Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2013, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2013, Blaðsíða 4
4 Fréttir 29. maí 2013 Miðvikudagur Mega koma aftur í júlí n Króatískar fjölskyldur sendar heim með miklum kostnaði F lugvél með um þrjátíu króat- íska hælisleitendur innanborðs flaug af landi brott á þriðjudag. Króatarnir voru sóttir á heim- ili sín í Reykjavík og Reykjanesbæ á þriðjudagsmorgun. Hópurinn saman- stóð aðallega af fjölskyldufólki. Átján lögreglumenn fylgdu fólkinu heim auk fulltrúa Mannréttindaskrifstofu Ís- lands. Íslenska ríkið leigði farþegaflugvél fyrir hópinn og er það í fyrsta sinn sem ríkið gerir slíkt, enda í fyrsta sinn sem svo stórum hópi er vísað úr landi í einu. Flogið var með hópinn beint til Zagreb, höfuðborgar Króatíu, og það- an er fólkið sent heim til sín og stend- ur íslenska ríkið straum af þeim kostn- aði. Heimildir DV herma að aðgerðin kosti ekki undir tíu milljónum króna, en endanleg tala liggur ekki fyrir. Þess má geta að í júlí gengur Króatía í ESB og mun hópurinn þá geta komið til landsins án þess að sækja sérstaklega um dvalar- eða atvinnuleyfi. Sumir hyggjast gera það en aðrir ekki. Hópurinn fékk allur synjun um hæli á Íslandi frá Útlendingastofnun. Sumir höfðu óskað eftir hæli á grund- velli þess að brotið væri á þeim þar sem þeir tilheyrðu serbneska minni- hlutanum, en aðrir báru við bágu efnahagsástandi. Nokkur þeirra hafa kært synjunina og sú kæra bíður enn meðferðar hjá innanríkisráðuneytinu. Fleiri fá skertar bætur n Örorkulífeyrir skerðist vegna búsetu n Þriggja ára bið eftir endurhæfingu H ópur þeirra sem fá skertan örorkulífeyrir vegna búsetu hefur stækkað jafnt og þétt síðastliðin ár. Árið 2009 var um að ræða 402 einstak- linga en 2012 var þessi tala komin upp í 686. Alls fengu 15.347 manns greiddan örorkulífeyri innan al- mannatryggingakerfisins á síðasta ársfjórðungi 2012. Margrét Tryggva- dóttir, fyrrverandi þingmaður Hreyf- ingarinnar, lagði fram fyrirspurn á síðasta þingi um um þennan hóp og eru tölurnar fengnar úr svari velferðar ráðherra við þeirri fyrir- spurn. Þriggja ára búseta Um er að ræða fólk sem hefur ver- ið búsett erlendis og flutt til Íslands, en gerð er lágmarkskrafa um þriggja ára búsetu hér á landi áður en um- sókn um örorkulífeyri er lögð fram. Við ákvörðun réttinda innan kerf- isins er svo bæði litið til þess tíma sem viðkomandi hefur verið bú- settur hér á landi frá 18 ára aldri og til framtíðarbúsetutíma fram til 67 ára aldurs. Rúmlega 80 prósent þeirra sem fá skertan örorkulífeyri hér á landi fá ekki heldur greiddan örorkulíf- eyri frá því landi sem þeir bjuggu í áður þrátt fyrir að milliríkjasamn- ingar séu í gildi. Munu vera ýms- ar ástæður fyrir því en þær komu ekki fram í svari velferðarráðherra. Engar tölur yfir þá verst settu DV greindi á mánudaginn frá máli Jóhönnu Þorsteins- dóttur sem greindist með geð- klofa persónuleikaröskun árið 2009, en fær hvorki örorku- né endurhæfingarlífeyri vegna þess að hún var búsett í Dan- mörku í fimm ár. Jóhanna flutt- ist heim til Íslands haustið 2010 en getur ekki sótt um lífeyri fyrr en í september, eftir þriggja ára bú- setu hér á landi, líkt og kveðið er á um í lögum. Jóhanna og fólk í svip- aðri stöðu eru ekki inni í tölunum sem koma fram í svari velferðarráð- herra, enda þar aðeins fjallað um þá sem fá einhverjar bætur. Þessir einstaklingar þurfa alfarið að reiða sig á fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi sínu, en aðstoðin er mismikil eftir sveitarfélögum. Þeir sem fá skertar lífeyrisgreiðslur vegna búsetu fá í flestum tilfellum einnig fjárhags- aðstoð frá sveitarfélagi. Tímabundið neyðarúrræði Að sögn Sigríðar Hönnu Ingólfs- dóttur, félagsráðgjafa hjá Öryrkja- bandalaginu, er ákveðinn hóp- ur með mjög takmarkaðar greiðslur vegna ákvæðis um að búseta erlend- is skerði lífeyri almannatrygginga. Þessi hópur er því í enn erfiðari stöðu og með enn lægri greiðslur en aðrir lífeyrisþegar. Hún bendir jafn- framt á að fjárhags aðstoð sveitarfé- laga sé ekki varanlegt úrræði. „Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga á að vera tímabundið neyðarúrræði, en ekki úrræði til framfærslu til lengri tíma. Fólk með skerta starfs- getu vegna slysa eða veikinda á ekki að þurfa að leita til sveitarfélagsins eftir fjárhagsaðstoð á meðan það er á þriggja ára biðtíma eða vegna þess að örorkubætur er skertar vegna búsetu erlendis. Fólk getur verið í þessari stöðu árum og jafnvel ára- tugum saman. Breytt til hins verra Hvað þriggja ára regluna varðar segir Sigríður Hanna einstaklinga sem koma frá EES-löndum ekki eiga að þurfa að bíða í þrjú ár eftir að geta sótt um örorkulífeyri. „Í gildi er samlagningarregla, en samkvæmt henni á að fólk ekki að missa áunn- in réttindi við að flytja á milli landa heldur á að taka tillit til búsetu- eða tryggingatímabils í öðru aðildarríki EES. Þau eiga að leggjast saman við tímabil hér á landi.“ Sigríður Hanna segir laga- breytingar, sem tóku gildi 1. janúar 2010, komi mjög illa við þá sem sækja um endurhæfingarlífeyri og hafa verið búsettir erlendis. Frá þeim tíma hafa verið í gildi sömu reglur um endurhæfingarlífeyri og örorkulífeyri hvað varðar skilyrði um búsetu og skerðingar vegna búsetu. Eftir breytinguna þurfa umsækjend- ur um endurhæfingarlífeyri að hafa verið búsettir á Íslandi í þrjú ár áður en umsókn er lögð fram ef starfsork- an er skert þegar þeir flytja til lands- ins. Takmarkar möguleika „Þetta gerir það að verkum að ákveðnum hópi er synjað um endur- hæfingarlífeyri og þarf að bíða í þrjú ár og missir þar með mikilvægan tíma, sem fer í bið. Það er mjög mikil- vægt er að fólk komist í endurhæf- ingu eins fljótt og auðið er í kjölfar slysa eða veikinda. Bið eftir endur- hæfingu getur hins vegar takmarkað mjög möguleika einstaklinga á að fá endurhæfingu, ná aukinni færni og komast aftur á vinnumarkað.“ Samlagningarregla EES gildir ekki um endurhæfingarlífeyri en í frum- varpi til laga um lífeyrisréttindi al- mannatrygginga og félagslegan stuðning er þó kveðið á um að þriggja ára reglan um endurhæfingarlífeyri verði felld niður. Breytingin tekur þó bara til þeirra sem flytjast frá aðildar- löndum EES-samningsins. n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Það er mjög mikil vægt er að fólk komist í endur­ hæfingu eins fljótt og auðið er í kjölfar slysa eða veikinda. Sigríður Hanna Segir mjög bagalegt að fólk þurfi að bíða í þrjú ár eftir því að komast í endurhæfingu. Fá skertar bætur Á síðasta árs- fjórðungi fengu 686 manns skertan örorkulífeyri vegna búsetu. Fær ekki bætur Jóhanna fellur á milli flokka og fær hvorki örorkulífeyri frá Íslandi né Danmörku. Hænsn í hættu Hinn íslenski landnáms- hænsnastofn er í hættu að mati áhrifafólks úr hópi Eigenda- og ræktendafélags landnáms- hænsna. Í yfirlýsingu frá hópnum kemur fram að einhverjir aðilar stundi þann „ósiðlega gjörning“ að bjóða til sölu fugla sem ekki falla undir viðurkennda lýsingu á einkennum landnámshænsna, meðal annars með fiðraða leggi, en selji þá engu að síður sem landnámshænur. Verndunar- sinnar óttast sérstaklega blöndun við Brahma-hænsn af asískum uppruna, en sú tegund er í hraðri útbreiðslu í Evrópu. Áhyggjurnar eru ekki úr lausu lofti gripnar því ræktun landnámshænunnar er að sögn sérfróðra á viðkvæmum tímamótum. „Allt í viðbjóði“ Höllu Björgu Albertsdóttur brá heldur betur í brún þegar hún kom heim til sín í Giljahverfi á Akureyri á mánudagskvöld. Óprúttnir að- ilar höfðu farið inn í íbúð hennar á meðan hún var að heiman, tek- ið mat úr ísskápnum og dreift um allt gólf. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að ég kæmi að húsinu mínu svona. Á gólfinu var allt í viðbjóði, það var sem sagt búið að nánast tæma ísskápinn minn og opna allt og brjóta, sulla, hella niður á alla innréttinguna,“ segir hún. Sex ára sonur Höllu varð eðli- lega mjög skelkaður og hún dreif sig inn í herbergi með hann og hr- ingdi á aðstoð. Halla tilkynnti málið til lögreglu og var tjáð að þetta væri annað til- fellið af þessum toga í hverfinu á skömmum tíma. Af sporunum í eldhúsinu að dæma er augljóst að þarna voru börn á ferð. Vísað úr landi Hælisleitendur dvelja almennt á Fit Hostel, nema ef um fjölskyldur er að ræða. Í þetta sinn var aðeins einn sóttur á Fit.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.