heim var löng.  Haldið heim Hópurinn klungrast niður Hvannadalshnúk á jöklabroddum og vopnaður ísöxum. Þegar komið var á láglendi var göngutíminn að nálgast sextán klukkustundir og margir fegnir hvíldinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.