Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Blaðsíða 26
Helgarblað 21.–24. febrúar 201426 Fréttir Erlent 1 Apple Stofnað: 1976 Upprunaland: Bandaríkin Bransi: Raftæki Stjórnandi: Arthur D. Levinson Starfsmenn: 80.000 Verðmæti: 11.929 mlja. n Apple-vörumerkið er það verðmætasta í heimi en það var stofnað af Steve Jobs, Steve Wizniak og Ronald Wayne. Fyrirtækið hefur á undanförnum árum verið leiðandi fyrirtæki í þróun og hönnun hugbúnaðar og raftækja, svo sem tölva af ýmsum gerðum og snjallsíma. Steve Jobs var maðurinn á bak við velgengni félagsins á undangengnum árum en hann lést eftir baráttu við krabbamein árið 2011. 2 Samsung Stofnað: 1938 Upprunaland: Suður-Kórea Bransi: Raftæki Stjórnandi: Lee Kun-hee Starfsmenn: 427.000 Verðmæti: 8.975 mlja. n Samsung var stofnað af Lee Byung-chul í Suður-Kóreu árið 1938. Á fyrstu þremur áratugunum stóð það í starfsemi af ýmsum toga, allt frá matvælaframleiðslu til tryggingasölu. Það herjaði á raftækjamarkað seint á sjöunda áratugnum. Þegar stofnandinn féll frá árið 1987 skiptist starfsemin í fjóra hluta. Raftækjaframleiðsla hefur síðan verið fyrirferðamest og í dag ræður Samsung yfir um þriðjungi snjallsímamarkaðarins, svo dæmi séu tekin. 3 Google Stofnað: 1997 Upprunaland: Bandaríkin Bransi: Upplýsingatækni Stjórnandi: Eric Schmidt Starfsmenn: 47.756 Verðmæti: 7.820 mlja. n Um Google þarf ekki að hafa mörg orð. Nærri lætur að hvert einasta mannsbarn í hinum vestræna heimi þekki eða noti Google reglulega. Fyrirtækið hefur vaxið á undraverðum hraða frá því Larry Page og Sergey Brin settu Google á fót sem rannsóknarverkefni í Stanford-háskól- anum í Kaliforníu. Þá óraði væntanlega ekki fyrir því að fáeinum árum síðar yrði Google eitt allra verðmætasta vörumerki í heimi. 4 Microsoft Stofnað: 1975 Upprunaland: Bandaríkin Bransi: Hugbúnaður Stjórnandi: John W. Thompson Starfsmenn: 100.932 Verðmæti: 7.155 mlja. n Microsoft, stofnað af Bill Gates á áttunda ára- tugnum, er ein öflugasta fyrirtækjasamsteypa í heimi. Samsteypan vinnur að hugbúnaðar- lausnum og hefur verið leiðandi á þeim markaði um árabil – auk þess að selja tölvur og annan tengdan varning. Flestir þekkja og nota jafnvel daglega stýrikerfin, ritvinnslu- forritin, netvafrana og aðrar hugbúnaðar- lausnir frá Microsoft. 5 Verizon Stofnað: 1983 Upprunaland: Bandaríkin Bransi: Fjarskipti Stjórnandi: Lowell McAdam Starfsmenn: 178.300 Verðmæti: 6.093 mlja. n Verizon er eitt stærsta fjarskiptafyrir- tæki Bandaríkjanna. Forveri Verizon, Bell Atlantic, var stofnaður eftir uppskiptingu AT&T-samsteypunnar. Saga félagsins einkennist af ýmiss konar nafnabreytingum og uppskiptingu. Félagið er móðurfélag ýmissa undirfyrirtækja sem starfa í tengdum iðnaði. Þannig rekur Veri- zon Wireless stærsta þráðlausa 3G-netið í Bandaríkjunum. 6 G. Electrics Stofnað: 1892 Upprunaland: Bandaríkin Bransi: Rafbúnaður Stjórnandi: Jeffrey Inmelt Starfsmenn: 305.000 Verðmæti: 5.987 mlja. n Rafbúnaðarfyrirtækið General Electric var stofnað af manninum sem fann upp ljósa- peruna, Thomas Alfa Edison, seint á nítjándu öld. Um er að ræða fjölþætt framleiðslu- og þjónustufyrirtæki sem er skráð fyrir um 68 þúsund einkaleyfum. Fyrirtækið er með starfsemi í 20 löndum en höfuðstöðvarnar eru í Barcelona á Spáni. Flest notum við vörur frá GE daglega. 7 AT&T Stofnað: 1885 Upprunaland: Bandaríkin Bransi: Fjarskipti Stjórnandi: Randall Stephenson Starfsmenn: 246.740 Verðmæti: 5.175 mlja. n Stofnun AT&T má rekja allt aftur til mannsins sem fann upp símann; Alexanders Grahams Bell. Hann stofnaði Bell Telephone Company en dótturfélag þess er American Telephone and Telegraph Company, AT&T. Fyrirtækið er eitt stærsta fjarskiptafélag í heimi og hefur 109 milljónir viðskiptavina. Sam- steypan hefur 22 fyrirtæki á sínum snærum og rekur meðal annars umsvifamikla sjónvarpsþjónustu. 8 Amazon Stofnað: 1994 Upprunaland: Bandaríkin Bransi: Vefverslun Stjórnandi: Jeff Bezos Starfsmenn: 20.500 Verðmæti: 5.145 mlja. n Amazon.com er bandarískt vef- verslunarfyrirtæki með höfuðstöðvar í Seattle í Washington. Félagið var frumkvöðull í vefverslun og fór fyrst að skila hagnaði árið 2003. Fyrst um sinn seldi fyrirtækið bara bækur en hóf svo að selja allt frá myndböndum til húsgagna og matvæla. Fyrirtækið rekur aðgreindar verslanir í sjö löndum. 9 Walmart Stofnað: 1962 Upprunaland: Bandaríkin Bransi: Verslun Stjórnandi: S. Robson Walton Starfsmenn: 2,2 milljónir Verðmæti: 5.103 mlja. n Walmart- búðirnar eru rúmlega ell- efu þúsund talsins, langflestar í Bandaríkjunum, og er Walmart það einkarekna fyrirtæki sem er með flesta starfsmenn í heiminum. Það er því kannski ekki að undra að fyrirtækið sé í hópi þeirra verðmætustu í heimi. Velta fyrirtækisins árið 2013 nam tæpum 470 milljörðum dala, eða 53 þúsund milljörðum króna. 10 IBM Stofnað: 1911 Upprunaland: Bandaríkin Bransi: Hugbúnaður, upplýsingatækni Stjórnandi: Ginni Rometty Starfsmenn: 434.000 Verðmæti: 4.731 mlja. n Í úttekt bandaríska tímaritsins Fortune árið 2012 kom fram að IBM væri næststærsta fyrirtæki Banda- ríkjanna með tilliti til starfsmannafjölda. Fyrirtækið hefur verið leiðandi á sviði upplýsingatækni undanfarna áratugi og að hluta til rutt brautina í nýsköpun á því sviði. Hjá IBM hafa margir öflugir starfsmenn starfað, þar á meðal fimm sem hafa fengið Nóbelsverðlaun. 11 Toyota Stofnað: 1937 Upprunaland: Japan Bransi: Vélknúin ökutæki Stjórnandi: Takeshi Uchiyamada Starfsmenn: 333.498 Verðmæti: 3.978 mlja. n Toyota Motor Cor- poration er fjórtánda stærsta fyrirtæki heims ef tekið er tillit til veltu. Fyrirtækið framleiðir samnefnda bíla, Toyota, sem njóta vinsælda um heim allan. Árið 2012 varð fyrirtækið það fyrsta til að framleiða yfir 10 milljónir bíla á einu ári. Fyrirtækið endurtók svo leikinn árið 2013. Auk þess að framleiða Toyota-bíla á Toyota Motor Corporation helmingshlut í Daihatsu. 12 Coca-Cola Stofnað: 1886 Upprunaland: Bandaríkin Bransi: Drykkjarvörur Stjórnandi: Muhtar Kent Starfsmenn: 146.200 Verðmæti: 3.843 mlja. n Coca-Cola-vöru- merkið er krónprins The Coca-Cola Company og líklega eitt best þekkta vörumerki heims og væntanlega margir sem drukkið hafa ótæpilega af gosdrykknum vinsæla. Það var lyfjafræðingurinn John Stith Pemberton sem blandaði drykkinn fyrst árið 1886. The Coca-Cola Company framleiðir og selur fleiri drykkjarvörur um allan heim. Telur vörulína fyrirtækisins yfir 500 vörur í það heila. 13 China Mobile Stofnað: 1997 Upprunaland: Kína Bransi: Fjarskipti Stjórnandi: Xi Guohua Starfsmenn: 181.000 Verðmæti: 3.629 mlja. n China Mobile er stærsta fjarskiptafyrir- tæki fjölmennasta ríkis heims og því kemur það ekki á óvart að fyrirtækið sé í hópi þeirra verðmætustu í heimi. Í fyrra var fyrirtækið í 20. sæti listans og stekkur því upp um átta sæti. Viðskipta- vinir China Mobile eru 760 milljónir talsins. Fyrirtækið er að mestu í eigu kínverska ríkisins en fjárfestar eiga einnig hlut í því. 14 T-Mobile Stofnað: 1990 Upprunaland: Þýskaland Bransi: Fjarskipti Stjórnandi: Timotheus Höttges Starfsmenn: 36.000 Verðmæti: 3.488 mlja. n T-Mobile International AG eins og það heitir fullu nafni er móðurfélag Deutsche Telekom AG. Fyrirtækið er eitt stærsta fjar- skiptafyrirtæki Evrópu og er með starfsemi í ellefu ríkjum Evrópu: Austurríki, Króatíu, Tékklandi, Póllandi, Hollandi, Ungverjalandi, Makedóníu og Svartfjallalandi svo dæmi séu tekin. Viðskiptavinir T-Mobile-samsteypunn- ar eru um 150 milljónir talsins. Fyrirtækið er fjórða stærsta fjarskiptafyrirtæki heims. 15 Wells Fargo Stofnað: 1852 Upprunaland: Bandaríkin Bransi: Fjármál Stjórnandi: John G. Stumpf Starfsmenn: 270.600 Verðmæti: 3.446 mlja. n Þó Wells Fargo sé bandarískt fyrirtæki að uppruna er það með starfsemi um allan heim. Ef tekið er tillit til eigna er um að ræða fjórða stærsta banka Bandaríkjanna en stærsta banka Bandaríkjanna ef tekið er tillit til markaðsverðmætis. Fyrirtækið stóð ágætlega áður en fjármálakrísan skall á og var betur í stakk búið en mörg önnur fyrirtæki til að takast á við niðursveifluna sem hófst á haustmánuðum 2008. Verðmestu vörumerki í heiminum n Fjarskipta- og raftækjafyrirtæki fyrirferðarmikil n Yngstu fyrirtækin 17 ára gömul
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.