Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Qupperneq 18
Vikublað 14.–16. janúar 201418 Fréttir Erlent
Draugabæirnir í
Fukushima
Þ
rátt fyrir að þrjú ár séu liðin
frá hörmungunum í Fukus-
hima í Japan, þegar flóð-
bylgja reið þar yfir í kjölfar
gríðarlegs jarðskjálfta, eru
íbúar á svæðinu enn að glíma glíma
við afleiðingarnar.
Þar munar mest um hættuna sem
enn stafar af kjarnorkuveri bæjarins,
en í kjölfar náttúruhamfaranna varð
eitt stærsta kjarnorkuslys sögunnar
þegar geislavirk efni komust út í and-
rúmsloftið. Yfirvöld girtu af tæplega
20 kílómetra radíus út frá kjarnorku-
verinu og fyrirskipuðu um 80.000
íbúum svæðisins að yfirgefa það.
Þessir íbúar hafa ekki enn fengið að
snúa aftur heim, en um 20.000 íbú-
ar í bænum Naime mega fara heim
til sín einu sinni í mánuði en hafa þó
ekki leyfi til að vera þar yfir nótt.
Í bænum Futaba voru bæjarbú-
ar eitt sinn svo stoltir af kjarnorku-
verinu sínu að þeir reistu skilti sem
á stóð: „Kjarnorka - Orkan fyrir betri
framtíð.“ Bærinn er hins vegar rústir
einar núna og yfirgefinn. Sumir íbú-
ar á svæðinu fá ekki að snúa aftur
heim fyrr en að fimm árum liðnum,
aðrir þurfa að bíða í áratug og sumir
fá jafnvel aldrei að snúa aftur til síns
heima.
400 tonn af úraníum
Fyrirtækið Tepco, eigandi kjarn-
orkuversins, sér um hreinsunarstörf
en þó eru ekki allir sem treysta því
til verksins. Þeir hafa reynt að gera
lítið úr óhappinu og þá ríkir nokkur
leynd yfir svæðinu. Þeirra verk felst
meðal annars í því að færa 400 tonn
af úraníum úr geymslutanki og yfir
á öruggt svæði. Gert er ráð fyrir því
að það muni taka ár en verkið er
afar vandasamt. Þá liggja hundruð
poka á svæðinu, fullir af geislavirk-
um jarðvegi, sem erfitt hefur reynst
að fjarlægja vegna andstöðu frá
þeim sem búa utan svæðisins.
„Kjarnorku-skilnaður“
Nautgripabóndinn Masami Yoshi-
zawa gat ekki hugsað sér að fara
frá 330 kúm þrátt fyrir skipan-
ir yfir valda um að allir ættu að yf-
irgefa Naime, heimabæ Masami.
„Ég heyrði dýrin öskra, hvert sem
ég leit var eins og gáttir helvítis
hefðu opnast. Ég gat ekki gert dýr-
unum mínum það að fara frá þeim,“
sagði Masami. Hann varð fyrir
geislun og á tímabili virtist hann
vera í lífshættu. Reglulega var fylgst
með honum en nú hefur geislunin
minnkað.
„Auðvitað hafði ég áhyggjur, en
ég ákvað að verða ekki móðursjúk-
ur eða brotna niður andlega vegna
þess.“ Ekki eru allir svo sterkir, líkt og
Masami. Hugtakið „kjarnorku-skiln-
aður“ er oft notað þegar fólk skilur
á svæðinu, en þó eru engin tölfræði
sem sýnir fram á að skilnuðum hafi
fjölgað í kjölfar kjarnorkuslyssins.
Sögðu engin tengsl á milli
veikinda og geislunar
Kaori Saito bjó í Fukushima-borg
þegar slysið varð, ásamt eigin-
manni sínum og tveimur sonum.
Hún hafði stöðugar áhyggjur af
geislun og heilsu drengjanna
tveggja. Hún telur að eiginmaður
hennar hafi haldið að hún væri að
gera of mikið úr málinu, þar sem
yfir völd sögðu að þau þyrftu ekki að
yfirgefa heimili sitt, að borgin væri
örugg. „Drengirnir veiktust undar-
lega, en allir læknar sem ég fór til
sögðu að það væru engin tengsl á
milli geislunar og veikindanna.“
Eiginmaður hennar gerði lítið
úr þessu og vildi ekki flytja frá bæn-
um, eins og hún bað hann um. Hún
óskaði því eftir skilnaði og flutti
með drengina til Matsumoto, fjarri
Fukushima. „Hefði ég ekki gert það,
þá hefði mér fundist eins og ég gæti
ekki verndað börnin mín. Þess vegna
flutti ég.“ n
Geislavirkur jarðvegur
Í Naime er unnið að því að
fjarlægja geislavirkan jarð-
veg. Það er erfitt verk, og
umdeilt er hvað eigi að gera
við mengaða moldina.
n Rústir eftir stærsta kjarnorkuslys sögunnar n „Heyrði dýrin öskra“
Rögnvaldur Már Helgason
rognvaldur@dv.is „Drengirnir veiktu-
st undarlega, en
allir læknar sem ég fór til
sögðu að það væru engin
tengsl á milli geislunar og
veikindanna.
Futaba Við yfirgefna verslunargötu í bænum Futaba stendur skilti með áletruninni: „Kjarn-
orka - Orkan fyrir betri framtíð.“ MyndiR ReuteRS
Afleiðingar flóðbylgju Á svæðinu, sem enn er lokað, má greinilega sjá afleiðingar flóð-
bylgjunnar sem reið yfir svæðið í kjölfar jarðskjálftans.
Smíða
Titanic í Kína
Til stendur að byggja nákvæma
eftirlíkingu af einu frægasta
skipi heims, Titanic, í Kína. Fjár-
festingarsjóðurinn Seven Star In-
vestment Group hefur þegar lagt
milljarð kínverskra yuan, jafnvirði
19,38 milljarða íslenskra króna, í
verkefnið. Skipið á að vera stað-
sett á ánni Qi og á að hýsa safn um
Titanic-slysið en það er byggt eftir
teikningum af systurskipi Titanic,
Olympic. Eitt helsta aðdráttar-
afl safnsins á að vera „6D“-herm-
ir sem gefur hundruð manna
í einu færi á að upplifa hvern-
ig var að vera um borð í skipinu
þegar það sigldi á ísjakann. „Þegar
skipið siglir á ísjakann mun það
hristast og veltast,“ segir forstjóri
fjárfestingarsjóðsins í samtali við
breska blaðið The Guardian. „Við
munum gefa fólki þá upplifun að
vatn sé að flæða inn með ljósum
og hljóðum. Fólkið mun hugsa:
„Ég mun drukkna, ég verð að kom-
ast undan til að bjarga lífi mínu“.“
Njósna „óvart“
um Kanada
Stjórnendur kanadísku þjóðar-
öryggisstofnunarinnar CSE
hafa viðurkennt að stofnun-
in njósni stundum „óvart“ um
borgara. Þetta kemur fram í
nýbirtum svörum CSE vegna
samstarfs við bandarísku
þjóðaröryggisstofnunina NSA. Í
svörunum kemur fram að CSE
fylgist með samskiptum sam-
taka og hryðjuverkasamtaka
sem gætu haft áhrif á öryggi,
varnir eða málefni Kanada. Þá
bendir stofnunin á að ólöglegt
sé að njósna um kanadíska rík-
isborgara, bæði að frumkvæði
NSA eða að ósk samstarfsríkis,
með þeirri undantekningu ef
grunur leikur á að viðkomandi
tengist ólöglegu athæfi.
Lenti á röngum
flugvelli
Boeing-þota bandaríska flugfé-
lagsins Southwest lenti á röngum
flugvelli í Missouri-ríki á sunnu-
dagskvöld. Vélin, sem var af
gerðinni Boeing 737-700, lenti á
litlum flugvelli um ellefu kílómetra
frá flugvellinum sem áætlað var
að hún myndi lenda á. Flugvöllur-
inn sem flugvélin lenti á er um
helmingi minni en áætlunarflug-
völlurinn og er ekki gerður fyrir
jafn stórar flugvélar og Boeing 737.
Farþegum vélarinnar var svo ekið
yfir á réttan flugvöll. Einn farþeg-
anna segir í samtali við Forbes að
lendingin hafi verið harkaleg og
að fundist hefði lykt af brenndu
gúmmíi inni í vélinni þegar flug-
stjórinn bremsaði í kjölfar henn-
ar. Flugstjóranum tókst að stöðva
vélina um 100 metra frá brautar-
endanum en hefði það ekki tekist
hefði vélin lent á þjóðvegi sem er
handan brautarinnar. Ekki liggur
fyrir af hverju flugvélinni var lent
á röngum flugvelli en enginn yfir-
lýsing hefur borist frá flugfélaginu.
Málið er til rannsóknar hjá flug-
málayfirvöldum vestanhafs.