Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2013, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2013, Blaðsíða 3
Fréttir 3Miðvikudagur 29. maí 2013 Níræð kona kærir rafbylgjumælingamann n Keypti tæki sem átti að vernda húsið fyrir jarðárum n Fann hvergi tækið G uðlaug Magnúsdóttir er 88 ára kona í Garðabænum. Hún er orðin þreytt og lúin og flesta daga situr hún heima hjá sér í hægindastólnum og hlustar á Útvarp Sögu. Það var einmitt þar sem hún heyrði viðtal við Garðar Bergen- dal sem býður upp á rafbylgjumæl- ingar og varnir. Í kjölfarið hringdi hún í Garðar og bað hann um að líta inn til sín, en hún segir farir sínar ekki slétt- ar af samskiptum sínum við hann og hefur kært hann til lögreglunnar. Garðar þvertekur hins vegar fyrir að hafa brotið gegn gömlu konunni. Átti að verða betri í líkamanum „Ég hlustaði á viðtal við Garðar í Út- varpi Sögu,“ segir Guðlaug, „þar sem hann var að tala um það hvað rafmagn skaðaði marga. Hann þóttist vera sér- fræðingur í því að laga það, þó er hann ekki rafvirki. Ég heyrði þetta viðtal og hringdi í hann því ég er svo léleg í skrokknum. Garðar kom hingað stimamjúkur með prjónana og sagði að rafmagnið leiddi bókstaflega alls staðar út, meira að segja í svona hægindastól sem ég sit alltaf í þar sem ég er orðin gömul og léleg. Honum fannst engin furða að ég væri svona léleg miðað við ástandið á heimilinu. Síðan málaði hann allar innstungur á heimilinu með naglalakki, bleiku naglalakki, svo ég vissi hvernig ég ætti að snúa tenglunum þegar ég setti þá í samband. Hann sagði að það væri ekki sama hvernig tenglunum væri stungið inn í innstungurnar, því það leiddi allt út. Svo þóttist hann vera að leita að hentugum stað hér inni til þess að setja upp tæki sem leit út eins og langt og grannt útvarpstæki en sagðist svo ætla að setja það út í lóð. Það er ágætt, sagði ég og horfði á eftir honum út með tækið. Þetta átti að vera eitthvert móðurtæki sem átti að vernda mig fyrir rafbylgjum. Ég átti öll að verða betri í skrokknum á eftir, en ég er orðin svo slæm í bakinu.“ Fann hvergi tækið Fyrir heimsóknina borgaði Guð- laug þrjátíu þúsund krónur og önn- ur fimmtíu fyrir tækið sem Garðar fór með út í garð og þrjú þúsund til við- bótar fyrir perur, en ljósaperurnar hjá henni voru að hans mati allar svo lé- legar að það þurfti að skipta þeim út. Án þess að hugsa sig tvisvar um tók hún upp ávísanaheftið og greiddi Garðari fyrir þjónustuna. Eftir heimsókn Garðars fór Guð- laug að ímynda sér að hún væri eitt- hvað betri í bakinu. „Ég var nú bara að ímynda mér það, það hefur ekkert breyst í raun og veru. Ég átti að verða öll svo góð af þessu, ég er með bein- þynningu og slæma verki í bakinu en ég varð ekkert betri. Um mánuði síðar kom maður að hreinsa lóðina fyrir mig og ég sagði honum frá þessu. Þá fór hann að skoða sig um og sagði að hér væri ekkert tæki,“ segir Guðlaug en mað- urinn staðfesti þetta við DV og sagði engin ummerki sjáanleg í garðinum. „Hann hringdi í Garðar sem sagðist hafa grafið tækið niður,“ segir Guð- laug, „en þegar hann spurði hvar þá skellti Garðar á hann. Hann seldi mér tækið en svo hvarf það. Ég sá hann fara með það út í garð og hélt að hann væri heiðarlegur maður en hann hef- ur aldrei grafið það niður. Þannig að mér fannst ekkert ann- að fært í stöðunni en að fara til lög- reglunnar og ég fór þangað í gær og lagði fram kæru á hendur honum.“ Hún telur að hún hafi verið svikin í þessum viðskiptum og segir að það sé afar óþægileg tilfinning. „Mér varð náttúrulega rosalega um það hvað ég var heimsk. Mér fannst vera fyrir neðan allar hellur að ég hefði fallið fyrir þessu en núna er ég ánægð með að hafa áttað mig og ég ætla að stöðva þennan mann. Hann hirti tækið sem hann var búinn að selja mér og á ekk- ert með að blekkja fólk. Hugsaðu þér, ég er búin að skoða hægindastólinn hátt og lágt og sé að hann er hvergi tengdur við rafmagn. Ég skil ekki hvernig hann átti að leiða út rafmagn.“ Allir sáttir Garðar hefur hins vegar allt aðra sögu að segja af þessum samskiptum. Hann kom af fjöllum þegar blaðamað- ur hafði samband við hann og greindi honum frá kærunni. „Ha, ég? Ég kannast ekkert við þetta,“ sagði Garðar í upphafi samtalsins. Aðspurður um tækið sagðist hann hafa skilið það eftir úti í garði. „Ég gerði það. Það er grafið ofan í jörðina. Ég get ekkert gert að því ef maðurinn finnur ekki boxið, ég setti það ofan í jörðina.“ Aðspurður hvar tækið sé í garðin- um þá sagðist hann ekki getað mun- að það, það væri mánuður síðan hann hefði gengið frá því. „Þessi mað- ur hringdi í mig og sagði að ég hefði hlunnfarið þessa konu og ég sagði að hann skyldi ekki reyna að bera lygi upp á mig, ég setti boxið þar og hvar er það? Ég get ekki svarað því, það getur vel verið að ég geti fundið það sjálfur, ég ætla ekkert að útiloka það.“ Aðspurður í hverju þjónusta hans felist sagði hann: „Sko, þetta box sem hún er að tala um virkar þannig að ég er að loka fyrir jarðárurnar sem koma inn í húsið. Með þessu er sendir sem er settur ofan í jörðina. Þetta er ég bú- inn að setja niður af og til í fimmtán ár. Meira að segja var maður sem hringdi í ykkur á DV og sagði hvað það hefði verið gott að ég gerði þetta fyrir hann. Það eru allir mjög ánægðir. Þetta er eitthvert sérstakt tilfelli sem ég kann engar útskýringar á. Ég setti boxið ofan í jörðina og þar er það.“ Jarðárur hafa áhrif á heilsu Jarðárur er rafmagn sem kemur upp úr jörðinni, segir hann, „rafmagn og raki aðallega. Varðandi húsið, þá eru neðanjarðareldar hérna undir okkur, hleður upp lappirnar sem húsið okkar stendur á, flekaskilin í landinu koma suðvestur og norðaustur. Upp úr þessu kemur rafmagn, gas og raki. Ég er með þetta tæki sem hún segir að ég hafi stolið. Það ver alveg heimili þitt og lokar á þessar bylgjur. Það sem skeður þá í hverju einasta húsi er að lóin og rykið hverfur af gólfum og það verður svo tært og fínt loft í húsinu.“ Ef fólk væri með mígreni, höfuð- verk, síþreytu, svefntruflanir, vöðva- bólgu, exem, þurra húð vegna tölvu, fótaverki þá myndi það breytast auk sem myglusveppir ættu hverfa. „Ég kann ekki að útskýra hvernig það ger- ist, ég smíða ekki tækin en þau eru í fjölda húsa.“ Aðspurður um bleika naglalakkið segir hann að það skipti máli hvernig klærnar snúa. „Þú veist að það er raf- magn öðru megin og 0 hinum megin. Ef þú setur bláa vírinn í vegginn þá hendist rafmagn út með klónni. Þetta er allt saman rétt. Þess vegna mæli ég hvorum megin straumur er í innstungunni og merki það með naglalakki og síðan set ég klóna í sam- band og mæli hvernig hún á að snúa og naglakka klóna, þannig að þú getir alltaf stung- ið inn punkti á móti punkti.“ Lærði af sér eldri mönnum „Rafmagnsbylgjurnar mæli ég með prjónum. Ég get eigin- lega ekki útskýrt það nánar án þess að sýna þér það,“ sagði Garðar og kom svo beinustu leið niður á DV með prjón- ana til að sýna í verki hvern- ig hann beitir þeim. Eftir að hafa gengið um skrifstofuna með prjónana þá sagði hann öllum að setjast, ella ætti fólk á hættu að hrynja niður þegar hann legði tæk- ið á gólfið. „Finnið þið – það kólnar allt hérna inni,“ sagði hann svo skömmu eftir að tækinu hafði verið komið fyrir uppi við einn vegginn. Hann vildi þó ekkert upplýsa um hvað væri inni í tækinu, gráum plast- hólk með loki á báðum endum og samsett í miðju, sagðist ekki vita það. „Tvenndir, það er það eina sem ég veit. Það er bara ein kona norður á Ísa- firði sem veit það og hún er nú látin,“ sagði hann en tækin kaupir hann af gömlum manni sem hann vill ekki gefa upp hver er: „Það er óþarfi að draga aðra inn í þetta. Þetta er dönsk uppfinning en þetta er smíðað hérna heima. Gamli maðurinn vill ekkert vera í neinum látum, þetta er bara fullorðinn maður og við eigum ekkert að vera að djöflast í honum.“ Þá vildi hann alls ekki leyfa blaða- manni að opna tækið og sjá inn í það. „Þá er tækið ónýtt, það skiptir engu máli hvað er inni í tækinu. Það sem skiptir máli er að það virkar,“ sagði hann ákveðinn, tók tækið aftur og sagði að það yrði að vera á staðnum til þess að hafa áhrif svo það væri ólík- legt að ritstjórn DV fyndi einhvern mun á andrúmsloftinu þrátt fyrir þessa stuttu heimsókn. Garðar vildi heldur ekkert gefa uppi um hvar hann lærði þess- ar aðferðir eða á hvaða fræðum þau byggðu. Hann hefði lært þær af sér eldri mönnum sem nú væru látnir og þannig hefði þekkingin gengið kyn- slóða á milli. „Ég lærði þetta þegar ég fékk krabbamein. Það skiptir engu máli hvar ég lærði þetta. Það sem skiptir máli er að ég kann þetta.“ Sótti tækið Þá sagði hann að það hefði einhver maður, vinur Guðlaugar, hringt brjál- aður í hann og haft uppi alvarlegar ásakanir á hendur sér og hann ætlaði ekki að sitja undir því að vera þjófkenndur, tækið væri á sínum stað í garðin- um hennar Guðlaugar inni í Garðabæ. Blaðamaður bað hann þá um að fylgja sér þang- að til þess að sýna sér hvar það væri, en Garðar vildi ekki verða við því nema Guðlaug léti kæruna niður falla. Síðar sama dag hringdi Garðar þó og bað blaðamann að fylgja sér til Guðlaugar. „Ef tækið er ekki þar sem ég setti það þá hefur þessi maður bara stolið því,“ sagði hann. „Það vill einn vinur minn segja mér að það sé svoleiðis. Til hvers ætti ég að fara að stela tækinu? Það væri eitthvað skrýtið. Ef tækið er ekki þarna þá hefur því verið stolið. Það hefur gerst áður.“ Seinna mætti hann svo sjálfur með tækið, útatað í mold og félaga sinn til vitnis um að tækið hefði hann grafið upp úr garðinum hennar Guð- laugar. Þá hafði hann einnig endur- greitt Guðlaugu 50.000 krónur sem hún greiddi fyrir tækið. Guðlaug stað- festi að Garðar hefði komið, endur- greitt henni tækið og grafið það upp úr garðinum en hún efaðist enn. „Ég held að hann hafi komið hér að næt- urlagi til þess að koma tækinu fyrir og komið svo aftur til að grafa það upp. Ég ætla ekki að draga kæruna til baka. Ég læt ekki segjast.“ n „Til hvers ætti ég að fara að stela tækinu? Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Það skiptir engu máli hvar ég lærði þetta. Það sem skiptir máli er að ég kann þetta. Í hægindastólnum Þetta er Guðlaug. Hún er 88 ára og orðin svo léleg í skrokknum að hún situr oftast í þessum hægindastól. Hún var svo ósátt við þjónustu Garðars rafbylgjumælingamanns, sem sagði meira að segja stólinn leiða út rafmagn, að hún kærði hann til lögreglunnar. Mynd Sigtryggur Ari Kom með tækið Garðar segist hafa komið fyrir tæki fyrir í garðinum hjá Guðlaugu og var svo ósáttur við þessar ásakanir að hann kom með moldugt tækið á ritstjórn DV og sagðist hafa grafið það aftur upp. Verndar húsið Þetta er tækið sem á að vernda hús fyrir jarð-árum og bæta heilsu fólks. Hvað inni í því er veit enginn, enda skiptir það ekki máli, segir Garðar. Það eina sem skiptir máli er að það virkar, segir hann og harðbannar blaðamanni að opna það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.