Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Blaðsíða 6
Helgarblað 21.–24. febrúar 20146 Fréttir L ýður Guðmundsson, fyrrver- andi aðaleigandi Exista, situr á eignum sem verðmetnar eru upp á rúmlega einn milljarð króna inni í einu eignarhaldsfé- lagi sínu, GT1 ehf. Inni í félaginu eru verðmætar fasteignir, meðal annars rúmlega 300 fermetra einbýlishús við Starhaga í vesturbæ Reykjavíkur og sumarhús í Fljótshlíðinni. Þetta kemur fram í ársreikningi eignarhaldsfélags- ins fyrir árið 2012 sem stjórn félagsins samþykkti í september síðastliðinn. Félagið er í eigu bresks sjóðs sem heit- ir GT One Trust. Lýður er sem kunnugt er búsettur í London en á verulegar eignir á Íslandi sem meðal annars eru inni í þessu eignarhaldsfélagi. Hann hefur verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks sak- sóknara vegna ýmissa mála, og verið ákærður tvisvar, annars vegar fyrir hlutafjáraukningu hjá Exista í lok árs 2008 og hins vegar vegna meintra um- boðssvika í starfsemi Vátryggingafé- lags Íslands. Tapaði tólf milljónum Eftir hrunið 2008 færði Lýður eignirn- ar sem í dag eru í GT1 ehf. – einbýlis- húsið, sumarbústaðinn og tvær íbúðir – inn í eignarhaldsfélagið. Yfirfærslan á eignunum var skilgreind sem hluta- fjáraukning upp á tæplega 800 millj- ónir króna. Félagið tapaði rúmlega tólf millj- ónum króna árið 2013 samkvæmt árs- reikningnum en ekki er að sjá að önn- ur starfsemi sé inni í því en eignarhald á viðkomandi fasteignum. Félagið fjármagnar sig meðal annars með bankalánum en allar eign- ir þess eru veðsettar MP banka. Lýður má ekki ráðstafa eignunum með nein- um hætti, meðal annars veðsetja hjá öðru fjármálafyrirtæki nema með leyfi MP banka. Í hluthafahópi MP banka eru sömu aðilar og keyptu Kaupþing í Lúxem borg, Banque Havilland, eft- ir hrunið 2008: Rowlands-fjölskyldan breska. Sú staðreynd að MP banki á veð í eignunum þýðir að Lýður er í við- skiptum við bankann sem hefur veitt honum eða félögum hans lán. Hinn bróðirinn líka Bróðir Lýðs, Ágúst Guðmundsson, færði fasteignir í sinni eigu líka inn í eignarhaldsfélag eftir hrunið 2008. Það félag heitir GT2 ehf. og er líka í eigu bresks sjóðs. Ágúst er búsettur í Bretlandi líkt og Lýður. Það félag á meðal annars sumar hús á Þingvöll- um, íbúð í Kópavogi, sumarbústaða- land og tvær vöruskemmur í Örfirisey. Félag Ágústs tapaði hins vegar að- eins rétt rúmlega 4,5 milljónum árum 2012. Félagið á í dag eignir upp á tæp- lega 760 milljónir króna. Rætt var um það eftir hrunið 2008, í tengslum við fréttaflutning af yfir- færslu þeirra bræðra á þessum eign- um í eignarhaldsfélög, að hugsanlega kynnu einhverjir sem töldu sig eiga kröfur á hendur þeim bræðrum reyna að sækja á þessar eignir. Þetta hefur hins vegar ekki gerst. Þeir munu því halda þessum eignum sínum þar sem kröfuhafar geta ekki lengur reynt að sækja á slíkar eignir. Bræðurnir eru í dag meðal stærstu hluthafa matvælafyrirtækis- ins Bakkavarar, sem þeir eru kenndir við, en þeir hafa keypt hlutabréf í fyrir- tækinu aftur af kröfuhöfum þess fyr- ir marga milljarða króna eftir hrunið 2008. Þeir misstu fyrirtækið í kjölfar hrunsins en hafa unnið að því síð- astliðin ár að komast aftur yfir það og hafa meðal annars flutt fjármuni til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands til að kaupa aftur hlutabréfin í félaginu. n Existabróðir tapaði en situr á milljarði n Komu fasteignum sínum í skjól eftir hrunið n Eignir veðsettar MP banka Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Eignir upp á milljarð Eignarhaldsfélag Lýðs Guðmundssonar á eignir upp á rúman milljarð króna. B irkir Thór Högnason, fyrrver- andi framkvæmdastjóri Leik- félags Vestmannaeyja, var ein helsta „driffjöður“ í forvarn- arhópnum Bleika fílnum samkvæmt frétt Vísis frá árinu 2012. Í annarri frétt frá janúar á þessu ári er Birkir sagður vera verkefnisstjóri átaks gegn einelti í Vestmannaeyjum. Hann sagði nýverið af sér eftir að hafa sent Snapchat-mynd af getnað- arlim sínum til stúlku undir lögaldri. Bleiki fíllinn, sem er meðal annars á vegum ÍBV, hefur beitt sér gegn nauð- gunum og kynferðisbrotum á Þjóð- hátíð í Vestmannaeyjum. Í frétt Vísis um forvarnarstarfið var eftirfarandi haft eftir Birki: „… þó ofbeldið sé auðvitað á ábyrgð ofbeldismannanna er vandamálið samfélagslegt mein og það er undir okkur öllum komið að uppræta það með því að tala um það og gefa skýr skilaboð.“ Dóra Björg Guðjónsdóttir, fram- kvæmdastjóri ÍBV, segir að eftir að upp komst um myndsendinguna hafi öll tengsl við Birki Thór verið rofin. „Birkir hefur eiginlega ekkert starfað með okkur nýlega. Hann var með á fyrstu hátíðinni 2012 en hann var lítið sem ekki neitt með okkur í fyrra,“ segir hún í samtali við DV. „Það er búið að láta hann vita af því að eftir að þetta kom upp þá sé hans krafta ekki óskað í framtíðinni í þessu verkefni. Það er búið að rjúfa öll tengsl þarna á milli,“ greinir Dóra Björg frá. Auk þessa er Birkir sagður verk- efnisstjóri í átaki Eyjamanna gegn einelti. Helga Tryggvadóttir, náms- ráðgjafi grunnskóla Vestmannaeyja, segir í samtali við DV að það verk- efni sé alveg ótengt grunnskólanum. „Þetta er algjörlega sjálfstætt og sjálf- sprottið verkefni þeirra,“ segir Helga í samtali við DV. Óvíst er því um fram- tíð þess verkefnis. n hjalmar@dv.is Var „driffjöður“ Bleika fílsins „Það er búið að rjúfa öll tengsl þarna á milli,“ segir framkvæmdastjóri ÍBV Öll tengsl rofin Framkvæmdastjóri ÍBV segir að ekki verði óskað eftir kröftum Birkis Thórs í framtíðinni. DV greindi frá því á dögunum að hann hafi sent dónalega mynd til unglingsstúlku meðan hann var fram- kvæmdastjóri Leikfélags Vestmannaeyja. Báðir bræðurnir Ágúst Guðmundsson, bróðir Lýðs, færði einnig fasteignir inn í eignarhaldsfélag eftir hrunið 2008. Vanrækti ekki hross Eftirlitsmaður á sviði dýrahalds hjá Matvælastofnuninni, sem hvarf tímabundið frá störfum vegna ásakana um að hann sinnti ekki skyldum sínum í starfi, hefur ekki gerst sekur um vanrækslu eða illa meðferð hrossa. Starfsmaðurinn kom til starfa að nýju á miðviku- daginn. Þrír óháðir sérfræðingar komust að þessari niðurstöðu eftir að hafa rannsakað málið. Umræddur starfsmaður var ráðinn til starfa um áramótin. Hann uppfyllti allar kröfur sem gerðar voru til starfsins að sögn Matvælastofnunar og hafði í rúman áratug sinnt sambærilegu starfi fyrir sveitarfélög í Árnes- og Rangárvallasýslum. Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Fyrir bílinn Rúðuvökvi -18°C 4 lítrar 745 Deka Tjöru- og olíu- hreinsir 4 lítrar 1.990 Bíla & gluggaþvotta- kústur, gegn um rennandi 116>180cm, hraðtengi með lokun 2.490 1400W 360 min/lit/klst Þolir 50C heitt vatn 5 metra barki Sápubox Black&Decker háþrýstidæla 110 bar 14.990 2,3 milljarðar í bankaskatt Íslandsbanki hagnaðist um 23,1 milljarð króna árið 2013 saman- borið við 23,4 milljarða króna árið 2012. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu um afkomu Íslandsbanka. Þar kemur fram að arðsemi eigin fjár eftir skatta hafi verið 14,7 pró- sent á árinu samanborið við 17,2 prósent árið 2012. Skýrist lækkun- in milli ára fyrst og fremst af hækk- un eigin fjár sem nemur 14,4 pró- sentum milli ára. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir í tilkynn- ingunni að árið 2013 hafi verið gott ár hjá Íslandsbanka. Auknar álög- ur á bankann hafi dregið úr hagn- aði og var greiddur bankaskattur – 2,3 milljarðar á árinu. Samtals hafi bankinn greitt 12,4 milljarða króna í skatta og gjöld til hins opinbera ásamt eftirlitsgjöldum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.