Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2013, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2013, Blaðsíða 10
Valle í Noregi Hinn látni og hinn grunaði eru sagðir hafa hlegið saman fyrr um kvöldið. „Hann er í sorglegri stöðu“ 10 Fréttir 29. maí 2013 Miðvikudagur L júfur, indæll, rólegur, já- kvæður. Þetta eru lýsingar- orðin sem fjölskyldumeðlimir nota til að lýsa Íslendingn- um Ámunda Jóhannssyni, sem grunaður er um morðið á norska útvarpsmanninum Helge Dahle. Morðið var framið aðfara- nótt sunnudags í samkvæmi í Valle í Noregi. Nákvæm atburðarás ligg- ur ekki ljós fyrir en samkvæmt heimildum norskra fjölmiðla beindist árás hins meinta ger- anda, Ámunda, ekki að Helge Dahle, heldur að félaga meints geranda, sem einnig var staddur í samkvæminu. Hetjudauði Norska dagblaðið VG hefur eft- ir sjónarvotti að Ámundi hafi drukkið ótæpilega í samkvæm- inu. Um nóttina hafi hann svo lýst því yfir, í ölæði, að nefndur félagi hefði níu líf. Í kjölfarið tók hann upp hníf og gerði sig líklegan til að sanna orð sín. Helge reyndi að stöðva Ámunda, að sögn sjónarvottsins, með þeim afleiðingum að hann var stunginn þrisvar sinnum í bakið og einu sinni í kviðinn. Sé þessi atvikalýsing sann- leikanum sam- kvæm er ljóst að Helgi Dahle, sem var dáður útvarpsamaður í Valle, dó hetjudauða í tilraun til að bjarga hinum óþekkta veislugesti. Verknaðurinn átti sér stað í sam- kvæmistjaldi. Eitt af lykilvitnum málsins, milljarða- mæringurinn Knut-Axel Ug- land, segir í samtali við norska staðarblaðið Agderposten að fyrr um kvöldið hafi Ámundi og Helge hlegið saman í tjaldinu og virst í góðu skapi. „Kvöldið hafði verið mjög huggulegt,“ segir Ugland. Eftir að lætin hófust kveðst hann hafa hlaupið út úr tjaldinu, en sneri fljótlega aftur. Þá sá hann hvar Helge lá í miðju tjaldinu – í blóði sínu. Ámundi var handtekinn á vettvangi glæpsins að morgni sunnudags og var í kjölfarið dæmdur í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Löghlýðinn borgari Ættingjar Ámunda, sem DV talaði við, eru flestir þeirrar skoðunar að því fari fjarri að Ámundi hneigist til ofbeldis; hann hafi aldrei gert flugu mein. Fréttirnar komu því eins og þruma úr heiðskíru lofti, að sögn Elísu Björgu Elísdóttur, móðursystur Ámunda. „Drottinn minn dýri! Hann hefur aldrei hlotið dóm fyrir eitt eða neitt. Þetta er bara giftur maður sem á barn. Hann er alveg afskap- Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is lega rólegur og hefur alla tíð verið,“ segir Elísa. Elísa er búsett á Íslandi en gerir ráð fyrir því að fljúga út til Noregs á næstunni til að veita systur sinni og frænda stuðning á þessum erfiðu tímum. Elísa telur alls óljóst hvað í raun og veru gerðist þessa örlagaríku nótt í Valle. Af fréttaflutn- ingi nokkurra norskra fjölmiðla að dæma hefur Ámundi nú þegar játað sekt sína, en Elísa tekur þeim frétt- um með fyrirvara. „Mér skilst að hann hafi bæði játað og neitað og segist ekki muna neitt.“ Lögfræðingur Ámunda, Svein Kjetil Stallemo, tekur í sama streng og Elísa; fréttir af játningu Ámunda séu stórlega ýktar. Í samtali við DV segir Svein að Ámundi hafi verið í óminnisástandi þegar verknaðurinn var framinn. „Hann hefur alls ekki játað á sig verknaðinn. Hann man voðalega lítið og man sérstaklega lítið eftir mikilvægustu augnablikum kvöldsins,“ segir Svein en tekur samt fram að Ámundi sé fullur eftirsjár. Aðspurður hvort sú eftirsjá bendi til sektar þagnar Svein um stund en segir svo: „Staðan er þannig að hann gerði eitthvað við manninn sem dó, en það eru ekki nægar upplýsingar. Þetta er morðmál. Við vitum ekki nákvæmlega hvað gerðist.“ Svein segir Ámunda vera með böggum hildar. „Hann er í sorglegri stöðu. En hann er ekki að hugsa um sjálfan sig heldur fjölskyldu sína og hins látna.“ Fjölskyldumaður Ámundi Jóhannsson fluttist til Noregs tveggja ára að aldri ásamt foreldrum sínum, sem síðar slitu samvistir, og býr í bænum Aren- dal með konu sinni og börnum. Hann hefur því búið nær allt sitt líf í Noregi, en hefur þó enn sterk tengsl við Ísland að sögn ætt- ingja. Ámundi hefur unnið sem verkamaður og lagerstarfsmaður. Hin síðari ár hefur hann glímt við alvarleg hnémeiðsli og þegið ör- orkubætur, en verið heilbrigður að öðru leyti, bæði á sál og líkama. Ámundi hefur aldrei komist í kast við lögin áður, ef frá er talin sekt fyrir of hraðan akstur. n M aðurinn sem var myrtur í Valle í Noregi um liða helgi hét Helge Dahle, fimmtíu ára gamall Norðmaður. Dahle er sagður hafa reynt að stöðva Íslendinginn, Ámunda Jóhannsson, þegar hann ætlaði að gera atlögu að félaga sínum. Samkvæmt framburði vitna voru slagsmál í gleð- skapnum í aðdraganda morðsins, en Dahle var stunginn þrisvar í bakið og einu sinni í bringuna. Hann starfaði sem útvarpsmaður í Noregi og á vef norska ríkisútvarpsins er honum lýst sem geð- þekkum manni. Hann var sjálfur frá Valle og þekkt- ur fyrir störf sín í svæðisútvarpinu á svæðinu. Þá var hann einnig virkur þátttakandi í menningar- og íþróttastarfi þar. Stunginn margsinnis n Helge Dahle var þekktur útvarpsmaður frá Valle í Noregi n Ámundi Jóhannsson grunaður um morð í Noregi n Fjölskyldan í losti „Þetta er bara giftur maður sem á barn „Drottinn minn dýri! Hann hef- ur aldrei hlotið dóm fyrir eitt eða neitt. Vettvangur glæpsins Norskir fjöl- miðlar hafa greint frá því að Ámundi hafi drukkið ótæpilega um kvöldið.Valle Osló Ámundi er í gæsluvarðhaldi Honum er lýst sem dagfarsprúðum manni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.