Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Blaðsíða 17
Vikublað 14.–16. janúar 2014 Fréttir Erlent 17 B reskur sjónvarpsþáttur þar sem skyggnst er í líf þeirra sem lifa á bótum hefur vak- ið hörð viðbrögð. Í þættin- um er fylgst með lífi nokkurra fjölskyldna við James Turner-stræti í Birmingham þar sem stór hluti íbú- anna reiðir sig á bætur frá breska rík- inu til að lifa af. Samkvæmt breskum fjölmiðlum eru um 90 prósent íbúa við götuna með bætur á bilinu 95–170 þúsunda króna á mánuði. Hafna gagnrýninni Stjórnendur Channel 4-sjónvarps- stöðvarinnar sem framleiðir og sýn- ir þættina hafa opinberlega hafnað því að hafa blekkt íbúa í götunni til að taka þátt í gerð þáttanna líkt og þeir hafa verið sakaðir um. Breska götu- blaðið Mirror hefur haft eftir einum íbúa, hinni 23 ára Becky Howe, að framleiðendur Benefits Street hafi mútað sér með sígarettum og skyndi- bita og öðrum íbúa með bjór. Stjórn- endur stöðvarinnar segjast hafa fylgt öllum lögum og reglum um fjölmiðla þótt þeir hafi í einhverjum tilfellum aðstoðað íbúa með mat. Einn af stjórnendunum, Ralph Lee, svaraði fyrir þáttinn í viðtali í sjónvarpsþættinum Newsnight á BBC nýverið og sagði framleiðendur Benefits Street hafa verið við tökur í um ár. „Þeir voru mjög skýrir og opin- skáir við alla á götunni um eðli þátt- anna, af hverju þeir væru þarna og hvernig þættirnir ættu að vera,“ sagði hann. Þá hafnaði hann einnig full- yrðingum sumra íbúa um að þeim hefði verið sagt að nafn þáttanna væri Community Spirit. Þrjátíu þúsund undirskriftir Boðað hefur verið til mótmæla gegn Channel 4 auk þess sem kallað hef- ur verið eftir opinberri rannsókn á því efni sem þar birtist. Helstu gagn- rýnendur þáttanna segja þá til þess fallna að auka á fordóma gagnvart þeim sem þurfa að treysta á greiðsl- ur úr velferðarkerfinu. Segja þeir þættina vera grófa árás á kerfið og mála bótaþega sem afætur og aumingja. Yfir þrjátíu þúsund undir- skriftum hefur verið safnað þar sem þess er krafist að Channel 4 hætti sýn- ingu þáttanna og styrki góðgerðastarf til að reyna að bæta fyrir skaðann sem það hefur valdið með sýningu þeirra. Það eru þó ekki allir sem eru sam- mála þessari gagnrýni og hefur stofn- andi Big Issue-tímaritsins, sem rekið er til að fjármagna aðstoð við heim- ilislausa, sagt Benefits Street sýna hvernig hin raunverulega staða er í velferðarmálum í Bretlandi. „Stað- reyndin er sú að Benefits Street, þrátt fyrir vilja sinn til að hneyksla, hefur varpað kastljósinu á þá menningu sem hefur fengið að verða til vegna gallaðs kerfis sem leggur engar kröf- ur á notendur sína og fer ekki fram á neinn metnað frá þeim,“ segir John Bird í grein sem hann skrifaði fyrir Daily Mail. n S í m i : 5 5 5 -70 3 0 / F l at a h r au n 5 a , H a f n a r f i rð i S í m i : 5 5 5 -70 3 0 / F l at a h r au n 5 a , H a f n a r f i rð i Fjölskyldu- tilboðin vinsælu og bíla- borgarinn Fylgjast með bótaþegum í raunveruleikasjónvarpi n Tugþúsundir mótmæla sýningu þáttanna n Channel 4 hafnar því að hafa blekkt fólk Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is „Þeir voru mjög skýrir og opinskáir við alla á götunni um eðli þáttanna. Íbúar Mark Thomas og Becky Howe. Í samtali við Mirror sakaði Howe fram- leiðendur þáttanna um að múta henni með sígarettum og mat. Mynd CHAnnel 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.