Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2013, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2013, Blaðsíða 22
22 Menning 29. maí 2013 Miðvikudagur Úrkynjun í endalausu eftirpartíi n The Great Gatsby er sjónrænt meistaraverk en langdregin á köflum Þ að heldur enginn jafn flott- ar veislur og dularfulli milljarðamæringurinn Jay Gatsby. Þingmenn, kvik- myndastjörnur, rithöfundar, bankamenn og þeir sem þyrstir í gott eftirpartí eru gestir hans. En gest- gjafinn heldur sig til hlés. Konfettí- sprengjurnar, djassgeggjunin, Mar- tíni-píramídarnir, sundlaugarnar – allt eru þetta umbúðir utan um ein- manaleika hans. Þegar veislan stendur sem hæst kemst maður ekki hjá því að hugsa til góðærisins á Íslandi; þegar rokk- stjörnum var flogið með þyrlum í af- mælisveislur útrásárvíkinga, engu til sparað í mat og víni. The Great Gatsby gerist á öðrum áratug síð- ustu aldar en lýsir tímabili úrkynjun- ar (decadence) þar sem sprúttsalar urðu milljarðamæringar, spilling réð ríkjum og hina ríku þyrsti í endalaust partí. Slík tímabil enda alltaf eins – með hruni – og í The Great Gatsby er fall hins ósnertanlega milljarðamærings óumflýjanlegt frá upphafi. Sagan, eftir F. Scott Fitzgerald, er klassísk. Hún segir frá tilraunum hins mikla Gatsby til að heilla aftur æsku- ástina Daisy sem rann honum úr greipum vegna þess hve ákaft hann leitaði peninga. Nú vonast hann til þess að peningar geti breytt fortíðinni og fært honum æskuástina á ný. Sögumaðurinn er rithöfundurinn Nick Carraway sem býr í litlu húsi við hlið kastala Gatsby. Hann er frændi Daisy sem er gift öðrum milljarða- mæringi; pólóleikaranum Tom sem fer ekki leynt með framhjáhald sitt og virðist á yfirborðinu líta á Daisy sem eign, frekar en eiginkonu. Nick er mitt á milli milljarðamær- inganna – áhorfandi að þessum míni- gríska harmleik. Baz Luhrmann á að baki stórfeng- legar kvikmyndar. Póstmódernísk nálgun hans á Rómeó og Júlíu eftir William Shakespeare (þar sem Leon- ardo DiCaprio varð stórstjarna á einni nóttu) gerði þá báða að stórstjörnum. Moulin Rouge og Australia eru frá- bærar. Í The Great Gatsby hefur Baz Luhrmann alla þræði í hendi sér. Stór- leikarinn Leonardo DiCaprio er réttur maður á réttum stað – dularfullt bros hans segir meira en þúsund orð; hann sýnir stórleik sem Jay Gatsby. Veislusenurnar eru þær flottustu í myndinni þar sem Baz Luhrmann blandar nútímatónlist snilldarlega saman við djassinn og foxtrottdansa. Þetta eru eftirpartíin sem fastagesti Kaffibarsins dreymir um að mæta í en verða aldrei að veruleika. En myndin er því miður of lík einni af veislum Jay Gatsby. Hún hefur allt – réttu leikarana, tæknibrellurnar, tón- listina, myndatökuna. En þegar kem- ur að hinum mannlega harmi skautar hún á yfirborðinu. Boðskapur The Great Gatsby er að þú getur ekki og átt ekki að reyna að kaupa ástina. Ætli það sama gildi ekki um bíómyndir. Peningar geta búið til góðar myndir en aldrei frábærar. n Sarúman syngur þungarokk Leikarinn Christopher Lee hyggst gefa út þungarokksplötu á 91 árs afmæli sínu. Christopher Lee er þekktastur fyrir leik sinn í Hringa- dróttinssögu, þar sem hann lék galdrakarlinn Sarúman, og einnig fyrir túlkun sína á Drakúla greifa í gömlu Hammer-hryllingsmynd- unum. Hann hefur einu sinni áður gefið út rokkplötu. Það var fyrir þremur árum og fyrsta tilraun hans í tónlistarbransanum. Nú segist hann vera búinn að finna hinn rétta þungarokkstón – þrátt fyrir að hann láti þungarokksöskr- ið eiga sig á gamals aldri. Richie Faulkner, úr sveitinni Judas Priest, aðstoðar Christopher Lee á plöt- unni sem ber nafnið: The Omens of Death eða Fyrirboðar dauðans. Mæðgin í tónleikaferð Tónlistarkonurnar Heiða Eiríks- dóttir og Berglind Ágústsdóttir ætla í tónleikaferð um landið í byrjun júní. Þær munu spila frumsamda tónlist á ferðinni sem taka mun eina viku. Þær hyggjast taka syni sína, 11 og 13 ára, með en förinni er heitið á Snæfellsnes, Hótel Djúpa- vík á Ströndum, Akureyri, Seyðis- fjörð og svo enda þær ferðina í Blúskjallaranum í Neskaupstað. Berglind er myndlistarmaður en hefur gefið út þrjá geisladiska með tónlist. Heiða er þekktust fyrir leik sinn með hljómsveitinni Unun en hún hefur einnig komið fram sem trúbador. Ekkert mun kosta á tón- leikana þar sem ferðin er styrkt af tónlistarsjóðnum Kraumi. The Great Gatsby IMDb 7,5 RottenTomatoes 50 Metacritic 54 Leikstjóri: Baz Luhrmann Handrit: Baz Luhrmann og Craig Pearce Leikarar: Leonardo DiCaprio, Joel Edgerton og Tobey Maguire 142 mínútur Bíómynd Símon Birgisson simonb@dv.is Einlægni mikilvægust Í slenska stuttmyndin Hvalfjörður eftir Guðmund Arnar Guðmunds- son hlaut sérstök dómnefndar- verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vikunni. Myndin var ein níu stuttmynda sem kepptu um verð- laun á hátíðinni en alls voru fleiri en 3.000 stuttmyndir sendar inn í keppn- ina. Kokteilboð og glamúr Mikið er um dýrðir á kvikmynda- hátíðinni í Cannes. Sjá má Hollywood- stjörnur á snekkjum og áhrifamikla framleiðendur. Þó hátíðin snúist um kvikmyndir eru kokteilboð, partí og mikilvægir viðskiptafundir stærstur hluti af dagskrá þeirra sem hátíðina sækja. „Já, þetta er mikill markaður. Allt snýst um að hitta rétta fólkið, fara á fundi, mynda tengsl og undirbúa verk efni. Flestir kvikmyndagerðar- menn ná ekki að sjá mikið af mynd- um. En mér tókst að fara á frumsýn- inguna á nýju Polanski-myndinni. Hún var frábær,“ segir Guðmundur sem var nýkominn heim úr sólinni í Cannes. Fyrsta stoppið á Íslandi var mynd- listardeild Listaháskóla Íslands í Laugarnesinu en þar lagði Guð- mundur stund á nám. Týndur í lífinu „Ég fékk mikinn áhuga á leiklist þegar ég var um tvítugt. Fékk eigin- lega áhuga á öllum listformum. Lang- aði að skrifa og taka ljósmyndir. Gera allt. Var pínu týndur í lífinu. Vissi ekki hvað ég ætti að velja. Svo sá ég kvik- mynd eftir Won kar-wai – Fallen Ang- el. Þegar ég horfði á hana kviknaði áhuginn á kvikmyndunum. Þetta er formið þar sem öll listformin mætast.“ Guðmundur sótti um í myndlistina – að hans sögn til að fá góð- an grunn í listinni. Hann hafi svo haldið áfram námi og lagt stund á handritaskrif. Kynni hans af Rúnari Rúnarssyni kvikmyndaleikstjóra, sem er einn af framleiðendum myndarinnar (ásamt Guð- mundi sjálfum og Antoni Mána Svanssyni) höfðu mik- il áhrif á Guðmund. „Ég kynnist Rúnari í Danmörku fyrir nokkrum árum. Ég var honum innan handar þegar hann gerði Eldfjall. Og það var mikill skóli. Það má segja að hann hafi verið minn mentor í kvik- myndagerðinni. Ég lærði mikið af því að vinna með honum. Og hann studdi mig einnig í minni listsköpun.“ Tilraunakenndar stuttmyndir Hvalfjörður fjallar um líf tveggja bræðra sem búa ásamt foreldrum sínum á litlum sveitabæ. Áhorfendur kynnast heimi þeirra út frá sjónar- horni yngri bróðurins og fylgja hon- um í gegnum örlagaríkt tímabil í lífi fjölskyldunnar. „Þetta byrjaði sem hálfgerð æfing. Mig langaði að prófa að skjóta eina senu. Mig langaði að ná fram ákveðinni tilfinningu milli þessara tveggja bræðra. Í senunni var eldri bróðirinn að halda þeim yngri og róa hann niður. Senan fjallaði um hvað ástin getur líka verið erfið,“ segir Guð- mundur. Atriðið kom vel út og saga þessara bræðra heillaði Guðmund. Hann hefur áður gert stuttmyndir, en þær hafa verið tilraunakenndari, hálfgerð spunaverk, útskýrir Guðmundur. Hvalfjörður er hans stærsta verkefni til þessa og viðtökurnar nánast ævin- týralegar. Þolinmæði mikilvæg „Að búa til kvikmyndir krefst mikillar þolinmæði. Þannig vinn ég líka. Ég hef gaman af því að vera lengi að búa til verkefni. Mér finnst fínt að geta einbeitt mér að einum ákveðn- um hlut í heilt ár. Þá þarf ég ekki að hugsa um neitt annað á meðan. Til að byrja með óx mér það í augun hve n Hvalfjörður vann til verðlauna í Cannes n Lærði myndlist en heillaðist af kvikmyndum Guðmundur Arnar Stuttmynd hans Hval- fjörður hlaut sérstök dómnefndarverðlaun á hátíðinni. MynD sIGTRyGGuR ARI Frá Íslandi til Cannes Guðmundur með viðurkenningu dómnefndarinnar. Hvalfjörður Fjallar um líf tveggja bræðra á örlagaríkum tímum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.