Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2013, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2013, Blaðsíða 13
Fréttir 13Miðvikudagur 29. maí 2013 Hrósa frekar fyrir gáfu en útlit n Foreldrar eiga ekki að segja börnum í tíma og ótíma að þau séu falleg B reski jafnréttismálaráðherr­ ann Jo Swinson segir að for­ eldrar eigi að hætta að segja börnum sínum að þau séu fal­ leg. Með því séu þau að senda börn­ um sínum þau skilaboð að útlit skipti mestu máli og það geti leitt til verri sjálfsmyndar hjá börnunum síðar á lífsleiðinni. Hún segir foreldra sem hrósa börnum sínum í sífellu fyrir falleg föt eða fallegt hár séu með því að segja börnum sínum að það mik­ ilvægasta til þess að ná árangri í líf­ inu sé útlitið. Það sé mikilvægt að börn viti að útlitið skipti ekki öllu máli og þannig verði sjálfsmynd þeirra sterkari. Jo segir foreldra frekar eiga að hrósa börnum sínum fyrir að ljúka verkefnum sínum farsællega eða fyrir að vera fróðleiksfús. Hún segir að eitt af hverjum fjórum börnum á aldrinum 10–15 ára sé óánægt með útlit sitt og 72 prósentum stúlkna finnist of mikil áhersla vera lögð á út­ lit stjarnanna í umfjöllun fjölmiðla um þær. Swinson segir einnig í viðtalinu við The Daily Telegraph að varasamt sé að mæður ræði um eigin líkams­ ímynd fyrir framan börn sín. Í gær fór af stað í Bretlandi herferð þar sem lögð er áhersla á það hvernig líkam­ inn birtist í fjölmiðlum og hvernig megi byggja upp sterka sjálfsmynd ungs fólks. n Þ egar útvarpsgoðsögnin Stóri George eða Big George dó árið 2011 þá syrgði kærasta hans til fimm ára hann afar sárt. Það gerði eiginkona hans einnig en hún vissi ekki að George hefði átt kærustu í fimm ár sem hélt að hún væri eina konan í lífi hans. Kærastan vissi ekki heldur af eiginkonunni. Sagðist vera skilinn George Webley var hans rétta nafn og hann var þekktastur fyrir að hafa samið fræg sjónvarpsstef, meðal annars fyrir þættina Have I Got News for You og The Office auk þess sem hann starfaði sem útvarpsmaður. George, sem var fjögurra barna faðir, var aðeins 53 ára þegar hann lést af hjartaáfalli eftir að hafa tekið fíkniefnið mephedrone í partíi. Eig­ inkona hans kom að honum á heim­ ili þeirra þar sem hann barðist við að ná andanum. Hann var látinn þegar sjúkraliða bar að. Jo Good, kærasta George, var afar sorgmædd þegar hún heyrði af dauða hans og ekki minnkaði sorgin þegar hún komst að því að George hafði ekki verið hrein­ skilinn í sambandi þeirra. Hann hafði nefnilega talið henni trú um að hann og eiginkona hans væru skilin þegar þau höfðu í raun aldrei skilið. Hann hafði lifað tvöföldu lífi allt þeirra samband og svikið báðar konurn­ ar sem voru honum dýrmætastar; eigin konuna og hjákonuna. Áttu saman hunda Eiginkona George vissi heldur ekki af því að hann hefði átt viðhald í fimm ár. Jo og George kynntust hjá BBC­útvarpsstöðinni í London og náðu saman vegna sameiginlegrar ástar sinnar á dýrum og list. George virtist ekki fela samband sitt við Jo þegar þau voru meðal fólks og því ekkert sem vakti sérstaklega upp grunsemdir hjá henni. Samband þeirra virtist vera raunverulegt og þau fengu sér meira segja tvo hunda sem þau kölluðu loðbörnin sín. Þó bjuggu þau hvort í sínu lagi en Jo hafði ekki áhyggjur af því. Hann sagði við Jo að þó hann byggi enn á heimili þeirra hjóna þá lifðu þau aðskildu lífi og hittust bara í gegnum börnin og barnabörnin. Sannleik­ urinn var hins vegar annar. Fannst hún ekki mega syrgja Þegar George dó var það því ekki síð­ ur áfall fyrir Jo að komast að því að líf þeirra saman hefði allt verið byggt á lygi. Hún segir í samtali við The Mirr­ or að hún hafi ekki almennilega vitað hvernig hún ætti að syrgja manninn sem hafði verið sálufélagi hennar í fimm ár. „Ég hafði verið hjákona hans í fimm ár – án þess að ég vissi af því – þannig að þegar ég missti minn ást­ kæra Georg, þá var sorg mín af allt öðru tagi en sorg eiginkonu hans.“ Henni fannst hún ekki mega syrgja hann eins og hún gerði í raun. Jo fór ekki í jarðarför George af tillitssemi við ættingja hans. Eftir dauða hans komst hún líka að því að allar myndir sem höfðu verið tekn­ ar af þeim saman hafði hann falið í skáp sínum í vinnunni. „Núna á ég ekkert nema minningar og nokkrar myndir af manninum sem var líf mitt í fimm ár. Ég hefði getað afborið að vera hjákona. Ég trúði því sem hann sagði mér. Ef ég hefði kom­ ist að sannleikanum meðan hann var enn á lífi þá hefði ég getað deilt honum.“n Stóri George Stóri George var útvarpsmaður sem lifði tvöföldu lífi. n Lifði tvöföldu lífi sem enginn vissi af n Skildi eftir sig tvær konur þegar hann lést Lifði tvöföLdu Lífi Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Jo og „loðbarnið“ Jo og George áttu saman tvo hunda sem þau kölluðu loðbörnin sín. Hér er hún með annan hundinn. Kastaði móð- ur sinni fram af svölum Tæplega níræð kona lét lífið í Ár­ ósum í Danmörku á þriðjudag, þegar sonur hennar á sextugs­ aldri kastaði henni fram af svöl­ um á fimmtu hæð í fjölbýlishúsi. Eftir að hafa hent móður sinni niður stökk hann á eftir. Hann lést ekki við fallið og var fluttur á sjúkrahús mikið slasaður og lést þar skömmu síðar af áverkum sín­ um. Konan var orðin mikið veik, þurfti að notast við hjólastól og fá mikla aðstoð. Sonur konunnar hafði séð um móður sína undan­ farna mánuði án hjálpar frá fé­ lagsþjónustu í borginni. Ekki er þó vitað hvað olli því að maðurinn ákvað að svipta þau lífi en nokkur vitni voru að fallinu. Drepin af tígrisdýri Súmötrutígur réðst á og drap Söruh McClay, 24 ára starfs­ mann dýragarðs í norðanverðu Englandi. Lög­ reglan rann­ sakar málið en forsvars­ menn dýra­ garðsins segja hana hafa brotið strangar öryggisregl­ ur með fyrr­ greindum afleiðingum. Rann­ sókn lögreglu virðist þó ætla að leiða annað í ljós en vísbendingar eru um tígrisdýrið hafi sloppið úr búrinu og ráðist á Söruh í starfs­ mannarými garðsins. Ekki er vitað hvernig dýrið slapp út úr búrinu. Lést úr bráða- lungnabólgu 65 ára gamall karlmaður lést á frönsku sjúkrahúsi á þriðjudag úr bráðalungnabólgu. Lungnabólgan var af völdum veirusýkingar, en veiran sem veldur henni er skyld HABL – eða SARS­veirunni sem kom upp fyrir um 10 árum. Annar Frakki hefur greinst með veiruna, hann er á sextugsaldri og liggur nú á sjúkrahúsi. Að minnsta kosti hafa um 44 manns greinst með þetta veiruafbrigði og 19 þeirra hafa látist. Flest hafa tilfellin kom­ ið upp í Sádi­Arabíu en veiran hefur líka greinst í Bretlandi, Jórdaníu, Katar, Túnis, Þýskalandi og Sameinuðu arabísku fursta­ dæmunum. Ekki hrósa fyrir útlit Jafnréttismála- ráðherrann Jo Swinson segir að það byggi upp verri sjálfsmynd hjá börnum að vera sífellt að segja þeim hvað þau séu falleg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.