Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Blaðsíða 27
Fréttir Erlent 27
Al-Kaída á bak við hryðjuverkin
Spænskur sérfræðingur í hryðjuverkum rannsakaði árásirnar í Madrid 2004
H
ryðjuverkin í Madrid á Spáni
þann 11. mars 2004 voru
skipulögð af hátt settum með-
limi hryðjuverkasamtakanna
al-Kaída þó spænskur dómstóll hafi
komist að annarri niðurstöðu. Þetta
fullyrðir Fernando Reinares, sér-
fræðingur í hryðjuverkum, í nýrri
bók sem komin er út.
Um er að ræða verstu hryðju-
verk í sögu Spánar en sprengjur voru
sprengdar í tveimur járnbrautarlest-
um í borginni. Hundrað níutíu og einn
lést í árásunum og voru átján manns
dæmdir fyrir í fangelsi fyrir aðild að
hryðjuverkunum. Þegar fjallað var
um málið fyrir spænskum dómstólum
kom fram að hryðjuverkamennirn-
ir hefðu tilheyrt íslömskum öfgahópi
sem sótti innblástur til al-Kaída, en
tengdist samtökunum ekki beint.
Í bók Reinares, sem meðal annars
hefur starfað við hryðjuverkavarnir fyr-
ir spænsk yfirvöld, er því haldið fram
að hátt settur aðili innan al-Kaída hafi
skipulagt hryðjuverkin. Öfgahópurinn,
sem bar ábyrgð á framkvæmdinni, hafi
framfylgt skipunum hans.
Reinares var sex ár að viða að sér
upplýsingum fyrir bókina og ræddi
hann meðal annars við meðlimi al-
Kaída og fulltrúa innan pakistönsku
leyniþjónustunnar við vinnslu bók-
arinnar.
„Ákvörðunin um að gera hryðju-
verkaárás á Spáni var tekin í desem-
ber 2001 í Karachi,“ sagði Reinares
á blaðamannafundi í vikunni þegar
hann kynnti bók sína. Sagði Reinares
að Amer Azizi, hátt settur aðili inn-
an al-Kaída, hafi skipulagt hryðju-
verkin. Azizi hafi verið meðlimur í
öfgahópi sem komið var á fót á Spáni
árið 1994. Spænska lögreglan hafi
upprætt hópinn nokkrum árum síð-
ar og árásirnar 2004 hafi verið hefnd
fyrir það. Þá hafi einnig stuðningur
spænskra yfirvalda við innrásina í
Írak haft eitthvað að segja. n
einar@dv.is
191 lést Hryðjuverkin eru þau verstu í sögu Spánar.
Helgarblað 21.–24. febrúar 2014
Hefur hikstað látlaust
í rúmlega ellefu ár
É
g hef reynt að hræða mig og
svolgra í mig vatn. Ég hef
reynt öll trixin í bókinni en
allt kemur fyrir ekki.“ Þetta
segir Amanda Corby, 46 ára
bresk kona, sem hefur hikstað nær
látlaust í meira en áratug. Hún er
ráðþrota vegna þessa og full ör-
væntingar. Daily Mail greinir frá
þessu.
Amanda glímir við hikstaköst
sem vara í um tíu mínútur í senn.
Þegar á þeim stendur hikstar hún
á um tveggja sekúndna fresti. Frá
því hún byrjaði að hiksta, árið
2003, hefur hún hikstað um það
bil þremur milljón sinnum. Hún
segist hafa reynt allt. „Ég lét einu
sinni dáleiða mig og hætti að hiksta
í þrjá mánuði, en svo byrjaði ég aft-
ur. Ég veit ekki hvað ég á til bragðs
að taka.“
Vandræðalegt ástand
Amanda er starfsmaður í bingói og
hefur ástandið vakið nokkra kátínu
bingógesta og annarra starfs-
manna. „Það er stundum gert grín
að mér og ég hlæ stundum með.
En á stundum er þetta frekar vand-
ræðalegt, sérstaklega þegar ég
hiksta fyrir framan viðskiptavini.
Það var einmitt í vinnunni sem
þetta byrjaði. „Ég var í vinnunni
þegar ég byrjaði að hiksta. Svo
þegar þetta hélt áfram næsta dag
var ég sannfærð um að hikstinn
væri til kominn vegna einhvers
sem ég borðaði,“ segir hún í samtali
við Daily Maill. En þó hún breytti
mataræðinu hélt hún áfram að
hiksta. Dagar urðu að vikum, vikur
að mánuðum og mánuðir að árum.
„Ég vildi óska þess að þetta hætti.“
Amanda hefur leitað til læknis
en án árangurs. „Læknirinn vissi
ekki hvað hann átti að segja við mig.
Hann stakk upp á að ég svolgraði
vatn en gat ekki skýrt hvað ylli hikst-
anum eða hvað gæti losað mig við
hann.“
Getur valdið þunglyndi
Langvarandi hiksti getur orsak-
ast af undirliggjandi vandræðum í
öndunar- eða meltingarvegi. Hiksti
getur sótt á fólk sem er undir miklu
andlegu álagi eða lendir í áföllum
af ýmsu tagi. Stundum er hægt að
meðhöndla ástandið með deyfingu
eða bólgueyðandi lyfjagjöf. Hiksti
getur valdið svefnleysi, þyngdar-
tapi, örþreytu og jafnvel þunglyndi.
Amanda er ekki vongóð. „Ég veit
ekki til hvers ég ætti að fara aftur
til læknis. Ég held að enginn geti
hjálpað mér.“ Hún segir að ef til vill
Krampi í þindinni
Vísindavefurinn um hiksta
Á Vísindavefnum kemur fram að hiksti orsakast
af krampa í þindinni, sem veldur snöggri inn-
öndun. Innöndunin stöðvast síðan jafn snögglega
við það að bilið á milli raddbandanna lokast. Það
veldur einmitt hljóðinu sem fylgir kvillanum.
„Algengasta orsök hiksta er sú að fólk kann
sér ekki magamál, hvort heldur í mat eða drykk.
Þegar fólk borðar eða drekkur of mikið þenst
maginn út og þrýstir á þindina.“
Fram kemur að lágt hlutfall af koltvíildi í blóði geri hiksta verri, og með því að halda niðri
í sér andanum eigi að vera hægt að lækna hiksta – en þá hækkar einmitt hlutfall koltvíildis
í blóðinu. Hiksti hafi einnig verið læknaður með því að láta fólk anda að sér koltvíildi.
„Til eru ýmis önnur ráð við hiksta, til dæmis að drekka ísvatn eða kyngja þrisvar án
þess að anda á milli, sem truflar hikstann með því að örva kokið, eða toga í vísifingurna,
gleypa mintu eða að manni sé gert bilt við. Að nudda neðri hluta vélindans með holsjá
hefur stundum hjálpað til að lækna hiksta. Í sumum tilvikum hefur verið gripið til þess að
skadda þindartaugina, en ekki er mælt með því. Í neyð hefur verið gripið til lyfja,“ stendur
á Vísindavefnum. Engin haldbær lækning virðist vera til.
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is
Amanda glímir við hikstaköst sem vara í um tíu mínútur í senn
Heimsmetið
Bandaríkjamaðurinn Charles Osborne
er, samkvæmt heimsmetabókum,
sagður eiga heimsmetið í hiksta. Hann
byrjaði að hiksta eftir að svín féll ofan
á hann – og hikstaði eftir það nær
látlaust í 68 ár, eða á árunum 1922 til
1990.
Þegar verst lét hikstaði hann 40
sinnum á mínútu en smám saman
hægði á hikstanum. Síðustu árin
hikstaði hann 20 sinnum á mínútu.
Ímyndið ykkur það.
geti frekari dáleiðsla hjálpað til. „En
mér finnst það varla þess virði ef ég
byrja að hiksta fljótlega aftur.“
Amanda segir að það væri
forvitnilegt að ræða við aðra sem
glíma við svipað ástand – en hef-
ur engan fundið til þessa. „Ætli ég
þurfi ekki bara að lifa við þetta til
frambúðar,“ segir hún vondauf. n
Hefur reynt allt
Amanda er vonlítil
og í raun ráðþrota.
Hún sér fram á – ef
ekki vill betur til – að
hiksta alla sína ævi.
„
Ég vildi
óska
þess að
þetta
hætti16 Vodafone
Stofnað: 1991
Upprunaland: Bretland
Bransi: Fjarskipti
Stjórnandi: Gerard Kleisterlee
Starfsmenn: 91.270
Verðmæti: 3.375 mlja.
n Höfuðstöðvar
Vodafone eru í London
en eins og Íslendingar
vita er fyrirtækið með
starfsemi víða um heim. Ef tekið er tillit til
viðskiptavina og veltu er Vodafone þriðja
stærsta fjarskiptafyrirtæki heims. Í júní
2013 voru skráðir viðskiptavinir Vodafone
453 milljónir talsins. Vodafone er skráð í
kauphöllina í London og er þriðja stærsta
fyrirtækið sem þar er skráð.
17 BMW
Stofnað: 1916
Upprunaland: Þýskaland
Bransi: Vélknúin farartæki
Stjórnandi: Norbert Reithofer
Starfsmenn: 105.876
Verðmæti: 3.301 mlja.
n BMW hefur um árar-
aðir verið einn stærsti
framleiðandi heims
á sviði vélknúinna
ökutækja. Fyrirtækið
á einnig og framleiðir Mini og er auk þess
móðurfyrirtæki Rolls-Royce Motor Cars.
Árið 2012 framleiddi BMW rúmlega 1,8
milljónir bíla og 117 þúsund mótorhjól.
BMW tilheyrir hópi þriggja þýskra fyrir-
tækja sem framleiða svokallaða lúxus-
bíla. Hin tvö eru Audi og Mercedez-Benz
eins og bílaáhugamönnum er kunnugt.
18 Shell
Stofnað: 1907
Upprunaland: Holland/Bretland
Bransi: Olía og gas
Stjórnandi: Ben van Beurden
Starfsmenn: 87.000
Verðmæti: 3.256 mlja.
n Royal Dutch Shell
eins og það heitir
fullu nafni er stærsta
fyrirtæki heims á sviði
olíu- og gasvinnslu ef tekið er tillit til
veltu. Til marks um stærð fyrirtækisins
má geta þess að velta fyrirtækisins
árið 2013 nam 84 prósentum af vergri
landsframleiðslu Hollands það sama ár.
Starfsemi Shell er í yfir 90 löndum um
allan heim og framleiðir fyrirtækið að
jafnaði 3,1 milljón tunna af olíu á degi
hverjum. Þjónustustöðvar Shell um
allan heim eru 44 þúsund talsins.
n Fjarskipta- og raftækjafyrirtæki fyrirferðarmikil n Yngstu fyrirtækin 17 ára gömul
Gífurleg velgengni
Steve heitinn Jobs var
stofnandi og hugmynda-
smiður verðmætasta
fyrirtækis í heimi.