Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2013, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2013, Blaðsíða 20
20 Sport 29. maí 2013 Miðvikudagur Fyrsta gullið komið n 125 keppa fyrir Íslands hönd Smáþjóðaleikarnir standa nú yfir í Lúxemborg en þetta er í fimmt­ ánda sinn sem leikarnir eru haldnir. Aníta Hinriksdóttir vann til fyrstu gullverðlauna Íslands á mótinu þegar hún sigraði í 800 metra hlaupi. Þá fékk íslenska karlalandsliðið í fimleikum brons­ verðlaun í liðakeppni. 200 Íslendingar 125 keppendur taka þátt á leik­ unum fyrir Íslands hönd að þessu sinni en alls eru um 200 manns í íslenska hópnum að meðtöld­ um þjálfurum, aðstoðarfólki og fararstjórum. Leikarnir voru settir á mánudag á Þjóðarleik­ vangi Lúxemborgar, Stadium Josy Barthel. Helena Sverrisdóttir körfuknattleikskona var fánaberi Íslands á setningarathöfninni. Leikarnir voru fyrst haldnir árið 1985 og hafa vaxið ár frá ári síðan. Til marks um það má nefna að keppendum Íslands hefur fjölgað um 100 frá fyrstu leikun­ um. Heildarfjöldi keppenda var þá rúmlega 200 en nálgast nú um 1.000. Á Íslandi 2015 Það er ekki einungis íþróttafólk statt á Smáþjóðaleikunum. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er einnig staddur ytra en hann tók á mánudag við embætti for­ seta framkvæmdastjórnar Smá­ þjóðaleikanna. Ólafur mun gegna því embætti fram yfir leikana 2015 sem verða haldnir á Íslandi. Á fundi framkvæmdastjórn­ arinnar kynnti skipulagsnefnd leikanna hér á landi umgjörðina, íþróttagreinarnar 10 sem keppt verður í, mannvirki, land og þjóð. Leikarnir fara fram í Reykjavík dagana 1. til 6. júní 2015 en þeir voru einnig haldnir hér á landi árið 1997. Auk Íslands eru það Lúxemborg, Andorra, Malta, Liechtenstein, San Marínó, Kýpur, Mónakó og Svartfjallaland sem taka þátt á leikunum. Íslenski hópurinn Er skipaður um 200 manns í heild. Mynd ÍSÍ G límumótið Mjölnir Open fór fram um helgina í átt­ unda skipti. 73 þátttakendur kepptu í uppgjafarglímu í níu flokkum. Mótið hefur vaxið ár frá ári samhliða uppgangi baradaga­ klúbbsins Mjölnis og er stærsta glímumót landsins ár hvert. „Munurinn á þessu móti og flestum öðrum er að það er opið öllum. Það getur hvaða glímumaður sem er kom­ ið og tekið þátt,“ segir Jón Viðar Arn­ þórsson, formaður Mjölnis. „Þannig að besta glímufólk landsins getur keppt sama hvaða sérsambandi það tilheyrir eða hvaða grunn í glímu það hefur.“ Mjölnir Open er því einn helsti vettvangur ár hvert fyrir bestu glímu­ kappa landsins til að láta ljós sitt skína. Mótið aldrei sterkara Að þessu sinni tóku keppendur frá fimm félögum þátt. Auk Mjölnis voru það Sleipnir/UMFN, Fenrir, Pedro Sauer og Full Circle. Það er óhætt að segja að Mjölnir hafi gjörsigrað á mótinu en keppendur frá Mjölni sigruðu í öllum flokkum nema ein­ um. Í þeim flokki sigraði Björn Lúk­ as Haraldsson, Sleipnir/UMFN, sem Jón Viðar segir ungan og þrælefni­ legan glímukappa.„Mótið er alltaf að verða sterkara með hverju árinu sem líður. Það er til marks um þann gríðar­ lega uppgang sem er bæði í glímunni og blönduðum bardagalistum hér á landi. Ég held að það sé óhætt að segja að það hafi aldrei verið jafn margar flottar og spennandi glímur og núna. Standardinn er alltaf að verða hærri og því færri óvanir sem taka þátt,“ segir Jón Viðar. Mjölnir vex og dafnar Mjölnir hefur vaxið hratt undanfarin ár en í dag æfa þar um 1.000 manns. „Stærstur hluti þess hóps er í glímunni en blönduðu bardagalistirnar og Vík­ ingaþrekið hafa einnig vaxið mikið.“ Mjölnir hefur því ferðast um langan veg frá því að nokkrir félagar í Þórs­ hamri mættu saman á æfingar árið 2003. Eftir að hafa verið lengi á Mýrar­ götu flutti Mjölnir í Loftkastalann árið 2011 en hefur nú sprengt það húsnæði utan af sér líka og er unnið að stækkun. Flestir tengja atvinnubardaga­ kappann Gunnar Nelson við Mjölni en hann hefur oftast allra sigrað í opna flokknum á Mjölni Open eða fjórum sinnum. Gunnar er að jafna sig eftir hnéaðgerð en hann þurfti að fresta bardaga í UFC vegna meiðslanna. Jón Viðar segir það hafa verið ómetan legt fyrir íslenskar bardagalistir að eiga fulltrúa eins og Gunnar. „Það hefur hjálpað til við að færa íþróttina nær al­ menningi og framkoma og keppnis­ stíll Gunnars er einstakur. Ótrúlegur íþróttamaður.“ Keppnisliðið á flugi Mjölnir heldur úti keppnisliði í blönduðum bardagalistum sem hefur undanfarið gert góða hluti erlendis. „Það hefur gengið ótrúlega vel og við höfum hreinlega unnið meirihlutann af bardögunum,“ segir Jón Viðar en sem dæmi má nefna að Bjarki Þór Pálsson hefur unnið sér inn keppnis­ rétt í Cage Warriors 55 sem er stærsta MMA­keppni Evrópu að UFC undan­ skilinni. n Opinn flokkur karla 1. Þráinn Kolbeinsson – Mjölnir 2. Ingþór Örn Valdimarsson – Fenrir 3. Björn Lúkas Haraldsson – Sleipnir/UMFN Opinn flokkur kvenna 1. Sigrún Helga Lund – Mjölnir 2. Sunna Rannveig Davíðsdóttir – Mjölnir 3. Auður Ómarsdóttir – Mjölnir +99kg flokkur karla 1. Eggert Djaffer Si Said – Mjölnir 2. Davíð Egilsson – Mjölnir 3. Guðmundur Stefán Gunnarsson – Sleipnir/UMFN -99kg flokkur karla 1. Þráinn Kolbeinsson – Mjölnir 2. Ingþór Örn Valdimarsson – Fenrir 3. Haraldur Óli Ólafsson – Mjölnir -88kg flokkur karla 1. Sighvatur Magnús Helgason – Mjölnir 2. Diego Björn Valencia – Mjölnir 3. Pétur Daníel Ámundason – Mjölnir karla 1. Björn Lúkas Haraldsson – Sleipnir/UMFN 2. Björn Vilberg Jónsson – Mjölnir 3. Gunnar Þór Þórsson – Mjölnir -66kg flokkur karla 1. Axel Kristinsson – Mjölnir 2. Bjarki Ómarsson – Mjölnir 3. Aron Elvar Zoega – Pedro Sauer +60kg flokkur kvenna 1. Sigrún Helga Lund – Mjölnir 2. Auður Ómarsdóttir – Mjölnir 3. Sunna Wiium – Mjölnir -60kg flokkur kvenna 1. Sunna Rannveig Davíðsdóttir – Mjölnir 2. Ingibjörg Birna Ársælsdóttir – Mjölnir 3. Ágústa Eva Erlendsdóttir – Mjölnir Stig félaga Mjölnir: 99 stig Sleipnir/UMFN: 11 stig Fenrir: 6 stig Pedro Sauer: 1 stig Full Circle: 0 stig Bardagaíþróttir í stöðugri sókn Ásgeir Jónsson blaðamaður skrifar asgeir@dv.is n Mjölnir Open fór fram um helgina n Sterkasta glímumót landsins Sigurvegarar Mjölnir Open 8 Sigursæl Keppendur Mjölnis sigruðu í öllum flokkum nema einum Mynd: Jón Viðar arnþórSSOn. þráinn Kolbeinsson Er einn besti glímumaður Íslands og sigraði í opna flokknum. Mynd: Jón Viðar arnþórSSOn. Borgaralega kæddur Gunnar Nelson keppti ekki á mótinu vegna meiðsla en hann er hér í innhverfri íhugun ásamt þeim Bjarna og Þráni. Mynd: Jón Viðar arnþórSSOn Engin undankomuleið Axel Kristinsson er gríðar- lega teknískur glímu- maður og límir sig hér á andstæðing sinn. Mynd: Jón Viðar arnþórSSOn.. allt á hvolfi Allt er reynt til að sigra andstæðinginn. Mynd: Jón Viðar arn- þórSSOn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.