Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Síða 25
Neytendur 25Vikublað 14.–16. janúar 2014 Finndu þinn eigin fatastíl Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 Metár lækkar ekki verðið Orkuveitan sér ekki fram á að lækka verð til neytenda í bráð E kki má vænta lækkunar á gjaldskrá Orkuveitu Reykja- víkur þrátt fyrir að árið í fyrra hafi verið margfalt metár hjá fyrirtækinu en í frétt á vef fyrirtæk- isins segir: „Árið 2013 fer í bækur Orkuveitu Reykjavíkur sem marg- falt metár í hitaveiturekstrinum. Heitvatnsnotkun á ári hefur aldrei verið meiri, aldrei hefur mánaðar- notkun verið meiri en í desember og 6. desember var klukkustundar- rennsli á við meðalrennsli í Elliða- ánum.“ Eiríkur Hjálmarsson upplýs- ingafulltrúi Orkuveitunnar segir þessa miklu notkun ekki skila sér til viðskiptavina í lækkuðu orkuverði en samdráttur í orkusölu hefur þó verið notaður til að réttlæta hækk- un á orkuverði hjá fyrirtækinu. „Það eru örfá ár síðan menn lögðu hér í verulega miklar fram- kvæmdir við nýja hitaveitu frá Hellis heiðarvirkjun og það þarf einfaldlega að borga af henni,“ segir Eiríkur. „Það eru nógir reikningar að borga á þessum bæ.“ Aðspurður hvað þyrfti að gerast til að notendur fengju að sjá lækk- aðar gjaldskrár sagði hann að það þyrfti að vera búið að borga tals- vert af skuldum. „Við höfum dreg- ið töluvert úr endurnýjun svo það er hugsanlegt að það sé að byggjast upp þörf fyrir aukið viðhald í kerf- unum þannig að ég sé ekki fram á að geta lofað lækkaðri gjaldskrá neitt á næstunni,“ segir hann. n fifa@dv.is Orkuveitan Verð lækkar ekki. Okurvakt Dv Opnuð n Verum á verði gagnvart verðhækkun á vörum og þjónustu D V hefur hleypt af stokkunum sérstakri okurvakt þar sem ætlunin er að halda utan um hækkun verðs á vörum og þjónustu auk þess að segja fréttir af óeðlilegri verðlagn- ingu. Mikill fjöldi ábendinga hefur nú borist og verða þær kannaðar og birtar bæði í prentútgáfu blaðsins og á vefnum DV.is. Lesendur eru hvatt- ir til að vera vel á verði og senda ábendingar á netfangið okur@dv.is. Þá sagði DV frá fyrirvaralausri þreföldun á stöðumælagjaldi í bíla- stæðahúsum um áramót, sem Bíla- stæðasjóður dró til baka fyrir helgi. N1, Emmessís, Brúnegg, Kaupfé- lag Skagfirðinga og Bílastæðasjóð- ur tilkynntu öll um verðhækkun um áramót en hafa nú dregið ákvörðun sína til baka. Kemur þetta í kjölfar mikils þrýstings frá neytendum og eins frá Alþýðusambandi Íslands en ein helsta forsenda þeirra kjara- samninga sem gerðir voru 21. des- ember er að verðbólga verði lág, þannig að kaupmáttur í landinu auk- ist. Til þess að þetta takist er mikil- vægt að opinberir aðilar og verslun- ar- og þjónustufyrirtæki haldi aftur af verðhækkunum á næstu misserum. Nokkur fyrirtæki hafa auk þess til- kynnt að þau muni ekki hækka verð þ.m.t. Góa, Matfugl og Flúðasveppir. Hagkaup og Bónus gáfu út yfirlýs- ingu um að þau lækki verð á völdum vörum um 2–3% að meðaltali í versl- unum sínum. Þá hafa sælgætisgerð- irnar Nói Síríus og Freyja gefið út að fyrirhuguð verðhækkun á vörum frá þeim verði minni en áður var boðað. DV sagði frá hækkun gjaldskráa hins opinbera í síðustu viku og einnig að mörg sveitarfélög hafi hætt við hækkun á verðskrám. Í kjarasamningi ASÍ og SA sam- mæltust atvinnurekendur og launa- fólk um aðgerðir til að styðja við markmið um aukinn kaupmátt, minni verðbólgu og lækkun verð- bólguvæntinga í efnahagslífinu. Meðal þeirra er að fyrirtæki og stjórnvöld gæti ýtrasta aðhalds í verðákvörðunum sínum. n Auður Alfífa Ketilsdóttir fifa@dv.is Herjólfur hækkar Ásdís Emilía Björgvinsdóttir sendi ábendingu um hækkun á farmiða- verði í Herjólf. Eftir hækkunina kostar miði fyrir manninn 1.300 kr. til Landeyjahafnar og 2.090 kr. fyrir bíl en til Þorlákshafnar kostar 3.460 fyrir manninn og það sama fyrir bíl. Hreinsunin dýrari Grétar Bernódusson sendi ábendingu um að Borgarefnalaugin hefði hækkað verð fyrir hreinsun á herra- skyrtum. Það var tilboð fyrir þrjár skyrtur eða fleiri á 330 krónur stykkið en er nú komið í 390 krónur stykkið sem nemur 18% hækkun. Stöð 2 Sport hækkar Jón Davíð sendi inn ábendingu um hækkun á áskrift hjá 365 en þann 14.2. 2011 borgaði hann 10.283 kr. fyrir Stöð2 og Sport2, ári seinna borgaði hann 11.226 kr., þann 13.2. 2013 borgaði hann 12.768 kr., en þann 22.11. 2013 borgaði hann 16.132 kr. Síminn hækkar verð Síminn hækkaði verðskrár þann 1. janúar síðastliðinn og er nokkuð mismunandi eftir vöruflokkum og þjónustu hversu mikil hækkunin er en samkvæmt fréttatil- kynningu frá fyrirtækinu eru áhrif verðhækkunar 1. janúar 2014 á meðalreikning heimilis 2,3%. Perlan hækkar kjötsúpu Haraldur Aðalbjörn Haraldsson sendi ábendingu um að kjötsúpan í Perlunni sem áður kostaði 850 krónur hafi verið hækkuð upp í 990 en það er rúmlega 16% hækkun. Sendu ábendingu okur@dv.is Tekið er við ábendingum á netfangið okur@dv.is og eins á heimasíðunni dv.is/ innsending/okur/

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.