Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Blaðsíða 22
Helgarblað 21.–24. febrúar 201422 Fréttir F yrir mér er nauðgari eigin­ lega það versta sem nokkur maður getur verið. Eiginlega verra en morðingi. Það var eitthvað sem ég bjóst aldrei við að yrði sagt um mig, að ég gæti í einhverju samhengi verið kallað­ ur nauðgari. Og það krafðist þess að ég horfði inn á við og velti því fyrir mér hver ég er, hvað ég er, hvort ég væri raunverulega þessi manngerð, maður sem nauðgar konu?“ Sagði þetta nauðgun Þetta segir maður á fertugsaldri sem situr fyrir framan mig og ræðir opin­ skátt um það sem tók við þegar hon­ um var gert að horfast í augu við gjörðir sínar, gjörðir sem hann mundi ekki eftir að hafa framið, ofurölvi og rænulaus. Þau voru bæði drukkin, hann man ekki hvað gerðist en hún þurfti að glíma við afleiðingarnar. Ári síðar mætti hann henni á förnum vegi. Hún sagðist eiga er­ indi við hann og spurði hvort hann myndi eftir þessu kvöldi. „Ég fór yfir það með henni, að við hefðum verið saman á barnum og farið heim til hennar. Hún spurði hvort ég myndi raunverulega ekki betur eft­ ir kvöldinu en þetta. Hún hefði dáið áfengisdauða og rankað við sér þar sem ég var ofan á henni. Þetta hafi verið nauðgun. Við tók mikil og löng þögn. Ég vissi ekki hvað ég ætti að hugsa – eða segja, svo ég sagði ekki neitt. Ekki nema að minnið væri gloppótt frá þessu kvöldi. Í minningunni áttum við bara einlægt samtal og fallega stund saman. Þannig að þegar hún sagði þetta varð ég kjaftstopp. Þetta var svakalegur skellur,“ segir mað­ urinn þar sem við sitjum við borð­ stofuborðið á heimili hans í úthverfi Reykjavíkur. Þetta er vel menntaður maður í góðri stöðu, einhleypur og barn­ laus. Hann er hávaxinn, dökkhærð­ ur og brúneygður. Klæddur í dökkar gallabuxur, vínrauða peysu og ljósa leðurskó. Hann ber sig vel og virðist hvergi banginn, situr beinn í baki á meðan hann talar og segir rólega frá. Man ekkert Aðspurður hvort atvikið hafi ekki rifjast upp fyrir honum við þetta seg­ ir hann: „Þar sem ég stóð fyrir fram­ an hana rifjaðist það upp fyrir mér þegar við vorum uppi í rúmi hjá henni að drekka bjór. En ég mundi ekki eftir því að það hafi verið eitt­ hvert kynlíf. En ég ætla henni ekki að búa þetta til. Hún var vinkona mín og hún sagðist þurfa að segja mér þetta því þetta hefði hvílt á henni. Ekki af því að hún liti á mig sem eitt­ hvert skrímsli heldur af því að þarna fannst henni á sér brotið. Hún not­ aði orðið nauðgun. Seinna velti ég því fyrir mér hvort það væri eitthvert skilgreiningaratriði, ekki að það skipti máli, hún upplifði að ég hefði brotið á henni og notaði sterkasta orðið yfir það. Mér fannst ég ekki geta sagt neitt. Ég var bara í áfalli. Það hafði aldrei neitt þessu líkt komið upp hjá mér áður og ég þekkti þetta ekki í sjálfum mér. En mér fannst ég ekki geta stað­ ið fyrir framan þessa stelpu og efast um hana. Ég man ekki einu sinni hvað gerðist.“ „Ég bara tók þessu“ Hann segir að þyrmt hafi yfir hann. „Á þessum tíma var mikil umræða í samfélaginu um vini sem brjóta kynferðislega á vinkonum sínum. Ég var nýlega búinn að ræða mikið um svona mál við vinkonur mínar og þar af eina sem sagði mér frá atviki sem hún hafði lent í. Það var ríkjandi viðhorf að ger­ andinn ætti ekki endilega að hafa sérstaka skoðun á því sem gerðist. Það væri þolandans að tala út. Ég Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is „Var ég þá ekki n Nauðgaði konu í ölæði n Man ekkert n Sjálfsmyndin hrundi n Vildi flýja n Þurfti hjálp bara skrímsli?“ „Ég var algjörlega niðurbrotinn „Mér fannst ég ekki geta staðið fyrir framan þessa stelpu og efast um hana. Ég man ekki einu sinni hvað gerðist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.