Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Side 11
Vikublað 14.–16. janúar 2014 Fréttir 11 Fjöldahandtökur og harka lögreglunnar n Hvert hneykslismálið á fætur öðru n Harka áberandi í garð hælisleitenda n 32 kærur gegn lögregluþjónum n Lögreglustjóri sæmdur fálkaorðunni Konu kastað á bekk 8. júlí Myndband af harkalegri handtöku á Laugaveginum vekur mikla athygli í netheimum, en þar má sjá lögreglumanninn Kristján Örn Krist­ jánsson stugga við ölvaðri konu, kasta henni á bekk og draga eftir götunni með hjálp kollega síns. Kristján var dæmdur til að greiða konunni skaða­ bætur, en konan dæmd til þrjátíu daga skilorðs­ bundinnar fangelsisvistar fyrir að hrækja á hann. Nokkrir lögreglumenn stukku Kristjáni til varnar og fullyrtu að handtakan hefði verið eðlileg. Í ljós kom að Kristján hafði áður verið til rann­ sóknar vegna brota í starfi. Meðal annars hafði hann verið staðinn að því að afturkalla aðstoð lögreglu eftir að unnusta hans ók á ungan dreng, auk þess sem hann hafði þrýst á kollega sína að hlífa unnustu sinni eftir að hún var tekin fyrir ölv­ unarakstur. Aldrei virtist hafa komið til álita að leysa Kristján frá störfum. Lögreglan skemmir brúðkaupsferð 24. júlí DV greinir frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra hafi ráðist inn í sumar­ bústað nýgiftra hjóna sem voru í brúð­ kaupsferð, snúið þau niður og frelsissvipt í dágóðan tíma á meðan leitað var í bú­ staðnum án heimildar. „Þeir sögðu bara að þetta væri „major fuck up“ hjá þeim og við hefðum alla vega um eitthvað að tala í kvöld,“ sagði brúðguminn, en aðgerðin tengdist leit lögreglunnar að brotamanninum Stefáni Loga Sívarssyni. 26. september Sérsveit ríkislögreglu­ stjóra ræðst inn á heimili hælisleitenda í Auðbrekku í Kópavogi. Aðgerðin var umfangsmikil, tugir lögreglumanna tóku þátt í henni og notuðust þeir meðal annars við fíkniefnahunda. Sérsveit­ armenn brutu upp dyr á herbergjum heimilisins og handtóku heimilismenn, alls fimmtán manns. Mennirnir fengu ekki að klæða sig áður en lögregla færði þá í varðhald á lögreglustöðinni Hverfisgötu, né heldur að taka með sér föt til skiptanna. Sumir þeirra voru því á nærbuxum einum fata þegar þeim var sleppt úr varðhaldi sex klukkustundum síðar. Þá fengu þeir ekki að ráðfæra sig við lögmenn þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þess efnis. Um var að ræða hælisleit­ endur sem komu meðal annars frá Gana, Sómalíu, Sýrlandi, Albaníu og Palestínu. Í lögregluskýrslum kemur fram að ein af ástæðum aðgerðanna hafi verið „eftirlit með útlendingum“. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður manns sem handtekinn var í aðgerðinni, lýsti frásögn hans svona í samtali við DV: „Hann var handtekinn á nærbuxunum og handjárnaður niður í gólf þar sem hann var látinn liggja í klukkutíma. Á meðan hann lá þarna var öskrað á hann og fleiri: „Hver á þessa tölvu og hvaða skór eru þetta? Stalstu þessum skóm auminginn þinn?“ Eftir það var hann leiddur á nærbuxunum út í bíl og geymdur í fangaklefa í sex klukkutíma án þess að fá að tala við lögmann eða túlk eða nokkurn einasta mann.“ Fleiri íbúar sem DV ræddi við lýstu atburðum þessa dags með svipuðum hætti. Guðbrandur Árni Ísberg, sálfræðingur hjá Sálfræðiráðgjöf­ inni, veitti einum mannanna áfallahjálp í kjölfar árásarinnar. Maðurinn sem um ræðir upplifði mikið ofbeldi í heimalandi sínu en hann endurupplifði atburði úr for­ tíð sinni þegar sérsveitarmenn stormuðu inn á heimilið. Í lögregluskýrslunum kemur fram að lögreglan hafi lagt hald á síma, ljósmynd­ ir og fartölvur en þessir munir reyndust vera í eigu mannanna, en ekki þýfi eins og lögreglan gaf til kynna í tilkynningu til fjölmiðla. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur nú staðfest að ekkert þýfi hafi fundist. Rannsókn málsins er lokið og enginn mannana verður ákærður. Hins vegar hafa þrír mannanna kært starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Kærurnar þrjár byggja á því að lögreglan hafi með athæfi sínu brotið gegn stjórnarskránni, mann­ réttindasáttmála Evrópu, lögreglulög og sakamálalög. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra lýsti afstöðu sinni til málsins þegar hún var spurð út í aðgerð­ irnar á Alþingi í nóvember. „Það er ekkert sem bendir til þess að mannréttindabrot hafi átt sér stað,“ sagði ráðherrann. Eldri borgurum hrint í hrauni 21. október Lögreglan beitir mótmælendur við Gálgahraun hörku. Að minnsta kosti tuttugu manns voru handteknir í viðamiklum aðgerðum sem tugir lögreglumanna tóku þátt í. Á meðal þeirra handteknu var kona á sjötugsaldri sem dregin var eftir hrauninu þar sem hún neitaði að hlíta fyrirmælum lögreglunnar um að yfirgefa svæðið. Þá var annarri konu á sjötugsaldri hrint af lögreglumönnum þar sem þeir reyndu að komast áfram með eldri mann sem þeir höfðu handtekið. Blaðamaður varð vitni að því þegar ýtt var við konunni með þeim afleiðingum að hún féll ofan í gjótu og skall á hörðum steinum. „Þeir bara ýttu mér hér niður,“ sagði konan. „Það er í lagi með mig, en maður verður bara svo reiður.“ Á meðal þeirra sem handteknir voru á grundvelli 19. greinar lögreglulaga voru Ómar Ragnarsson og Eiður Svanberg Guðnason. „Tökum hann, tökum hann,“ sagði fílefldur lögregluþjónn um leið og hann og félagi hans hrintu mér yfir ímyndaða línu milli tveggja keilna í Gálgahrauni í morgun,“ skrifaði Eiður á bloggsíðu sína og furðaði sig á hörku lög­ reglunnar. Hinn gríðarlegi fjöldi lögreglu­ þjóna sem mætti á vettvang vakti athygli í ljósi þess að lögreglan skýlir sér oft á bak við manneklu þegar kvartað er undan að­ gerðarleysi hennar í vissum málum. Ætla má að öryggi fólks á Reykjavíkursvæðinu hafi verið stefnt í hættu við það að svo margir lögreglumenn hvaðanæva að voru sendir að Gálgahrauni. Sérsveitin ræðst inn á heimili hælisleitenda Harkaleg handtaka olli hjartastoppi 28. desember Ungur maður segir frá því í viðtali við DV hvernig lögreglumenn réðust að honum þar sem hann var í sturtu og rykktu honum í gólfið með þeim afleiðingum að hjarta hans stoppaði. Ástæða handtökunnar var sú að hann hafði hlaupið nakinn um nágrennið eftir að hafa tekið inn of stóan skammt af fæðu­ bótarefnum. Við handtökuna skertist sjón hans og hreyfigeta og er hann hættur að geta sinnt sínum helstu áhugamálum. Í skugga alvarlegra ásakana um lög­ regluofbeldi hefur lögreglan „tweet“­að og notast við Facebook meira en nokkru sinni fyrr á undanförnum árum. Lögreglan á höfuðborgarsvæð­ inu vann ConnectedCOPS AWARDS verðlaunin í september í fyrra, en þau eru veitt þeim sem skara fram úr þegar kemur að notkun samfélagsmiðla. Lögregluembættið stofnaði Facebook­ síðu árið 2010 og eru tugþúsundir manna vinir lögreglunnar á Facebook. „Með notkun samfélagsmiðla er hægt að efla enn frekar upplýsingamiðlun til al­ mennings. Twitter, Instagram, Flickr og YouTube eru líka miðlar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notar í þessum sama tilgangi,“ segir á vef lögreglunnar sem tekið hefur þátt í svokölluðum „tíst­maraþonum“ sem haldin eru víða um heim. Um leið og lögreglan hefur eytt púðri í Facebook og Twitter í nafni bættrar upplýsingamiðlunar hefur DV reynst erfitt að nálgast upplýsingar frá lögreglu um mikilvæg mál er varða almannahagsmuni. Sú er ekki síst raunin þegar áleitnar spurningar vakna um starfshætti lögreglunnar sjálfrar. Virkni lögreglunnar á Facebook og Twitter ber að fagna í ljósi þess að þannig gefst almenningi færi á að fylgj­ ast með daglegum störfum lögreglunn­ ar. Jafnframt er um gagnvirk samskipti að ræða þar sem fólk getur kvartað undan lögreglu og krafið hana svara. Facebook­væðing lögreglunnar er fyrst og fremst liður í ímyndarsköpun. Áhersla á Facebook og Twitter Falskt gegnsæi og upplýsingagjöf ábótavant Áreittir og fangelsaðir að tilefnislausu 20. nóvember–13.desember DV greinir frá því hvernig leit lögreglunnar að Tony Omos, hælisleitenda frá Nígeríu, var látin bitna harkalega á samfélagi flóttafólks á Íslandi. Fóru lögreglumenn meðal annars ítrekað heim til barnsmóð­ ur hans, Evelyn Glory Joseph, og tjáðu henni að lögreglan myndi koma daglega þar til Tony kæmi úr felum. „Ég vil koma úr felum vegna þess að lögreglan er farin að áreita fólk út af mér,“ sagði Tony í samtali við DV stuttu áður en hann gaf sig fram við innanríkisráðuneytið. „Ég vil bara að þeir hætti. Þeir eru farnir að áreita fólk, sérstaklega konur og konur með börn. Þeir koma þangað klukkan tíu á kvöldin,“ sagði Tony við DV. Lögreglan kom ítrekað inn á heimili Yusuf Mahdavi, 23 ára hælisleitenda frá Afganistan við leitina að Tony, en að eigin sögn þekkir hann Tony ekki neitt. Tony fannst ekki heima hjá Yusuf en hann og félagi hans voru hins vegar handteknir og færðir í fangageymslur lögreglunnar þar sem þeir máttu dúsa í fjórtán tíma án þess að fá að tala við lögmenn. „Farðu heim til þín, þú tilheyrir ekki þessum stað,“ bar Yusuf að íslensk lögreglukona hafi sagt við hann, þar sem hann sat handjárnaður í lögreglubíl á leiðinni á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Félagi Yusuf sagðist hafa fengið sömu skilaboð frá lögreglunni – að hann ætti að fara heim til sín þar sem hann tilheyrði ekki Íslandi. „Þeir [lögreglumennirnir] voru háværir og reiðir þegar þeir leituðu í hverju einasta herbergi. Við spurðum hvort þeir þyrftu að vera með svona mikil læti en þeir svöruðu því til að þeim væri sama hvað okkur fyndist,“ sagði Yusuf í viðtali við DV. „Ég bað um að fá að tala við lögfræðing og þeir sögðu mér að ég gæti gert það daginn eftir. Ég sagði þeim að það væri kalt í fangaklefanum en þeir sögðu mér bara að svona væri Ísland. Mér leið mjög illa, bara illa og ekkert annað.“ Yusuf hitti síðar starfsmann Rauða krossins vegna bágrar andlegrar heilsu. Lögmaður Yusuf, segist telja handtökuna tilefnislausa og ólögmæta og hefur málið verið kært til ríkissaksóknara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.