Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2013, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2013, Blaðsíða 18
18 Lífsstíll 29. maí 2013 Miðvikudagur búa til hamingju n Fanga sólríka matarmenningu Provence-héraðs n Gáfu út sína þriðju matreiðslubók M æðgurnar Sigríður Gunnarsdóttir og Silja Sallé gáfu nýverið út sína þriðju matreiðslu­ bók hér á landi, Sælkera­ flakk um Provence. Bókin geymir uppskriftir Sigríðar og myndir Silju og fangar lystisemdir þessa sólríka héraðs. Fyrri bækur Sigríðar hafa fjallað um Frakkland í heild sinni og matar gerð Parísarborgar. Það eru 43 ár liðin síðan hún, ung kona, elti ástina alla leið til Haítí og þaðan til Frakklands þar sem hún heillaðist af franskri matargerð. Fyrsti Íslendingurinn á Haítí „Ég ákvað eftir stúdentspróf að fara í frönsku í Háskóla Íslands. Þar kynntist ég manninum mínum. Við bjuggum bæði á Nýja Garði, hann var að læra íslensku og var að skrifa doktorsritgerð hér á Íslandi. Þegar ég var búin í mínu námi ákvað ég að fara til hans. Ég fór ekki strax til Frakklands, því á þessum árum var hann að sinna herskyldu og var staðsettur á Haítí. Þannig að ég fór þangað og þar giftum við okkur. Þegar ég lenti á flugvellin­ um á Haítí, hitti ég blaðamann sem sagði mér að ég væri fyrsta íslenska manneskjan sem kæmi til Haítí. Ég veit ekkert hvort það er rétt. En það voru þó ábyggilega ekki margir Ís­ lendingar sem fóru þangað enda óralangt að ferðast þangað. Ég bjó á Haítí í tvö ár og fluttist eftir það til Frakklands. Svo þegar herskyldunni var lokið fluttum við til Frakklands og við höfum síðan búið í grennd við París,“ segir Sigríður í samtali við blaðamann. Breytt íslensk matarmenning Hún minnist matarmenningar Ís­ lendinga þegar hún fluttist út sem var ansi ólík þeirri frönsku. „Í þá daga var matur á Íslandi bara til að lifa af. Það var mjög lítið hugsað um bragðgæði og listina að búa til mat. Það var því skrýtið að koma hingað og sjá þennan áhuga hér. Ég kunni lítið sem ekkert að elda en heillaðist fljótt af franskri matargerð.“ Sigríður telur matarmenningu Íslendinga hafa breyst mikið til batnaðar síðan hún var ung kona þó enn megi læra af Frökkum listina að njóta. Hún segir matargerð og það að njóta matar heilaga stund hjá Frökkum og varði hamingjuna. „Matarmenningin í Frakklandi er svo ríkjandi, öll fjölskyldan sam­ einast við matargerðina. Það er það sem mér finnst mikilvægt og það varðar sjálfa hamingjuna að fjöl­ skyldan eyði saman þessum tíma. Frönsk matargerð snýst ekki bara um að borða góðan mat, hún snýst um fjölskylduna og um hamingj­ una. Matar gerðin er hátíðleg stund sem fjölskyldan á saman.“ Eldaði 135 rétti í Frakklandi Um leið og ný bók þeirra er gefin út er endurgefin út bók þeirra Sæl­ keraferð um Frakkland. Vinna við þá bók var ansi mikil því þá fóru þær mæðgur yfir allt Frakkland. „Ég eldaði 135 rétti og hefði getað eld­ að mörgum sinnum fleiri en hefði þurft meiri tíma,“ segir hún og hlær að minningunni um þá miklu vinnu sem var á bak við bókina. „Landið er stórt og hvert hérað hefur sín sér­ kenni og sína matar menningu þar sem allt byggir á staðarafurðum. Það eru alltaf notaðar héraðsafurðir og það sem er til. Fólk er vant því að fara út í garð að tína til það sem þarf til matreiðslunnar. Landið sjálft er svo gjöfult. Það er líka svo ótrú­ legt úrval af matvöru og hráefni á mörkuðum. Það sem mér finnst skemmtilegt er að fara á markaðinn og kaupa beint af bóndanum og ég virkilega naut þess við gerð þeirrar bókar,“ segir Sigríður frá. Ilmur héraðsins Nú er efniviðurinn hið sólríka Provence­hérað í Suðaustur­Frakk­ landi. „Mjög stórt hérað og ein­ kennist mjög af því hvað það er sólríkt og fjöllótt. Þetta hérað varð snemma mjög eftirsótt til að vera við ströndina í sumar og sól. Heims­ frægur áfangastaður, þangað kom ríkasta fólkið bæði frá Evrópu og Ameríku í sumarfrí þannig að það er rík hefð fyrir fínum mat,“ segir Sig­ ríður sem segir matargerð héraðsins dæmigerða fyrir Miðjarðarhafs­ menningu. Mikið af fersku græn­ meti og ólífuolíu. Sigríður minnist ilmsins sem er einkennandi fyrir héraðið. „Það er ilmur í loftinu sem maður finnur hvergi annars staðar. Hann kemur auðvitað vegna sólarinnar og alls gróðursins. Matargerðin er í takt við þennan gjöfula ilm, hún er litsterk og bragðmikil. Þetta er matargerð þar sem hamingjan ræður ríkjum. Sólskin og hamingja,“ segir Sigríður og gefur uppáhaldsuppskrift sína úr héraðinu, gómsæta og gamalgróna uppskrift að fiskisúpu frá Marseille. „Það myndi enginn skrifa um Provence án þess að skrifa um fiski­ súpu,“ segir Sigríður létt í bragði. n Fiskisúpa frá Marseille Fyrir 4–8 n 3 kg af fiski, af eins mörgum tegundum og auðið er. Venjulega er fiskurinn í heilu lagi eða bitum, ekki í flökum. Súpan verður bragðmeiri þannig. n 10 humarhalar eða risarækjur n 3 laukar n 3 hvítlauksrif n 3 tómatar n 1–2 blaðlaukar n fenníkulauf n timjan n lárviðarlauf n saffran n appelsínubörkur n ólífuolía n salt n pipar n 10 ristaðar brauðsneiðar n hvítlaukur n rifinn parmaostur Rouille-sósa (ryðsósa) n 2 hvítlauksrif n 2 nýir piparávextir n 1 hnefafylli brauðmylsna n 1 soðin kartafla n ólífuolía Afhýðið laukinn, hvítlauk, blaðlauk og tómata. Skerið í sneiðar. Hitið olíu í stórum potti, látið laukinn og tómatana krauma við vægan hita með grösum og kryddi, salti og pipar. Hitið súpudiska í volgum ofni. Á meðan tómatsósan sýður rólega er tími til að útbúa rouille-sósuna: Hakkið fyrst hvítlauk og rauða piparinn, ef þið eruð smeyk við þann rauða, þá takið fyrst steinana úr honum. Setjið í skál. Bleytið aðeins brauðmylsnuna, setjið saman við ásamt afhýddri, kraminni kartöflunni, olíu og saffran. Sósan á að vera þykk og sterk. Hellið tveimur lítrum af vatni í pottinn með tómatlauksósunni og náið upp suðu. Takið innan úr fiskunum, skafið af þeim hreistrið og skerið í bita. Setjið þykkustu fiskbitana í vatnið við suðumark, látið þá liggja þar í 5–10 mínútur, síðan hina sem eftir eru ásamt humarhölunum. Haldið vatninu við suðumark aðrar 5 mínútur. Smakkið súpuna og athugið hvort fiskurinn er soðinn. Nuddið ristaða brauðið með afhýddu og klofnu hvítlauksrifi, leggið á súpudiskana. Ausið fiskinum varlega upp úr pottinum á diskana. Hellið síðan súpu yfir. Gestir fá sér svo sjálfir rouille-sósu og rifinn ost. „Ég eldaði 135 rétti og hefði getað eld- að mörgum sinnum fleiri en hefði þurft meiri tíma. Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is Mæðgurnar sem Sólskinsmæðgur Þær Sigríður og Silja ferðast um Frakkland og gera matarmenningu skil. Nú er komin út ný bók þeirra, Sælkeraflakk um Provence.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.