Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2013, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2013, Blaðsíða 2
2 Fréttir 29. maí 2013 Miðvikudagur Falsaðar vörur fluttar til Íslands n Eyjólfur í Epal segir of algengt að hönnun sé stolið n Eftirlíkingum fargað Þ eir hjá tollinum eru mjög meðvitaðir um þetta og við höfum unnið með þeim til þess að reyna að koma í veg fyrir þetta,“ segir Eyjólfur Pálsson, gjarnan kenndur við búð sína Epal, aðspurður hvort það sé al­ gengt að reynt sé að flytja inn eftirlík­ ingar af þekktum hönnunarvörum. Á dögunum vöktu athygli fréttir af því að Tollgæslan hefði fargað stórri sendingu frá Kína. Í sendingunni voru um annað hundrað eftirlík­ ingar af húsgögnum nokkurra frægra danskra, þýskra, breskra og ítalskra hönnuða. Um var að ræða stóla, borð og lampa en merkin sem eftirlík­ ingarnar voru af eru seldar í verslun­ um hérlendis. Ekki er vitað hvað inn­ flytjandinn ætlaði sér að gera með vörurnar en líklega hefur hann ætlað að selja þær sjálfur. Yfirleitt minni sendingar Færst hefur í aukana að fólk flytji inn ódýrar vörur sem bera fölsuð vörumerki eða eru eftirlíkingar af frægum hönnunarvörum. Það er ólöglegt enda um brot á hugverka­ réttindum viðkomandi rétthafa að ræða. Tollstjóri stöðvar reglulega slík­ ar sendingar en óalgengt er að þær séu af svipaðri stærðargráðu og um­ rædd sending þó að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist. „Yfir­ leitt eru þetta minni sendingar sem við erum að stoppa. Þetta geta verið litlar sendingar yfir í nokkur hundruð hluti,“ segir Ásgrímur Ásmundsson, lögfræðingur hjá tollstjóra. Eru tollstjóra i innan handar Ef upp koma mál af þessum toga leitar tollstjóraembættið til rétthafa þeirra hönnunarmerkja sem um ræð­ ir. Eyjólfur hefur ásamt fleiri rétthöf­ um erlendra hönnunarmerkja verið tollstjóra innan handar við að bera kennsl á eftirlíkingar sem reynt er að flytja til landsins. Meðal annars hafa verið útbúnar möppur með myndum af húsgögnum og öðrum munum sem líklegt er að reynt sé að smygla ólöglegum eftirlíkingum af til lands­ ins. „Það er verið að flytja inn eftirlík­ ingar í öllum mögulegum löndum og þetta eru bara svona ábendingar svo að þeir séu betur undirbúnir. Við höfum þá tekið saman upplýs­ ingar um þá hluti sem algengast er að fluttir séu inn í löndunum í kring­ um okkur,“ segir hann. Eyjólfur seg­ ir fólk bæði flytja inn hluti vitandi að um eftirlíkingar sé að ræða en aðr­ ir geri það af þekkingarleysi. „Sumir gera þetta meðvitað, aðrir gera þetta af því að þeir gera sér ekki grein fyrir því að þetta séu eftirlíkingar. Það er til þannig fólk sem lítur bara á stól sem stól og borð sem borð. Svo eru nátt­ úrulega sumir sem gera þetta mark­ visst,“ segir Eyjólfur. Lítill markaður Ásgrímur segir alltaf eitthvað bera á innflutningi af þessu tagi en þó sé hann ekki jafn algengur hér og víða í löndunum í kringum okkur. Ísland er frekar lítill markaður en er­ lendis er algengt að tolla­ yfirvöld stöðvi mjög stórar sendingar. Þegar vara sem grunur leikur á að sé eftir­ líking er stöðvuð þá er rétt­ hafa tilkynnt um stöðvun­ ina og hann þarf í kjölfarið að taka ákvörðun um hvort hann vilji verja réttindi sín. Ef ekki næst samkomulag á milli rétthafa og innflytj­ anda, til dæmis um förg­ un vöru, þá þarf rétthafi að leita atbeina lögreglu, sýslumanns eða dómstóla, eftir at­ vikum. Dómstólar hafa úrslitavald í málum af þessu tagi, tollstjóri frestar einungis tollafgreiðslu til að rétthafa gefist ráðrúm til að verja réttindi sín. Mál af þessu tagi hafa verið rekin fyr­ ir dómstólum og í einu slíku máli var innflytjandi dæmdur til í Hæstarétti til að borga háar upphæðir til rétthafa merkisins. Í flestum tilvikum fallast innflytjendur þó á að láta farga vörun­ um og þá eru yfirleitt engir eftirmálar nema rétthafi merkisins kjósi að fara dómstólaleiðina. „Þetta er ólöglegt“ Eyjólfur segir alltof algengt að fólk beri ekki virðingu fyrir hugverki annarra. „Á Íslandi er líka verið að stela íslenskri hönnun. Farmers Market kemur með nýja peysu og þá er fólk strax farið að telja út mynstrið og prjóna peysuna, það er nú ekki í lagi,“ segir hann og bendir á fleiri dæmi þessu til stuðnings. Til að mynda Em­ ami­kjólinn sem hannaður var af ís­ lenskri konu og naut mikilla vinsælda fyrir nokkrum árum. Kjólinn var hægt að útfæra á ýmsa vegu en fljótlega var fólk farið að gera eftirlíkingar af kjóln­ um og meira að segja voru þess dæmi að efnavörubúðir seldu snið af kjóln­ um. Annað nýlegra dæmi eru perlu­ hálsfestar frá hönnuðinum Hlín Reyk­ dal sem notið hafa mikilla vinsælda. „Það er einhver föndurbúð byrjuð að selja svona kúlur og er með nám­ skeið í gerð festanna. Þetta er svo flott hjá Hlín og það er sorglegt að fólk leyfi henni ekki að hafa þetta í friði.“ Hann segir skorta á að fólk geri sér grein fyrir því að það sé ólöglegt að gera eftirlík­ ingar af hönnunarvörum. „Þetta er verndað og þetta er ólöglegt. Fólk þarf frekar að reyna að finna upp sitt eigið og þéna á því bara sjálft. Ekki að stela hönnun annarra.“ n Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Um hugverkarétt Hugverkaréttur er réttur sem tekur til óáþreifanlegra verðmæta og auðkenna. Ákvæði laga á sviði hugverkaréttar (höfundalaga, vörumerkjalaga, hönnunarlaga og einkaleyfalaga) fela í sér einkarétt eiganda þessara réttinda á að nota umrædd hugverk í atvinnuskyni. Lögin fela í sér að aðrir en eigendur slíkra réttinda mega ekki nota umrædd réttindi heimildarlaust í atvinnuskyni. Höfundur, samkvæmt höfundalögum, hefur einka- rétt á því að birta sitt verk í þeim tilgangi að gera það aðgengilegt almenningi, til dæmis með sölu. Þá hefur uppfinn- ingamaður í skilningi einkaleyfalaga einkarétt á að hagnýta uppfinningu sína í atvinnuskyni. Eigandi að vörumerki hefur að sama skapi einkarétt til að nota vörumerki sitt í atvinnuskyni. Brot gegn hugverkarétti á sér stað þegar annar en sá sem hefur heimild til þess lögum samkvæmt, notar á ólögmætan hátt hin vernduðu hugverk án samþykkis rétthafa. Algeng brot gegn hugverkarétti eru til dæmis ólögmætar eftirgerðir (sjóræningjaútgáfur) og dreifing á tónlist og kvikmyndum. Þá má nefna ólögmætar merkingar á fatnaði og lyfjum með vernduðum vörumerkjum, þ.e. eftirlíkingar. Af fALsAnir.is Vantar virðingu fyrir hugviti Eyjólfur í Epal segir að fólk verði að fara að læra að bera virðingu fyrir hugviti annarra. Húsgögnum fargað Á dögunum var miklu magni húsgagna fargað. Um var að ræða eftirlíkingar af þekktum hönnunarvörum sem fluttar voru til landsins. Emami Hlín reykdal Fangar réðust á fangaverði Tveir fangar á Litla­Hrauni, Matthías Máni Erlingsson og Bald­ ur Kolbeinsson, hafa verið ákærð­ ir fyrir að ráðast á fangaverði inni á Litla­Hrauni. Málin gegn þeim verða þingfest í Héraðsdómi Suðurlands á fimmtudag en þeir eru báðir ákærðir fyrir brot gegn valdstjórninni, en Baldur er einnig ákærður fyrir eignatjón. Matthías Máni komst í kast­ ljós fjölmiðla þegar hann strauk af Litla­Hrauni í lok síðasta árs. Hann er ákærður fyrir að hafa slegið fangavörð í höfuðið þar sem hann var við skyldustörf þann 5. mars síðastliðinn. Baldur er ákærður fyrir að ráð­ ast á þrjá fangaverði. Einn þeirra mun hann hafa slegið ítrekað í höfuðið svo gleraugu hans fóru af. Rifið í hár annars og klórað nef hans. Þann þriðja mun hann hafa slegið í enni og hnakka, svo gler­ augu hans fóru af. Rændur í undirgöngum Ráðist var á 16 ára dreng í undir­ göngum við Hamraborg í Kópa­ vogi um miðjan dag á mánudag. Árásarmennirnir, sem voru tveir, veittust að drengnum og höfðu af honum farsíma og tvö þúsund krónur í reiðufé. Kona var með þeim í för en hún mun ekki hafa tekið þátt í árásinni. Drengurinn hlaut einhverja áverka við árásina og fór í fylgd með föður sínum á slysadeild til að fá áverkavottorð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var hann þó mjög skelkaður eftir at­ vikið. Lögreglan þekkir til árásarmannanna en hefur ekki enn haft hendur í hári þeirra. Skýrslan um ESB þegar til Kostnaður íslenska ríkisins vegna aðildarviðræðna við ESB nemur tæplega 900 milljónum króna. Óvíst er hvaða tilgangi ný skýrsla um stöðu viðræðna þjónar þar sem þegar liggur fyrir ítarleg skýrsla utanríkis­ ráðuneytisins um stöðuna. Líkt og áður hefur komið fram hyggst ný ríkisstjórn gera hlé á viðræðum við ESB og ætlar sér að semja skýrslu um stöðu viðræðna og stöðu innan sam­ bandsins sjálfs. Í apríl síðast­ liðnum kom svipuð skýrsla út um stöðu aðildarviðræðna á vegum utanríkisráðuneytis, en þar er farið yfir aðildarferlið til þessa, hvað er eftir og hver stað­ an er núna. Viðræðum er lokið í 11 köflum, viðræður stóðu yfir í 16, áður en gert var hlé á þeim og samningsafstaða liggur fyrir í tveimur til viðbótar. Það er að­ eins í 4 köflum sem samnings­ afstaða liggur ekki fyrir, en það eru taldir erfiðustu kaflar við­ ræðnanna; sjávarútvegur og landbúnaður. Visir.is greinir frá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.