Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Blaðsíða 12
Helgarblað 21.–24. febrúar 201412 Fréttir
Rækjuveiðimenn í
fullkominni óvissu
n Frumvarp skapar óvissu n Öllu starfsfólki Kampa hefur verið sagt upp
M
ikil óvissa ríkir nú um
framtíð rækjuveiða á
Íslandi, en atvinnu-
veganefnd hefur nú
til umfjöllunar frum-
varp Sigurðar Inga Jóhannssonar,
sjávar útvegs- og landbúnaðarráð-
herra, um að kvóti á rækjuveiðar
verði aftur gefinn út. Veiðarnar
hafa verið frjálsar síðustu þrjú ár,
eða síðan þáverandi sjávarútvegs-
ráðherra, Jón Bjarnason, gaf þær
frjálsar. Það þótti mjög umdeilt og
þeir sem áttu þá kvóta urðu óá-
nægðir með að fá ekkert fyrir kvóta
sem þeir áttu og höfðu keypt. Þeir
höfðu þó nýtt kvótann að ein-
hverju leyti til þess að skipta á
honum og öðrum tegundum, fært
rækjukvóta þannig á smærri báta
sem síðan veiddu enga rækju.
Í frumvarpi Sigurðar Inga er
það lagt til að þeir sem áttu kvót-
ann áður en veiðarnar voru
gefnar frjálsar fái 70 prósent af
heimildunum aftur, en að þeir
sem stundað hafi rækjuveiðar síð-
ustu þrjú ár fái 30 prósent. Um
þetta hefur verið deilt og á meðan
málið er í meðferð hjá þinginu eru
rækjuútgerðir í óvissu um fram-
haldið.
Allir óánægðir
Að mati LÍÚ á aðeins að gefa kvót-
ann út á ný til þeirra sem voru með
kvótann áður og að hann verði þá
til taks á markaði þannig að hægt
sé að leigja hann. Þessu er Jón Guð-
bjartsson ósammála, en hann er
stjórnarformaður rækjuvinnslunn-
ar Kampa á Ísafirði, sem tengist út-
gerðunum Birni ehf. og Sædísi ehf.
„Þeir sem hafa ekki veitt rækju í sjö
eða átta ár, eru með of dýr skip til að
fara á rækju, þeir eiga að fá 70 pró-
sent segir ráðherrann og reynir að
gera alla ánægða. Í raun urðu allir
óánægðir, við hinir, sem höfum ver-
ið í þessu síðustu ár, og erum með
ódýrari skip og tengdir rækjuvinnsl-
um fáum á móti þessi 30 prósent,“
segir Jón og tekur fram að erfitt
verði að leigja kvóta. „Áður voru um
70 skip sem fengu kvóta, nú verða
þau um 110 og fá öll smá slatta. Af
þeim sökum verður erfitt að fá leigt,
kannski þarf að snapa fimm tonn
héðan og sjö tonn þaðan.“
Sagt upp til varúðar
Í haust bárust fréttir af því að Kampi
hefði sagt upp 32 starfsmönnum.
Þetta var þó aðeins gert til varúðar,
því flestir fengu störfin aftur. Þrátt
fyrir það hefur alls fimmtíu manns
verið sagt upp störfum hjá Kampa
og Birni, sem er stærsti hluthafinn
í Kampa. Þessi störf voru bæði til
sjós og lands, þó aðallega á sjó.
Aðeins mánuði eftir að tilkynnt
var um uppsagnirnar á þessum
32 starfsmönnum birtist frétt á
heimasíðu fyrirtækisins þess efnis
að starfsmenn væru á tvöföldum
vöktum við vinnslu á innfjarðar-
rækju sem veidd var í Ísafjarðar-
djúpi og Arnarfirði. Jón segir þetta
aðeins hafa verið tímabundið, afl-
inn hafi komið inn í stórum stíl og
takmarkað magn hafi mátt veiða.
Búið er að veiða mest af því sem
veiða mátti af innfjarðarrækju.
Hengingaról stjórnvalda
„Það þarf að meðhöndla inn-
fjarðarrækjuna mjög fljótt, hún
kemur ekki frosin til okkar og til
þess að hún eyðileggist ekki þá
verður að vinna hratt. Við þurftum
að kalla til starfsfólk í vinnsluna
á Ísafirði, sem venjulega vinnur í
Bolungarvík, til að bregðast við.
Rækjan lá undir skemmdum og
þetta var gert til að bjarga henni.
Síðan þá höfum við verið með
minni rekstur en áður, kannski
helming af því sem var. Starfs-
mennirnir sem eru hjá okkur núna
hafa allir fengið uppsagnarbréf á
einhverjum tímapunkti,“ segir Jón
og líkir aðgerðum stjórnvalda við
hengingaról.
„Við erum með hana um hálsinn
og vitum ekkert hvað verður. Ég
hef fulla trú á því að það verði lítil
rækjuveiði næstu vikurnar, en ef
hún fer í gang þá verður kvóti út-
hafsrækju fljótur að klárast, sem
nú er frjáls til veiða. Ráðherra er
búinn að gefa það út að þegar búið
verði að veiða tæp sex þúsund
tonn af úthafsrækju, þá verði sagt
stopp,“ segir Jón. n
Rögnvaldur Már Helgason
rognvaldur@dv.is
Jón Guðbjartsson
„Þeir sem hafa ekki
veitt rækju í sjö eða
átta ár, eru með of dýr
skip til að fara á rækju,
þeir eiga að fá 70 pró-
sent segir ráðherrann
og reynir að gera alla
ánægða. Í raun urðu
allir óánægðir.“
Mynd BæJARinS BeStA „Starfs-
mennirnir
sem eru hjá okkur
núna hafa allir
fengið uppsagnar-
bréf á einhverjum
tímapunkti
Í
slensk lög og reglugerðir myndu
virka hamlandi á aðkomu al-
þjóðlegs hjálparliðs á neyðar-
tímum hér á landi. Þetta kem-
ur fram í greiningarskýrslu sem
lögmannsstofan Logos vann fyrir
Rauða krossinn hér á landi. Rauði
krossinn stóð fyrir málþingi á mið-
vikudag þar sem þessar niðurstöð-
ur voru meðal annars til umræðu.
Í tilkynningu sem Rauði kross-
inn sendi frá sér eftir málþing-
ið kemur fram að þetta eigi við
um flesta þætti sem við eiga.
Má þar nefna vegabréfsáritanir,
tímabundið atvinnuleyfi, viður-
kenningu á starfsréttindum sér-
fræðinga, tolla, matvæla- og lyfja-
innflutning og innflutning á
dýrum til björgunarstarfa svo eitt-
hvað sé nefnt. Þá þurfi að líta til
fjarskiptamála, fjármagnsflutn-
inga, samskipta við fjölmiðla og
flutning hjálpargagna.
„Eins þarf að greina hver tæki
ákvörðun um að kalla eftir alþjóð-
legri aðstoð, þar sem slíkt er ekki
einungis metið út frá aðgerðar-
stjórnun heldur er einnig um póli-
tíska ákvörðun að ræða. Þá þarf
að meta umfang aðgerða og getu
viðbragðsaðila í almannavarna-
kerfinu, sem er mjög öflugt hér á
landi,“ segir Rauði krossinn. Að
mati hans er þörf á samstarfi lög-
gjafa, stjórnsýslu og viðbragðsað-
ila til að greiða fyrir breyttu reglu-
verki sem auðveldaði alþjóðlegt
hjálparstarf í kjölfar mikilla ham-
fara eða atburða sem innlendir
viðbragðsaðilar réðu ekki einir við.
Gert er ráð fyrir að sú vinna fylgi í
kjölfar skýrslu Rauða krossins. n
einar@dv.is
Hamlandi regluverk á neyðartímum
Ísland illa búið undir aðkomu alþjóðlegs hjálparliðs á neyðartímum
Hamfarir Ef sú staða kæmi upp að kalla þyrfti eftir aðstoð alþjóðlegs hjálparliðs væri
Ísland illa undir það búið vegna regluverks. Mynd RAkel OSk SiGuRðARdOttiR
Bjóst við
léttu spjalli
„Ég horfi yfirleitt ekki á sjálfan
mig í sjónvarpi eða útvarpi. Þó ég
hafi verið í fjölmiðlum um árabil
þá venst ég því aldrei að hlusta
á sjálfan mig,“ sagði Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson forsætisráð-
herra þegar hann var spurður að
því í Bítinu á Bylgjunni á fimmtu-
dagsmorgun hvort hann hefði
horft aftur á viðtalið umtalaða
sem hann fór í hjá Gísla Marteini
á RÚV síðastliðinn sunnudag.
„Þetta var furðulegasta viðtal
sem ég hef farið í, vissulega,“ sagði
Sigmundur Davíð um viðtalið
sjálft og viðurkennir hann að hafa
hugsað eftir á: „Hvernig gerðist
þetta?“ Var það á forsætisráðherr-
anum að heyra að hann telji að
það sé frekar við Gísla Martein að
sakast hvernig viðtalið þróaðist.
Gísli hafi sýnt ákveðinn yfirgang
og sífellt verið að túlka, snúa út úr
og skrumskæla orð ráðherrans.
„Ef menn vilja fá skýr svör þá er
þetta ekki leiðin til þess – rang-
túlka þau og snúa út úr hverju
svari. Það er ástæðan fyrir því að
viðtöl eru ekki með þessum hætti
og ástæðan fyrir því að þessi ágæti
sjónvarpsmaður hefur ekki tekið
svona viðtal áður.“
Sigmundur sagðist hafa átt
von á því að viðtalið yrði „létt
sunnudagskaffispjall en ég átt
ekki von á þessu.“ Gísli Marteinn
lýsti því yfir á sunnudag að hon-
um hefði þótt viðtalið furðulegt.
Eldsneyti stolið
Grunur leikur á að þúsundum
lítra af eldsneyti hafi verið stolið
úr eldsneytistönkum í Króks-
fjarðarnesi á sunnanverðum
Vestfjörðum í vikunni. Á mið-
vikudag uppgötvaðist að allir lás-
ar á áfyllisopum tankanna höfðu
verið klipptir af og merki um að
eldsneyti hafi verið dælt úr tönk-
unum. Frá þessu er greint á vef
Reykhólahrepps og þeir sem geta
veitt upplýsingar um málið beðn-
ir að hafa samband við lögreglu.
Ráðherra
í Japan
Sigurður Ingi Jóhannsson, um-
hverfis- og auðlindaráðherra,
var nýlega staddur í Tókýó í Jap-
an. Þar flutti
hann ræðu á
ráðstefnunni
Japan Iceland
Geothermal
Forum 2014,
en þar var
fjallað um
jarðhitasam-
vinnu Japana
og Íslendinga. Bjarni Bjarnason,
forstjóri OR, kynnti nýtingu jarð-
hita hér á landi og Bolli Thorodd-
sen, formaður Verslunarráðs, tók
einnig til máls.
Sigurður Ingi ræddi við sjáv-
arútvegsráðherra Japans um
viðskipti með sjávarafurðir og
möguleika á fríverslunarsamn-
ingi Japans við EFTA-ríkin. Um
80% útflutnings Íslands til Japans
eru sjávarafurðir, en þar í landi
eru þær þekktar fyrir gæði.