Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Side 26
Vikublað 14.–16. janúar 201426 Lífsstíll Í nýrri breskri rannsókn kemur fram að nærri helmingur karla og 22 prósent kvenna hafa sofnað undir stýri. Í niðurstöðum rann- sóknarinnar er talað um míkrós- vefn eða „micro-sleeping“ á ensku, stuttan svefn sem varir í fimm til tíu sekúndur. Ein mínúta lágmark Prófessorinn Jim Horne sem starfar við Loughborough-háskóla útskýrir míkrósvefn sem á sér stað gegn vilja viðkomandi. „Augnlokin síga og þú missir samband við raunveruleik- ann. Svo sofnarðu í örskamma stund og vaknar aftur við það að höfuðið rykkist til,“ segir Horne sem segir höggið segja okkur að við höfum sofnað þar sem heilinn muni ekki eftir svo stuttum svefni. „Svefn þarf að vara að í minnsta kosti eina mín- útu svo heilinn muni eftir honum. Þegar við vöknum úr míkrósvefni vitum við ekkert hvort við erum að koma eða fara.“ Ungir ökumenn í áhættuhópi Í rannsókninni, sem fjallað er um meðal annars á vef BBC, kemur fram að míkrósvefn stafi, skiljanlega, af þreytu og ef ekkert sé að gert geti ástandið endurtekið sig aftur og aftur og jafnvel þróast yfir í lengri svefn. Hins vegar geti kippurinn sem verð- ur til þess að við vöknum komið í veg fyrir að ástandið endurtaki sig. Sér í lagi ef svefninn átti sér stað í hættu- legum eða óviðeigandi aðstæðum, líkt og við akstur eða á fundi, því þá sjái adrenalín til þess að halda við- komandi vakandi. Í rannsókninni kemur fram að míkrósvefn sé algengari seinnipart dags þegar þreyta sé farin að segja til sín sem og á nóttu þegar flestir ættu að vera sofandi. Einnig kemur fram að ungir ökumenn séu í sérstökum áhættuhópi þar sem þeir þurfi á meiri svefni að halda en þeir sem eldri eru. Sterkt kaffi til bjargar Samkvæmt breskum tölum er talið að næstum 20 prósent bílslysa tengist svefni á einhvern hátt en að sögn Horne hafa ökumenn enga af- sökun: „Svefnþörf kemur ekki upp úr þurru. Þú ert ekki glaðvakandi eina stundina en sofandi hina. Það er alltaf þessi tími á milli sem þú ættir að geta gert þér grein fyrir hættunni.“ Að sögn Horne er besta ráðið, þegar þreyta gerir vart við sig við akstur, að leggja bílnum á öruggum stað og drekka sterkt kaffi. „Koffín hefur áhrif eftir 20 mínútur svo það er gott að nota tímann og leggja sig í korter eftir drykkinn. Þá ættirðu að geta haldið áfram ferðinni.“ n Helmingur karla sofnar við stýrið Svokallaður míkrósvefn er hættulegur ökumönnum Stig svefns Svefn er nauðsynlegur til að viðhalda eðlilegum vitrænum hæfileikum svo sem til að tala, muna og hugsa. Svefn sleikur einnig stórt hlutverk í þróun heilans. Á 60–100 mínútna fresti förum við í gegnum fjögur stig svefns áður en við komust í draumsvefn. Stig 1 Syfjan er allsráðandi – afslapp- andi ástand á milli svefns og vöku. Stig 2 Tímabil létts svefns þar sem hjartslátturinn hægir á sér og líkamshiti lækkar. Stig 3 og 4 Djúpsvefn sem erfitt er að vakna upp frá því starfsemi heila og líkama er í lágmarki. Eftir djúpsvefninn kemur stig 2 aftur og svo hinn svokallaði draumsvefn. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is „Svefn þarf að vara að í minnsta kosti eina mínútu svo heilinn muni eftir honum Augnlokin síga Að sögn Jim Horne prófessors á þreytan ekki að koma neinum á óvart þar sem nægur tími er á milli þess að vera glaðvakandi og sofandi. 1 Óþægilegt eða hávaðasamt umhverfi Þegar við erum að sofna slaknar á vöðvum og við finnum fyrir syfju. Samt sem áður er heilinn enn vakandi svo lítil hljóð eða önnur truflun hindrar að við sofnum. 2 Óregluleg rútína Inn-byggð líkamsklukka lætur vita hvenær við erum þreytt og hjálpar til við að samstilla þús- undir líkamsfruma í takt við dæg- ursveifluna. Þar skiptir ljós einna mestu máli. Augun bregðast við ljósi og myrkri. Líka þegar þau eru lokuð. Í dagsljósi framleiðir heilinn minna af svefnhormón- um svo við erum betur vakandi. 3 Örvandi efni Koffín heldur áhrifum í nokkrar klukku- stundir og getur valdið því að við náum síður djúpum svefni. Áfengi lætur marga hrjóta meira en hrotur geta skert öndun sem svo skilar sér í verri svefni. Matur sem inniheldur tyramine, eins og beikon, ostur, hnetur og rauð- vín, getur haldið okkur vakandi. Brauð og pasta hafa hins vegar öfug áhrif. 4 Rangur líkamshiti Lík-amshiti okkar lækkar þegar við sofum. Ef of heitt er í svefn- herberginu getur líkaminn ekki kælt sig niður sem veldur svo eirðarleysi og pirringi. 5 Andlegt álag Stress er versti óvinur svefnsins. Ef við förum að hafa áhyggjur af svefnleysi er andvaka nánast óumflýjanleg. Sérfræðingar mæla með því að við förum úr rúminu og gerum eitthvað allt annað, eins og til dæmis að púsla, áður en við leggjumst upp í rúm aftur. 5 ástæður svefnleysis Senda SMS í svefni Þú getur kennt svefnhegðunarröskun um glötuð skilaboð S amkvæmt nýlegum tölum þjást yfir 30 prósent bresku þjóðar- innar af erfiðleikum tengdum svefni. Ákveðinn hluti þeirra gengur um sofandi og framkvæm- ir hin ýmsu verkefni en slíkt ástand kallast „parasomnia“, svefnhegðunar- röskun. Ekki er mikið vitað um það sem gerist í heilanum á meðan. Lítið af rannsóknum hefur verið fram- kvæmt enda er erfitt að safna saman upplýsingunum. „Vandamálið við rannsóknir á svefnhegðunarröskun er að þátttak- endur gera sjaldnast eitthvað í svefni undir eftirliti líkt og á við á rann- sóknarstofu,“ segir dr. Chris Idizkowski sem sérhæfir sig í svefnvandamálum. Samkvæmt Mental Health Foundations hefur aukin tækni mikil áhrif á það sem fólk gerir ómeðvitað í svefni. Svefnhegðunarröskun getur verið allt frá því að opna augun upp í hættulega hluti eins og að aka bíl. Að sögn dr. Kristie Anderson er algengast að fólk sem þjáist af svefnvandanum framkvæmi hluti sem það er vant að gera vakandi, til dæmis senda SMS, enda sofa margir með síma á nátt- borðinu. Samkvæmt Anderson inni- halda þessi smáskilaboð sem send eru að nóttu yfirleitt algjört bull því þótt að þeir sem þjást af kvillanum framkvæmi yfirleitt það sem þeir eru vanir að gera að degi til gera þeir það mun verr þegar þeir eru sofandi. Sjálf hefur Anderson fengið til sín skjólstæðinga sem hafa framkvæmt hina ótrúlegustu hluti á meðan þeir áttu að liggja í rúmi sínu. Einn tók til að mynda vekjaraklukku afa síns í sundur steinsofandi. n SMS Þeir sem þjást af svefnhegðunar- röskun eru líklegastir til að fram- kvæma hluti sem þeir eru vanir að gera. Osbourne- mægður fyrir MAC Bresku rokkaramægðurnar Sharon og Kelly Osbourne hafa hannað snyrtivörulínu í sam- starfi við bandaríska snyrtivöru- merkið MAC Cosmetics. Þetta tilkynnti Kelly á Twitter-síðu sinni í vikunni ásamt mynd af lillabláum varalit sem verður hluti af línunni sem kemur í verslanir MAC í júní næstkom- andi. Að sögn John Stapleton, yfirförðunarfræðings hjá fyrir- tækinu, mun línan einkennast af hreinum línum og áreynslu- lausum eiginleikum. Lögð verð- ur áhersla á flóknar og dramat- ískar línur í kringum augun og mikil augnhár en einfalt og frjálslegt gloss við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.