Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2013, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2013, Blaðsíða 6
6 Fréttir 29. maí 2013 Miðvikudagur Ekki gefa öndunum brauð n Mávurinn krækir sér í unga og brauð á Tjörninni M ikilvægt er að borgarbúar og gestir miðborgarinnar gefi öndum, gæsum og svönum ekki brauð á Reykjavíkur­ tjörn í sumar, sérstaklega í júní og júlí. Á vef Reykjavíkurborgar er bent á að andarungar séu nú óðum að koma úr eggjum og sjást nú á ferð með foreldrum sínum á Tjörninni. Á næstu vikum fer ungum fjölgandi og því ítrekar Reykjavíkurborg þau tilmæli að öndunum við Tjörnina sé ekki gefið brauð á þessum við­ kvæma árstíma þegar ungviðið er að komast á legg. Sílamávurinn, helsti vargfuglinn við Tjörnina, sækir stíft í brauðgjafir og annan skyndibita. Hann er einnig sólginn í andarunga og tekur þá þegar þeir skríða úr eggi eða eru á sundi á Tjörninni. Brauðið laðar mávinn að svæðinu og það gagnast hvorki öndum né ungum þeirra. Mikilvægast er að gefa ekki brauð í júní og júlí á með­ an andarungar eru að komast á legg. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að fækkun máva sé mikilvægur þáttur í því að bæta afkomu andar­ unga en viðkomubrestur stendur andastofnum á Tjörninni fyrir þrif­ um. Á sumrin er meira af náttúru­ legu æti í Tjörninni fyrir endur og svani en yfir vetrartímann og því minni þörf fyrir brauðbitann. Þá er rétt að minna á að mávar sækja ekki bara í brauð heldur aðr­ ar matarleifar sem verða eftir á víða­ vangi, í opnum ruslatunnum og rusli sem er fleygt í götuna og því æskilegt að ganga vel um miðborgina hér eftir sem endranær. n astasigrun@dv.is Isavia styrkir björgunarsveitir Síðastliðinn laugardag veitti Isavia 23 björgunarsveitum um allt land samtals átta milljónir króna í styrki til kaupa á hópslysabúnað. Er þetta þriðja árið í röð sem veitt­ ir eru styrkir til björgunarsveita úr styrktarsjóði Isavia, en samtals hefur 20 milljónum króna verið úthlutað í styrki úr sjóðnum. Styrktarsjóðurinn var stofnaður árið 2011 og tilgangur hans er að bæta hópslysabúnað björgunar­ sveita Slysavarnarfélagsins Lands­ bjargar með sérstaka áherslu á björgunarsveitir sem gegna hlut­ verki í flugslysaáætlunum. Upp­ haflega átti verkefnið að vera til þriggja ára en hefur nú verið fram­ lengt um tvö ár. Áherslurnar hafa einnig verið víkkaðar út, meðal annars með hliðsjón af vinsælum ferðamannastöðum. Isavia vill þannig hjálpa björgunarsveitum að takast á við aukið álag sem fylgir auknum ferðamannastraumi til landsins. 160 kíló af þýfi í Norrænu Tollverðir fundu rúm 160 kíló af meintu þýfi í Norrænu við brottför skipsins frá Seyðisfirði í síðasta mánuði. Um var að ræða rúmlega 400 keramikeiningar, úr nýjum og notuðum hvarfakútum, sem tveir erlendir karlmenn hugðust flytja úr landi. Hið meinta þýfi var haldlagt á staðnum. Hvarfakútar gegna því hlutverki að hreinsa útblástursloft bifreiða og draga úr skaðsemi þess fyrir um­ hverfið. Þynnur úr afar verðmætum málmum, svo sem platínu og palladíum, sem eru til dæmis einnig notaðir til skartgripagerðar, skapa þessa eiginleika hvarfakútanna. Í hverjum hvarfakút geta verið þrjár til fimm keramikeiningar og með ákveðnum aðferðum er unnt að einangra þessa góðmálma. Mennirnir tveir höfðu sankað að sér 128 einingum úr nýjum hvarfa­ kútum og 273 úr notuðum kútum. Kaupverð hvers kúts getur hlaupið á tugum þúsunda króna. Málið er í rannsókn. Búið að opna í Dimmuborgum Búið er að opna alla göngustíga í Dimmuborgum í Mývatnssveit, eftir að svæðinu var lokað tíma­ bundið á dögunum. Einn lítill skafl er þó á Kirkjuhringnum og ein­ hverjir pollar á göngustígum, en óhætt er að fara um svæðið án þess að skaða viðkvæman gróður þess. Umhverfisstofnun minnir ferða­ menn þó á að óheimilt er að ganga utan göngustíganna og að gróður er viðkvæmur á þessum árstíma. Þrátt fyrir að enn sé maí eru nú þegar töluvert margir gestir farnir að heimsækja svæðið, en ferða­ mannastraumurinn hefur aukist jafnt og þétt síðastliðin ár. Vill skjalfest afnám auðlegðarskattsins n Stálfrúin í mál við ríkið vegna 35 milljóna n Á um 2.000 milljónir G uðrún Lárusdóttir, fram­ kvæmdastjóri og einn eigenda útgerðarfyrirtækisins Stálskipa í Hafnarfirði, vill fá það skjalfest frá Bjarna Bene­ diktssyni, nýjum fjármála­ og efna­ hagsráðherra að auðlegðarskattur­ inn verði aflagður um næstu áramót. Þessi orð lét hún falla í samtali við vefútgáfu Viðskiptablaðsins á mánu­ daginn. Hún vill fá endurgreiddar 35 milljónir sem hún hefur greitt í auð­ legðarskatt en á sjálf eignarhlut í út­ gerðinni sem er um tveggja milljarða, tvö þúsund milljóna króna, virði. „Ég er ekki svona trúgjörn,“ sagði hún um orð Bjarna sem höfð voru eft­ ir honum eftir undirritun stjórnarsátt­ mála nýrrar ríkisstjórnar Framsókn­ ar­ og Sjálfstæðisflokks í síðustu viku um efasemdir hans um að auðlegðar­ skatturinn stæðist eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Um miðjan maí greindi Viðskipta­ blaðið jafnframt frá því að Guðrún hefði stefnt íslenska ríkinu og krefð­ ist þess að ríkissjóður endurgreiddi henni um 35 milljónir króna sem hún hefur greitt í auðlegðarskatt á undan­ förnum árum en honum var kom­ ið á árið 2009. Verður mál hennar tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á næstunni. Skilar ríkinu átta milljörðum Árið 2012 fékk ríkissjóður alls átta milljarða króna í tekjur í formi auð­ legðarskatts sem lagður var á eignir 5.200 einstaklinga. Almenni skattur­ inn nam 5,6 milljörðum króna. Við­ bótarauðlegðarskattur, sem lagður er á muninn á nafnverði og raunvirði hlutabréfaeignar í árslok 2010, nam 2,4 milljörðum króna. Við álagningu árið 2012 var lagður tveggja prósenta skattur á hreina eign einhleypings umfram 150 milljónir króna og um­ fram 200 milljónir króna hjá hjónum. Í þessu samhengi má geta þess að raunverulegt virði 20 prósenta eignarhlutar Guðrúnar Lárusdóttur í Stálskipum nemur líklega um tveim­ ur milljörðum króna. Þá fer eigin­ maður hennar með jafn stóran hlut. Bókfært virði eignar þeirra í Stálskip­ um nemur þó líklega ekki nema rétt rúmum milljarði króna þar sem Stál­ skip ehf. bókfærir virði aflaheimilda sinna nærri tuttugu sinnum lægra en raunverulegt virði þeirra er. Páll Kolbeins ritaði grein í Tíund, fréttablað ríkisskattsstjóra, í nóvember árið 2009 sem kallað­ ist „Eignir og skuldir Íslendinga“. Þar kom fram að eftir bankahrunið í árs­ lok 2008 hafi 2.366 fjölskyldur átt meira en 100 milljónir króna í hreina eign en þessar fjölskyldur töldu fram eignir sem voru samtals 543 milljarð­ ar króna umfram skuldir. DV greindi nýlega frá því að hrein eign Íslendinga umfram skuldir næmi í dag líklega nærri 2.000 milljörðum króna. Miðað við það ættu þessar fjölskyldur sem teljast til 1,3 prósenta af heildarfjöld­ anum meira en fjórðung af hreinni eign Íslendinga. Vill líka losna við veiðigjaldið Guðrún Lárusdóttir hefur verið áber­ andi vegna andstöðu sinnar við veiði­ gjaldið sem og auðlegðarskattinn sem komið var á í tíð ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. „Við tókum þá erfiðu ákvörðun að segja upp mannskapnum hjá okkur í framhaldi af þeirri óvissu sem greinin hefur búið við alltof lengi,“ sagði Guð­ rún í samtali við DV á mánudaginn. Átti hún þar við veiðigjaldið sem hún telur alltof hátt. Ástæða orða hennar var sú að öll 25 manna áhöfn frysti­ togarans Þórs HF 4 frá Hafnarfirði hefur fengið uppsagnarbréf en Þór er eina skipið sem Stálskip ehf. gerir út. Nýlega var greint frá því að nýju ríkisstjórnarflokkarnir hefðu uppi áform um afnám sérstaka veiðigjalds­ ins. Talið er að það eigi að skila um átta til ellefu milljörðum króna í ríkiskass­ ann árlega. Samkvæmt áætlun sem forsætisráðuneytið kynnti árið 2012 var gert ráð fyrir að nota 17,1 millj­ arð króna sem að mestu kæmi af sér­ staka veiðigjaldinu á árunum 2013 til 2015 til þess að fjármagna samgöngu­ mannvirki fyrir 7,5 milljarða króna en þar á meðal eru Norðfjarðargöng, sex milljarðar króna í rannsóknar­ og tækniþróunarsjóð og 3,6 milljarðar króna í sóknaráætlun landshluta. Ef miðað er við að sérstaka veiðigjaldið nemi árlega á bilinu átta til tólf millj­ örðum króna má gera ráð fyrir að ríkis sjóður gæti orðið af 30 til 50 millj­ örðum króna í skatttekjur á komandi kjörtímabili frá 2013 til 2017. Ef ný ríkisstjórn Framsóknar­ og Sjálfstæðisflokksins kemur því í fram­ kvæmd að afnema auðlegðarskatt­ inn sem og sérstaka veiðigjaldið má gera ráð fyrir að ríkissjóður verði af nærri 20 milljörðum króna í tekjur ár­ lega sé miðað við núverandi áætlan­ ir. Gert var ráð fyrir að ríkið fengi um átta til ellefu milljarða króna í tekjur af sérstaka veiðigjaldinu á núverandi fiskveiðiári og líkt og áður kom fram námu tekjur ríkissjóðs af auðlegðar­ skattinum alls átta milljörðum króna árið 2012. n Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Treystir ekki „Ég er ekki svona trú- gjörn,“ segir Guðrún við Viðskiptablaðið um orð Bjarna Bene- diktssonar. Mynd hag Skrifa undir Bjarni sagðist við undirritun stjórnarsáttmálans efast um lögmæti auðlegðarskattsins. Ekkert brauð! Brauðbitinn hjálpar ekki öndunum yfir sumartímann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.