Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Blaðsíða 10
Helgarblað 21.–24. febrúar 201410 Fréttir S tefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Isortoq á Grænlandi, hefur hug á að rækta hreindýr á Íslandi. Hann segir að yfirvöld hér á landi hafi ítrekað lagt stein í götu hans og svari vart beiðni hans. „Þar sem við erum hvorki olíuleitar- kóngar á Drekasvæðinu eða með stóryrt loforð um virkjanir til stór- iðju, eða í samningaviðræðum um kvóta á ránfiskum Evrópusam- bandsins virðist svo að mál þetta er varðar nýsköpun í íslenskum land- búnaði fái ekki hljómgrunn í stjórn- sýslunni,“ segir Stefán í samtali við DV. Hann segist vera orðinn lang- þreyttur á aðgerðaleysi og andstöðu stjórnsýslu umhverfisráðuneytisins gagnvart hreindýrarækt. Hefur reynt að koma til móts við ráðuneytið „Á undanförnum 20 árum hef ég í tvígang sótt um að fá að rækta hrein- dýr á Íslandi, ein aðferðin var að flytja inn hreindýr úr stofni mínum á Grænlandi. Því var synjað vegna væntanlegrar hættu á sjúkdómum. Hin aðferðin sem ég stakk upp á var að handsama dýr úr Austfjarða- hjörðinni og rækta til undaneldis. Ástæðan sem var gefin fyrir því var væntanlegur ágreiningur við aðra landaðila svo sem skógræktina. Nú eru liðin sjö ár og ég hef endurskoð- að forsendur í nýju ljósi og einnig út frá nefndum atriðum,“ segir Stefán. Hann segir að þrátt fyrir að tilraun- ir sínar til að koma til móts við um- hverfisráðuneytið séu beiðnir hans einfaldlega hundsaðar. Öll skilyrði séu fyrir ræktun hreindýra hér á landi fyrir utan velvild yfirvalda. Þjóðhagsleg búbót Stefán Hrafn segir að mikil þjóð- hagsleg búbót myndi fylgja hrein- dýraræktun á Íslandi. Hann telur að hæglega væri hægt að koma kílóverði á hreindýrakjöt í íslenskum matvöruverslunum niður í sjö þús- und krónur á kílóið úr um tuttugu þúsund krónum sem er núverandi verð. „Hreindýrakjöt er eiginlega of dýrt fyrir hinn almenna íslenska neytanda en það væri hægt að fara hinn gullna meðalveg og koma þessu í svona veisluneysluhæft horf,“ segir hann. Öll skilyrði fyrir hendi Gjaldeyristekjur yrðu auk þess tals- verðar. „Þetta er nýsköpun í íslensk- um landbúnaði. Ég er að rækta hreindýr á Grænlandi og við önn- um ekki eftirspurn. Við fórum inn á markað í Norður-Ameríku, við selj- um hreindýrakjötið okkar á þessum helstu skíðasvæðum Kanada. Við getum engan veginn fullnægt eftir- spurn,“ segir hreindýrabóndinn. Hann er með tvö þúsund og þrjú hundruð dýr á Grænlandi og segir að í meðal ári geti hann slátrað um þús- und dýrum. „Ég hef talað við mína samstarfsaðila í Kanada um hve mikið af kjöti við getum markaðs- sett. Við ættum að geta selt um þrjú þúsund dýr án þess að leggja neina sérstaka áherslu á markaðssetningu. Þannig að þarna er möguleiki á að flytja út níu þúsund skrokka eða tvö hundruð og sjötíu tonn af kjöti, í hæsta verðflokki. Það er þörf fyrir þetta kjöt og af hverju ekki að fram- leiða það hér, það eru öll skilyrði fyrir hendi,“ segir Stefán Hrafn. „Það er engin andstaða hjá ráðu- neytinu. Við hér í ráðuneytinu erum með þess hreindýramál en þetta er ekki alveg okkar mál eingöngu. Þetta hefur heilmikið að gera með dýravernd og sauðfjársjúkdóma. Í þessu gæti þó vel legið mjög spennandi tækifæri í nýsköpun í íslenskum landbúnaði,“ segir Jón Geir Pétursson, skrifstofustjóri hjá umhverfisráðuneytinu. Hann seg- ir nefnd um málið hafa verið skip- aða og að henni hafi verið gefinn tími inn í árið til að vinna út tillög- um Stefáns Hrafns. n Hreindýrabóndi ósáttur við yfirvöld Stefán Hrafn Magnússon vill rækta hreindýr hér á landi en segist koma að lokuðum dyrum Hreindýrabóndi á Grænlandi Stefán Hrafn Magnússon hefur ára- tuga reynslu af hreindýrarækt. Hann vill hefja slíka starfsemi á Íslandi en segir yfirvöld vinna gegn sér í þeim áformum. Mynd SiGtryGGur Ari „Þetta er nýsköpun í íslenskum land- búnaði. Ég er að rækta hreindýr á Grænlandi og við önnum ekki eftirspurn. Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Milljarða þrot félags Hannesar Skiptum lokið á fasteignafélaginu Fjölnisvegur 9 ehf., eignarhalds- félag sem var í eigu Hannesar Smárasonar og sá um eign hans, lúxusvillu við Fölnisveg 9 í Reykjavík, er gjaldþrota og er skiptum á félaginu nú lokið. Félagið hélt einnig utan fast- eign við Fjölnisveg 11 og fyrir hrun ætlaði Hannes að láta grafa jarðgöng á milli húsanna svo innangengt yrði á milli þeirra. 1,6 milljarða króna kröfur voru gerðar í félagið en upp í þær fengust 1,55 milljarðar og því greidd- ust þær næst- um því að fullu. Árið 2009 leysti Landsbankinn til sín félagið og voru seldar tvær fast- eignir félags- ins, lúxusíbúð á Pont Street í London og við Fjölnisveg 11, úr þrotabúinu. Árið 2009 voru eignirnar metnar á 1.169 millj- ónir króna. Hannes lýsti sjálfur kröfum í gamla félagið sitt en hvorki skiptastjóri né lögmaður Hann- esar vildu tjá sig um upphæð krafna þegar eftir því var leitað. Skiptastjóri hafnaði kröfum Hannesar. Í janúar 2008 færði Hannes húsið við Fölnisveg 9 yfir á sam- býliskonu sína, Unni Sigurðar- dóttur, þannig að fasteigninni var komið undan áður en félag- ið fór í þrot. Síðar var fasteignin auglýst til sölu og að endingu seld til félags í Lúxemborg. Í árs- byrjun 2012 keypti Guðmund- ur Kristjánsson, sem kenndur er við Brim, eignina og á hana nú í gegnum félagið LF2013 ehf. Það félag rann inn í Brim í desember. Fjölnisvegur 11 og lúxusíbúð- in á Pont Street voru að endingu seld úr þrotabúinu og því fékkst greiðsla upp í kröfur að mestu leyti. Hannes Smárason Allar Hempz vörur innihalda hreina og lífræna olíu (organic), sem fengin er úr fræi Hempz jurtarinnar sem er stútfullt af vítamínum. Olían er sú ríkasta í náttúrunni af Omega 3 og Omega 6 fitusýrum og öðrum næring- arefnum sem stuðla að keratín framleiðslu og endurbæ- ta styrkinn, næringuna og heilbrigði hárs og húðar. Hempz vörurnar eru án þekktra skaðlegra efna eins og paraben, glútens og súlfats.Bæjarflöt 8A, 112 Reykjavík - S. 893 893 2 Erum á facebook.com/hempz.harvorur M ér vitandi er ekkert dæmi þess að önnur ríki birti persónugreinanlegar upp- lýsingar um hælis leitendur og fjarri fer að ég hafi lagt slíkt til,“ segir Ögmundur Jónasson í aðsendri grein í Fréttablaðinu. Þar segir hann Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur innanríkisráðherra hafa far- ið með rangt mál þegar hún hélt því fram í viðtali á Bylgjunni þann 10. febrúar síðastliðinn að í nágranna- löndum okkar væru persónugreinan- legar upplýsingar um hælisleitendur ekki skilgreindar sem trúnaðargögn. Hanna Birna sagði eftirfarandi í viðtalinu: „Sums staðar í nágranna- löndum okkar er þetta ekki skilgreint sem trúnaðargögn, það er að segja úrskurðir, vegna þess að almenning- ur er talinn eiga rétt á að sjá það og viðkomandi talinn eiga rétt á að sjá nákvæmlega röksemdir stjórnvalds- ins. Það er eitthvað sem við verðum líka að ræða og var til dæmis í frum- varpinu hans Ögmundar á síðasta þingi, að breyta því.“ Ögmundur seg- ir ummæli innanríkisráðherra mjög misvísandi og segir þau kalla á við- brögð. „Í frumvarpi því sem ég lagði fyrir Alþingi á síðasta kjörtímabili var skýrt að persónuupplýsingar ættu, eftir sem áður, að vera trúnaðargögn. Enda eiga hælisleitendur að njóta friðhelgi eins og allir aðrir einstak- lingar sem hafa mál til meðferðar hjá stjórnvöldum,“ segir Ögmundur. Hanna Birna er ekki sú fyrsta sem viðrar þá skoðun að persónuupplýs- ingar um hælisleitendur eigi að vera uppi á borðum. Sigurjón Kjærne- sted, varaþingmaður Framsóknar- flokksins, hélt þessu fram á Alþingi á dögunum og þá skrifaði Davíð Odds- son leiðara í Morgunblaðið þar sem hann sagði að ekkert óeðlilegt væri við það að leka persónuupplýsingum um hælisleitendur. n jonbjarki@dv.is Leiðréttir Hönnu Birnu Ögmundur veit ekki til þess að önnur ríki birti upplýsingar um hagi hælisleitenda Misvísandi ráðherra Ögmundur Jónasson segir fullyrðingar innanríkisráðherra misvísandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.