Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Blaðsíða 29
Umræða 29Helgarblað 21.–24. febrúar 2014 A ð sýna fordóma, merkir eigin lega, það að mynda sér skoðun á einhverju áður en skoðanamyndunin ætti í raun og veru að eiga sér stað. Þetta eru svona fyrirfram sann­ indi, einsog það að tveir plús tveir eru fjórir. Fólk ákveður að fyrirlíta einhvern, og gefur sér ástæðu sem í flestum tilvikum á ekki við nein haldbær rök að styðjast. Við ákveð­ um bara að eitthvað sé skelfilegt og ef það reynist ekki eins slæmt og við ætluðum, þá skal það samt vera al­ veg fullkomlega ömurlegt. Fordómar vegna kynþáttar, kyns, kynhneigðar, trúar, stéttar, stöðu eða einfaldlega byggðir á hreinum duttlungum, eru svo algengir að það hálfa er helmingi meira en nóg. Og það er vegna þess að yfirleitt er ver­ ið að dæma fólk vegna einhvers sem það getur ekki breytt. Það er oftar en ekki verið að dæma fólk vegna þess hvernig það er, ekki vegna þess hvað það gerir eða hvernig það hagar sér. En í raun og veru væri öllu eðli­ legra – af tveimur vondum kostum – að fordæma þá sem þekktir eru af slæmum verkum. En hvað ætli valdi því að fólk skuli temja sér fordóma? Er það kannski ótti við það, að við mun­ um sjálf þurfa verða fórnarlömb for­ dóma? Fyrsta leit að svari, fær okkur til að staldra við þá hugsun, að kannski sé þetta allt á misskilningi byggt; að fólk setji syndir, dygðir, lesti, litar­ hátt, kyn; innræti og útlit, allt undir einn og sama hattinn. Að vera fædd­ ur dökkur á hörund eða að finna til samkynhneigðar; að vera fátækur eða fæddur með þroskafrávik, er mönnum fært til tekna, rétt einsog þeir hafi sjálfir kosið sér hlutskiptið. En svo eru menn jafnvel settir á stall ef þeir ná að ávinna sér lesti, einsog króníska lygi eða óhóflega græðgi, fals, grimmd og firringu. Reyndar hefur sýnt sig að um­ burðarlyndi er vænlegra fólki til framdráttar en fordómarnir. En það er einhver framandleiki og ótti við ótta sem fær okkur til að halda að sundrung hafi einhvers konar yfir­ burði; að í stað þess að skoða fjöl­ breytileikann sem styrk, þykist fólk sjá í honum veikleika. Það er einsog okkur sé kennt að óttast okkar bestu vini. Og þetta er að gerast í heimi sem er þannig settur, í allri sinni for­ dómadýrð, að 85 karlar eiga stærri hluta kökunnar en helmingur jarðarbúa á í sinni arðrændu sam­ einingu. Fátækasti hluti jarðarbúa á minna af peningum en 85 millj­ arðamæringar. En þessir ríku karl­ ar þurfa auðvitað ekki að mæta for­ dómum: þeir njóta aðdáunar hinna sem ekkert eiga. n Sagt er það að glópagull gæsku manna sýni, að jafnan séu fíflin full af fordómanna víni. Fullkomið fordómaleysi Kristján Hreinsson Skáldið skrifar „Reyndar hefur sýnt sig að umburðarlyndi er vænlegra fólki til fram- dráttar en fordómarnir. Gamalmenni og súpukjöt S varthöfði er með mjög góða hugmynd: Einkavæð­ um heilbrigðiskerfið. Í þessu samhengi er Svarthöfði fyrst og fremst að hugsa um gamla fólkið, sem er – þrátt fyrir að hafa lagt sitt af mörk­ um í gamla daga – nú byrði á sam­ félaginu. Öll hagfræðileg rök hneigjast til þessa: Einkavæðum þetta bákn. Ríkið á ekki að sjá um gamla fólk­ ið okkar, því er ekki treystandi fyrir því. Fáum frekar að borðinu hag­ sýna og skilvirka kaupsýslumenn. Tillagan sem Svarthöfði hefur í huga er vel útskýrð í ritinu Dýrabæ, eftir sósíalistann George Orwell. Hún er ein af fáum góðum hlutum sem komið hafa frá sósíalistum – en Svarthöfða er sama hvaðan gott kemur. Fyrir þá sem ekki þekkja þá fjall­ ar ritið um það hvernig efnahagsleg og félagsleg stefna Vinstri grænna leiðir óneitanlega af sér að mein­ fýsið kommúnistasvín, sem heitir eftir frönskum einræðisherra, mun fremja valdarán, og breytast síðan í meinfýsinn mann, með alræðið í hendi sér. Eini ljósi punkturinn í annars dimmri sögu af Dýrabæ – hún fjall­ ar um hvernig réttmætum stjórn­ völdum er steypt af stóli – er tillaga Orwells um að einkavæða heil­ brigðiskerfið. Hesturinn Boxer hef­ ur unnið dyggilega allt sitt líf. Hann ætlar að verja eldri árunum á grös­ ugum ökrum Dýrabæjar. Það mun hins vegar reyna á fjárlög Dýra­ bæjar. Hann er nú orðin byrði. Því fær gölturinn Napóleón snilldarhugmynd. Hann fær einka­ aðila til þess að sjá um Boxer á eldri árum sínum. Honum er ekið á brott frá Dýrabæ í þægilegum sendiferðabíl. Boxer var ekki leng­ ur vandamál ríkisins og svínin gátu áhyggjulaus samþykkt fjárlög ársins. Stuttu síðar fóru reyndar á kreik áróðurssögur, þar sem það var fullyrt að hinn dyggi Boxer hafi endað sem súpukjöt hjá slátraranum. Það var hins vegar ekkert hæft í þeim. Þó er rétt að hrossakjötssúpan sem var á árlegu svínaballi Dýra­ bæjar var merkilega góð. Hún bar bragð eymdar, sem gefur kjöti notalegan lakkrískeim. Pínulítið eins og anís. n „Hann er nú orðinn byrði.Svarthöfði Napóleón litli Var meinfýsið kommúnistasvín. Sem þó hafði undarlega góðan hagskilning. Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni „Þetta heitir að gera sig að fífli með STÍL. Til hamingju Sigmundur og hafðu sérstakar þakkir fyrir að koma því svona skilmerkilega til þjóðarinnar hvers konar karakter þú ert. Það er þá endanlega komið á hreint.“ 40 Hilmar Jónsson þakkaði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra fyrir viðtal við Gísla Martein Baldursson í þættinum Sunnudagsmorgni. Viðtalið vakti mikla athygli. „Jájá, reyndu bara að taka upp hanskann fyrir Sigmund Davíð. Gísli Marteinn tók hann í nefið og snýtti sér svo og það fór ekki fram hjá neinum sem fylgdist með.“ 72 Eva Hauksdóttir var ósammála hagfræðingnum Ólafi Arnarsyni sem sagði Gísla Martein vera eins og geltandi smáhund í eftirminnilegu viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson. „Þeir hafa alltaf verið opinberir. Nú eru þeir bara aðgengilegri fyrir þá sem nenna ekki að leita.“ 24 Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir deildi slóð á ársreikninga Regnbogabarna. Stefán Karl hótaði málsókn gegn Hörpu Lúthersdóttur sem sagði samtökin Regnbogabörn vera „svikastarfsemi, peningakistu fyrir uppgjafar leikara“. „Það er skömm fyrir Menntaskólann á Ísafirði að notast við mann sem hefur áður gert sig beran að kvenhatri og ruddaskap. Atvikið frá 2008 sýnir berlega hverskonar mann þessi Ingvar Örn Ákason hefur að geyma.“ 58 Jón M. Ívarsson gagnrýndi þjálfara ræðuliðs MÍ, Ingvar Örn Ákason, vegna ósæmilegrar framkomu liðsins í garð kvenkyns Morfís- keppanda. 1 Súkkulaðifyrirtæki uppspretta auðs Hafnfirðings Úttekt DV um ríkustu íbúa Hafnarfjarðar. 2 „Finnst þetta yfirborðskennt, kjánalegt og væmið“ Ekki eru allir jafn ánægðir með hamingjuáskorunina. 3 „Furðulegasta viðtal sem ég hef farið í“ Sigmundur Davíð tjáði sig um viðtalið umtalaða hjá Gísla Marteini. 4 „Í besta falli hugarburður“ Lögmannsstofa segir ekkert hæft í lýsingum Kára Stefánssonar. 5 Kári stefnir lögmanninum: „Fyrir mér er þetta ekki spurning um peninga“ Snýst ekki um peninga, segir Kári Stefánsson. 6 Timberlake til Íslands Justin Tim-berlake heldur tónleika á Íslandi í sumar. Mest lesið á DV.is Myndin Dansað Hrafninn verpur snemma. Hann lætur því talsvert bera á sér þessa dagana í alls kyns loftfimleikum, gjarnan nálægt háhýsum og fjallstoppum ekki síður. MyND SIGTRyGGuR ARI Ef þau bara vissu hvað ég er mikill lúði Rut Hermannsdóttir selur dýrasta kaffið í New york. – DV Það stóð ekki til að vera með hana á brjósti svona lengi Lilja Helgadóttir sem nýlega hætti með dóttur sína, Kolbrúnu Elvi, á brjósti eftir 51 mánuð. – DV Glórulaus heimska Illugi Jökulsson um ummæli utanríkisráðherra um ástandið í Úkraínu og ESB. – Facebook
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.