Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Blaðsíða 48
Helgarblað 21.–24. febrúar 201448 Skrýtið Skeggjuð kona hætti að raka sig n „Ég er kvenlegri með skeggið“ n Var lögð í harkalegt einelti H in 23 ára Harnaam Kaur hefur verið með skegg og bringuhár frá ellefu ára aldri. Kaur, sem er breskur ríkis- borgari og búsett í Berk shire, er haldin sjaldgæfum sjúkdómi, fjöl- blöðrueggjastokkaheilkenni, sem ein kennist af óreglulegum blæðing- um, offitu og auknum hárvexti. Reiði gúrúanna Í fimm ár reyndi hún að halda hár- vextinum í skefjum með því að klippa hárið reglulega, raka það og vaxa en baráttunni lauk þegar hún skírðist til síkisma, sem eru trúarbrögð byggð á kenningum tíu gúrúa sem lifðu á 16. og 17. öld í norðurhluta Indlands. Kennisetningar síkisma kveða á um bann við hárskurði, og þeim er Kaur nauðbeygð til að fylgja ætli hún ekki að verða fyrir barðinu á reiði gúrú- anna á hinsta degi. Kvenleg og upplitsdjörf Í dag er Kaur búin að sætta sig við útlit sitt og líður vel í eigin líkama. „Ég elska sjálfa mig, líka skegg mitt og önnur sérkenni,“ segir Kaur og bætir við: „Ég er kvenlegri með skeggið.“ Kaur hefur ekki alltaf verið jafn upp- litsdjörf. „Ég var lögð í harkalegt ein- elti; krakkarnir köll- uðu mig Skeggja. Í dag get ég hlegið að því en þá var ég svo miður mín að ég byrjaði að meiða sjálfa mig og var að hugsa um að svipta mig lífi. Á vissum tímapunkti þorði ég ekki að fara út úr húsi; var hrædd við augngotur fólks og hvísl,“ segir hún. Foreldrar hennar höfðu einnig miklar áhyggjur af því að hún gæti ekki lifað eðlilegu lífi með skegg og bringuhár. „Þau voru alfarið á móti því að ég safnaði skegginu. Þau héldu að ég gæti ekki lifað eðlilegu lífi með skegg og bringuhár, myndi aldrei giftast og fengi aldrei vinnu. En ég vildi taka mínar eigin ákvarð- anir enda er þetta mitt líf. Og það síðasta sem ég vildi var að fela það sem ég raunverulega er.“ Kímin Dómsdagsspár foreldranna hafa sannarlega ekki ræst. Í dag er hún aðstoðarkennari í grunnskóla og með sjálfstraustið í botni. Fólk er að vísu ekki hætt að stara en Kaur tekst á við neikvæða athygli með kímni- gáfuna að vopni. Hún þykist til dæmis stundum vera karl- maður þegar hún er stödd á kvennaklósettinu. Einnig segir hún karla úti um allan heim æsta í hana. „Ég hef feng- ið skilaboð frá karlmönnum úti um allan heim. Einn þeirra bað mig meira að segja um að giftast hon- um,“ segir Kaura sem af- þakkaði bónorðið pent. „Ég hef ekki enn fund- ið ástina en ég er enn ung og hef nægan tíma.“ n Skegglaus Þessi mynd var tekin fyrir skírnina. Eftirsótt Karlmenn eru óðir í Kaur. Baldur Eiríksson baldure@dv.is Kýr ættu að hlusta á R.E.M. Háskólinn í Leicester rannsak- aði á dögunum við hvaða tón- list beljur framleiddu mesta mjólk. Niðurstaðan leiddi í ljós að mest nyt fengist með því að spila lagið Everybody Hurts í fjósinu. Lagið er með bandarísku hljómsveitinni R.E.M. sem gerði garðinn frægan á tíunda áratugn- um. Ástæðan ku vera að tauga- óstyrkar kýr framleiða minni mjólk og fátt er jafn afslapp- andi fyrir þær og R.E.M. Sam- kvæmt sömu rannsókn framleiða beljurnar minnst er þær hlusta á raftónlist. Ragnarök á laugardag? Heimsendir norræna manna mun hefjast næstkomandi laugardag. Breska dagblaðið The Independent greinir frá þessu. Samkvæmt sérfræðing- um hjá Miðstöð víkinga í Jórvík á Englandi munu ragnarök hefjast tuttugasta og annan febrúar því þá eru hundrað dagar frá dular- fullu lúðrakalli sem heyrðist í Jór- vík síðastliðinn nóvember. Sam- kvæmt Snorra-Eddu mun jörðin sjálf opnast og íbúar Helju ganga berserksgang, æsir munu berj- ast sín á milli og að lokum mun Surtur brenna jörðina. Líklegra er þó að um auglýsingabrellu sé að ræða þar sem Miðstöð vík- inga mun halda sína árlegu hátíð þennan sama dag. Trúðaskortur í Bandaríkjunum Fjöldi meðlima í stærsta verka- lýðfélagi trúða í Bandaríkjunum hefur hrapað frá árinu 2004. Að sögn Glen Kohlberger, formanns samtakanna Trúðar Ameríku, stefnir óðfluga í það að skortur verði á trúðum vestanhafs. Sam- kvæmt Kohlberger hefur trúð- um fækkað um þúsund á sein- ustu tíu árum, úr þrjú þúsund og fimm hundruð í tvö þúsund og fimm hundruð. Hann telur helstu ástæðuna fyrir þessu vera að lítil endurnýjun sé innan stéttarinn- ar. „Yngra fólk virðist ekki hafa áhuga á starfinu eða endist ekki í því til lengdar,“ sagði trúðurinn í samtali við New York Daily News. É g vil vera heilalaus. Ég vil vera hin fullkomna Barbie- dúkka,“ segir Blondie Bennett. Bennett er 38 ára og búsett í Kaliforníu. Hennar draumar og markmið tengjast flestir Barbie- dúkkunni. Það er að segja, Bennett þráir að vera eins og Barbie í orðsins fyllstu merkingu. „Ég kann ekki við mig sem manneskju, þú skilur. Að vera frá náttúrunnar hendi er leiðinlegt, ég myndi helst vilja vera úr plasti.“ Sjálf hefur Bennett unn- að Barbie frá því að hún var barn og segist alltaf hafa þráð að líkjast henni sem allra mest. Til þess að ná þessu yfirlýsta markmiði sínu hefur Bennett nú þegar lagst undir hnífinn fimm sinnum og látið breyta á sér barm- inum. Þá segist hún fara tvisvar til þrisvar í viku til dáleiðara sem að- stoðar hana við að verða heimskari. „Ég er búin að fara 20 sinnum og ég finn breytinguna. Mig svimar oft og ég verð mjög utan við mig,“ seg- ir hún. Til þess að fjármagna þess- ar aðgerðir og lífsstíl hefur Bennett komið upp vefsíðu þar sem hún býður meðal annars upp á dans- sýningar og sendir viðskiptavinum sínum myndir af sér, oftar en ekki erótískar. Fjölskylda hennar og vinir hafa miklar áhyggjur af þessari hegðun Bennett og telja hana vera að skaða sig. Allar líkur séu á því að hún sé veik og þurfi aðstoð. n Vinkonurnar Blondie hefur farið í fimm brjóstaaðgerðir til að fá stærri barm. „Ég vil vera heilalaus“ Blondie Bennett vill vera eins og alvöru Barbie-dúkka Kvenleg Kaur er sátt í eigin skinni og finnst skeggið kynþokkafullt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.