Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2013, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2013, Blaðsíða 12
T uttuguogfjagra ára karl­ maður, Jerry Andrew Active, hefur verið ákærður fyrir hrottalegt morð á eldri hjón­ um í bænum Anchorage í Alaska um helgina. Hann hefur jafn­ framt verið ákærður fyrir að nauðga tveggja ára stúlkubarni, afabarni hjónanna, eftir morðin. Foreldrar barnsins komu að manninum nökt­ um á heimili þeirra á laugardaginn, þar sem hann var að misnota barnið. Hann flúði af vettvangi á nærbuxun­ um einum fata en lögreglunni tókst að hafa hendur í hári hans. Talsmaður lögreglunnar, Anita Shell, hefur látið hafa eftir sér að rannsóknarlögreglumenn hafi átt erfitt með að sinna starfi sínu á vettvangi, svo ljót hafi aðkoman verið. „Þeir sögðu að þetta væri það hræðilegasta sem þeir hafi nokkru sinni þurft að takast á við,“ sagði hún og bætti við að þó hefðu þeir marga fjöruna sopið í þessum efnum. Amma og afi pössuðu barnið Það var á laugardaginn sem parið, foreldrar litlu stúlkunnar, ákvað að gera sér dagamun. Þau fóru í bíó ásamt stálpuðum syni sínum og fengu ömmu og afa til að gæta litlu stúlkunnar. Þar voru hæg heimatök­ in því fjölskyldan bjó hjá þeim; ömm­ unni Sorn Sreap, 73 ára, og eigin­ manni hennar Touch Chea,71 árs. Langamma konunnar (90 ára) bjó einnig á heimilinu og var heima þegar voðaverkin áttu sér stað. Jerry Andrew Active, hinn ákærði, réðst inn á heimilið, að því er virðist að tilefnislausu, með því að brjótast inn um glugga. Hann gekk í skrokk á hjónunum og myrti þau bæði. Fregnir herma að hann hafi einnig nauðgað gömlu konunni áður en hann sneri sér að barninu. Hryllileg aðkoma Þegar fjölskyldan kom heim var úti­ dyrahurðin læst innan frá. Enginn svaraði þegar barið var að dyrum. Eftir nokkra stund tókst þeim að brjótast inn um glugga á íbúðinni, sem er á jarðhæð, og þar blasti hryll­ ingurinn við þeim. Amman og afinn lágu hreyfingarlaus á gólfinu, látin. Í einu svefnherberginu komu þau að nöktum manninum, þar sem hann var í rúmi að nauðga tveggja ára dóttur þeirra. Konan hringdi á neyðarlínuna, vitanlega í óheyri­ legri geðshræringu, og sagði frá því sem gerst hafði. Húðflúraður maður væri inni hjá þeim, búinn að fremja þessi hryllilegu voðaverk. Parið reyndi að koma í veg fyrir að maðurinn kæmist á brott. Lög­ reglumaðurinn Slawomir Marki­ ewicz segir að samkvæmt frásögn konunnar, sem er ólétt, hafi þau lent í ryskingum við manninn þegar þau reyndu að hindra för hans. Eftir átök í nokkrar mínútur hafi honum tekist að komast undan og flýja heimilið – á nærbuxunum. Fannst á nærbuxunum Lögreglumennirnir fundu manninn skammt frá vettvangi. Hann veitti að sögn nokkra mótspyrnu við handtökuna. Íbúar borgarinnar eru slegnir óhug vegna málsins. „Það er mjög sjaldgæft að svona ofbeldis­ glæpur eigi sér stað, að ókunnug­ ur maður ráðist inn á heimili fólks, ráðist á þá sem fyrir eru með þess­ um hætti og myrði blásaklaust fólk af handahófi,“ er haft eftir lögreglu­ manninum í fjölmiðlum vestan­ hafs. Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að maðurinn nauðgaði ekki að­ eins stúlkubarninu heldur einnig gömlu konunni sem hann myrti. Líkin hafa verið send til krufningar en nánari tildrög árásarinnar eða málsatvik liggja ekki fyrir. n Frelsaði móður úr fangelsi n „Ég hélt að ég myndi deyja í fangelsinu“ V ijai Kumari var barnshaf­ andi þegar hún var dæmd til fangavistar fyrir morð sem hún segist ekki hafa framið. Hún eignaðist dreng, Kan­ haiya, í fangelsi í Kanpur eftir að hafa verið þar í fjóra mánuði. Hún var fann sig tilneydda til að senda hann frá sér í fóstur, enda fang­ elsi ekki heppileg uppeldisstofnun fyrir börn. „Þetta var erfitt, en ég var harð­ ákveðin. Ung börn eiga ekki heima í fangelsum,“ segir Vijai. Hún bjóst þó ekki við því að það yrði sonur hennar sem sæi til þess að hún kæmist úr fangelsinu 19 árum síð­ ar. Drengurinn heimsótti móður sína á þriggja mánaða fresti þegar hann komst til vits og ára og þegar hann varð átján ára kynnti hann henni áætlun sína um að frelsa hana úr fangelsinu. Þá hafði Vijai átt að vera löngu laus á skilorði, en hún átti ekki til 180 bandaríska dollara til að fá að fara heim og sat því föst í áraraðir. Barnsfaðir hennar neitaði að að­ stoða hana og hún hélt að öll sund væru lokuð. „Faðir minn hafði afneitað henni,“ segir Kanhaiya. Það var því ekkert annað að gera en finna vinnu og hóf Kanhai­ ya störf í fataverksmiðju og sparaði eins mikið af laununum sínum og hann gat. Á endanum átti hann nóg til að ráða lögfræðing sem tók að sér mál Vijai. Hann fékk hana lausa úr fangelsinu og nú eru mæðgin­ in sameinuð á ný. „Ég hélt að ég myndi deyja í fangelsinu,“ segir Vijai. Það var þó dómurum mikið áfall að hafa komist að því að það tók Vijai svo langan tíma að fá úrlausn sinna mála, en hún virðist hafa týnst í kerf­ inu og gleymst líkt og svo margir aðrir. Í fangelsum á Indlandi eru um 300.000 fangar og bíða um 70 prósent þeirra dóms eða eru í sömu stöðu og Vijai. n Var úrkula vonar „Ég hélt að ég myndi deyja í fangelsinu,“ segir Vijai. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Myrti öMMu og afa og nauðgaði barni n Óhugnanleg árás í Alaska n Active myrti tvö og framdi tvær nauðganir„Þeir sögðu að þetta væri það hræðilegasta sem þeir hafi nokkru sinni þurft að takast á við. Grunaður um morðin Jerry Andrew Active náðist á hlaupum, á nærbuxunum einum fata. Fádæma hryllingur Foreldrar barnsins komu að manninum þar sem hann misnotaði stúlkubarnið. 12 Fréttir 29. maí 2013 Miðvikudagur Lyf gegn hjarta- skemmdum Breskir vísindamenn virðast hafa þróað lyf sem dregur úr skaða sem hjartaáföll, heilablóðföll og stórar aðgerðir geta valdið á heil­ brigðum vefjum. Lyfið hefur ekki verið prófað á mönnum ennþá en tilraunir á músum benda til þess að lyfið hafi þá eiginleika að vernda hjart­ að þegar blóðflæði er skyndilega hleypt aftur á eftir að það hefur verið stöðvað í einhvern tíma. Reynist lyfið gera sama gagn í mönnum og það gerir í músum mun það valda byltingu í lækna­ vísindum. Eitt algengasta vandamálið sem einstaklingar sem fá hjartaáfall glíma við eru skemmdir á hjarta­ vefjum þegar blóðflæðið verður skyndilega eðlilegt eftir áfallið. En við það losna skaðlegar sameindir sem valda skemmdum. Lyfið virð­ ist hins vegar koma í veg fyrir að þetta gerist. Ofbeldi gegn konum á Facebook Tugþúsundir einstaklinga hafa sett nafn sitt við yfirlýsingu þar sem þess er krafist að Facebook fjarlægi allar myndir, hópa og myndbönd sem innihalda ofbeldi gegn kon­ um. Aðgerðasinnar sem standa að yfirlýsingunni segja að á sam­ skiptavefnum sé mikið af efni sem innihaldi ofbeldi gegn konum, þrátt fyrir að það standi í skilmál­ um að slíkt viðgangist ekki. Þeir segja að aðstandendur Facebook hafi í mörgum tilfellum neitað að fjarlægja efni af vefn­ um þrátt fyrir ítrekaðar tilkynn­ ingar. En skýringarnar séu þá að þrátt fyrir að sumum finnist efnið móðgandi þá brjóti það ekki í bága við skilmálana. Aðstandendur Facebook segja í yfirlýsingu að þeir reyni eftir fremsta megni að fjarlægja allt það efni sem brjóti í bága við opinbera skilmála samskiptavefjarins. Á spítala Meðlimur rússnesku pönksveit­ arinnar Pussy Riot var á þriðju­ dag send á spítala. Maria Alyok­ hina hafði verið í hungurverkfalli í sjö daga en hún situr í fangelsi. Hún fór í hungurverkfall til þess að mótmæla því að henni hefði verið bannað að vera viðstödd ákvörðun um mögulega reynslulausn sína en beiðnin var tekin fyrir á miðviku­ daginn í síðustu viku og var hafnað. Maria var dæmd í tveggja ára fang­ elsi síðastliðið haust vegna þáttöku sinnar í mótmælum gegn Vladimír Pútín. Hún hefur sagt frá því að fangaverðir hafi hvatt aðra fanga til þess að ógna henni og hóta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.