Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2013, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2013, Blaðsíða 11
Fréttir 11Miðvikudagur 29. maí 2013 M ikil ólga ríkir innan Fram- sóknarflokksins vegna þess hvernig ráðherra- skipan var háttað. Þetta staðfesta áhrifamenn í flokknum í samtali við DV en nokkrir þeirra fullyrða að Sigmundur Dav- íð Gunnlaugsson hafi blekkt fundar- menn á miðstjórnarfundi flokksins í síðustu viku. Hafi hann gefið í skyn að flokkurinn fengi strax fimm ráðherra í ríkisstjórninni en ekki fjóra eins og raunin varð. Þessu vísar Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætis- ráðherra, alfarið á bug. „Það kom skýrt fram á fundinum að fimm ráðu- neyti kæmu í hlut Framsóknarflokks- ins og umhverfisráðuneytið yrði til að byrja með undir sama hatti og land- búnaðar- og sjávar útvegsmálin,“ seg- ir hann. Þá hafi fundarmönnum verið gert ljóst að ráðherrar beggja flokka yrðu fimm þegar fram liðu stundir. „Þetta kom nákvæmlega svona fram á fundinum,“ segir Jóhannes og tel- ur að um misskilning hljóti að vera að ræða. Meðal þeirra áhrifamanna inn- an flokksins sem DV ræddi við gætti talsverðrar reiði í garð Sigmundar Davíðs og sakaði einn viðmælend- anna hann um „níðingsverk“. Þá var kvartað undan því að Vigdís Hauks- dóttir hefði ekki fengið ráðherrastól og fullyrt að fráleitt hefði verið að ganga framhjá forystukonu í Reykja- víkurkjördæmi suður. Það væri ólýðræðislegt miðað við þann at- kvæðafjölda sem hún hefði fengið í prófkjörum, en jafnframt samræmd- ist það ekki jafnréttissjónarmiðum. Guðni ósáttur „Við hljótum að binda vonir við það að fimmti ráðherra Framsóknar- flokksins verði kona,“ sagði Anna Kolbrún Árnadóttir, jafnréttisfull- trúi Framsóknarflokksins, þegar DV ræddi við hana um stöðu jafnréttis- mála innan flokksins. Hún sagðist þó vilja skoða málið í stærra samhengi og nefndi sérstaklega nefndaskipan. „Formenn nefnda mættu vera konur. Það á ekki endilega að horfa bara til ráðherrastólanna. Við fögnum því að vera komin með átta þingkonur, við megum aldrei gleyma því. Það höf- um við aldrei haft áður í sögunni,“ sagði hún. Ljóst er að 42 prósent þingmanna Framsóknarflokksins eru konur. „Það eru margir fletir á þessu en óskastaðan hefði auðvitað verið að hafa fleiri konur.“ Vigdís Hauksdóttir er mágkona Guðna Ágústssonar, fyrrverandi ráðherra, sem nýtur talsverðrar virðingar innan flokksins. Guðni hef- ur hingað til þótt hallur undir Sig- mund Davíð og fór fögrum orðum um Sigmund eftir að hann var kos- inn formaður árið 2009. Samkvæmt heimildum DV var Guðni hins vegar fokreiður yfir því að Framsóknar- flokkurinn hefði aðeins fengið fjóra ráðherra af níu. Þegar haft var sam- band við hann sagðist Guðni þó ekki vilja tjá sig um innanflokksmál við fjölmiðla. Orðrómur innan flokksins Maður sem gegnir trúnaðarstörfum innan Framsóknarflokksins og sat miðstjórnarfundinn tjáði DV frá orðrómi sem gengur meðal flokks- manna um þessar mundir. Telja margir að flokkurinn hafi átt heimt- ingu á fimm ráðherrastólum. Hins vegar hafi flokksforystan ákveðið að sameina umhverfis- og auðlinda- ráðuneytið sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytinu til að eiga auðveldara með að ganga fram hjá Vigdísi. Um orðróm er að ræða sem aðstoðarmaður forsætisráðherra gefur lítið fyrir. Aðrir telja að fjórir ráðherrastólar af níu hafi verið það gjald sem formaður Framsóknar- flokksins þurfti að greiða Sjálfstæðis- flokknum fyrir forsætisráðherra- stólinn. Ómögulegt er að vita hvað er hæft í þessum orðrómi en ljóst er að skiptar skoðanir eru meðal flokks- manna á samkomulagi stjórnar- flokkanna. Vildi verða ráðherra Þótt óhætt sé að fullyrða að Vigdís Hauksdóttir sé afar umdeildur þingmaður á hún breiðan stuðn- ing meðal framsóknarmanna. Þykir hún hafa barist af krafti gegn stefnu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna á síðasta kjörtímabili og talað af miklu hispursleysi. „Já, ég sóttist eftir því að verða ráð- herra,“ sagði Vigdís í samtali við DV eftir að ráðherraskipan var tilkynnt. „Það á eftir að skipa einn ráðherra með haustinu og það á eftir að rétta þennan kynjahalla í ríkisstjórninni að mínu mati,“ bætti hún við. Sam- kvæmt þeim áhrifamönnum innan flokksins sem DV ræddi við er óhjá- kvæmilegt að Vigdís fái fimmta ráð- herrastólinn. Bæði vegna jafnréttis- sjónarmiða en ekki síður vegna þess hve staða hennar innan flokksins er sterk. n Sterkur formaður Staða Sigmundar Davíðs er sem fyrr sterk innan Framsóknarflokksins þótt margir beri hann þungum sökum eftir miðstjórnarfund flokksins. Ólga innan FramsÓknar n Sigmundur sakaður um að hafa blekkt miðstjórnina n „Níðingsverk“ Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannpall@dv.is „Þetta kom nákvæmlega svona fram á fundinum Vigdís Hauksdóttir Vigdís hlaut góða kosningu í Reykjavík og furða sig margir á því að hún skuli ekki hafa fengið ráðherrastól. Viltu bæta mannlífið? Hverfissjóður Reykjavíkur auglýs- ir eftir umsóknum um styrki til að efla mannlífið í borginni. Einstak- lingar, hópar, félagasamtök eða stofnanir geta sótt um styrk allt að 700 þúsund krónum hver. Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að leitað sé að verkefnum sem stuðla að bættu mannlífi, eflingu félags- auðs, fegurri ásýnd borgarhverfa, auknu öryggi eða eflingu sam- starfs íbúa, félagasamtaka og fyrir- tækja við borgarstofnanir. Hægt er að sækja um styrki til verk- efna hvort sem þau tengjast einu eða fleiri hverfum eða almennt í borginni. Umsóknarfrestur er til miðnættis mánudaginn 10. júní 2013 og eru nánari upplýsingar á vef Reykjavíkurborgar. Tannbrotinn eftir kajakferð Um klukkan 19.30 á þriðjudags- kvöld barst tilkynning til Neyðar- línu um að kajakræðari væri í vandræðum í Norðfjarðará. Reyndist maðurinn hafa velt bátnum en náði að koma sér úr þeirri klípu og upp á stein í ánni. Í tilkynningu frá Slysavarna félaginu Landsbjörg segir að björgunar- sveitin Gerpir í Neskaupstað hafi verið kölluð út og voru meðlimir hennar komnir á staðinn 10–15 mínútum síðar á sínum stærsta bíl. Var bílnum ekið út í ána og kajakræðarinn sóttur. Hafði hann fengið höfuðhögg, brotið tennur auk þess sem hann var með skrámur í andliti. Hann var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. Norðurálkrafið um milljarð „Það er gott að þetta sé komið frá og vonandi verður þetta til þess að menn geti farið að einbeita sér að Helguvík,“ segir Ragnar Guð- mundsson, forstjóri Norðuráls á Íslandi, í samtali við Vísi. Gerðar- dómur komst að þeirri niðurstöðu á þriðjudag að Norðurál Grundar- tangi skuli greiða HS Orku skaða- bætur að upphæð rúmlega 1,4 milljónir dollara, eða um 175 milljónir króna, sem eru fullar bætur fyrir þá orku sem álverið í Grundartanga tók ekki, en var samningsbundið til að taka. Orku- veitu Reykjavíkur var stefnt inn í málið í ljósi þess að fyrirtækið sel- ur Norðuráli orku, en fyrirtækið gerði ekki bótakröfu í málinu og áskildi sér rétt til þess að gera slíkt að fenginni niðurstöðu dómsins. Á vef Vísis kemur fram Orkuveitan muni krefja Norðurál um 748 milljónir króna á næstu vikum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.