Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Síða 14
14 Fréttir Vikublað 14.–16. janúar 2014
Nýtir kosti maníunnar
n Jóhann Valbjörn datt út af vinnumarkaði en náði fótfestu að nýju með góðri aðstoð
Á
síðustu dögum hefur DV
fjallað um aðstæður geð-
sjúkra á vinnumarkaði og
þá staðreynd að þeir upplifa
ótta og minna starfsöryggi,
fordóma og búa við lítið sjálfstraust.
Sigursteinn Másson opnaði um-
ræðuna og sagði frá erfiðri reynslu
sinni af uppsögn á Stöð 2 vegna
veikinda og nú fylgja fleiri í kjölfarið
til að varpa ljósi á umræðuna.
Jóhann Valbjörn Long Ólafsson
er yfirmaður í póstþjónustunni í
Færeyjum. Hann veiktist af geð-
hvörfum fyrir áratug og flæmdist
af vinnumarkaði vegna veikinda
sinna og hefur góða reynslu af
því að vera opinskár um stöðu
sína. Í dag nýtir hann kosti
veikindanna og varast gall-
ana og segir marga þætti í
geðhvörfum til framdráttar
í viðskiptum.
Fékk leyfi til að vera
veikur
„Ég hef alltaf verið ör en
glímdi ekki við nokkur
veikindi af geð-
rænu
tagi
fyrr
en í
kringum 2003–2004. Þá fór ég að
veikjast. Á þessum tíma bjó ég í
Kanada og sótti mér læknisað-
stoð. Upphafið var brösugt, ég fékk
þunglyndislyf sem er alls ekki gott
fyrir maníusjúklinga og á sama
tíma missti ég tök á áfengisneyslu
minni. Það var lán í óláni að ég
skyldi á þessum tíma vinna hjá
mjög góðu fyrirtæki þar sem vel var
hugað að starfsmannamálum. Ég
fékk leyfi til að vera veik-
ur og veit að trúnað-
arlæknirinn ræddi
við geðlækni
minn og fékk
hjá honum
nauðsynlegar
upplýsingar. Ég
var aldrei lagð-
ur inn á þessum
tíma, þótt ég hafi
oft verið ansi ná-
lægt því. En um-
fram allt fékk ég
ráðrúm til að
vinna í
mínum
mál-
um.
Að veikjast á þennan hátt er erfitt
því maður áttar sig alls ekki á því að
maður sé að veikjast. Það má líkja
þessu við bilun í stýrikerfi tölvu.“
Með gardínur í vinnunni
Jóhann fékk fæ fína vinnu í Lett-
landi og hélt þangað. „Ég á enda
konu þaðan og flyt út. Allt er að
virka fínt nema hvað æxlismyndun
í heila er farin að hafa veruleg áhrif
á mig án þess þó að ég geri mér
gerin fyrir því. Ég er síðan skorinn
upp í febrúar 2009 og þá tekur við
löng og ströng endurhæfing þar
sem geðhvörfin koma fram aftur
og þá sérstaklega þunglyndið. Sem
kannski er ekkert óeðlilegt m.v. að
stæður. Þau bitnuðu frekar á fjöl-
skyldunni. Ég náði að vera með
einhverjar gardínur í vinnunni en
þegar heim var komið þurfti ég að
draga frá.“
Afleiðingin var sú að Jóhann var
lagður inn á geðspítala í Lettlandi
í heilan mánuð. Hann telur að
veikindin hafi verið erfiðari vegna
feluleiksins.
„Ég endaði á geðspítala í Lett-
landi í heilan mánuð eftir erfið-
an heilauppskurð. Ég var á opinni
deild og þetta var ekki eins hroða-
legt og maður hélt. En ég var lengi
veikur og lá hreinlega í rúminu í
heil tvö ár,“ segir hann frá og lýsir
árunum sem þeim verstu í sínu lífi.
Viðsnúningur á Íslandi
Jóhann flutti heim til Íslands, upp-
gefinn á sál og líkama. Fyrir tilvilj-
un fékk hann veður af starfsemi
Hugarafls, félagasamtaka sem
berjast fyrir réttindum og betra lífi
geðsjúkra. Kynnin urðu til þess að
viðsnúningur varð á lífi hans.
„Ég gafst upp og fór til Íslands
í júlí 2011, þá er ég andlega og
móralskt búinn. Ég hafði keypt
mér hús en missti það. Kom heim
og flutti til mömmu. Þá sagði ein-
hver mér frá Hugarafli og þeirri
þjónustu sem þar er boðið upp
á. Ég var þá byrjaður í MBA-námi
í háskóla í Sviss og var að reyna
að ná fótfestu. Ég var brotinn og
leið ekki vel. Ég heimsótti Hugarafl
og gladdist yfir móttökunum. Þar
fékk ég aðstöðu til að læra og mætti
þangað eins og ég væri að mæta til
vinnu. Þar byrjaði ég að tala við fólk
sem hafði sömu reynslu. Í Hugar-
afli eru allir jafnir, enginn að segja
þér fyrir verkum eða tala niður til
þín. Þarna komst ég í góðan gír og
það má segja í gamni að ég hafi ver-
ið þarna með 40 aðstoðarmenn,“
segir hann um þá sem sóttu starf-
semina.
Hefði ekki fengið
vinnu á Íslandi
Sjálfsvirðing Jóhanns dafnaði á
nokkrum mánuðum og áður en
hann vissi var hann farinn að líta
í kringum sig eftir atvinnu. Hann
nefnir að á Íslandi hafi ekki blas-
að við margir möguleikar. Staða á
atvinnumarkaði var ekki blómleg.
Leitin bar árangur og á þessu sama
ári, 2011, flutti hann til Færeyja og
tók við stöðu framkvæmdastjóra
fraktdeildar póstsins í Færeyjum.
„Ég myndi ekki segja að ég hafi
læknast, en ég veit hvað ég get, hvað
ég get ekki, hvað ég má og hvað ég
má ekki. Þetta er ferli sem maður
þarf að ganga í gegnum hægt og ró-
lega. Ég er búinn að þyngjast um 50
kíló síðan ég byrjaði á þessu lífi en
funkera samt ágætlega. Ég þarf að
passa mig þegar ég verð of ör, taka
mér tíma. Passa svefninn, sem er
miklu mikilvægara en maður held-
ur, og hafa einhvern til að ræða við.
Þetta er ekkert leyndarmál hjá mér.
Í Færeyjum þekkja mig margir, ég
var hér oft vegna vinnu minnar fyr-
ir Eimskip. Það fer svo mikil orka í
að fela þetta.
Ég ímynda mér að ég hefði ekki
fengið vinnu á Íslandi á veikinda-
tímabili mínu. Til þess var staðan
of slæm.“
Manían nýtist í viðskiptum
Jóhann nýtir sér kosti maníunnar
í starfi. „Það sem skiptir máli er að
ég lít ekki á mig sem veikan, þótt að
ég sé með þennan sjúkdóm.
Konan mín segir að ég geti kom-
ið heim og verið með allt á hornum
mér en næsta dag sé ég allt öðru-
vísi. Þannig sér hún veikindin.
Maður getur líka verið svakalega
ör og nánast agressífur, maður þarf
einhvern veginn að sætta sig við
þetta, fá hjálp og finna jafnvægið.
Ég nota líka kosti maníunnar en
leyfi henni ekki að brjóta sér alla
leið upp á yfirborðið. Hún er góð í
því að ná árangri í viðskiptum. Ég
get verið einbeittur í því að ná ár-
angri og áhugasamari en flestir
aðrir um lausn vandamála. Ef ég
fæ góða dellu, þá fer ég alla leið.
Ég held að það sé mikilvægt fyrir
fólk að nýta kostina við veikindin,
þeir eru margir. Maður verður svo
brothættur þegar maður veikist að
kostirnir virðast fjarri, en þá má
greina með tímanum og auknu
sjálfstrausti. Ég veit ekki hvort mér
hefði tekist það án þess að kynnast
starfi Hugarafls.“ n
„Ég ímynda mér að
ég hefði ekki feng-
ið vinnu á Íslandi á veik-
indatímabili mínu.
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
Fékk yfirmannsstöðu í Færeyjum Jóhann
hefur góða reynslu af því að vera opinskár um
veikindi sín. Hann hefði ekki fengið vinnu á Íslandi,
telur hann, en landaði góðri stöðu í Færeyjum þar
sem hann nýtir kosti geðhvarfanna.
Mikill fórnar-
kostnaður
n Kostnaður vegna elli- og örorkulífeyris
var yfir 40 milljarðar fyrir árið 2011.
n Ef 25 ára einstaklingur fer á örorku
og nær meðalaldri er kostnaður TR og
lífeyrissjóðanna yfir 40 milljónir.
n Rúmlega helmingur þeirra sem fara á
örorku fer vegna geðrænna kvilla eða
stoðkerfisvandamála.
n Margir sem eiga við stoðkerfisvanda-
mál fást einnig við geðræn vandkvæði.
Opnaði umræðuna Sigursteinn
Másson opnaði umræðu um fordóma
fyrir geðsjúkum á vinnumarkaði og
þann ótta sem þeir búa við.
Mynd SiGtryGGur Ari