Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2013, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2013, Blaðsíða 15
Menn eru í lostiÞað heitir rányrkja á íslensku Þorvaldur Svavarsson skipstjóri um uppsagnir hjá Stálskip. – DV Ómar Ragnarsson um virkjanaáform til að útvega rafmagn fyrir álver í Helguvík. – DV.is Það er árið 2013 – ekki 1920 Spurningin Var rétt að færa umhverfismál undir atvinnu- vegaráðherra? 1 Fannst á lífi í skólpröri Slökkviliðsmenn í Kína björguðu nýfæddum dreng úr skólpröri. 2 Heilbrigðari kynfæri með meira kynlífi Gerðu grindarbotnsæfingar og forðastu gerviefni. 3 Brutust inn og rústuðu íbúðinni „Þarna var ekki fullorðið fólk að verki, heldur börn“ 4 Myrti mann með hníf Íslendingur varð Norðmanni að bana í samkvæmi í Valle í Noregi. 5 „Hann hefur tak á mér“ Móðir fíkils óttast að hún þurfi að loka á samskipti við hann. 6 Slapp úr klóm níðings Ellefu ára stúlka frá Melbourne komst undan á ótrúlegan hátt. 7 „Íslenskt samfélag er eineltissamfélag“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kemur Vigdísi Hauksdóttur til varnar. Mest lesið á DV.is „Ég hef ekki kynnt mér það nógu vel.“ Rebekka Matthíasdóttir 22 ára nemi „Mér finnst það fráleitt.“ Alfreð Jóhann Eiríksson 19 ára nemi „Ég hef ekki skoðun á því.“ Aðalsteinn Jón Sigvaldason 28 ára verslunarstjóri „Sennilega væri betra að hafa umhverfismálin sér.“ Jóhanna Ásgeirsdóttir 20 ára nemi „Þetta er sérkennilegt.“ Þórir Freyr Finnbogason 21 árs þjónustufulltrúi N ýlokið er kosningabaráttu þar sem „mál númer eitt, skulda­ vandi heimilanna“, var svo fyrir­ ferðarmikið að annað komst varla að. Til dæmis málið, sem ég taldi vera stærsta málið, einkum til framtíð­ ar, áform um keyra stóriðjuhraðlestina af stað. Mig grunaði að ofuráherslan á lausn skuldavanda heimilanna væri notuð til þess að ná völdum og hrinda af stað hinu raunverulega aðalmáli, stóriðjustefnunni. Af því að góður meirihluti hafði í skoðanakönnun lýst sig andvígan fleiri álverum sýndist mér líklegt, að þeir, sem vildu ná völdum teldu betra að nota annað mál, sem „seldi betur“ og settu aðalmálið til hliðar. Ég vonaði að þessi grunur minn væri ekki á rökum reistur, og þegar ný stjórn tók við, sagði ég opinberlega að gott væri að nýtt, ferskt og hugmynda­ ríkt fólk fengi að spreyta sig og að ástæða væri til að óska því velfarnaðar. Brostnar vonir En sjaldan hafa vonir í einu máli dofnað hraðar en síðustu daga þegar nýjar og nýjar fréttir um stóriðjufram­ kvæmdir dynja á landsmönnum. Strax á fyrsta vinnudegi nýrra valdsherra sögðu þeir að álver í Helguvík væri efst á blaði og að alls 8–18 virkjanakostum yrði raðað upp á nýtt í átt til virkjun­ ar. Skuldavandi heimilanna hins vegar settur í nefnd. Rétt áður hafði Frjáls verslun sett fram málalista nýju stjórnarinnar í for­ gangsröð og þar var álver í Helguvík auðvitað efst á blaði, ekki skuldavandi heimilanna. Forsætisráðherra slær því síðan fram, að athugasemdir við rammaáætlun hafi nær eingöngu ver­ ið sama athugasemdin, alls send 400 sinnum. Fróðlegt fyrir mig og 224 aðra ólíka aðila úr öllum áttum, sem sendu vandaðar og fjölbreyttar umsagnir inn til iðnaðarráðuneytisins. Sumar voru meðmæltar virkjunum en fleiri gagn­ rýnar á þær. Ef menn fara inn á vefsíðu ramma­ ætlunar eru þessar 225 umsagnir skjal­ festar og við lestur þeirra blasir við hvílík firra það er að dæma þær einskis nýtar á þeim forsendum að þetta sé allt sama athugasemdin. Vonlaus samningsstaða Þessi dægrin hefur maður ekki undan að fylgjast með þessu aðalmáli ríkis­ stjórnarinnar. Fjármálaráðherra lýs­ ir því yfir á meðan viðræður HS orku við Norðurál standa enn yfir, að leitað verði til Landsvirkjunar um öflun orku handa álveri í Helguvík. Bæði orku­ málastjóri og forstjóri Landsvirkjun­ ar hafa lýst því yfir, að með því að gefa það út fyrirfram hver fái alla orkuna sé samningsstaða orkusalans gerð von­ laus. Það virðist ekki bara komið árið 2003 í þessu efni heldur árið 1995. Þá tóku núverandi stjórnarflokkar við völdum og auglýstu um víða veröld að Íslendingar byðu lægsta orkuverð í heimi og „sveigjanlegt mat á um­ hverfisáhrifum.“ Með útspili sínu gerir fjármála­ ráðherra ekki einasta samningsstöðu HS orku vonlausa heldur líka samn­ ingsstöðu Landsvirkjunar. Því að öll Neðri­Þjórsá dugar ekki nema fyrir um helmingi orkuþarfar þess lágmarks­ álvers, sem talsmenn Norðuráls hafa lýst yfir að verði að rísa í Helguvík til að það beri sig; 360 þúsund tonna álver sem krefst 625 megavatta orku. Ígildi Kárahnjúka Það er verið að tala um ígildi Kárahnjúkavirkjunar og á annan tug virkjana í samfelldu svæði virkjana­ mannvirkja frá Reykjanestá austur í Skaftafellssýslu og upp á hálendið. Stór hluti virkjananna á að verða gufuafls­ virkjanir, sem klára orku virkjanasvæð­ anna á nokkrum áratugum. Það heitir rányrkja á íslensku og hún og miklar fórnir náttúruverðmæta bitna á kom­ andi kynslóðum. Ó„hrein“ orka Og þessar virkjanir skapa loftmeng­ unarvandamál, sem OR hefur beðið um átta ára frest til að rannsaka, hvort séu leysan leg! Og allt samt auglýst sem „hrein og endurnýjanleg orka“! Og nú eru nýjustu fréttir þær að kísilver eigi líka að rísa í Helguvík! Í álverinu á innan við 1% vinnuafls þjóðarinnar að fá störf, þau langdýrustu sem hægt er að skapa á Íslandi, nokkur hundruð milljónir króna hvert. 4.000 manns eiga að fá vinnu við byggingu mannvirkja, en því fylgir að sömu 4.000 verða atvinnulaus þegar framkvæmdum lýkur. „Það stoðar lítt að pissa í skó sinn,“ segir máltækið. Þetta verður einhver stærsta skómiga sem um getur og það í boði ungs fólks, sem sagðist hafa nýj­ ar hugmyndir. Í staðinn byrjar það valdadaga sína með því að grafa upp forneskjulegar hundrað ára gamlar stalínískar hugmyndir. Elskurnar mínar, sýnið þið okkur að þið séuð í takt við nýja tíma, fersk og hug­ myndarík! Það er árið 2013 – ekki 1920. Fjölmennur samstöðufundur Rösklega eitt þúsund manns komu saman fyrir utan Stjórnarráðið á þriðjudag til að afhenda forsætisráðherra áskorun um að fyrri yfirlýsingar um til standi að færa fleiri svæði í virkjunarflokk rammaáætlunar, verði dregnar til baka. Sigtryggur AriMyndin Umræða 15Miðvikudagur 29. maí 2013 Kjallari Ómar Ragnarsson Íslenskt samfélag er eineltissamfélag Ingibjörg Sólrún kemur Vigdísi Hauks til varnar. – Facebook Mynd: Sigtryggur Ari JÓhAnnSSon„Strax á fyrsta vinnu- degi nýrra valdsherra sögðu þeir að álver í Helgu- vík væri efst á blaði og að alls 8–18 virkjanakostum yrði raðað upp á nýtt í átt til virkjunar. Skuldavandi heimilanna hins vegar settur í nefnd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.