Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2013, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2013, Blaðsíða 21
Fólk 21Miðvikudagur 29. maí 2013 The Charlies í Las Vegas n Máluðu bæinn rauðan S telpurnar í The Charlies voru fyrir skömmu í Las Vegas og virtust skemmta sér vel. Þær birtu myndir af sér á Instagram þar sem þær sjást meðal annars í sundlaugarpartíi, á barnum og að spila fjárhættu- spil. Svona eins og maður gerir þegar maður er í Vegas. Við eina myndina, sem er tekin þegar þær eru að yfirgefa borgina, segir: „Takk Vegas fyrir að eyðileggja lifrina í mér.“ Annars hafa þær Alma, Kamilla og Klara verið uppteknar við að spila í Bandaríkjunum og gáfu út myndband við lagið Hellu Luv í fyrrahaust. Í vetur voru þær gestir í þættinum Rockstar Health and Fitness þar sem þær gáfu uppáhaldshollusturéttinn sinn; poppkorn með sætuefni og kanil. Þ ingkonan fyrrverandi Mar- grét Tryggvadóttir og Andrea Ólafsdóttir, fyrrver- andi forseta- og þingfram- bjóðandi, eru ósáttar við Þorbjörn Þórðarson, fréttamann Stöðvar 2. Ástæðan er viðtal sem Þorbjörn tók við Sigmund Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra. Mar- grét spyr á Facebook-síðu sinni hvort viðtalið sé „undarlegasta viðtal ársins?“. Margrét gefur jafn- framt í skyn að Þorbjörn sé Ali G Ís- lands og bætir við: „[Hann] Hefur tekið tárvot viðtöl við útrásarvík- inga á færibandi.“ Andr ea Ólafs- dóttir kveður fastar að orði í athugasemd við færslu Margrét- ar: „Þessi fréttamaður er alger- lega óþolandi – svo hrokafullur og leiðinlegur … en mér fannst SDG koma vel útúr þessu viðtali.“ Ósáttar við Þorbjörn n Margrét og Andrea tala hreint út Leðurgallinn heillar Svavar n Svali á ekki til orð yfir töffaraskap vinar síns Þ eir Svavar Örn og Sig- valdi Kaldalóns, betur þekktur sem Svali, eiga fleira sameiginlegt en að stýra útvarpsþætti á rásinni K100.5. Þeir félagar eru að læra á mótorhjól saman. Það kom Svala mjög á óvart hversu klár Svavar er á fákinn. „Hann er mjög lunkinn á mótor- hjólinu sem kom mér á óvart, en hann hjólar ekki einu sinni á venju- legu hjóli. Ég held að það sé þessi gríðarlega mikli metnaður sem Svavar hefur sem kemur honum í gegnum þessa ökutíma með þeim stæl sem hann er að gera. Stefnu- ljósin vöfðust að vísu aðeins fyrir honum í öðrum tímanum þegar honum var hleypt út í umferðina og reyndar var ég pínu óöruggur á stefnuljósunum líka. Við höldumst í hendur í gegnum þetta saman og það er engin keppni í gangi okkar á milli, enda hef ég ekki roð við hon- um, eða þannig,“ segir Svali í sam- tali við DV. Með ADHD og lesblindu Svavar Örn er annálaður tískugúrú og með stílinn á kristaltæru. Hann hefur séð um hár margra flottustu kvenna þessa lands á síðustu árum og jafnvel áratugum, enda hár- greiðslumeistari með meiru. „Ég veit ekki hvort það er bara leður- gallinn sem er að heilla mig svona við mótorhjólið, en ég hef engan áhuga á að enda á „racer“ eða neinu svoleiðis tryllitæki. Ég er að massa þessa ökutíma og Svali er frekar svekktur yfir því hvað mér gengur áberandi vel miðað við aðra sem eru í þessu námi,“ segir Svavar. En getur maður ekki fallið á svona prófi? „Jú mörgum sinn- um og ég reikna fastlega með því að falla því ég er með allar þessar greiningar, athyglisbrest, ADHD, lesblindu og þessa skammstöfunar- tískusjúkdóma sem eru að tröllríða öllu þessa dagana. Ég var eitthvað aðeins að vesenast með stefnu- ljósið í hringtorgi í tímanum um daginn, en það er ekki eins og ég hafi ekki náð því skömmu síðar, ólíkt Svala. Það kom mér mjög á óvart hversu vel ég er að fíla það að keyra um á mótorhjóli. Ég plana að kaupa mér hjól og leðurgalla næsta vetur og gef mér góðan tíma í þetta. Við Svali eigum eftir að vera áber- andi á götum borgarinnar í leðri! segir Svavar að lokum. n Íris Björk Jónsdóttir blaðamaður skrifar iris@dv.is „Við höldumst í hendur í gegnum þetta saman. Skemmtu sér í Vegas Það var greinilega gaman hjá fyrrverandi Nylon-stelpum. L eikarinn viðkunnanlegi Rúnar Freyr Gíslason er á leið á langþráða tónleika með Pink Floyd í Parken. Hann fer með vini sínum Ólafi Teiti Guðnasyni sem hann sveik fyrir 20 árum. „Miðar keyptir. Tjékk. Flug pantað og greitt. Tjékk. 20 ára mis- tök (þegar ég fór frekar í sjúkrapróf í stjórnmálafræði en að fara á Pink Floyd-tónleika í Parken) verða nú leiðrétt!“ sagði Rúnar Freyr á Face- book-síðu sinni. „Ólafur Teitur Guðnason verður með í för, en hann kynnti mig fyrir PF þegar við vorum 17 ára í Verzló. Hann fór einn á Parken, en ekki núna!“ Leiðréttir 20 ára mistök n Rúnar Freyr og Ólafur Teitur saman á tónleika Flottir á mótorfák „Við Svali eigum eftir að vera áberandi á götum borgar- innar í leðri!“ segir Svavar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.