Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2013, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2013, Blaðsíða 14
Sandkorn S tálfrúin Guðrún Lárusdóttir hefur sagt upp allri 25 manna áhöfn frystitogarans Þórs HF 4 sem gerður er út frá Hafnarf- irði. Hún er framkvæmdastjóri Stálskipa ehf. sem gerir togarann út og jafnframt einn af stærstu eigendum útgerðarinnar sem hún hefur rekið í yfir 40 ár. „Við tókum þá erfiðu ákvörðun að segja upp mannskapnum hjá okkur í framhaldi af þeirri óvissu sem greinin hefur búið við allt of lengi,“ sagði Guð- rún í samtali við DV á mánudaginn. Átti hún þar við veiðigjaldið sem hún telur alltof hátt. Þá hefur hún einnig stefnt íslenska ríkinu og vill fá endurgreiddan þann auðlegðarskatt sem henni hefur ver- ið gert að greiða á síðustu árum upp á 35 milljónir króna. Vill hún fá það skjalfest frá Bjarna Benediktssyni, nýj- um fjármála- og efnahagsráðherra, að auðlegðarskatturinn verði lagður af. Árið 2011 hagnaðist Stálskip ehf. um 740 milljónir króna. Áætlað er að útgerðinni beri að greiða rúmlega 200 milljónir króna í veiðigjald á núver- andi kvótaári. Miðað við sama hagnað yrði enn eftir rúmur hálfur milljarður króna eftir greiðslu veiðigjaldsins. Áætlað er að raunverulegt virði eigna Stálskipa sé nálægt ellefu milljörðum króna. Skuldirnar nema einungis 400 milljónum króna. Fyrir- tækið er því með 96 prósenta eigin- fjárhlutfall sem hlýtur að vera með því allra besta á Íslandi. Verðmæti hlutar Guðrúnar og eigin manns hennar, sem fara með 40 prósenta hlut í Stálskipum, eru metin á fjóra milljarða króna. Dætur þeirra þrjár fara með 45 prósenta hlut sem metinn er á um fimm milljarða króna. Útgerðarfyrirtækið hefur því skilað fjölskyldunni um níu milljörð- um króna sem að stærstum hluta urðu til vegna hækkandi verðs aflaheim- ilda sem Stálskip fékk án greiðslu við tilkomu kvótakerfisins árið 1983. Þrátt fyrir þessu gríðarlegu auðæfi er Guð- rún afar ósátt við núverandi veiðigjald og að hafa þurft að greiða 35 milljónir króna í auðlegðarskatt á síðustu árum sem hún kallar eignaupptöku sem brjóti í bága við stjórnarskrána. Líklega bindur Guðrún Lárusdóttir vonir við það að ný ríkisstjórn Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokks lækki veiðigjaldið verulega. Ef það verður ekki gert er hún tilbúin að gera alla sjómenn frystitogarans Þórs HF 4 at- vinnulausa. Skiptir þá engu þó út- gerðarfyrirtæki hennar standi gríðar- lega vel. Ofan á það vill hún líka láta afnema auðlegðarskattinn. Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna kom því í gegn að veiðigjald á útgerðina var hækkað. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi atvinnu- og nýsköpunarráðherra, lét nýlega hafa eftir sér í DV að veiði- gjaldið, sem er talið geta skilað rík- inu allt að 15 milljörðum á ári, sé sanngjörn krafa þjóðarinnar um að fá hlutdeild í auðlindarentunni. Um fjórir milljarðar króna af því koma af almenna veiðigjaldinu og allt að ell- efu milljarðar króna af sérstaka veiði- gjaldinu. Tilefni þessara orða hans voru fréttir um að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn íhuguðu að afnema sérstaka veiðigjaldið á sjávarútvegs fyrirtæki strax á aukaþingi í sumar. Slíkt kæmi í veg fyrir að það gilti á næsta fiskveiði- ári. Steingrímur áréttaði að sérstaka veiðigjaldið væri ekki hafið yfir gagn- rýni. Það geti vel verið að það þyrfti að þróa áfram aðferðafræðina við það hvernig það væri innheimt. Segja má að stærstu eigendur aflaheimilda á Íslandi séu undir sterkri forystu Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, eins konar ríkis í ríkinu. Máttur útgerðarmanna hefur orðið eins og skrímsli sem ríkið ræð- ur ekki lengur við. Guðrún Lárusdóttir situr í stjórn LÍÚ. Sama þó stjórnmála- flokkur eins og Vinstri græn hafi reynt að berjast sem harðast fyrir breyting- um á fiskveiðistjórnunarkerfinu ásamt hinum stjórnarflokknum var einfald- lega við ofurefli að etja. Stál í stál. Hins vegar hlýtur það að vera rétt- mæt krafa í samfélaginu að útgerðar- menn sem og ný ríkisstjórn reyni að skapa sátt um starfsemi sjávarútvegs- fyrirtækja á næstu árum. Samkvæmt stjórnarsáttmálanum er eitt af mark- miðum nýrrar ríkisstjórnar að virkja samtakamátt þjóðarinnar. Liður í því gæti verið sátt um fiskveiðistjórnunar- kerfið. Líklega má taka undir orð Stein- gríms J. Sigfússonar um að sérstaka veiðigjaldið sé ekki hafið yfir gagnrýni. Það er þó ekki konu eins og Guðrúnu Lárusdóttur til sóma, sem rekið hef- ur fyrirtæki sitt af mikilli samvisku- semi áratugum saman, að segja upp öllum sjómönnum Stálskipa ef það er einungis gert til þess að hóta núver- andi ríkisstjórnarflokkum. Varðandi auðlegðarskattinn þá til- heyrir Guðrún 1,3 prósentum ríkustu einstaklinga á Íslandi sem áttu 540 milljarða króna í hreina eign umfram skuldir í árslok 2008 eða eftir banka- hrunið. Það er meira en fjórðungur af öllum eignum íslenskra fjölskyldna samanlagt umfram skuldir. Eitt af því góða sem fráfarandi ríkisstjórn Sam- fylkingar og Vinstri grænna gerði var að auka jöfnuð í þjóðfélaginu. Hámark græðginnar náðist árið 2006 þegar tekjur Hreiðars Más Sigurðssonar, þá- verandi forstjóra Kaupþings, námu nærri einum milljarði króna eða 440 földum meðalárslaunum verkamanns. Eftir bankahrunið urðu laun skipstjóra aflahæstu togara lands- ins aftur svipuð launum tekjuhæstu bankastjóranna. Líklega eru flestir sammála um að það sé af hinu góða. Hins vegar ætti útgerðarfólk eins og Guðrún Lárusdóttir að sjá sóma sinn í því að greiða að einhverju leyti til baka sanngjarnt endurgjald til þjóðar- innar fyrir afnot af sameign þjóðar- innar – bæði í formi veiðigjalds og auðlegðarskatts. Krafa hennar um annað er einungis endurómur af þeirri græðgisvæðingu sem leiddi til hruns íslenska fjármálakerfisins í október 2008. Þolinmæðin búin n Helsta áhyggjuefni ríkis- stjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er að al- menningur hefur ekki mikla þolinmæði til að bíða eftir gullöldinni sem boðuð var í kosningunum. Flestir hafa þó talið að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fengi svigrúm út sumarið. Því er þó ekki að heilsa því ríkisstjórnin situr þegar uppi með fyrstu mót- mælin sem eru sprottin af niðurlægjandi tali forsætis- ráðherra um þá sem gerðu athugsemdir við umhverfis- mat vegna virkjunar í Þjórsá. Þolinmæðin var því engin. Klofin Framsókn n Ýmislegt bendir til þess að það eigi eftir að verða fjör í kringum Sigmund Davíð Gunnlaugsson í embætti for- sætisráðherra. Honum hefur þegar tekist að styggja náttúru- verndar- sinna með yfirlýsingum um mark- leysi athugasemda þeirra sem vilja aðhald í virkjunum. Þá hefur Sigmundi þegar tekist að fá Guðna Ágústsson, fyrrverandi formann, upp á móti sér. Guðni hefur í gegnum tíðina verið einn helsti stuðnings- maður Sigmundar en eftir að Vigdís Hauksdóttir, mágkona hans, var sniðgengin í ráð- herravali sauð upp úr. Stjórnadrottning Íslands n Ein bjartasta stjarna ís- lensks viðskiptalífs er Katrín Olga Jóhannesdóttir sem hef- ur setið í stjórnum fjölda stór fyrirtækja á borð við Öl- gerðina, Icelandair Group, Seðlabankann og Skipti. Þá er hún einn eigenda Já. Ferill hennar er að mestu flekk- laus ef undan er skilið að hún stýrði framkvæmda- sviði Skipta þegar félagið var sektað um 400 milljónir króna fyrir ólöglegt samráð. Katrín er með nokkrum sanni stjórnadrottning Íslands. Gjaldþrot Engeyinga n Engeyjarveldið er vart svipur hjá sjón frá því sem var þegar Benedikt Jóhannes­ son, eigandi Talna- könnunar, var nefndur krónprins Engeyinga og sat í fjölda stjórna fyrir hönd ættarinnar. Viðskipta- blaðið sagði frá því nýlega að félagið Gildruklettar ehf., sem var í eigu Benedikts og Einars Sveinssonar, ættar- höfðingja Engeyinga, hafi verið úrskurðað gjaldþrota. Félagið hélt meðal annars utan um hlut í Nýherja sem Benedikt stjórnar. Einar er fluttur til Bretlands. Hallar ekki á konur Ég hef bara þurft að læra að sætta mig við þetta Eygló Harðardóttir segir stöðu kvenna sterka. – DV Jóhanna Þorsteinsdóttir fær ekki bætur þrátt fyrir örorku. – DV Stál í stál„Hins vegar ætti út­ gerðarfólk eins og Guðrún Lárusdóttir að sjá sóma sinn í því að greiða að einhverju leyti til baka sanngjarnt endurgjald til þjóðarinnar fyrir afnot af sameign þjóðarinnar „Það sem hefur einnig gleymst er að Alþingi bar að fjalla um ramma­ áætlunina samkvæmt því vinnulagi sem það hefur sett sér sjálftÞ að er ýmislegt sem virðist hafa gleymst með rammaáætlun um orkunýtingu. Það sem hefur gleymst er að þegar hún var af- greidd þá voru einhverjir kostir færðir úr biðflokki eða verndarflokki yfir í nýt- ingarflokk. Og ekki hefur heyrst orð um að það hafi verið ófaglegt eða pólitískt ólíkt því sem stóriðjusinnaðir stjórnmálamenn hafa hrópað um þá kosti sem fóru í bið- flokk eða verndarflokk eftir afgreiðslu Alþingis. Það sem hefur einnig gleymst er að það sem er í biðflokki þýðir einfaldlega að það á eftir að afla fleiri gagna áður en ákvörðun er tekin. Og það þýðir að viðkomandi kostur getur síðar meir fallið í verndar- eða nýtingarflokk. Það sem hefur einnig gleymst er að Alþingi bar að fjalla um rammaáætlun- ina samkvæmt því vinnulagi sem það hefur sett sér sjálft. Og það þýðir að þegar málið er tekið til dagskrár að kalla verður eftir athugasemdum og umsögnum sem ber að skoða og taka tillit til þar sem um- sagnir Jóns og Gunnu eru jafn réttháar og stóriðjusamtök atvinnulífsins. Það sem hefur einnig gleymst er að núverandi ríkistjórnarflokkar töl- uðu hvað mest um það á síðasta þingi að taka ætti tillit til innsendra athugasemda og umsagna utanaðkom- andi aðila þegar kom að stjórnarskrár- frumvarpinu. Og virðast nú sem þá lítið gefa fyrir um 400 innsendar umsagnir og athugasemdir sem virðast vera hjómið eitt miðað við innsendar athugasemdir og umsagnir hagsmunasamtaka og að- ila sem vilja virkja allt í drasl. En það sem gleymist kannski mest af öllu er það sem liggur í augum uppi. Rammaáætlun var, er og verður alltaf pólitísk meðan stjórnmálamenn, stór- iðjurisar, hagsmunasamtök, forsvars- menn fyrirtækja, náttúrverndarfólk og aðrir aðilar hafa skoðun á henni. Og það mun ekki breytast þó núver- andi ríkistjórn ákveði að setja hana í hendur sérfræðinganefndar. Enda er slík nefnd skipuð pólitískt af stjórnmálamanni í ráðherrastól. Það sem gleymdist með rammaáætlun Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Fréttastjóri menningar: Símon Birgisson (simonb@dv.is) Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjónarmaður helgarblaðs og innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu­ og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 14 29. maí 2013 Miðvikudagur Leiðari Annas Sigmundsson annas@dv.is MynD: ViðSKiPtABlAðið Af blogginu Agnar Kristján Þorsteinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.