Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Blaðsíða 24
Helgarblað 21.–24. febrúar 201424 Fréttir Erlent Þjóðverji berst fyrir því að háþrýstidælur til mannfjöldastjórnunar verði ekki leyfðar í Bretlandi T æplega sjötugur Þjóðverji, Dietrich Wagner, blindaðist eftir að lögregla sprautaði í andlit hans úr öflugri vatns­ dælu á mótmælum. Atvikið átti sér stað fyrir fjórum árum í þýsku borginni Stuttgart. Nú hefur Wagner lagt land undir fót og er þessa dagana í Bretlandi þar sem hann freistar þess að hitta borgar stjóra Lundúna, Boris Johnson. Ástæðan er sú að bresk yfirvöld íhuga þessa dagana hvort taka eigi í notkun háþrýstidælur líkt og þær sem notað­ ar voru í mótmælunum í Stuttgart árið 2010. Wagner segir við breska ríkisút­ varpið, BBC, að dælurnar geti reynst stórhættulegar og hann ætli að gera sitt besta til að fá bresk stjórnvöld til að falla frá áætlunum sínum. Augun úr augnatóftunum Wagner, sem er 69 ára, slasaðist alvar­ lega þegar verið var að mótmæla nýrri miðstöð lestarsamgangna í borginni. Mótmælin fóru úr böndunum og fékk Wagner, sem er verkfræðingur að mennt, á sig vatn úr háþrýstispúl sem óeirðalögreglan notar til mann­ fjöldastjórnunar. Meiðsli hans voru meiriháttar; augnlok hans rifnuðu, andlitsbein við augun brotnuðu sem varð til þess að augun féllu úr augna­ tóftunum. Þó að afar sjaldgæft sé að fólk verði fyrir viðlíka meiðslum sýna meiðslin að vatnsbyssur sem þessar geta verið stórhættulegar, jafnvel lífs­ hættulegar. „Skyndilega fékk ég þungt högg á andlitið og féll aftur fyrir mig,“ rifjar Wagner upp. Wagner er talinn hafa rotast við höggið og rankaði hann við sér þegar tveir mótmælend­ ur báru hann í öruggt skjól. „Ég man að ég sá ekki neitt. Það var allt svart. Á þeim tímapunkti áttaði ég mig ekki á að augun stóðu út úr augnatóftunum.“ „Ofbeldistæki“ Wagner þurfti á sex aðgerðum að halda eftir atvikið. Stálplötu var meðal annars komið fyrir í höfði hans en ekki reyndist unnt að bjarga sjóninni nema að verulega takmörkuðu leyti. Er Wagner í dag einungis með átta prósenta sjón á öðru auga en alveg blindur á hinu. Í samtali við BBC segist Wagner vonast til þess að bresk yfirvöld hlusti á það sem hann hefur fram að færa og dragi lærdóm af því sem kom fyrir hann. Nú er verið að safna umsögn­ um frá almenningi um hvort lögregla fái að nota háþrýstidælur til mann­ fjöldastjórnunar en þegar á hólminn verður komið mun innanríkisráð­ herra Bretlands, Theresa May, taka ákvörðun. Boris Johnson borgarstjóri er sagður fylgjandi dælunum. „Þetta er ekki lýðræðistæki. Þetta er ofbeldis­ tæki,“ segir Wagner. Engin meiðsli í Norður-Írlandi Lávarðadeild breska þingsins ræddi um málið í síðustu viku, hvort leyfa ætti notkun háþrýstidæla, utan Norður­ Írlands þar sem byssurnar eru notaðar. Samtökin Association of Chief Police Officers í Bretlandi hafa þegar gefið skýrslu um málið þar sem meðal annars kemur fram að dælurn­ ar geti vissulega valdið „alvarlegum meiðslum og jafnvel dauða“. Þrátt fyrir það er bent á að þær hafi verið notaðar í Norður­Írlandi undanfarinn áratug og þar hafi engin meiðsli verið skráð vegna notkunar þeirra. n Blindur eftir háþrýstispúl Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Ofbeldistæki Wagner segir að vatnsbyssur séu ekkert annað en ofbeldistæki. Hann er með átta prósenta sjón á öðru auga eftir að hafa orðið fyrir barðinu á einni slíkri. Illa útleikinn Eins og sést á þessum borða var Wagner illa útleikinn eftir atvikið í Stuttgart 2010. „Á þeim tíma- punkti áttaði ég mig ekki á að augun stóðu út úr augnatóftunum Handtekinn í tengslum við morðin Rannsókn á morðunum við Annecy-vatn í Frakklandi í fullum gangi L ögreglan í Frakklandi hefur handtekið 48 ára karlmann í tengslum við viðamikla rann­ sókn á morðum við Annecy­ vatn í frönsku Ölpunum þann 5. sept­ ember árið 2012. Morðin vöktu mikla athygli á sínum tíma, ekki síst vegna þess að svo virðist vera sem um þaul­ skipulagðan verknað hafi verið að ræða. Írakskur verkfræðingur með breskt vegabréf, Saad Al­Hilli, eigin­ kona hans, Ikbal, og móðir hennar, Suhaila al­Allaf, voru myrt með köldu blóði um hábjartan dag í bif­ reið sem þau ferðuðust í. Franskur hjólreiðamaður, Sylvain Mollier, var einnig skotinn til bana en dætur Al­ Hillis, Zainab og Zeena, lifðu árásina af. Þrátt fyrir viðamikla rannsókn var lögregla engu nær en nú virðist vera sem hún sé komin á sporið. Á þriðjudag var 48 ára karlmað­ ur handtekinn vegna rannsóknar málsins. Maðurinn var handtekinn skömmu eftir að lögregla birti teikn­ ingu af mótorhjólamanni sem grun­ ur leikur á að hafi verið á svæðinu þegar morðin voru framin. Lögregla hefur ekki gefið upp hvað maðurinn heitir eða hvar hann var handtek­ inn og segir talsmaður lögreglunn­ ar í Annecy að verið sé að rannsaka hvort og þá hvernig maðurinn tengd­ ist fórnarlömbunum. Í september í fyrra greindi breska blaðið The London Evening Standard frá því að flest benti til þess að leigumorðingi hafi verið að verki. Vísaði blaðið í heimildarmann innan frönsku lögreglunnar. Sá vísaði í trú­ verðugan framburð vitnis sem sagði að leigumorðinginn hefði komið frá landi við Balkanskagann. Þá hafi morðin mögulega tengst deilum um arf innan Al­Hilli­fjölskyldunnar en vitað var að Saad Al­Hilli og bróðir hans höfðu átt í deilum um eigur sem faðir þeirra átti. Bróðir Saads, Zaid Al­Hilli, var handtekinn vegna gruns um að hafa skipulagt morðið en hon­ um var sleppt þar sem engar sannan­ ir gegn honum lágu fyrir. n einar@dv.is Teikningin Hér má sjá teikninguna sem lögregla dreifði til almennings. Nú hefur 48 ára karlmaður verið handtekinn. Sykursam- ráð skekur Þýskaland Þjóðverjar hafa um nokkurra ára skeið greitt of hátt verð fyrir sykur. Þýsk yfirvöld lögðu á dögunum 280 milljóna evra stjórnvaldssekt, jafngildi 43 milljarða króna, á þrjú stærstu fyrirtæki Þýskalands sem sýsla með sykur. Voru þau fundin sek um ólöglegt verðsamráð. Leit­ uðu fyrirtækin leiða til að hækka verð og þar af leiðandi fá meira fyrir sinn snúð frá grunlausum þýskum neytendum. Fyrirtækin sem um ræðir, Pfeiler & Langen, Südzucker og Nordzucker, hafa möguleika á að áfrýja málinu til Hæstaréttar Dusseldorf­borgar. Yfirmenn áttu þátt í sjálfsvígi Tveir yfirmenn manns sem framdi sjálfsvíg í Svíþjóð árið 2010 hafa verið dæmdir í skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar vegna dauða undirmannsins. Mennirnir störfuðu allir fyrir sveitarfélag í norðurhluta Svíþjóðar. Dómstóll í Östersund komst að þeirri niður­ stöðu í vikunni að sannað væri að yfirmennirnir, 55 og 57 ára, hefðu lagt undirmann sinn, Lars Pers­ son, í einelti sem átti sinn þátt í því að hann ákvað að svipta sig lífi. Eiginkona Persson sagði við Afton­ bladet í fyrra að eineltið hefði valdið manni hennar miklu hugar­ angri; hann fengið magakrampa, átt erfitt með svefn og að lokum hafi hann ákveðið að svipta sig lífi. Á sjúkrahús eftir kanna- biskökuát Háskólanemi í Madrid á Spáni féll í dá og níu aðrir voru fluttir á sjúkrahús á sunnudag eftir að hafa borðað köku sem innihélt kanna­ bisefni. Afmælisveisla hafði verið haldin kvöldið áður í Alfonso X­ háskólanum í Madrid þar sem hópurinn, allt karlar á aldrinum 19 til 22 ára, ætlaði að gera sér glaðan dag; borða köku og komast í vímu. Eitthvað fór kakan illa í veislugesti og þurftu allir tíu sem borðuðu kökuna að leita sér læknisaðstoðar vegna hjartsláttar­ truflana daginn eftir. Einn féll í dá sem fyrr segir en hann mun þó vera á batavegi. Ekki liggur fyrir hvort önnur efni, sem höfðu þessi áhrif, hafi verið í kökunni. Rektor skólans, José Domínguez, sagði við spænska fjölmiðla að um­ ræddum nemendum verði refsað fyrir uppátæki sitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.