Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2013, Blaðsíða 16
16 Neytendur 29. maí 2013 Miðvikudagur Míkróplast í snyrtivörum n Þriðji hver fiskur er með plast í maganum E f þú hendir frá þér plastflösku ertu talinn umhverfissóði og vonandi eru fæstir sem gera slíkt. Þegar þú hins vegar burstar tennurnar eða þværð þér í baði getur þú verið að losa plast út í umhverfið en margir átta sig ekki á því að fjölmargar snyrtivörur eru uppfullar af svokölluðu míkróplasti. Þetta á við um vörur eins og sjampó, andlitsskrúbb, rakakrem, varagloss, varalit og augnfarða. Fjallað er um þetta á heimasíðu DR1 en þar segir að þáttastjórn- endur neytendaþáttarins Kontant hafi komist að því að allt að 10 prósentum innihalds sumra snyrti- vara sé plast. Samkvæmt hollensku samtökunum Noordzee innihalda meira en 300 af mest seldu snyrti- vörunum umrætt plast. Þegar við notum þessar vörur skolast plastið út með vatninu og þaðan út í náttúruna. Míkróplastið er svo smátt að það fer óhindr- að með vatninu. Nokkur vöru- merki eru nefnd sem framleiða vör- ur sem innihalda plastið. Það eru Colgate-Palmolive, L‘Oreal, Un- ilever og Nivea. Í greininni er bent á að breski sjávar líffræðingurinn Richard Thomsen hafi rannsakað umfang plastsins í náttúrunni. „ Rannsóknir okkar sýna að míkróplastið sé í öll- um heimsins höfum. Það finnst við strendurnar, á hafsbotni og á yfirborði sjávar. Þegar það er á annað borð komið út í náttúruna er ómögulegt að fjarlægja það,“ segir Thomsen í samtali við Kontant. Hann er prófessor við Plymouth- háskólann og stóð fyrir rannsókn þar sem meira en 500 fiskar voru veiddir við Bretland en Thomsen og samstarfsmenn fundu plast í maga þriðja hvers fisks. Neytendur eru hvattir til að lesa innihaldslýsingar snyrtivaranna en plastið heitir polyethylen, stytt í PE á pakkningum. gunnhildur@dv.is Pakkaðu rétt Það getur borgað sig Flugfélögin rukka nú í meira mæli fyrir farangurinn og því ættu ferðalangar að hafa sem minnst meðferðis eða að reyna að pakka rétt. Hér eru leiðbein- ingar um hvernig maður getur ferðast létt. n Skipuleggðu vel ferðafatn- aðinn. Byrj- aðu á því að leggja föt, skó og snyrtidót á rúmið eða borð og þá færðu góða yfirsýn yfir það er sem þú ert að fara að pakka nið- ur. Taktu svo eins mikið frá eins og þú getur. Það hjálpar til við að takmarka farangurinn. n Notið þar til gerða ferðatösku- poka. Það er hægt þjappa þeim ansi vel saman og spara á þann hátt pláss. n Séu margar bækur með í för verður taskan fljót að fyllast og þyngjast. Takið spjaldtölvu eða lestölvu með í ferðalagið í stað- inn. n Takmarkið snyrtivörurnar því þær taka mikið pláss. Ef þú þarft nauðsynlega að taka með þér sér- stök krem eða aðrar snyrti vörur er gott ráð að kaupa litlar dósir eða brúsa og setja vörurnar í það. Það fer minna fyrir bómullarskífum en bómullarhnoðrum. n Ferðafélagar eru ágætir þegar kemur að því að ferðast létt. Þá er átt við að þegar þú ferðast með öðrum er hægt að deila ýmsum hlutum á ferðalaginu svo sem tannkremi, sólarvörn og hleðslu- tækjum. Með þessu minnkar far- angurinn hjá báðum aðilum. algengt verð 246,5 kr. 245,4 kr. algengt verð 246,3 kr. 245,2 kr. höfuðborgarsv. 246,2 kr. 245,1 kr. algengt verð 246,5 kr. 245,4 kr. algengt verð 248,9 kr. 245,5 kr. Melabraut 246,3 kr. 245,2 kr. Eldsneytisverð 28. maí Bensín Dísilolía Plast í snyrtivörum Sem endar í hafinu og fiskinum þar. Bestu tilboðin í líkamsræktina n Selja sumarkort á niðursettu verði n Ódýrasta kortið í Sporthúsinu L íkamsræktarstöðvarnar kepp- ast nú við að bjóða góð sum- artilboð eða sumarkort til að laða að sé viðskiptavini. Ætla má að margir taki sér pásu frá stöðvunum yfir sumar tímann og nýti sér góða veðrið til að æfa utandyra. DV hefur tekið saman upplýsingar um sumarafslátt og kort hjá nokkrum líkamsræktarstöðvum. Mismikið innifalið í verðinu Það er misjafnt hvað kortin eða til- boðin innihalda en þau veita að- gang að tækjasal auk þess að á sum- um stöðum er einnig aðgangur að sundlaugum, heitum pottum og gufu. Ódýrasta mánaðarkortið á sumartil- boði er að finna í Sporthúsinu en þar kostar fjögurra mánaða kort 14.990 krónur sem gera 3.747 krónur fyrir hvern mánuð. Þær upplýsingar feng- ust að verðið muni lækka eftir því sem líður á sumarið en tilboðið gild- ir til 1. september. Actic-stöðvarnar bjóða ekki upp á sérstök sumarkort en þar er þó að finna ódýrasta verð á mánuði. Árskort þar fyrir hjón eða pör kostar 33.900 krónur á mann sem gera 2.832 krónur á mánuði. Dýrasta kortið í sumar er að finna í Hreyfingu en þó skal tekið fram að þar er tölu- vert innifalið í verðinu. Ekki var unnt að taka saman upp- lýsingar um allar líkamsræktarstöðv- ar á landinu og eins skal þess getið að ekki var tekið tillit að aðstöðu til lík- amsræktar á stöðvunum en ætla má að íburðarmeiri stöðvar séu dýrari. n World Class World Class býður upp á mánaðar- kort á 7.490 krónur í sumar. Innifalið í því er almennur aðgangur að öllum stöðvum World Class í opnum tím- um og að þremur sundlaugum. n líkamsræktin Bjarg akureyri Þar er boðið upp á mánaðarkort á 6.600 krónur og byrjað verður að selja þau 3. júni. Kortið gildir í alla tíma, tækjasal, heita potta úti og inni og gufubað. Þau gilda til 2. septem- ber en eftir það gilda þau í nýjan glæsilegan tækjasal, potta, gufu og böð. n Hreyfing Sumarpakkinn hjá Hreyfingu inni- heldur kort sem gildir til 31. ágúst og kostar 29.900 krónur. Því fylgir að- gangur að tækjasal, opnum tímum og pottum og gufum í úti aðstöðu. Eins fá viðskiptavinir tvo tíma hjá þjálf- ara í sumaráskorun, æfingaáætlun í tækjasal. Þeir geta einnig tekið þátt í Toppunum 5 en það eru skipulagð- ar fjallgöngur á fimm fjöll í nágrenni Reykjavíkur. Að lokum verða all- ir sjálfkrafa þátttakendur í sumar- leik Hreyfingar en 1.000 sumargjafir verða gefnar í sumar. n sporthúsið Sporthúsið býður fjögurra mánaða kort í líkamsrækt á 14.990 krónur. Með kortinu fæst aðgangur að tækjasal, hóptímum, heitum pottum, sána og gufu. Þar er einnig sumartilboð í Hot Yoga en fjórar vikur eru á 9.900 krónur. Einnig meðgöngu- og mömmuleikfimi í 14 vikur á 34.400 krónur. n Hress Sumarkort Hress gilda í þrjá mánuði og kosta 19.900 krónur. Innifalið er ótakmarkaður aðgangur að öllum opnum hóptímum í Hress og tveimur tækjasölum. Einnig fylgir aðgangur að Bjargi á Akureyri og Hressó Vest- mannaeyjum og að sundmiðstöðinni að Ásvöllum 2. n stúdíó Dan ísafirði Tilboð á stökum tímum gildir til 15. ágúst en í sumar er tíminn á 1.000 krónur, Vikupassinn er á 5.000 krón- ur og gildir til 15. ágúst. Einn mánuður er á 7.000 krónur en það tilboð gildir til 1. ágúst. Þriggja mánaða kort er á 15.000 krónur en það þarf að kaupa fyrir 3. júní. n Veggsport Sumarkortið hjá þeim er á 17.990 krónur og gildir til 15. september. Byrjað er að selja það og stendur það í nokkrar vikur. n Reebok Fitness Reebok Fitness býður ekki upp á sérstök sumartilboð en bent er á að verð á mánaðarkorti sé 3.990 krónur. Þar sé engin binding svo fólk geti æft þar í sumar og gjaldið sé þá 15.960 krónur fyrir júní, júlí og ágúst, með meðlimagjaldi sem greitt er í upphafi áskriftar. Ef fólk vilji einungis júní og júlí kosti það 11.970 krónur. Einnig er bent á sumarleik fyrir meðlimi stöðvarinnar sem gengur út á að þeir sem mæta 20 sinnum eða oftar í sumar fara í pott um verðlaun. Þau eru 80.000 króna hjól frá GÁP og árskort í Reebok Fitness. n actic Í Actic er ekki boðið upp á sérstakt sumarkort en árskortið hjá þeim fyrir pör og hjón er á 33.990 eða á 2.832 krónur á mánuði. Kortin gilda í lík- amsrækt og sund bæði í Sundlaug Kópavogs og Salalaug. Eins fá við- skiptavinir tíma með þjálfara til að læra á tækin og sérsniðna æfinga- áætlun. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is sumarræktin Margar líkamsræktarstöðvar bjóða sumarkort á lægra verði. Útiæfingar Nokkrar stöðvar færa æfingarnar út á sumrin. Mikill verðmunur á lúsasjampói Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á ýmsum vörum um miðjan mánuð og þar á meðal verð á lúsasjampói. Frá þessu er sagt á heimasíðu ASÍ. Skoðaðar voru tvær tegundir Licener og Hedrin og kom í ljós 60 prósenta verðmunur var á því fyrrnefnda sem fékkst hjá 15 af 18 söluaðilum. Dýrast var það á 3.323 krónur hjá Apótekaranum, Lyfjum og heilsu og Skipholts Apóteki en ódýrast á 2.077 krónur hjá Apóteki Hafnarfjarðar. 47 prósenta verð- munur var á Hedrin-lúsasjampói sem var til hjá öllum söluaðilum. Það var dýrast á 3.030 krónur hjá Lyfjavali, Álftarmýri og Apóteki Suðurnesja en ódýrast á 2.060 krónur hjá Siglufjarðar Apóteki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.