Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2014, Blaðsíða 36
Vikublað 14.–16. janúar 201436 Fólk É g ætla að kýla Harry í nefið þegar ég sé hann,“ sagði bandaríski leikarinn Mark Wahlberg í viðtali hjá Conan O‘Brian á dögunum og átti þá við breska One Direction-söngvarann Harry Styles. Ástæðan er sú að dætur Wahlberg, sem eru tíu og fjögurra ára, eru yfir sig hrifnar af stráka- bandinu og þá sérstaklega Harry og Wahlberg sagði á léttu nótunum í við- talinu að honum litist engan veginn á blikuna. „Sú yngri dregur fram myndir af honum, og hún felur myndir í her- berginu sínu, og ég þykist ætla að rífa þær og verða afbrýðisamur. En ef ég sé þennan litla fávita þá mun hann fá að kenna á því,“ sagði Wahlberg sem sló á létta strengi og sagðist ætla að plata strákana í One Direction á frum- sýningu nýjustu myndar hans, Trans- formers 4, og lemja þá svo alla í klessu. Sagðist hann ætla að reyna að kynna dætur sínar fyrir meðlimum stráka- bandsins, enda væri betra að gera það núna meðan þær eru enn ungar. „Og það verður í eina skiptið sem ég mun nokkurn tímann kynna þær fyrir strák. Eftir það verða þær læstar inni,“ sagði hann og hló. n Harry Styles Dætur Marks Wahlbers eru yfir sig hrifnar af söngvaranum úr stráka- bandinu One Direction. Ekki sáttur Wahlberg er ekki par sáttur við þá ást sem dætur hans hafa fengið á söngvara One Direction. Wahlberg ósáttur við Styles n Talaði í gríni um að berja söngvara One Direction Góðhjartaðar stjörnur 1 Macklemore og Ryan Lewis Tónlistarmennirnir komu ekki aðeins lögunum „Thrift Shop“ og „Can’t Hold Us“ á topp vinsældalista heldur notuðu aðstöðu sína til að dreifa kærleik til aðdáenda sinna. Dúóið hlaut VMA- verðlaun fyrir Besta myndbandið með jákvæðum skilaboðum (e. Best Video With a Social Message). 2 Paul Walker Því er oft haldið fram að þeir góðu deyi ungir og Paul Walker var einn af þeim bestu. Leikarinn, sem lést í lok nýliðins árs, gaf mikið af sér til þeirra sem áttu erfitt vegna náttúruhamfara og stofnaði meðal annars góðgerðasjóðinn Reach Out WorldWide. 3 Beyoncé Hún er ekki kölluð Queen B fyrir ekki neitt. Þrátt fyrir að hafa gefið út plötu í laumi toppaði salan öll fyrri afrek. Beyoncé gerði sér svo lítið fyrir og hélt eitt stykki góðgerðatónleika í London til að vekja athygli á réttindabaráttu kvenna. 4 One Direction Þegar við héldum að það væri ekki hægt að elska þessa drengi meira þá gefa þeir ágóða eins lags til fátækra í Afríku og Bretlandi. Auk þess sem þeir styrktu krabbameinsrannsókn- ir um dágóða upphæð. 5 Talyor Swift Tay Tay hélt upp á 24 ára afmæli sitt á árinu þar sem hún afþakkaði gjafir en gaf í staðinn 100.000 dali til Nashville Symphony en sinfónían hefur átt í gífurlegum fjárhagserfiðleikum upp á síðkastið. Swift vann einnig með Vilhjálmi Bretaprins og Kate eiginkonu hans til að hjálpa heimilislausum. topp 5 Þau bestu heiðruð n Golden Globe-verðlaunin veitt um helgina í sjötugasta og fyrsta sinn Þ að var mikið um dýrðir í Beverly Hills um helgina er Golden Globe-verðlaunin voru afhent í 71. sinn á sunnu- dagskvöldið. Verðlaunahá- tíðin fór fram með pomp og prakt á Beverly Hilton-hótelinu þar sem sannkallað stjörnulið var saman kom- ið til að heiðra það besta í bandarísku sjónvarpi og kvikmyndum á árinu sem leið. Hlutu aðeins ein verðlaun Það var kvikmyndin 12 Years a Slave sem var valin besta kvikmyndin í flokki dramamynda. Myndin var alls tilnefnd til sjö verðlauna á hátíðinni en hlaut þó aðeins ein. Verðlaunin voru þó ekki af verri endanum svo aðstandendur myndarinnar ættu að vera meira en sáttir. 12 Years a Slave byggir á endur- minningum Solomon Northup frá ár- inu 1853, en Northup var frjáls maður sem hnepptur var í þrældóm, og þykir hún afar líkleg til Óskarstilnefningar og jafnvel -verðlauna. Kvikmyndin American Hustle var valin sú besta í flokki gaman- mynda en hún er skipuð ein- valaliði frægra leikara. Auk þess að vera valin besta myndin voru leikkonurn- ar Amy Adams og Jennifer Lawrence verð- launaðar fyrir leik sinn í myndinni; Adams sem besta leikkona í aðalhlut- verk í gamanmynd og Lawrence besta leikkona í aukahlutverki. Nýliðinn og reynsluboltinn Ekkert lát virðist ætla að verða á ár- angri efnafræðidramans Breaking Bad en þátturinn var valinn sá besti í flokki dramaþátta. Þrátt fyrir að hafa hlotið hver verðlaunin á fætur öðrum undanfarin ár er þetta í fyrsta sinn sem þátturinn hlýtur gullhnött sem besti sjónvarpsþátturinn. Gullhnettirnir voru þó tveir að þessu sinni, því auk fyrrnefndra verðlauna var aðalleikari þáttanna, Bryan Cranston, valinn besti leikari í sjónvarpsþætti í flokki dramaþátta. Í flokki gamanþátta var það splunkuný þáttaröð, Brooklyn Nine- Nine, sem var valin sú besta auk þess sem aðalleikari þáttanna, grínistinn Andy Samberg, hlaut gullhnött sem besti leikari í gamanþætti. Brooklyn Nine-Nine hóf göngu sína um miðjan september á síðasta ári og hefur þegar slegið rækilega í gegn vestanhafs en alls horfðu 6,17 milljónir manna á fyrsta þátt seríunnar. Þættirnir fjalla um óreyndar lögreglumann í Brook- lyn-hverfi í New York, sem leikinn er af Samberg, og samband hans við hinn nýja og gríðarlega stranga yfir- mann sinn, sem leikinn er af Andre Braugher. Úrval góðra leikara Kvikmyndin Gravity vakti mikla athygli á síðasta ári og var tilnefnd til fjögurra Golden Globe-verðlauna, þar á með- al sem besta myndin í flokki drama- mynda auk þess sem Sandra Bullock var tilnefnd sem besta leikkona í að- alhlutverki. Myndin hlaut þó aðeins ein verðlaun, en leikstjóri hennar, Al- fonso Cuarón, var valinn besti kvik- myndaleikstjórinn á hátíðinni. Ástralska leikkonan Cate Blancett hlaut sín þriðju Golden Globe-verð- laun á sunnudaginn, en hún var valin besta leikkona í aðalhlutverki í drama- mynd. Fyrri tvenn verðlaunin hlaut hún árin 1999 fyrir hlutverk sitt í Eliza- beth og 2008 fyrir myndina I‘m Not There. Matthew McConaughey þótti sýna einstakan leik í Dallas Buyers Club og var verðlaunaður fyr- ir frammistöðu sína sem besti leikari í aðalhlutverki. Í flokki gamanmynda voru það Leonardo DiCaprio og Amy Adams sem stóðu uppi sem sigurvegarar. DiCaprio hefur fengið mikið lof fyr- ir leik sinn í myndinni Wolf of Wall Street og hlaut nú sín önn- ur Golden Globe-verðlaun, en árið 2005 hreppti hann verðlaunin fyrir frammistöðu sína í The Aviator. Líkt og fyrr segir hlaut Ad- ams sín verðlaun fyrir leik sinn í American Hustle en þetta er í fyrsta sinn sem hún hlýtur verðlaunin. n horn@dv.is Sigurvegarar hátíðarinnar Besta dramamyndin: 12 Years a Slave Besta gamanmyndin: American Hustle Besti dramaþátturinn: Breaking Bad Besti gamanþátturinn: Brooklyn Nine- Nine Besta teiknimyndin: Frozen Besta erlenda kvikmyndin: La grande bellezza (The Great Beauty) frá Ítalíu Besti kvikmyndaleikstjórinn: Alfonso Cuarón fyrir Gravity Besta leikkona í aðalhlutverki í dramamynd: Cate Blanchett fyrir Blue Jasmine Besti leikari í aðalhlut- verki í dramamynd: Matthew McConaug- hey fyrir Dallas Buyers Club Besta leikkona í aðalhlutverki í gaman- mynd: Amy Adams fyrir American Hustle Besti leikari í aðalhlutverki í gaman- mynd: Leonardo DiCaprio fyrir Wolf of Wall Street Besta leikkona í aukahlutverki í kvikmynd: Jennifer Lawrence fyrir American Hustle Besti leikari í aukahlutverki í kvikmynd: Jared Leto fyrir Dallas Buyers Club Besta leikkona í dramaþætti: Robin Wright fyrir House of Cards Besti leikari í dramaþætti: Bryan Cranston fyrir Breaking Bad Besta leikkona í gaman- þætti: Amy Poehler fyrir Parks and Recreation Besti leikari í gaman- þætti: Andy Samberg fyrir Brooklyn Nine- NineEnn ein verðlaunin Bryan Cranston hefur unnið til fjölmargra verðlauna fyrir leik sinn í Breaking Bad. Ánægð Amy Adams þykir sýna afbragðsleik í kvikmyndinni American Hustle. Sigurvegarar Aðstandendur 12 Years a Slave voru að vonum ánægðir með kvöldið. MyNdir rEutErS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.