Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2013, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2013, Blaðsíða 9
Fréttir 9Miðvikudagur 29. maí 2013 ford.is Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Ford Transit Custom 2,2TDCi dísil, 100 hö, beinskiptur 6 gíra. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 6,7 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 178 g/km. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu. Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 KOMDU OG PRÓFAÐU TRANSIT CUSTOM Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Aukin þjónusta Bíldshöfða 6: Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16 Kíktu í kaffi og spjall. Í sameiningu finnum við hagstæða fyrirtækjalausn fyrir þig. verð án vsk frá verð með vsk frá custom 3.577.689 KR. 4.490.000 KR. FORD tRansit Ford Transit Custom Sendibíll ársins 2013BACKBONE OF BUSINESS FordTransit180x255.indd 1 08.05.2013 14:42:41 M ikill fjöldi umhverfis­ sinna safnaðist saman við Stjórnarráðshúsið um fimm leytið á þriðju­ daginn. Það voru um­ hverfisverndarsamtökin Land­ vernd sem boðuðu til fundarins. Tilgangur samkomunnar var að af­ henda forsætisráðherra áskorun um að draga til baka yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um stórauk­ in umsvif í virkjanaframkvæmd­ um auk umsagna fjölmargra stofnana og samtaka um ramma­ áætlun stjórnvalda. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð­ herra var þó vant við látinn vegna opinberrar heimsóknar Finnlands­ forseta en aðstoðarmaður hans, Jó­ hannes Þór Skúlason, veitti áskor­ un Landverndar viðtöku. Líklega hafa fundarmenn verið hátt á annað þúsund þrátt fyrir að boðað hafi verið til fundarins með sólarhringsfyrirvara og það aðeins fimm dögum eftir að ný ríkisstjórn tók formlega við völdum. Aukin áhersla á stóriðju Á síðustu dögum hefur stefna stjórn­ valda í virkjanamálum komið betur í ljós og svo virðist sem stóriðjufram­ kvæmdir séu ofarlega á dagskrá. Ekki fór mikið fyrir umræðum um um­ hverfisvernd í kosningabaráttunni og sama máli gegnir um stjórnar­ sáttmála ríkisstjórnarflokkanna sem kynntur var í síðustu viku. Nú er hins vegar ljóst að stefnt er að uppbyggingu stóriðju í Helguvík á Suðurnesjum og Bjarni Benedikts­ son fjármála­ og efnahagsráðherra hefur lýst því yfir að til greina komi að Landsvirkjun útvegi orku til slíks iðnaðar. Þá þarf að öllum líkind­ um að færa átta virkjanakosti yfir í nýtingarflokk en þar er um að ræða virkjanir á Reykjanesi, í Neðri­Þjórsá, Skaftárhreppi og á fleiri svæðum, jafnvel á hálendinu. Guðmundur Hörður Guð­ mundsson, formaður Landverndar, segir að nýlegar yfirlýsingar stjórn­ arflokkanna komi sér á óvart. „Við vonumst til að ríkisstjórnin dragi úr þessum yfirlýsingum sínum og hefji samtal við náttúruverndarhreyf­ ingar, útivistarfélög, sveitarfélög og ferðaþjónustufyrirtæki og reyni að fara einhverja raunverulega sáttaleið.“ Hann segist telja að sterk krafa sé á meðal almennings um að ríkisstjórnarflokkarnir láti af stór­ iðjustefnunni enda séu aðrar leiðir betri í efnahags­ og atvinnumálum. Grænlit fánaborg Mikill hugur var í fundarmönnum við Stjórnarráðið og veifuðu við­ staddir grænum fánum til merkis um afstöðu sína til náttúruverndar. Þá var augljóst af mannsöfnuðinum að fólk á öllum aldri lætur sig nátt­ úruvernd varða. Fyrstur tók til máls formaður Landverndar og las hann upp yfirlýsingu samtakanna áður en hann bankaði á dyr Stjórnarráðsins til að koma kröfum fundarmanna áleiðis til ríkisstjórnarinnar. Því næst fluttu tveir ungir um­ hverfissinnar ræður en það voru þau Ólafur Heiðar Helgason, for­ maður Ungra umhverfissinna, og Anna Sigríður Valdimarsdóttir, einn forsvarsmanna Náttúruverndarsam­ taka Suðurlands. Lögðu þau áherslu á ábyrgð stjórnvalda gagnvart næstu kynslóðum og gerðu einnig kröfu um að óánægjuröddum umhverfissinna yrði gefinn gaumur. Fram úr björtustu vonum Að loknum fundinum náði blaða­ maður DV tali af Ólafi Heiðari og Ómari Ragnarssyni sem fulltrúum tveggja kynslóða í baráttu náttúru­ verndarsinna. Báðir voru þeir hæst­ ánægðir með stemninguna á fund­ inum og sögðu mætingu hafa farið fram úr björtustu vonum. „Þetta eru tvö þúsund manns. Þetta eru að minnsta kosti tvö Háskólabíó, það er ég alveg viss um,“ sagði Ómar glaður í bragði. Þeir félagar eru bjartsýnir á að barátta náttúruverndarsinna skili til­ settum árangri. „Mér fannst fundur­ inn rosalega kraftmikill og það kom mér skemmtilega á óvart hve margir mættu þrátt fyrir skamman fyrir­ vara,“ sagði Ólafur Heiðar og bætti við að hann teldi áhugann til marks um mikla vakningu meðal almenn­ ings um umhverfismál.n n Hátt á annað þúsund manns söfnuðust saman n Mótmælafundur á fimm daga afmæli ríkisstjórnarinnar Mótmæla fleiri virkjunum Forsætisráðherra upptekinn Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætis­ ráðherra, tók við áskorun Landverndar fyrir hönd hans. Hér er hann ásamt Guðmundi Herði Guðmundssyni, formanni Landverndar. Mynd: SiGtryGGur Ari Mannmergð Stór hópur fólks kom saman til að skora á að umhverfisverndarsjónarmiðum verði gert hærra undir höfði. Mynd: SiGtryGGur Ari Ólafur Kjaran Árnason blaðamaður skrifar olafurk@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.