Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2013, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2013, Blaðsíða 8
„Hér er öllu snúið á Haus“ n Stefán Gíslason hafnar pólitísku inngripi í rammaáætlun Þ að er fullkominn misskiln- ingur að fyrst hafi rammaá- ætlun verið í faglegu ferli en svo hafi verið tekin pólitísk ákvörðun um að hverfa frá því, segir Stefán Gíslason, formað- ur verkefnisstjórnar rammaáætlun- ar og umhverfisstjórnunarfræðingur. Þingmenn Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokksins hafa haldið því fram upp á síðkastið að undirbúningur rammaáætlunar hafi verið færður í pólitískan farveg á lokametrunum. Þannig hafi verið vikið frá sjónarmið- um sérfræðinga og vísindamanna. Kvarta þeir sérstaklega undan því að sex svæði sem til stóð að virkja hafi verið sett í biðflokk, en í því felst einmitt að sérfræðingum og vísinda- mönnum verður falið að kanna virkj- anakostina betur og umhverfisáhrif mögulegra framkvæmda. „Kerfið var hannað svona frá upp- hafi. Það var engin pólitísk ákvörðun á síðustu stundu að hafa þetta svona,“ segir Stefán og vísar þar til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun sem samþykkt voru á Alþingi þann 11. maí 2011. Í lögunum segir að ráð- herra skuli gefa almenningi kost á að koma á framfæri athugasemdum við rammaáætlun áður en hún er lögð fram á Alþingi. Þessu var fylgt eftir og bárust hundruð athugasemda í des- ember árið 2011. „Pólitísk hrossakaup“ Á meðal þess sem verkefnisstjórn um rammaáætlun lagði áherslu á var að sýnt yrði fram á með ótvíræðum hætti að virkjanaframkvæmdir í neðri hluta Þjórsár hefðu ekki áhrif á fiski- stofna í ánni. Þegar tillaga verkefnis- stjórnar var borin undir almenning komu fram gögn frá sérfræðingum sem sýndu fram á að framkvæmd- irnar gætu haft varanleg áhrif á lífríki árinnar, sérstaklega laxastofninn. Á grundvelli þessara gagna voru virkj- anakostir í neðri hluta Þjórsár settir í biðflokk og ákveðið að bíða niður- stöðu rannsóknar sem framkvæmd yrði af óháðum aðilum. Í umræðunni um rammaáætlun hafa margir túlkað þá ákvörðun að færa svæði úr nýtingarflokki í bið- flokk sem pólitískt inngrip. „Við upp- lifðum þetta sem pólitísk hrossa- kaup. Þingmenn Vinstri grænna hefðu þarna náð fram sínum ýtrustu kröfum um að setja svæði í verndar- flokk gegn því að láta Samfylkinguna í friði í Evrópusambandsmálinu,“ sagði áhrifamaður úr hópi stjórnar- flokkanna í samtali við DV. Sigurð- ur Ingi Jóhannsson, landbúnaðar-, sjávar útvegs- og umhverfisráðherra, fullyrti í viðtali við fréttastofu Ríkis- útvarpsins um helgina að endur- skoðun rammaáætlunar væri þegar hafin í ráðuneyti hans og skoða ætti breytingu á í það minnsta átta virkj- anakostum. Þá væri ekki útilokað að gerð yrði lagabreyting á meðferð rammaáætlunar. Samþykktu sjálfir lög um ferlið „Það má velta fyrir sér á ýmsan hátt hvað er pólitík og hvað er fag- mennska, en það er einfaldlega ekki rétt að fyrst hafi verið eitthvað fag- legt ferli í gangi en svo hafi ramma- áætlun verið tekin út úr því,“ segir Stefán Gíslason og bætir við að hann sjái engin merki þess að lögum um rammaáætlun hafi ekki verið fylgt í hvívetna. Athygli vekur að umrædd lög voru samþykkt með miklum meirihluta. Á meðal þeirra sem greiddu þeim at- kvæði sitt voru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávar- útvegs-, landbúnaðar- og umhverfis- ráðherra. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar kemur fram að ramma- áætlunin verði endurskoðuð á grundvelli niðurstaðna faghópa sér- fræðinga sem verkefnisstjórn skip- aði. Ljóst er þó að umræddir faghóp- ar röðuðu virkjanakostum aldrei í nýtingarflokk, biðflokk og verndar- flokk, enda var það ekki í þeirra verkahring. „Svívirðing“ Um helgina sagði Sigmundur Davíð í útvarpsviðtali á Bylgjunni að fjöldi athugasemda við drög að ramma- áætlun væru fyrst og fremst ein og sama athugasemdin. DV hefur að undanförnu rætt við ýmsa þeirra sem sendu inn athugasemdir og allir lýstu yfir mikilli óánægju með ummæli Sigmundar. „Hann lét eins og þetta væri kóperaður tölvupóst- ur,“ sagði Oddur Bjarnason, for- maður Veiðifélags Þjórsár og bætti við: „Þetta er svívirðing við þá sem unnu vinnuna sína, svo sem stjórn Veiðifélags Þjórsár, Orra Vigfússon og ýmsa virta vísindamenn.“ Aðrir veltu fyrir sér hvers vegna Sigurður Ingi og Sigmundur hefðu samþykkt lög sem gæfu almenningi kost á að senda inn athugasemdir um drög að rammaáætlun ef þeir teldu það pólitískt inngrip að þingið tæki mark á athugasemdunum. „Hér er öllu snúið á haus. Þeir kalla það pólitísk inngrip að bíða frekari rannsókna en láta eins og það sé hlutlaust og ópólitískt að ráðast í virkjanafram- kvæmdir sem gætu haft veruleg áhrif á lífríki Þjórsár,“ sagði umsagnaraðili sem ekki vildi láta nafns síns getið. Ekki náðist í umhverfisráðherra við vinnslu fréttarinnar. n Endurskoða rammaáætlun Ný ríkisstjórn hyggst endurskoða ramma- áætlun um vernd og orkunýtingu í ljósi þess að þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks- ins telji málið hafa lent í pólitískum farvegi á síðustu metrunum. „Fullkominn misskilningur“ Stefán Gíslason, formaður verkefnisstjórnar um rammaáætlun, furðar sig á umræðunni um pólitík og faglegheit. Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is „Þetta er svívirðing við þá sem unnu vinnuna sína. Vinnan hafin Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs-, landbúnaðar- og umhverfis- ráðherra, segist þegar hafa hafist handa við endurskoðun rammaáætlunar. Íslendingar vongóðir Væntingavísitala Gallup hefur ekki mælst jafn há og nú síðan í febrúarmánuði árið 2008. Mæl- ingin var gerð í byrjun maí þegar alþingiskosningum var nýlok- ið en ríkisstjórn hafði ekki verið mynduð. Vísitalan er reiknuð út frá fimm þáttum sem snúa að mati á núverandi efnahagsaðstæðum og ástandi í atvinnumálum auk væntinga til stöðu mála að sex mánuðum liðnum. Milli mánaða var mest hækkun í væntingum svarenda til efnahagsaðstæðna eftir hálft ár en einnig hefur orðið hækkun í mati á atvinnuástandi dagsins í dag. Í úrtakinu voru 1.300 Íslendingar af landinu öllu á aldrinum 18 til 75 ára. Anna fannst látin við Gróttu Kennslanefnd lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu hefur staðfest að það var Anna Kristín Ólafs- dóttir sem fannst látin í sjónum við Gróttu á Seltjarnarnesi síðasta föstudag. Anna Kristín hafði verið týnd síðan 12. apríl. Fjölskyldu henn- ar hefur verið tilkynnt um andlát hennar, en ekki er talið að það hafi borið að saknæmum hætti. Anna Kristín var 47 ára, stjórn- sýslufræðingur að mennt, og starf- aði hjá Umhverfisstofnun. Víðtæk leit var gerð að henni eftir að hún týndist í apríl. Ættingjar Önnu Kristínar biðja þá sem vilja minn- ast hennar að styrkja Slysavarna- félagið Landsbjörg. Morðmál enn í rannsókn Rannsóknarlögreglan á Eskifirði rannsakar enn morðmál sem upp kom á Egilsstöðum aðfaranótt 7. maí, þegar Karli Jónssyni var ráð- inn bani á heimili sínu. Að sögn lögreglu stendur úrvinnsla gagna yfir. „Það er verið að vinna úr þeim gögnum sem við höfum aflað okkur. Svo er áframhaldandi bið eftir DNA-gögnum,“ útskýrir Elvar Óskarsson hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Eskifirði í samtali við DV. Niðurstöður DNA-rannsóknar koma í fyrsta lagi í næstu viku eða þarnæstu, en þá einungis ef sýnin fá flýtimeðferð. Búið er að yfir- heyra Friðrik Brynjar Friðriksson, sakborninginn í málinu, en hann hefur verið dæmdur í gæsluvarð- hald til 14. júní. Á meðal gagna í málinu eru hálfbrunnin föt sem fundust í gámi skammt frá vettvangi glæpsins. 8 Fréttir 29. maí 2013 Miðvikudagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.