Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Blaðsíða 64
Helgarblað 21.–24. febrúar 2014 15. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Skynja ég kaldhæðni? Ekki ólétt n Greta Mjöll Samúelsdóttir söngkona er á forsíðu Séð og heyrt þessa vikuna. Á forsíðunni stendur að Greta hlakki mikið til þess að verða móðir. Greta er þó ekki barnshafandi og á Face- book-síðu sinni tekur hún það skýrt fram. „Bara ef einhver var að lesa á milli línanna á forsíð- unni þá er EKKERT tröllabarn á leiðinni ennþá. Lofa elsku vin- ir að þið fáið að sjá það frá mér áður en það færi í Séð og Heyrt,“ segir Greta, sem segir gaman að hafa verið í viðtalinu. Finnst Björn fyndinn n Þáttastjórnandanum Loga Berg- mann finnst fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, Björn Bjarnason, vera ótrúlega fyndinn. „Hann er ótrúlega fyndinn alltaf. Mér skilst að hann semji meira og minna allt sitt efni sjálfur. Honum bauðst að vera með hjá Mið-Íslandi en hann vildi það ekki. Fannst það of evrópulegt,“ skrifar Logi á Facebook- þráð um nýjasta pistil Björns á vef Evrópuvaktarinn- ar sem nefnist „ESB-RÚV tekur til starfa að nýju af ótta við afturköll- un umsóknar.“ Alþingi gert fyrir minni menn Geir Jón Þórisson situr á Alþingi til mánaðamóta G eir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins og varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins, tók sæti á Alþingi í fyrsta skipti síðastliðinn miðvikudag. Í samtali við DV segir hann það hafa helst komið sér á óvart á nýjum starfs- vettvangi hve þröng starfsaðstaða þingmanna væri fyrir hávaxna menn. „Maður hefur aldrei kynnst þessu fyrr. Það er gaman að kynnast þessu og taka þátt í ákveðinn tíma. Það er vel tekið á móti manni. Það kom mér mest á óvart hve vinnuaðstaða í þing- sal er ekki góð fyrir stóra menn. Það er alveg ljóst að þetta er gert fyrir minni menn,“ segir Geir Jón sem er nærri tveir metrar á hæð. Geir Jón segir ýmislegt úr starfi sínu hjá lögreglunni nýtast vel á Al- þingi. „Maður þekkir ýmsa þætti mannlífsins og hefur unnið eftir lög- um og reglum sem hafa verið settar á Alþingi. Þannig að það er margt í þessu starfi sem maður kannast við. Nú er maður hinum megin við borðið, að undirbúa og vinna lagasetningu sem maður hefur ekki gert áður,“ segir varaþingmaðurinn. „Maður er rétt svona feta sig inn í þetta. Ég byrjaði nú svolítið bratt fyrsta daginn. Ég var búinn að vera þing- maður í fimm mínútur þegar ég fór í ræðustólinn. Ég hugsaði að það væri best að fara beint í þetta,“ segir Geir Jón. Ræða hans fjallaði um að ólíð- andi væri að farþegar með Herjólfi greiddu viðbótargjald vegna þess að Landeyjahöfn virkaði ekki. Geir Jón mun sitja á þingi til mánaðamóta. n hjalmar@dv.is Bragðgóð gjöf Harpa / Skeifan 6 / Keflavíkurflugvöllur / 5687733 / www.epal.is Framsóknarbolla n Yngsti þingmaður Alþingis er farinn að hlakka til bollu- dagsins. Framsóknarkonan Jó- hanna María Sigmundsdótt- ir lýsir, á Facebook-síðu sinni, frati á konudaginn sem haldinn er um helgina. Hún virðist þó vera umtalsvert spenntari fyrir bolludeginum sem haldinn er þarnæsta mánudag. „Besti dag- ur í heimi ! Uppáhalds hátíðin mín! Vatnsdeigsbollur, gerboll- ur, bollur með glassúr, bollur með súkkulaði, bollur með karamellu, bollur með rjóma, bollur með ávöxtum, bollur með …“ skrifar Jóhanna María. Of stór fyrir Alþingi Geir Jón Þórisson tók sæti á Alþingi á miðvikudaginn. Hann segir vinnuaðstöðuna vera heldur þrönga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.