Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Blaðsíða 23
Helgarblað 21.–24. febrúar 2014 Fréttir 23
hugsaði með mér að það væri sama
hvað ég segði það skipti engu máli
núna. Þetta var hennar upplifun og
það gerðist greinilega eitthvað.
Ég náði aldrei að spyrja nánar
út í hvað gerðist nákvæmlega eða
hvernig, því samtalið endaði svona.
Ég þakkaði henni fyrir að segja mér
þetta og við kvöddumst.“
Maðurinn fór heim og hugsaði
sinn gang. Nokkrum dögum seinna
hringdi hann síðan í konuna og
þakkaði henni aftur fyrir að deila
sinni upplifun með honum. „Ég tók
þessu bara. Og reyndi að útskýra
fyrir henni að ég tæki þetta alvarlega
og væri tilbúinn til að gera hvað sem
í mínu valdi stæði til að styðja hana
úr því sem komið var.“
Vinslit og heift
Ráðaleysið var algjört. „Ég vissi ekki
við hvern ég gæti talað. Hvað myndi
gerast næst. Hvort hún væri búin að
„Var ég þá ekki
n Nauðgaði konu í ölæði n Man ekkert n Sjálfsmyndin hrundi n Vildi flýja n Þurfti hjálp
segja fleirum frá. Hvort ég yrði út
málaður. Mér fannst þetta vera búið,
sama hvað. Vonleysið helltist yfir.
Af því að mér fannst ég ekkert geta
sagt. Ég núllaði út mína hlið því mér
fannst hún málinu óviðkomandi.“
Ekki batnaði það þegar sameigin
legur vinur þeirra ávítti hann fyrir
að haft aftur samband við konuna
og gerði honum ljóst að hann ætti
hvorki að hafa samband við hana né
reyna að nálgast hana með öðrum
hætti. „Hann tók afstöðu með henni
og um leið fannst mér hann taka af
stöðu gegn mér. Af því að hann vildi
ekki heyra hvað ég hafði að segja.
Mér fannst vinátta okkar, ég og mín
rödd ekki skipta neinu máli.
Annar sameiginlegur vinur okkar
reyndi hins vegar að vera til staðar
fyrir okkur bæði. Það varð of flókið
svo það var lokað á hann, því hann
þótti meðvirkur með ofbeldismann
inum. Með tímanum urðu þessar
línur svolítið skarpar og það urðu
vinslit í vinahópnum og heift manna
á milli.“
„Hversu ógeðslegur var ég?“
Það var ekki fyrr en um mánuði síðar
sem maðurinn sagði sínum nánustu
vinum frá því hvað væri að gerast.
„Ég útskýrði fyrir þeim að ég hefði
ekkert um þetta að segja. Svona væri
þetta bara. Þá var lamið í mig að
ég gæti ekki látið upplifun annarra
taka yfir mína upplifun og skilgreina
mig án þess að hafa nokkuð um það
að segja sjálfur. Ég yrði að horfast í
augu við það sem ég gerði, en að
sama skapi gæti ég ekki látið eins og
ég ætti það skilið að vera útmálaður
sem skrímsli og að allir sem stæðu
með mér væru meðvirkir.
Þrátt fyrir það fór ég varla út úr
húsi í nokkra mánuði. Ég fór nánast
ekkert í bæinn og þorði ekki að fara
út á meðal fólks. Ég var skráður í há
skólanám en fór ekki í skólann. Ég
var hræddur um það sem gæti gerst
ef ég færi í skólann og hitti hana þar
eða á kaffihús þar sem hún var fyrir.
Myndi einhver benda á mig? Segja
eitthvað? Var líf mitt búið? Hverjir
vissu þetta? Hvernig voru staðhæf
ingarnar? Hversu ógeðslegur var ég,
hversu mikið skrímsli?
Þetta eru aðstæður sem koma
allt of oft upp. En þegar þú ert einn
í heiminum og það er búið að segja
þér að þú sért nauðgari, og þeir sem
eru nauðgarar eru menn sem berja
konur og skera þær, eins og við sjá
um í dómum og fréttum, þegar þér
er rétt þetta, þá veistu ekkert hvað þú
átt að gera við það.
Mér fannst ég fullkomlega van
máttugur gagnvart aðstæðunum og
ég var algjörlega niðurbrotinn. Ég
fann fyrir ótta, vildi flýja og var með
sjálfsvígshugsanir.“
Sjálfsmyndin hrundi
Vinirnir voru hans haldreipi.
„Daginn sem þetta gerðist sat ég
með sameiginlegum vini okkar. Við
hittumst og hann leyfði mér að tala.
Ég grét og hann sagðist hafa heyrt
hennar skilgreiningu og tæki mark
á henni. En hann sagði líka að hann
tryði því að menn væru rosalega
margt og gætu gert rosalega margt,
gott og slæmt. Það versta sem þeir
gerðu ætti ekki að skilgreina hvað
þeir eru og gera þá að því sem þeir
gerðu. Þá grét ég, því mér fannst
hann allavega taka mér sér manni
þrátt fyrir allt. Ég hélt í það.
Maður speglar sig í vinum sínum
og fólki sem maður treystir. Ég náði
að takast á við þetta með því að tala
um það. Mér tókst að losna við þá
tilfinningu að ég ætti bara að þegja,
sitja með þetta í fanginu, einn og
einmana, hræddur og svo feiminn
að ég gat ekki tjáð mig um þetta.
Það skipti sköpum að geta átt
þessar samræður við fólkið mitt,
sem var ekki í því að dæma aðra og
sá heiminn ekki í þessu svart hvíta
ljósi þar sem það er aðeins einn
sannleikur í hverju máli. Áður en þú
getur átt þetta samtal áttu þér ekki
viðreisnar von. Þú efast um sjálfan
þig, hver þú ert, hvað þú heldur
að þú sért og hvað þú þykist vera.
Sjálfsmyndin hrynur, það brotnar
allt.“
Engin ástæða til að pakka í vörn
Verst var að muna ekki hvað gerðist.
„Það er mjög óþægilegt,“ segir hann
og endurtekur að vinkona hans sé
ekki þannig gerð að hún myndi búa
þetta til. „Þannig að ég hef hugsað
mikið um þetta og hvað hafi gerst.
Fyrst velti ég því fyrir mér hvort
það hefði gripið mig eitthvert
stundarbrjálæði. Það getur alveg
verið því ég man ekki hvað gerðist
og get ekki útilokað neitt. En þar
sem ég kannast ekki við þennan illa
vilja í sjálfum mér þá ætla ég mér
ekki að það hafi gerst, ekki þegar ég
man ekki einu sinni eftir því. Þannig
að ég ætla ekki að ákveða að ég sé
maður sem býr yfir þessu.
Ég vil frekar trúa því að ég hafi
verið of fullur og mislesið aðstæður,
að ég hafi ekki áttað mig á mörkun
um eða skilið skilaboðin. Eins og ég
segi þá var ég mjög drukkinn. Mér
finnst líklegast að við höfum verið
hálfsofandi uppi í rúmi og ég haldið
að það væri eitthvað meira að fara
að gerast, hún hafi sofnað og ég ekki
fattað það eða hvað ég var að gera.
Þannig náði ég allavega að sættast
við sjálfan mig og atvikið.“
Hann staldrar aðeins við og segir
svo: „Á endanum snýst þetta um að
taka því hvernig þolandinn upplifði
það sem gerðist og hafna því ekki,
enda er það raunverulegt. Að sama
skapi, ef þín upplifun er önnur eða
þú manst ekki hvað gerðist, þá verð
ur þú líka að leyfa þér að skilgreina
hvað gerðist, upplifa það og orða
það.
Að vissu leyti líkaði vinum okkar
það illa því ég átti bara að taka
þessu. Það var allt eða ekkert, svart
eða hvítt. Það er skiljanlegt að ein
hverju leyti en það segir sig samt
sjálft að í svona málum munu oft
koma upp atvik sem einstaklingar
upplifa með mismunandi hætti.
Það er enginn einn kjarnasann
leikur en það er samt hægt að viður
kenna atvikið, að það hafi eitthvað
gerst og taka það alvarlega. Það er
engin ástæða til að gera lítið úr því,
pakka í vörn og segja nei, nei, nei,
komdu með sannanir og kærðu
mig.“
Þakklátur
Í raun og veru er hann þakklátur
henni fyrir að mæta honum með
þetta. „Ég vil ekki að það sé einhver
manneskja niðurbrotin og í felum,
hrædd við að sjá mig og þori ekki
að segja neitt af ótta við að allt fari
til andskotans. Auðvitað vil ég vita
af því ef ég hef gert á hlut einhvers,
þótt að það sé sárt að taka á móti
því.
Allt sem á eftir fylgdi var mjög
erfitt. Líka af því að ég var skilinn
eftir í þessari óvissu, en ég skil svo
sem af hverju hún vildi ekki ræða
þetta frekar við mig.
Núna er tíðarandinn sá að
þolendur eru að varpa skömminni
yfir á gerendur, þar sem hún á
heima. En á meðan þolendur hafa
alls kyns úrræði og tækifæri til að
vinna úr reynslu sinni þá eru engin
úrræði fyrir gerendur. Það var ekki
rými fyrir viðhorf gerandans og það
var enginn tilbúinn til að ræða upp
lifun hans.
Á meðan svo er þá er einfaldast
að afneita því bara að hafa gert
þetta.“
Gerendur þurfa hjálp
Hann leyfir sér að efast um að
nokkur maður gangi sjálfviljug
ur inn í þá ímynd sem samfélag
ið hefur af nauðgurum, það vilji
enginn fá þann stimpil. Þess vegna
treystir hann sér heldur ekki til að
bara skrímsli?“
„Venjulegir
menn fara
allt of oft yfir
mörkin og brjóta
kynferðislega á
öðrum. Þeir verða
að geta gengist
við því.
SV
ið
SE
t
t
m
y
n
d
S
iG
tr
y
G
G
u
r
A
r
i
M
jög stór hluti nauð
gana er framinn
í tengslum við
áfengis neyslu, en
í 62 prósentum tilvika eru
brotaþolar undir áhrifum
áfengis og gerendur í 40
prósentum tilvika, eftir því
sem næst verður komist en
upplýsingar um áfengis
neyslu gerenda eru nokkuð
á reiki og ekki til staðar í
139 málum af 189. Þetta
kemur fram í rannsókn á einkennum og meðferð nauðgunarmála sem
bárust lögreglu á árunum 2008 og 2009 sem unnin var í samstarfi við
innanríkis ráðuneytið og birt árið 2013. Á þessu tímabili höfðu lögreglu
embættin í landinu 189 nauðgunarmál til meðferðar.
Í öllum málum nema einu voru gerendur karlkyns, sá yngsti tólf ára
en sá elsti 68 ára. Alls voru 13 gerendur undir 18 ára aldri og því börn að
lögum, þar af voru sex gerendur 14 ára og yngri og því ósakhæfir sökum
aldurs. Annars voru gerendur flestir á aldrinum 18–29 ára. Helmingur
þeirra var 25 ára og yngri.
Í um fimmtungi mála einkenndist brotið helst af aðstöðumun aðila.
Til að mynda var nokkuð um að brotaþoli væri mjög ungur og átt
aði sig illa á því sem gerst hafði. Þá var einnig algengt að gerandi bryti
gegn brotaþola í krafti aldurs og þroskamunar og þá voru einnig nokk
ur mál þar sem gerendur voru fleiri en einn. Fleiri dæmi um aðstöðu
mun voru til dæmis að gerendur keyrðu brotaþola á afvikinn stað þar
sem þeir fundu til öryggisleysis eða þá að brotaþolar höfðu verið beitt
ir kynferðis ofbeldi áður eða voru í viðkvæmri stöðu vegna andlegs
heilsufars eða vímuefnaneyslu.
Stærsti einstaki hópur gerenda var vinir eða kunningjar brotaþola
en í nánast öllum málum höfðu brotaþolar og sakborningur verið í ein
hverjum samskiptum áður en brotið var framið. Flest brotin voru framin
að næturlagi og undir morgun um helgar, eða frá miðnætti og fram til
klukkan níu að morgni.
Í þeim málum þar sem upplýsingar um áfengisneyslu gerenda lágu
fyrir voru 55 prósent gerenda undir áhrifum áfengis eða annarra vímu
efna. Í um fjórðungi mála misnotuðu gerendur sér algjört rænuleysi
brotaþola eða að brotaþolar voru undir of miklum áhrifum áfengis eða
annarra vímuefna til að geta spornað við verknaðinum. Í þeim tilvik
um var algengt að brotaþolar lýstu því hjá lögreglu að þeir myndu lítið
eftir atvikum eða að þeir hefðu vaknað upp við að verið væri að brjóta
gegn þeim. Í tíunda hverju máli voru brotaþolar rænulausir þegar brot
ið var gegn þeim. Nokkrir brotaþolar töldu að þeim hefði verið byrluð
ólyfjan og nefndu þann grun sinn en aldrei hefur tekist að greina leifar
af svokölluðum nauðgunarlyfjum í blóðsýnum þolenda kynferðisbrota
á Íslandi.
Athygli vekur að aðeins í 11 prósentum mála var hvorugur aðili undir
áhrifum. Af þessu má ráða að brotin voru mjög tengd áfengisneyslu.
koma fram undir nafni – af ótta við
útskúfun og fordæmingu. „Það vill
enginn vera skrímsli.“
Umræðan sé hins vegar mikil
væg. „Ég hef velt þessu svolítið fyrir
mér. Við erum alltaf að ræða hug
myndafræðina þar sem femínistar
og þeir sem eru á móti femínistum
rífast grimmt. Þessi mál snúast ekki
um hugmyndafræði heldur mann
leg samskipti þar sem ýmislegt
kemur upp á. Umræðan er mikil væg
en það hefur vantað rými fyrir radd
ir gerenda. Enda þegja flestir um
þetta, vilja ekki tala um það sem þeir
gerðu. En ég held að það sé mikil
vægt fyrir okkur að gera það.
Ekki síst vegna þess að þolendur
hafa verið að stíga fram og lýsa af
leiðingunum. Það er kominn tími til
að skoða hvar allir gerendurnir eru,
hvar eru öll skrímslin?
Það er allt of algengt að þetta
gerist. Flestar vinkonur mínar eiga
sér einhverja sögu um að menn hafi
farið yfir mörk þeirra. Það gerðu
menn sem taka þátt í daglegu lífi.
Þetta eru bara venjulegir menn.
Þegar við horfumst í augu við það
verðum við meiri manneskjur.
Venjulegir menn fara allt of oft
yfir mörkin og brjóta kynferðislega
á öðrum. Þeir verða að geta geng
ist við því og axlað ábyrgð á því sem
þeir gerðu. Til þess verða þeir að fá
hjálp. Ég þurfti hjálp,“ segir maður
inn.
Hann leitaði til sálfræðings og
hitti hann tvisvar í mánuði um tíma.
„Það hjálpaði mér mjög mikið. Af því
að þegar þetta kom upp þá var ég í
algjörri uppgjöf. Ég ætlaði bara að
leyfa þessu að skilgreina hver ég er.
Nú væri ég bara nauðgari. Nú væri
ég bara skrímsli í augum fólks. Var
ég þá ekki bara skrímsli?“ n
Nauðganir tengjast
gjarna áfengisneyslu
Flestar nauðganir um helgar og að næturlagi
69% 63%55%
11%
25%
nauðgana áttu
sér stað frá
miðnætti til
kl. 09.00 að
morgni
nauðgana voru
framdar þegar
hvorugur aðili
var undir áhrif-
um áfengis
gerenda voru
undir áhrifum
áfengis eða
annarra
vímuefna
gerenda
misnotuðu
ofurölvun
eða rænuleysi
þolenda
tilkynninga
bárust lögreglu
frá föstudegi
til sunnudags