Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Blaðsíða 60
Helgarblað 21.–24. febrúar 201460 Fólk Flott Sharon Stone er svo sannarlega í góðu formi. Grét yfir því vera að eldast Sharon Stone viðurkennir að það hafi ekki verið auðvelt að eldast L eikkonan Sharon Stone segist hafa grátið mikið þegar hún áttaði sig á því að hún væri að eldast. Leikkonan sem er 55 ára og á glæsilegan feril í Hollywood að baki, talaði nýlega í fyrsta skipti opinberlega um þess- ar raunir sínar. Í viðtali við tímaritið Shape segir hún frá því að þegar hún hafi nálgast fertugsaldurinn hafi hún setið tímunum saman með vínglas inni á baði, vælandi meðan hún skoðaði andlitið í stækkunar- spegli. Hún læsti sig inni á baðher- bergi og ætlaði ekki að koma út fyrr en hún væri búin að sætta sig við að hún væri að eldast. „Ég sagði við sjálfa mig, ég fer ekki héðan út fyrr en ég hef sætt mig við það að ég er að eldast. Hvernig ætla ég að fara að því?“ Hún segist hafa ákveðið að eldast vel. „Ég hugsaði með mér að ég myndi vilja vera eins og dansari þegar ég yrði gömul. Ég vildi halda mér í góðu formi. Mig langaði að vinna, dansa og teygja. Og ég vil fara í líkamsræktina.“ Sharon gerði ýmislegt annað til þess að halda sér unglegri. Hún hefur lagt áfengið á hilluna. „Ég elskaði vín einu sinni en ég drekk aldrei núna. Ég held að á vissum tímapunkti verði konur að hætta að drekka því það gerir andlitið, brjóst og miðsvæðið mjög þrútið,“ seg- ir Sharon Stone sem svo sannar- lega má segja að líti vel út miðað við aldurinn. n viktoria@dv.is Losaði sig við brjóstin Kryddpían fyrrverandi Victoria Beckham lét fjarlæga úr sér brjóstapúða sem hún fékk árið 1999. Það vakti athygli þegar Victoria birtist skyndilega með mun þrýstnari barm en hún hafði áður verið með, en hún fór við aðgerðina úr stærð 34a í stærð 34d. Victoria grínaðist með það í viðtali á dögunum að hún hefði hugsanlega keypt sér þessi brjóst en hefði þau ekki lengur. Hún hafði mikið fyrir því að komast aftur í sína raunveru- legu stærð og kann betur við sig án stóru brjóstanna. Leynilegt brúðkaup? Súperparið Leighton Meester og Adam Brody er sagt hafa gift sig í leyni. O.C.-stjarnan og Gossip Girls-stjarnan trúlofuðu sig í nóvember síðastliðnum. Brody er sagður hafa sést með hring á giftingarfingrinum á LAX-flugvellinum. Aðdáendur tóku myndir af honum og birtu á Twitter. Parið hefur þó ekki fengist til að staðfesta sögusagn- irnar. Þau Brody og Meester hafa verið saman síðan snemma á síðasta ári en þau hittust við tök- ur á myndinni The Oranges árið 2011 en hafa aldrei viljað ræða sambandið. Sögð vera að hittast Ungstirnið Miley Cyrus og hjartaknúsarinn Jared Leto eru sögð eiga vingott. Þau sáust spjalla mikið saman á Grammy-verðlaunaathöfninni í síðasta mánuði. Samkvæmt heimildarmanni tímaritsins US Weekly hafa þau verið að hitt- ast eftir hátíðina. „Miley gisti heima hjá honum í byrjun febr- úar, þau hafa verið að hittast,“ segir heimildarmaður tímarits- ins en tekur fram að það sé ólíklegt að þau muni byrja saman. Jared vilji ekki binda sig og sé kominn með leiða á sam- böndum. Þau voru einu sinni saman Manstu eftir þessum stjörnusamböndum? H lutirnir gerast hratt í heimi stjarnanna og sjaldgæft að sambönd verði langlíf. Hér má sjá nokkur pör sem einu sinni voru saman en líklega muna fæstir eftir því. n Ryan Gosling og Sandra Bullock David Arguette og Drew Barrymore Quentin Tarantino og Mira Sorvino Miley Cyrus og Nick Jonas Michael Sheen og Kate Beckingsale Cher og Tom Cruise George Clooney og Kelly Preston Matthew Perry og Julia Roberts Kiefer Sutherland og Julia Roberts Josh Groban og January Jones
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.