Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2013, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2013, Blaðsíða 23
Menning 23Miðvikudagur 29. maí 2013 Kristján Davíðsson látinn Listmálarinn Kristján Davíðsson lést á mánudaginn, 96 ára að aldri. Kristján er hvað þekktastur fyrir kraftmiklar abstrakt myndir af íslenskri náttúru. Hann fæddist í Reykjavík 28. júlí 1917. Hann var við myndlistar­ nám í Reykja­ vík í tvo vetur, en stundaði síðar nám í listaskólan­ um Barnes Foundation og við Penn­ sylvaníuháskóla í Merion í Pennsyl­ vaníu í Bandaríkjunum. Þá var hann við listnám í París. Kristján hefur ver­ ið einn virtasti listamaður Íslendinga um áratugaskeið. Kristján var einn af þeim sem stóðu fyrir Septembersýn­ ingunum á árunum 1947–1952 og tók einnig þátt í Feneyjatvíæringnum á níunda áratugnum. Orgelsumar í Hallgrímskirkju Alþjóðlegt Orgelsumar í Hallgrímskirkju verður haldið 21 sumarið í röð í Hallgrímskirkju nú í sumar. Klais-orgelið í kirkjunni hefur verið hreinsað og endurnýjað að hluta, til að standa undir þeim væntingum sem til þess eru gerðar í tengslum við hátíðina. Hörður Áskelsson kantori segir hátíðina vaxa með hverju árinu. „Þetta er stærsta hátíðin til þessa. Aldrei verið fleiri tónleikar og við hlökk- um til sumarsins,“ segir hann. Hann segir hátíðina heilla bæði Reykvíkinga og ferðamenn. Orgeltónar munu berast frá Hallgrímskirkju í sumar og mun Hörður leika á Klais-orgelið á fyrstu tónleikum sumarsins, laugardaginn 1. júní. Mynd sigtryggur ari Konur í karlaheimi – vantar bara punginn F yrsta glæpasaga Sólveigar Páls­ dóttur kom út í fyrravor og fékk hjá mér lofsamlega dóma. Nú er komin út, rétt ári seinna, önnur glæpasaga hennar, Hinir réttlátu, og því miður er ég ekki nærri eins hrifin. Heiti bókarinnar vísar í öfgamenn í náttúruvernd, sem leiðast á braut glæpa í viðleitni sinni til að berj­ ast gegn hvalveiðum. Mikið er það ósannfærandi útgangspunktur. Frum­ legur og skondinn en of léttgeggjaður til þess að hægt sé að ná nokkrum botni í illmenni sögunnar. Í þessari sögu er rannsóknarlög­ reglukonan Særós í aðalhlutverki. Í aukahlutverki er félagi hennar, Guð­ geir – stuðningspersóna sem dregur fram hörku og ósérhlífni Særósar. Hér er gengist upp í klisjunni um einrænu konuna sem skortir tilfinn­ ingaþroska eða glímir við geðraskanir sem annars væru hamlandi en duga langt í heimi karla. Þarf kona að vera með persónuleikaröskun til þess að vera áhugaverð? Það er allt útlit fyrir að það sé nýjasta stefið í heimi glæpa­ sagna. Saga Noren í Brúnni og Sarah Lund í sjónvarpsþáttunum Glæpnum eru nærtæk dæmi um konur af þessu tagi. Þær eru reyndar mjög áhuga­ verðar sögupersónur og þar tekst höf­ undum vel upp. En Særós er af öðru tagi. Hana skortir frekari dýpt og full­ komnunaráráttan ætti að vera til skrauts fremur en að verða aðalum­ fjöllunarefni bókarinnar eins og nán­ ast er hægt að segja um Hina réttlátu. Söguframvindan er á þá leið að kunn­ ur athafnamaður á miðjum aldri finnst myrtur á golfvelli og á sama tíma láta hval­ friðunarsinnar til sín taka í Reykjavík. Sprenging verður við höfnina í hvalveiði­ skipi og stuttu seinna í hvalasafni á Húsavík. Sá myrti átti einn veitingastaða sem hvalfriðunar­ sinnar sátu um. Rannsóknarlög­ reglumennirnir Guðgeir, Særós og Andrés rannsaka málið og inn í það flækist hálfsystir Særósar. Söguflétt­ an er eins og áður segir fremur fyrir­ sjáanleg en samt sem áður er hún bæði lífleg og frumleg svo lesendur verða líkast til ekki sviknir. Sterkustu sögupersónur bókar­ innar eru eldri konur sem tengjast þeim myrta. Þar fer höfundur á flug og persónusköpunin er virkilega eftir­ tektarverð og vönduð. Því má hrósa. Meira af litríkum eldri konum takk. Kannski þær geti orðið næsta nýja stef glæpasagna? n Bókmenntir Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Hinir réttlátu Höfundur: Sólveig Pálsdóttir Útgefandi: Forlagið Lífleg og litrík Önnur bók Sólveigar er síðri en sú fyrri en þrátt fyrir allt lífleg og lesandinn verður ekki svikinn. Einlægni mikilvægust langan tíma tekur að framleiða kvikmyndir en nú finnst mér það gott hve ferlið er langt. Maður stíg­ ur bara inn í annan heim og leyfir sér að vera þar.“ Hvað einkennir góða kvik- mynd? „Það sama og gerir alla list góða – hvort sem það er myndlist eða tónlist. Listamaðurinn verður að vera einlægur gagnvart því sem hann skapar. Ætli það ekki bara. Einlægni og sannleikurinn,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Guð­ mundur Arnar, óvænt stjarna á einni stærstu kvikmyndahátíð heims. n simonb@dv.is Þetta gerðist Kvikmyndin Blue is the Warmest Color hlaut Gullpálmann á kvikmynda- hátíðinni í Cannes en myndin er vægast sagt djörf og segir frá ástarsambandi tveggja kvenna sem Lea Seydoux og Adele Exarchoppulos leika. Meðal þeirra sem sátu í dómnefndinni þetta árið voru leikstjórinn Steven Spi- elberg og Nicole Kidman og rúmenski leikstjórinn Christian Mungu. Bruce Dern var valinn besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni Nebraska og var franska leikkonan Berenice Bejo valin besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í myndinni The Past. n Hvalfjörður vann til verðlauna í Cannes n Lærði myndlist en heillaðist af kvikmyndum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.