Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Side 15
Vikublað 14.–16. janúar 2014 Fréttir Viðskipti 15 Finni Ingólfssyni ýtt út úr Frumherja Í slandsbanki hefur eignast 80 prósenta hlut í Frumherja. Í til­ kynningu frá bankanum kemur fram að þetta sé niðurstaða fjár­ hagslegrar endurskipulagningar á fyrirtækinu. Frumherji skilaði rúm­ um milljarði í hagnað í árið 2012, samkvæmt nýjum ársreikningi fé­ lagsins. Viðsnúningur félagsins frá 2011 ári er mikill, en þá tapaði Frumherji 370 milljónum króna. Frumherji, sem hefur verið í eigu Finns Ingólfssonar og viðskiptafé­ laga hans í gegnum eignarhaldsfé­ lagið Spector, er með 32 starfsstöðv­ ar um allt land. Hjá fyrirtækinu vinna rúmlega 100 manns – á sex mismunandi sviðum. Fyrirtækið gefur sig út fyrir að vera „sérfræði­ fyrirtæki sem veitir alhliða þjónustu á sviði ýmiss konar skoðana og próf­ ana ásamt annarri starfsemi“. Flest starfssvið félagsins eru rekin sam­ kvæmt viðurkenndum gæðastöðl­ um. Bókfærður gengishagnaður fé­ lagsins er upp á 1.461 milljón króna sem útskýrir hagnað þess. Sam­ kvæmt efnahagsreikningi nema eignir samstæðunnar 2.867 milljón­ um króna, eða tæpum þremur millj­ örðum og er eigið fé neikvætt sem nemur 334 milljónum. Finnur Ingólfsson, fjárfestir og fyrrverandi þingmaður, hefur hætt öllum afskiptum af félaginu sam­ kvæmt Ásgeiri Baldurs, stjórnarfor­ manni. Finnur hefur ekki selt hlut sinn, heldur var hann afskrifaður frá félaginu og nýtt hlutafé er komið í staðinn. Í ársreikningi Frumherja fyrir árið 2011 kom fram að Finnur hafi haldið fyrirtækinu eftir að hafa staðið í áralöngum samningavið­ ræðum við Íslandsbanka um fram­ tíðareignarhald þess. Í skýrslu stjórnar, skrifaðri af Orra Hlöðverssyni, framkvæmdarstjóra Frumherja, kemur fram að tveir hluthafar eru í félaginu og í árslok á Spector ehf. 99,9 prósent af hlutafé félagsins. Þá hafa skattyfirvöld tek­ ið til skoðunar samruna félagsins við Bil árið 2007 og yfirtekinn fjár­ magnskostnað. „Ljóst er að ef frá­ drætti vegna þessa fjármagnskostn­ aðar verður hafnað mun það hafa í för með sér verulegar skattgreiðsl­ ur vegna áranna 2007–2011 sem og veruleg neikvæð áhrif á fjár­ hagsstöðu félagsins og getu þess til áframhaldandi reksturs,“ stendur í ársreikningnum varðandi málið. Hreinsibílar ehf. er eina dóttur­ félag Frumherja. n ingolfur@dv.is Bílaskoðunarfyrirtækið Frumherji skilaði milljarði í hagnað árið 2012 Keypti fyrirtækið árið 2007 Finnur Ingólfsson er genginn út. Hluthafi Moggans kaupir félag 365 n Leggst vel í Póstdreifingu að losna úr viðjum 365 miðla F yrirtækið Traðarsteinn ehf. er í viðræðum um kaup á Póstdreifingu, dótturfélagi 365 miðla, og er áætlað að gengið verði frá kaupunum í mánuðinum. Þetta staðfestir Hann­ es Hannesson, framkvæmdastjóri Póstdreifingar, í viðtali við blaða­ mann DV. „Það er rétt,“ segir Hannes. „Það eru þreifingar á milli aðila um þessi mál og þetta leggst vel í okkur.“ Þorsteinn Már stór hluthafi í Morgunblaðinu Traðarsteinn er einkahlutafélag sem var stofnað í maí 2010 og er, sam­ kvæmt heimildum DV, stýrt af Þor­ steini Má Baldvinssyni og Malcolm Walker, þótt það sé í eigu son­ ar hans, Þorsteins Baldvinssonar, og fyrrverandi eiginkonu, Helgu S. Guðmundsdóttur. Malcolm Wal­ ker er stofnandi og forstjóri bresku matvörukeðjunnar Iceland Foods og Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og er jafnframt hluthafi í Morgunblaðinu. Malcolm Walker er einnig gamall viðskiptafé­ lagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Því má segja að með kaupun­ um séu eigendur Morgunblaðsins að læðast bakdyramegin inn í 365 miðla. Krossanes ehf. sem er í eigu Þorsteins Más er næststærsti út­ gerðarhluthafinn í Morgunblaðinu. Hluturinn nemur um 18,5 prósent­ um. Þá á Síldarvinnslan í Neskaup­ stað liðlega sex prósenta hlut í blaðinu, en hún er í helmingseign Samherja, fyrirtæki Þorsteins. Því má segja að Samherji eigi saman­ lagt um 23 prósenta hlut í Morgun­ blaðinu. 365 opið fyrir sölu á Póstdreifingu Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, seg­ ir viðskiptin enn þá vera í vinnslu og vildi því ekki hafa mörg orð um þau. Hins vegar viðurkennir Ari að 365 miðlar hafi verið opnir fyrir því að selja Póstdreifingu. „Það er rétt að við höfum verið opnir fyrir þeirri hugmynd að selja Póstdreifinguna frá okkur,“ segir Ari Edwald, en 365 miðlar eru að stærst­ um hluta í eigu Ingibjargar Pálma­ dóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs. „Í sjálfu sér er ekki nauðsynlegur hluti af okkar starfsemi að vera eigendur að dreifingunni, ekki frekar en við erum eigendur að prentsmiðjunni sem prentar blaðið,“ útskýrir Ari enn fremur. Ari þvertók hins vegar fyrir þann orðróm að 365 miðlar hafi verið til sölu í þónokkurn tíma. „Það er ekki inni í neinum kortum,“ segir Ari um hugsanlega sölu fyrirtækisins. „Þetta er rangt, þrátt fyrir að einhverjir endurtaki í sífellu að 365 sé til sölu. Það er það ekki.“ Gæfuspor fyrir Póstdreifingu Hannes hjá Póstdreifingu telur rétt skref fyrir fyrirtækið að losna undan viðjum 365 miðla. Póstdreifing hef­ ur séð um dreifingu Fréttablaðsins undanfarin ár og er áætlað að þau viðskipti haldi áfram þrátt fyrir yfir­ vofandi sölu 365 miðla á fyrirtækinu. „Ég held að þetta gæti orðið gæfu­ spor fyrir fyrirtækið,“ segir Hannes. „Í raun og veru verðum við sjálf­ stæð, en ekki dótturfélag lengur, og það gefur okkur svigrúm til athafna og að sækja á okkar markmið. Við erum búin að vera í samkeppni við Íslandspóst í mörg ár og við ætlum bara að efla þá samkeppni.“ Heldur að Eiríkur sé að grínast Eiríkur Jónsson segist á fréttavef sín­ um hafa góðar heimildir fyrir því að kaup Traðarsteins ehf. á Póst­ dreifingu sé fyrsta skref Morgun­ blaðsins til að yfirtaka 365 miðla. Þar fullyrðir Eiríkur einnig að fjöl­ miðlafyrirtækið hafi verið til sölu um nokkurt skeið. Ari Edwald segir orðróminn fráleitan og ályktanir Ei­ ríks vera fjarri raunveruleikanum. Þegar blaðamaður spyr Ara hvort hann hafi lesið umrædda frétt Eiríks segist hann ekki kannast við hana. „Ég veit ekki hvernig ég ætti að vita það,“ segir Ari. „Það sem felst í mínu svari er að ég hafi annað að gera heldur en að fylgjast með því hvað hann er að skrifa. Ég held að þetta sé nú meira grín hjá honum Eiríki.“ Hannes hafði heyrt af frétt Eiríks, en gefur lítið fyrir orðróminn. „Ég legg ekki nokkurn trúnað á það,“ segir Hannes. „Ég kannast ekk­ ert við þetta plott sem hann er að leggja upp.“ Í samtali við blaðamann seg­ ist Eiríkur Jónsson standa við sinn fréttaflutning. n „Höfum verið opn- ir fyrir þeirri hug- mynd að selja Póst- dreifinguna frá okkur. Ingólfur Sigurðsson ingolfur@dv.is 365 Hafa verið opnir fyrir því að selja Póst- dreifingu. Marel styrkir nýsköpun Frumkvöðlasetur Klak Innovit og útflutningsfyrirtækið Marel hafa skrifað undir áframhaldandi samning um hugmynda­ samkeppni framhaldsskólanna sem nefnist Snilldarlausnir Marel. Keppnin, sem fer fram á hverju ári, gengur út á að virkja ímyndunaraflið. Marel hefur verið ötull bakhjarl keppninnar frá árinu 2009. Útflutningsfyrir­ tækið mun eiga fulltrúa í dóm­ nefnd og jafnframt halda lokahóf fyrir þátttakendur í lok keppn­ innar. Marel er alþjóðlegt fyrirtæki með yfir fjögur þúsund starfs­ menn um allan heim og er með dótturfyrirtæki í meira en 30 löndum. Umdeildur RIFF-styrkur Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðis flokksins vill halda áfram að styrkja alþjóðlegu kvik­ myndahátíðina RIFF, sem haldin hefur verið á Íslandi við góðan orðstír. „Okkur finnst illa farið með samstarfsaðila til margra ára og ákvörðun meirihlutans í þessu máli ekki nógu vel ígrunduð,“ segir Áslaug Friðriks­ dóttir borgarfulltrúi. Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar vill hætta að styrkja hátíðina. RIFF hefur iðulega verið stökk­ pallur fyrir unga kvikmynda­ gerðarmenn, hérlenda sem erlenda. Óvíst er hvort rekstrar­ grundvöllur sé nægjanlegur til að hátíðin verði að veruleika á þessu ári, en hún er vanalega haldin á haustin, slíti borgaryfir­ völd samstarfinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.