Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Síða 28
Vikublað 14.–16. janúar 201428 Lífsstíll Skartgripalína í anda Mean Girls Stella and Bow framleiða skartgripi myndinni til heiðurs Þ ótt ótrúlegt megi virðast eru í ár liðin tíu ár síðan hin geysi­ vinsæla grínmynd Mean Girls var frumsýnd. Myndin hefur notið gríðarlegra vinsælda í gegnum árin, sér í lagi hjá ung­ lingsstúlkum, og í tilefni af þessum áfanga hafa hönnuðir hjá banda­ ríska merkinu Stella and Bow nú hannað skargripalínu sem byggir á innblæstri frá myndinni. Línan ber heitið The Burn Book Collection sem, líkt og aðdáend­ ur myndarinnar vita, er tilvísun í hina alræmdu Burn Book, bók sem plastskvísurnar nota til að skrifa í ljóta hluti um skólasystur sínar, og heitir hver skartgripur eftir ein­ hverri persónu myndarinnar – allt frá Aaron Samuels til Glen Coco. Engan ætti að undra að liturinn bleikur er áberandi í línunni (von­ andi nógu bleikur fyrir miðviku­ daga) auk þess sem frægar setn­ ingar úr myndinni eru áletraðar á skartgripina. Meðal skartgripa sem finna má er bleikt armband með áletruninni „Wednesday“, silfur­ eyrnalokkar, í laginu eins og brot­ ið hjarta, með áletruninni „Best Bitches“ sem og hárspenna sem á stendur: „Full of secrets“. Frasa á borð við „You can‘t sit with us“, „Fetch“ og „Boo, you whore“ má einnig finna á skartgripum í línunni. Línan verður fáanleg á vef­ síðu Stella and Bow í byrjun febr­ úar en áhugasamir geta lagt inn forpöntun nú í janúar. n hörn@dv.is „Best Bitches“ Fallegir eyrnalokkar í anda Mean Girls. Bleikir dagar Þetta armband ætti að henta plastskvísunum vel á miðvikudögum. „Fetch“ Meira að segja Regina George gæti ekki sagt nei við þessu hálsmeni. Djöfullinn klæðist Prada n Anna Wintour hefur einstakt tískuvit n Þykir einstaklega erfiður yfirmaður A nnað hvort kanntu á tísku eða ekki,“ á Anna Win­ tour eitt sinn að hafa sagt. Wintour kann svo sannar­ lega á tísku en hún hefur verið ein áhrifamesta manneskjan í tískuheiminum um langt skeið og þykir búa yfir einstöku tískuviti. Breytti skólabúningunum Wintour hefur verið ritstjóri bandaríska Vogue síðan árið 1988 og hefur haft ómæld áhrif á heimstískuna í hátt í þrjá áratugi. Hún er fædd og uppalin í London og hefur verið viðloðandi tísku­ bransann síðan hún var fimmtán ára. Sem unglingur sat Wintour nokkra kennslutíma í tísku en hætti og á þá að hafa látið fyrr­ greind orð falla um bransann. Hún hafði þó ómældan áhuga á tísku og las tískutímarit sem amma henn­ ar sendi frá Banda­ ríkjunum af mikl­ um móð. Áhugi Wintour sýndi sig meðal annars í því að hún var gjörn á að breyta skóla­ búningunum sín­ um á ýmsan máta – þvert á reglur skól­ ans. Hún var líka einungis fjórtán ára þegar hún klippti hár sitt í stutta „bob“­greiðslu, en greiðslan hefur ver­ ið hennar helsta kennimark allar götur síðan. Kjarnorku- Wintour Árið 1970 hóf Win­ tour feril sinn sem tískublaðamaður á tímaritinu Harper‘s & Queen. Þar starf­ aði hún sem að­ stoðarmaður ritstjóra og lík­ aði vel í starfinu en hætti í kjöl­ far stanslauss ósættis við sam­ starfskonu sína. Wintour flutti þá til New York þar sem hún fékk vinnu sem aðstoðarritstjóri tísku­ hlutans hjá tímaritinu Harper‘s Bazaar. Hún var þó rekin eftir að­ eins níu mánuði í starfi fyrir að skipuleggja óhefð bundnar og öðruvísi myndatökur en fékk fljótlega sína fyrstu vinnu sem tískuritstjóri á ljósbláa tímaritinu Viva. Árið 1985 flutti Wintour aftur heim til Bretlands til að taka yfir breska Vogue. Þar gerði hún miklar breytingar, bæði á efni tímaritsins og starfsfólkinu, og hlaut fyrir það viðurnefnið Nuclear Wintour, eða Kjarnorku­Wintour. Þremur árum síðar varð hún ritstjóri bandaríska Vogue og þeirri stöðu gegnir hún enn þann dag í dag. Djöfullinn klæðist Prada Það var fyrst á tímaritinu Viva sem sögur fóru að heyrast af því að Win­ tour væri einstaklega kröfu­ harður og erfiður yfirmaður. Árið 2003 kom svo út bók eft­ ir fyrrverandi aðstoðarkonu hennar, Lauren Weisberger, sem nefnist The Devil Wears Prada. Í bókinni, sem að hluta til er skálduð, skrifar Weisberger um reynslu ungrar konu af því að starfa sem aðstoðarkona tískuritstjórans Miröndu Priestly og þykir enginn vafi leika á því að Priestly eigi að vera fyrrverandi yfirmaður Weis­ berger, Anna Wintour. Bókin náði miklum vinsældum og árið 2006 var svo gerð samnefnd kvikmynd með Meryl Streep í aðalhlutverki. n Hörn Heiðarsdóttir horn@dv.is „Annað hvort kanntu á tísku eða ekki Með gleraugun Kennimerki Önnu eru sólgleraugun og „bob“-greiðslan. Mynstruð Wintour er óhrædd við að klæð- ast litum og mynstrum af öllum gerðum. Svart og hvítt Wintour er mikil smekkmanneskja. Mætt fremst Wintour fær ávallt sæti á besta stað á tískusýningum. Glæsileg í gráu Einfalt og elegant. Kjarnorku-Wintour Wintour þykir einstaklega ströng og kröfuhörð sem yfirmaður. Transkona situr fyrir í ELLE Jenna Talackova, 25 ára, sat fyrir í margra síðna tískuþætti hjá kanadíska tímaritinu ELLE á dögunum en myndaþátturinn birtist í janúarhefti tímaritsins. Þetta væri kannski ekki í frásögur færandi nema af því að Talackova fæddist sem drengur, en ekki er algengt að transfólk sé notað sem fyrirsætur hjá helstu tískublöðum heims. Talackova er frá Kanada og vakti mikla athygli þegar hún varð fyrst transkvenna til að taka þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Universe Canadaí fyrra, en það tókst henni eftir harða baráttu við skipuleggjendur keppninnar. Talackova þykir einstaklega fög­ ur og hefur nú unnið stóran sigur fyrir transfólk í tískuheiminum. Photoshop- lögin innleidd Yfirvöld í Ísrael hafa gripið til aðgerða gegn myndvinnslu í auglýsingum og tískutímarit­ um. Samþykkt hafa ver­ ið svokölluð Photoshop­lög. Þau kveða á um að fyrirsæt­ ur sem sitja fyrir í auglýsing­ um eða taka þátt í tískusýn­ ingum í Ísrael verði að geta sýnt fram á að BMI­stuðull þeirra sé ekki lægri en 18,5 auk þess sem þær auglýs­ ingar sem breytt hefur verið með myndvinnsluforriti verði að merkja sérstaklega. Hið síðara á þó ekki við um auglýs­ ingar sem gerðar eru erlendis. Ástæða laganna er sú að jafn margar konur þjást af átrösk­ unum í Ísrael og í öðrum vest­ rænum ríkjum. Lítið var fjallað um þetta vandamál fyrr en árið 2007 þegar þekkt, ísraelsk fyrirsæta lést úr átröskun. Systir Kate Moss semur Lottie Moss, litla systir ofurfyrir­ sætunnar Kate Moss, hefur fengið samning hjá módelskrifstofunni Storm Model Management en það er einmitt sama módelskrif­ stofa og Kate er á mála hjá. Lottie er sextán ára en henni var fyrst boðinn samningur þegar hún var þrettán ára, eftir að hún vakti athygli sem brúðarmær í brúð­ kaupi systur sinnar árið 2011. Þrátt fyrir að vera „einungis“ 165 sentímetrar á hæð þykir Lottie eiga mikla möguleika í tísku­ bransanum og margir bíða þess nú spenntir að sjá hana spreyta sig fyrir framan myndavélarnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.