Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Blaðsíða 27
Vikublað 14.–16. janúar 2014 Lífsstíll 27 Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is ÚTSALAN ER HAFIN 30-50% afsláttur af öllum útsöluvörum Verslunin Belladonna Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is RFF haldið í fimmta sinn Þátttakendur kynntir til leiks R eykjavík Fashion Festival fer fram í fimmta sinn dagana 27. til 30 mars næstkomandi samhliða HönnunarMars. Tískuáhugafólk fyllist jafnan mikilli spennu þegar hátíðin nálgast enda einn stærsti tískuviðburður lands­ ins. Nú hafa verið kynntir þeir þátt­ takendur sem koma til með að sýna hönnun sína á hátíðinni í ár. Það eru: Cintamani, Ella, Farmers Market, JÖR by Guðmundur Jörundsson, Magnea Einarsdóttir, REY og Sigga Maija. Í fréttatilkynningu frá hátíð­ inni segir: „Þessir sjö hæfileikaríku hönnuðir mynda sterkan hóp þar sem fjölbreytileiki og sköpunargáfa ræður ríkjum.“ Reykjavík Fashion Festival var stofnað árið 2009 og síðan þá hefur hátíðin vaxið og dafnað. Undanfarin ár hefur hún verið haldin í Hörpu. Markmið RFF er að markaðssetja og vekja athygli á íslenskri fatahönnun og þeirri þróun og tækifærum sem í henni felast. Fjöldi fólks sækir hátíðina og meðal annars koma margir erlendir blaðamenn til landsins auk þess sem hátíðinni er ætlað að veita áhuga­ fólki innsýn inn í spennandi heim íslenskrar tísku. n viktoria@dv.is Mikil spenna Tískuáhugafólk er spennt fyrir sýningunni. Í upphafi nýs árs ætla margir að taka sig á, bæði líkamlega og and­ lega. Rithöfundurinn, heimspek­ ingurinn, plötusnúðurinn og tón­ listarmaðurinn Paul Hudson býr á Manhattan og skrifar fyrir vefritið EliteDaily.com. Oftar en ekki fjalla skrif hans um það hvernig við getum hámarkað hamingju okkar og árang­ ur. Hér er listi yfir 20 atriði sem and­ lega sterkir forðast og Hudson mælir með að við hin gerum einnig. 1 Dvelja í fortíðinni Sterkir einstaklingar einbeita sér að núinu og nánustu framtíð. Þeir vita sem er að við stjórnum ekki fortíðinni og að framtíðin er jafn óútreiknanleg og veðrið í vetur. 2 Dvelja innan þæginda-rammans Þægindaramminn er hættulegur staður. Þeir sem gleyma sér þar of lengi geta hrein­ lega týnt sjálfum sér. Ekki gefast upp á lífinu með því að hanga inni í þessum litla óspennandi ramma. 3 Hlusta ekki á skoðanir annarra Aðeins bjálfar trúa því að þeir einir séu bestir í öllu. Góð hugmynd er góð hugmynd; sama hver fékk hana. Ekki láta egóið stjórna þér; ef einhver kemur með góða ábendingu skaltu taka henni fagnandi. 4 Forðast breytingar Það sem þeir sterku skilja en hinir veikburða ekki er að breytingar eru óhjákvæmilegar. Ekki reyna að stjórna hinu óumflýjanlega, slíkt tekur einungis frá þér tíma og orku. 5 Tileinka sér þröngsýni Þú veist ekki allt. Meira að segja það sem þú heldur að þú vit­ ir gæti vel verið vit­ laust. Ef þú opnar ekki hugann fyrir nýjum og ferskum hugmyndum muntu ekki læra neitt nýtt. Og ef þú hættir að læra hættirðu að lifa. 6 Láta aðra taka ákvarðanir Aðeins þú átt að taka þínar eigin ákvarðanir. Ekki láta aðra bera ábyrgðina. Ef þú hefur ekki hugrekki til að gera mistök hefurðu ekki held­ ur hugrekki til að ná langt. 7 Öfundast út í velgengni annarra Þú átt að gleðjast þegar öðrum gengur vel. Ef þeir geta þetta, þá getur þú það líka. Velgengni annarra kemur ekki í veg fyrir velgengni þína. Ef eitthvað, ætti góður árangur annarra að hvetja þig áfram til góðra verka. 8 Hugsa um möguleika á mistökum Hugsanir okkar stjórna yfirsýn okkar og yfirsýnin stjórnar svo útkomunni. Þeir andlega sterku skilja þetta og nota það sér til framdráttar. Auðvitað eru alltaf einhverjar líkur á að þér mistakist en svo lengi sem það eru möguleikar á árangri þá er það þess virði að reyna. 9 Vorkenna sjálfum sér Lífið er ekki alltaf leikur. Fólk slasast, aðrir týna lífi sínu. Þetta eru víst ekki bara rósir og fiðrildi. Þú munt misstíga þig aftur og aftur. Spurningin er; hefur þú styrk til að standa upp aftur og halda áfram? 10 Einblína á veikleikana Þótt það að vinna í veikleikunum hafi sína kosti er mikilvægara að einblína á styrkleikana. Þú nærð ekki langt í lífinu með því að vera ágæt/ur í mörgu. Þú gætir hins vegar skarað fram úr ef þú einbeittir þér að því sem þú ert góð/ur í. 11 Reyna að þóknast öllum Vel unnið verk er vel unnið verk, sama hver dæmir. Þú getur alltaf reynt þitt besta en það er ekki hægt að ætla að þóknast öllum. 12 Kenna sér um hluti sem þeir hafa enga stjórn á Þeir sem skara fram úr eyða ekki tíma í að reyna stjórna því sem þeir hafa hvort sem er enga stjórn á. 13 Vera óþolinmóð/ur Þolin­mæði er ekki aðeins dyggð; hún er dyggðin. Flestum mistakast ekki hlutirnir vegna þess að þeir voru ekki nógu góðir í þeim. Flestum mistekt af því að þeir gáfust of fljótt upp. 14 Eru misskildir Góð sam­skipti eru forsenda fyrir góðan árangur. Það er ekki nóg að koma upplýsingum á framfæri ef líkur eru á að viðtakendur þeirra misskilji þær. Þeir andlega sterku gera sitt besta til að koma upplýsing­ um á framfæri á skiljanlegan máta og hafa þolinmæðina til að leiðrétta misskilning. 15 Telja sig eiga eitthvað skilið Þú fæddist; restin er undir þér komið. Lífið skuldar þér ekkert. Aðrir skulda þér ekkert. Ef þú vilt gera eitthvað í lífinu skaltu fara út og framkvæma hlutina. Ekki bíða eftir að lífið færi þér ölmusur. 16 Endurtaka mistök Það er í lagi að gera mistök; einu sinni. Ef þú gerir sömu mistökin þrisvar sinnum skaltu endurskoða notkun þína á áfengi og eiturlyfjum. Annað hvort ertu bjáni eða alltaf í vímu. 17 Gefa óttanum lausan tauminn Heimurinn getur verið ógnvekjandi staður. Auðvitað erum við hrædd við ákveðin atriði af skiljanlegum ástæðum en hræðsla okkar við margt annað byggist oftar en ekki á óraunhæfum hugmynd­ um. Mundu að ef þú óttast að mistakast hlýtur góður árangur að skipta þig miklu máli. 18 Vaða áfram Þeir sterku vita betur en að vaða áfram án þess að vita hvað er fram undan. Ekki láta leti stjórna árangrinum. Undirbúðu þig vel og vertu við öllu viðbúin/n. 19 Neita utanaðkomandi hjálp Þú ert ekki Súperman. Þú getur ekki gert allt sjálf/ur. Og jafnvel þótt þú gætir það, af hverju ættirðu að gera það? Ef aðrir bjóða fram hjálp sína skaltu þiggja hana. Vertu félagslynd/ur. Hlustaðu á hug­ myndir og horfðu á hvernig aðrir gera hlutina. Þú gætir lært eitthvað. 20 Gefast uppMesti veikleiki manna er að gefast upp. Sterkustu einstaklingarnir elta uppi hluti sem eru þeim mikilvægir en sleppa öllu öðru. Ef eitthvað skiptir þig miklu máli skaltu nota alla þína orku til að láta draumana rætast. n 20 atriði sem andlega sterkir gera ekki Ekki dvelja í fortíðinni ef þú vilt skara fram úr Sterkur karakter Þeir gerast varla sjálfsöruggari en Francis Underwood í þáttunum House of Cards. Kaffi bætir minnið Koffein bætir langtímaminnið samkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í Nature Neuroscience. Niðurstöðurnar eru byggðar á rannsókn þar sem þátttakend­ ur voru látnir muna munstur á myndum eftir að hafa tekið inn koffeintöflu. Í næstu umferð fékk helmingurinn koffeintöflu en hinn lyfleysu. Hópurinn sem fékk koffeinið stóð sig 10% betur á prófinu en viðmiðunarhópurinn. „Að mínu mati ættum við að halda áfram að drekka kaffi,“ sagði einn vísindamannanna sem stóðu að rannsókninni í viðtali við dagblaðið Guardian. „Samkvæmt rannsókn okkar bætir kaffið minni okkar sem og getuna til að læra.“ Engin dýr í Harrods Hinni frægu gæludýradeild í lúxus versluninni Harrods í London, hefur nú verið lokað. Deildin var fyrst opnuð árið 1917 og hefur því verið starfrækt í nær hundrað ár en rýminu verður nú breytt í nýja kvenfatadeild. Áður fyrr gátu viðskiptavinir verslunar­ innar keypt framandi dýr á borð við ljón, fíla og krókódíla í um­ ræddri gæludýradeild og hafa margir frægir einstaklingar keypt sér dýr í búðinni, svo sem Ronald Reagan heitinn, Bandaríkjaforseti, sem festi kaup á fílnum Gertie. Árið 1976, þegar lög um dýr í út­ rýmingarhættu voru innleidd í Bretlandi, neyddust búðareigend­ ur hins vegar til að hætta að selja framandi dýr í versluninni og hafa síðan þurft að halda sig við hefð­ bundnari heimilisdýr á borð við ketti, hunda og hamstra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.