Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Blaðsíða 44
Helgarblað 21.–24. febrúar 201444 Lífsstíll
Westwood
hannar
fyrir Asos
Æ vinsælla verður meðal stærri
verslunarkeðja að fá fræga fata-
hönnuði til samstarfs við sig til
að vekja á sér athygli. Vefversl-
un Asos hefur fengið Vivienne
Westwood til liðs við sig.
Lína Vivienne fyrir Asos,
Ethical Africa, samanstendur af
töskum, handgerðum í sárafá-
tækum samfélögum í Naírobi,
höfuðborgar Afríkuríkisins Ken-
ía. Bakpokar, handtöskur, veski
og verslunarpokar munu fást þar
innan skamms.
Kalda sýndi
í London
Fatahönnuðurinn Katrín Alda
tók þátt í tískuvikunni í London
á sýningunni Re Present þar sem
mest upprennandi fatamerki
Skandinavíu sýndu fatalínur sín-
ar væntanlegum kaupendum.
Kalda var eina íslenska merk-
ið á sýningunni en markmiðið
var að kynna nýja norræna
hönnuði til leiks.
Katrín Alda flutti til London
fyrir ári síðan þar sem hún vinn-
ur að því að koma fatamerki sínu
á framfæri en áður starfaði hún
hér á landi og rak verslun við
Laugaveg. Velgengni Katrínar
Öldu hefur vaxið eftir flutninginn
og nú fæst Kalda meðal annars í
bresku versluninni Liberty.
Lupita fyrir
Miu Miu
Lupita Nyong’o er heitasta
stjarna heims um þessar mund-
ir. Hún hefur fengið hvorki meira
né minna en 40 tilnefningar fyr-
ir sitt fyrsta stóra hlutverk sem
Patsey í stórmyndinni 12 Years A
Slave. Hún er fædd í Mexíkó og
alin upp í Kenía og útlærð leik-
kona frá Yale.
Tískuhúsið Miu Miu var ekki
lengi að átta sig og gerði hana að
stjörnu nýrrar herferðar fyrir sum-
arlínu tískuhússins, ásamt Dakota
Fanning og Olsen-tvíburunum.
Lúxushirðingjar og
myrkraprinsessur
n Rýnt í tískuvikuna í London n Sjö bestu sýningarnar
T
ískuvikan í London er ný-
afstaðin og markaði helstu
strauma í haust- og vetrar-
tísku ársins. Hún þykir hafa
verið velheppnuð í ár. Pils-
faldurinn hefur síkkað og mynstur-
gleðin er enn ríkjandi ef marka mátti
sýningar stærstu tískuhúsa. DV rýndi
í sýningar sjö af stærstu tískuhúsun-
um sem tóku þátt í ár.
Lúxushirðingar hjá Burberry
Á sýningu Burberry-tískuhússins var
afslappað en þokkafullt yfirbragð.
Herðaslár, kápur úr skinni og hand-
gerðar flæðandi silkiflíkur bundn-
ar í mitti. Lúxushirðingjar mætti
kalla fyrirsæturnar sem gengu pall-
inn með langar slæður og hippalegar
töskur.
Svart nælon og plasthlífar
Á sýningu Christopher Kane mátti
líta fyrstu línu hans af handtöskum.
Svört leðurtaska með neongrænni
rönd og lítil kassalaga taska í svip-
uðum litatónum virðast munu slá
í gegn. Skóburður fyrirsæta vakti
athygli. Kane er ávallt frumlegur
og gaf út að hann hefði fengið inn-
blástur frá plasthlífum sem fólk set-
ur utan yfir skó sína á sjúkrahúsum.
Kane vann með svart nælonefni og
gaf því óvænt líf með bryddingum,
skemmtilegri áferð og samtvinning
við önnur fínni gæðaefni. Fallegasta
flík sýningarinnar þótti vera kjóll
með silkiferningum sem blöktu eins
og bókasíður.
Dulúð hjá Erdem
Hjá Erdem var svarti liturinn dulúð-
legri en hjá Kane. Erdem Moralioglu
sótti innblástur i málverk Velázquez
af ungum hefðarbörnum í stífum
kjólum og korselettum, stífur klæðn-
aður á ungum líkömum, og þá sótti
hann innblástur til helstu tískufyrir-
mynda sjötta áratugarins.
Ruglingslegur og örlítið truflandi
innblástur hönnuðarins en útkoman
var stórkostleg. Eins konar myrkra-
prinsessur áttu pallinn.
Lína Erdem samanstóð að venju
af fallegum kápum og kjólum, þá
hófst sýningin á litlum svörtum kjól
í svörtu flaueli og slá.
Litirnir voru rómantískir,
sinnepsgulur, ljósblár og dimmblár
með svörtum. Flestir kjólanna voru
í hnésídd, öfugt við mörg tískuhús-
anna sem hafa veðjað á meiri sídd.
Litir fyrir óhræddar konur
Skraut og smáatriði voru í forgrunni
hjá Roksanda Ilincic og Peter Pilotto
sem notuðu bæði perlur, kristalla og
glitþræði í flíkur sínar. Ilincic sýndi
síða kjóla með litríkum plastform-
um. Litirnir voru skemmtilegir, rauð-
brúnn, kóbaltblár, ljósblár, appel-
sínugulur og rjómahvítur. Óvanaleg
litablanda fyrir alls óhræddar konur.
Kaos og sjónbrellur
Peter Pilotto vann með bein snið
og vísaði í íþróttafatnað. Eins og
svo oft áður vann hann á skemmti-
legan máta með form og mynstur,
skipulagt kaos og sjónbrellur í
mynstruðum flíkum. Hann hefur þó
vaxið og sýndi það í ár í nokkrum
flíkum þar sem hann vinnur dýpra
með formin í vefnaði.
Skordýr hjá Giles
Giles Deacon heldur áfram að koma
á óvart. Í vortískunni vakti hann
athygli með leðurblökuhöttum og
mynstri. Nú prýddu síðir svart-
ir satínkjólar hvítar bjöllur í þrí-
vídd. Annars var rokkað yfirbragð
hjá Giles, leðurjakkar og buxur og
satínklíkujakkar.
Hreinar línur hjá Ford
Tom Ford hélt sig við klassíkina og
sýndi undurfagrar lágstemmdar flík-
ur úr silki og kasmírull. Form og lín-
ur voru hreinar og beinar og náðu
hátt upp í háls. Stundum voru höf-
uð fyrirsæta jafnvel hulin, í stórum
kasmírhettuflíkum. Fallegir feldir lit-
aðir í rauðum og fjólubláum lit vöktu
athygli og þóttu einkar klæðilegir. n
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
Fallegar töskur Vefnaður og suðuramerísk mynstur í töskum haustsins frá Burberry.
Fallegt
Kjólar Erdem
hafa yfir sér
fágað en
drungalegt
yfirbragð.
Dýpt og
mynstur
Piletto hefur
vakið eftirtekt
fyrir notkun
sína á mynstr-
um. Í ár vakti
hann athygli
með meiri
dýpt.
Lúxus hjá Ford
Hreinar línur en
stöku flíkur í yfir-
drifnum lúxus hjá
Tom Ford eins og
þessi litaði feldur
er merki um.
Handmálað og létt Lagskipt, létt og
leikandi hjá Burberry. Lúxushirðingjar á
pöllunum.
Nælonið
í aðalhlut-
verki Svart
nælon var í
aðalhlutverki
hjá Kane í ár auk
þess sem hann
kynnti í fyrsta
sinn handtöskur.
Innblástur Erdem Málverk ef fölum
ungum hefðarmeyjum voru meðal annars
innblástur hönnuðarins.
Erdem-
prinsessur Sýn-
ing Erdem vakti
lukku, voldugar
myrkra-prinsessur
áttu pallana.