Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Blaðsíða 4
Helgarblað 21.–24. febrúar 20144 Fréttir
Gullfallega söngkonan
og skemmtikrafturinn
LEONCIE vill skemmta
um allt Ísland í alls
kyns mannfögnuðum
og skemmtunum
með alla sína
helstu smelli.
Sími 854-6797
musicleoncie
@gmail.com
www.youtube.com/
IcySpicyLeoncie
Stjórnin ósamkvæm
sjálfri sér um ESB
Kosningaloforð um atkvæðagreiðslu horfið af vefsíðu Sjálfstæðisflokksins
L
eiðtogar stjórnarinnar hafa
ekki verið samkvæmir sjálfum
sér í umræðum um aðildar-
viðræður við Evrópusam-
bandið. Á síðustu mánuðum
hefur afstaða stjórnarflokkanna far-
ið frá því að vilja leyfa þjóðinni að
kjósa um áframhald aðildarvið-
ræðnanna í að það sé enginn til-
gangur með þjóðaratkvæðagreiðslu.
Til að mynda er búið að fjarlægja
kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins
um þjóðaratkvæðagreiðslu á kjör-
tímabilinu af vefsíðu flokksins. Í til-
efni útkomu skýrslu Hagfræðistofn-
unar Háskóla Íslands og umræðu
um framhald aðildarviðræðna hef-
ur DV tekið saman nokkur ummæli
stjórnarinnar og stjórnarliða sem
stangast á um málið.
Háskólinn er ekki háskólinn
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis-
ráðherra virðist gera mun á Háskóla
Íslands og Háskóla Íslands. Í sam-
tali við Vísi sagðist hann aðspurð-
ur ekki ætla að horfa til skýrslu sem
aðilar vinnumarkaðarins séu að láta
gera um Evrópusambandið. „Ég get
ekki séð að sú skýrsla hafi nokk-
ur áhrif á það sem við erum að gera
enda er sú skýrsla pöntuð af fylgj-
endum ESB,“ sagði hann. Sú skýrsla
er unnin af Alþjóðamálastofnun Há-
skóla Íslands. Afstaða hans breytt-
ist hins vegar þegar hann var spurð-
ur um trúverðug leika skýrslunnar
sem hann pantaði af Hagfræðistofn-
un sama háskóla. „Ég ætla að vona
að þú gerir háskólanum ekki það
að hafa skrifað fyrirfram pantaða
skýrslu.“
Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son forsætisráðherra tók svo í sama
streng á Alþingi í umræðum um
skýrsluna á miðvikudag. „Við þekkj-
um í sjálfu sér skoðanir þeirra sem
vinna að þeirri skýrslu og málflutn-
ing og jafnframt þá leiðsögn sem
þeim var veitt við gerð þessara skýr-
slu,“ sagði hann um skýrsluna sem
Alþjóðamálastofnun vinnur nú að
og lýsti þannig efasemdum um að
skýrslan væri í raun hlutlæg.
Lofuðu þjóðaratkvæði
Í aðdraganda kosninganna lofuðu
bæði Sigmundur Davíð, formaður
Framsóknarflokksins, og Bjarni Bene-
diktsson, formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, að þjóðaratkvæðagreiðsla færi
fram um áframhald aðildarviðræðn-
anna. Í sérstökum kynningarbæk-
lingi sem Sjálfstæðisflokkurinn gerði
fyrir kosningar sagði berum orðum
að kjósa ætti um málið á kjörtímabil-
inu. „Kjósendur ákveði í þjóðarat-
kvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort
aðildarviðræðum skuli haldið áfram,“
sagði í kynningarefni flokksins, sem
nú hefur verið fjarlægt af vef flokks-
ins. Sigmundur Davíð talaði svo um
í aðdraganda kosninganna að hann
byggist við atkvæðagreiðslu en að
tímasetningin væri óákveðin.
Þegar ný ríkisstjórn var kynnt 22.
maí staðfesti hann svo að til stæði að
halda þjóðaratkvæðagreiðslu. „Að
sjálfsögðu kemur til þjóðaratkvæða-
greiðslu en við ákvörðun tímasetn-
ingar á henni verður að meta aðstæð-
ur,“ sagði hann á blaðamannafundi.
Eftir því sem liðið hefur frá þessum
ummælum hafa forsætisráðherrann
og aðrir hins vegar snúist í afstöðu
sinni til atkvæðagreiðslunnar og
stendur nú til að draga umsóknina til
baka án atkvæðagreiðslu, ef marka
má orð ráðherra og stjórnarliða. n
Aðalsteinn Kjartansson
adalsteinn@dv.is
Ekki það sama Gunnar Bragi
efast um hlutlægni skýrslu Al-
þjóðamálastofnunar HÍ en ekki um
skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ.
Lofuðu þjóðar-
atkvæði Bæði
Bjarni og Sigmundur
lofuðu þjóðaratkvæði
um áframhald við-
ræðna. Það ítrekaði
Sigmundur þegar ný
ríkisstjórn var kynnt.
Mynd PrEssPHotos.biz
Samfélag
án ofbeldis
Ný forvarnarstefna Reykjavíkur-
borgar fyrir árin 2014 til 2019
kom út á fimmtudag. Í henni er
lögð áhersla á samfélag án of-
beldis og með virkni og þátttöku
barna og ungmenna. Þá er lögð
áhersla á að auka sjálfsvirðingu
og virðingu fyrir öðrum ekki
síst til að draga úr hvers konar
áhættuhegðun, til að mynda
vímuefnaneyslu. Stefnan er unn-
in með hliðsjón af reynslu og ár-
angri af forvörnum í borginni og
þeirra samfélagsbreytinga sem
orðið hafa síðustu ár.
Í tilkynningu kemur fram að
kannanir sýni að börnum og ung-
mennum líði almennt vel og að
þau séu félagslega virk. Einnig
dregur úr áhættuhegðun milli
ára eins og áfengisneyslu, reyk-
ingum og neyslu annarra vímu-
efna. Þrátt fyrir góðan árangur
í forvörnum á unglingastigi
grunnskólanna þarf að gera bet-
ur á fyrstu árunum eftir grunn-
skóla, sér í lagi hjá þeim hópi sem
hvorki fer í nám né vinnu.
13 manns sagt
upp í Hrísey
Öllu starfsfólki útgerðarfélagsins
Hvamms hefur verið sagt upp frá
og með næstu mánaðamótum.
Þriggja mánaða uppsagnar-
frestur tekur þá við og því verður
fólkið atvinnulaust 1. júní ef ekk-
ert breytist. Þetta kemur fram á
vefnum akv.is en þar er haft eftir
eiganda fyrirtækisins að ekki sé
verið að leggja það niður og að
kannski muni eitthvað breytast
þangað til júní rennur upp.
Starfsmennirnir eru alls 13
talsins, sem er 7,5% af heildar-
fjölda íbúa í eynni. Uppsagnirnar
koma því illa við samfélagið þar,
sem má við litlu.
Segist ekki vera að selja Eyjuna
björn ingi Hrafnsson eini eigandinn frá upphafi
B
jörn Ingi Hrafnsson, eigandi
Vefpressunnar sem meðal
annars rekur Eyjuna, segist
ekki vera að selja vefmiðil-
inn til fjölmiðlafyrirtækisins 365.
Frá þessu var greint í slúðurdálki í
vefmiðlinum Kjarnanum á fimmtu-
dag. Hins vegar er verið að kanna
möguleikann á samstarfi við 365 um
dagskrárgerð í sjónvarpi.
Björn Ingi segir um málið að-
spurður í tölvupósti: „Nei, það er
ekki rétt að 365 sé að kaupa Eyjuna,
eins og skýrt er frá í Kjarnanum í
dag. Það hefðu blaðamenn Kjarn-
ans getað fengið staðfest ef þeir
hefðu leitað eftir því áður en þeir
birtu þennan fréttamola. Eyjan er
ekki til sölu. Við erum afskaplega
ánægð með hvernig hefur tekist til
við að efla hana á undanförnum
misserum; aðsókn hefur stóraukist
og mikið er vitnað til hennar, bæði
frétta og pistla sem þar birtast.“
Hann segir að forsvarsmenn Eyj-
unnar ætli sér að styrkja stöðu mið-
ilsins og er hann hugsanlega þar að
ræða um áætlað samstarf við 365.
„Við höfum hug á að styrkja stöðu
hennar enn frekar sem heimahafn-
ar pólitískrar umræðu á Netinu og
höfum að undanförnu velt fyrir okk-
ur möguleikum á að útvíkka útgáf-
una með ýmsum hætti. Það er of
snemmt að fara nánar út í það, en ég
get þó staðfest að Eyjan mun eflast
umtalsvert að burðum á næstunni,“
segir Björn Ingi. n
ingi@dv.is
segir að Eyjan muni eflast Björn
Ingi segist ekki vera að selja Eyjuna en að
hins vegar muni hún styrkjast á næstunni.
Samstarf við 365 er einn möguleikinn.