Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2014, Blaðsíða 20
20 Fréttir
Á
skrifendur Netflix, Skjásins og
Stöðvar 2 eru nú í fyrsta skipti
komnir yfir 20 þúsund talsins
á Íslandi á sérhverjum þessara
þriggja miðla. Þessi staðreynd
er dæmi um harðnandi samkeppni á
sjónvarpsmarkaði á Íslandi þar sem
tækninýjungar eins og Netflix munu
að hafa veruleg áhrif á hefðbundnar
sjónvarpsstöðvar. Sá tími er liðinn
að sjónvarpsstöð eins og Stöð 2 geti
gengið að áskrifendum sínum vísum
líkt og þegar best lét hjá stöðinni og
um 45 þúsund Íslendingar keyptu að-
gang að stöðinni.
Stöð 2 er nú sögð vera með á bilinu
23 til 27 þúsund áskrifenda á meðan
Skjárinn er kominn upp í 23 þúsund.
Viðskiptablaðið lét MMR svo vinna
könnun um áskrifendafjölda Netflix
á Íslandi sem birt var á fimmtudaginn
en samkvæmt henni þá eru tæplega
17 prósent Íslendinga komnir með
Netflix og ætluðu 5,5 prósent að-
spurðra sér að kaupa áskrift á næstu
vikum. Fjöldi Netflix-notenda mun
því væntanlega bara aukast í framtíð-
inni.
Barist gegn Netflix
Þessi aukning á Netflix-notkun leggst
misvel í stjórnendur gamalgróinna
sjónvarpsstöðva. Til að mynda hefur
Ari Edwald, forstjóri 365, beitt sér
nokkuð gegn Netflix og eins aðrir
stjórnendur hjá fjölmiðlafyrirtækinu.
Ari segir að tölurnar um notenda-
fjölda Netflix úr könnuninni komi
ekki á óvart, þær séu nokkurn veginn
eins og hann bjóst við: „Ja, þetta er
bara það sem við höfum búist við um
fjölda Netflix-notenda á Íslandi. Mín
skoðun er sú að þessi tala muni ekki
hækka þannig að hún verði ekki ógn-
un við innlent dagskrársjónvarp en
auðvitað hefur þetta áhrif á okkur.“
Formlega er Netflix ekki komið
til Íslands enda er markaðurinn hér
á landi ekki stór og því ólíklegt að
stjórnendur fyrirtækisins telji mikla
hagsmuni í því að koma hingað til
lands með starfsemi sína. Þess í stað
þá nota Netflix-notendur á Íslandi
Netflix í öðrum löndum með því þeim
hætti að þeir skrá áskrift sína þannig
að svo virðist sem þeir búi ekki á Ís-
landi heldur í einhverju öðru landi, til
dæmis Bandaríkjunum. Þannig hef-
ur fjarskiptafyrirtækið Tal byrjað að
bjóða Íslendingum upp á erlendar IP-
tölur til þess að geta nýtt sér þjónustu
Netflix.
Á einum og sama deginum í lok
október síðastliðinn skrifaði Ari
kjallaragrein í Fréttablaðið þar sem
hann gagnrýndi Tal fyrir þjónustuna
og Ólafur Stephensen ritstjóri skrif-
aði leiðara um sama efni. Gagnrýndu
þeir Tal á mismunandi forsendum og
talaði Ari meðal annars um að Netflix
gæti haft slæm áhrif á íslenska menn-
ingu: „Mikilvæg atvinnugrein fær ekki
þrifist ef hún nýtur ekki réttarvernd-
ar á borð við aðrar. Íslensk tunga og
menning eru í húfi ef kynslóðir vaxa
upp fyrst og fremst við ótextað erlent
efni. Og ríkissjóður verður af miklum
tekjum hvort sem efni er stolið án
nokkurrar greiðslu, eða útlendum
efnisveitum er greitt fyrir þjónustu
sem er ólögleg hér á landi og stend-
ur ekki skil á neinu gagnvart íslensku
samfélagi.“
Ari segir samkeppnina
raunverulega
Stjórnendur 365 eru því eðlilega
smeykir við Netflix því tilvera fjöl-
miðlafyrirtækisins til framtíðar byggir
á því að það sé með áskrifendur. Net-
flix heggur hins vegar í áskrifenda-
grunn Stöðvar 2 og hefur fjölgun Net-
flix-áskrifenda verið með nokkrum
ólíkindum á Íslandi á síðustu mánuð-
um.
Aðspurður um hvort aukning í
notkun Netflix komi sér illa fyrir Stöð
2 segir Ari Edwald: „Við getum ekki
mælt það nákvæmlega en auðvitað
má gera því skóna að þetta komi niður
á okkur. Þarna eru áskriftir, 20 þúsund
plús eða mínus, sem eru raunveruleg
samkeppni á markaðnum sem hefur
raunveruleg áhrif á heildarmyndina.
Við höfum hins vegar brugðist við
þessari samkeppni af fullri hörku.
Það er ekkert annað við þessu að
gera en að reyna bara að vera betri.
Samkeppnin á fjölmiðlamarkaði á Ís-
landi í dag er alþjóðleg, yfirvöld þurfa
að gera sér grein fyrir því. Fjölmiðla-
markaðurinn hefur gjörbreyst af því
internetið hefur engin landamæri.
Það gengur ekkert að greina fjöl-
miðlamarkaðinn á Íslandi þannig að
það séu bara RÚV, Stöð 2 og Skjárinn
á staðnum,“ segir Ari.
Harðnandi samkeppni
Á sama tíma og áskrifendatölur
þessara þriggja miðla eru yfir 20 þús-
undum þá liggur fyrir að tvær nýjar
sjónvarpsstöðvar muni hefja göngu
sína á næstu vikum á vegum fram-
leiðslufyrirtækisins Stórveldisins. Um
er að ræða stöð með innlendri dag-
skrárgerð fyrir ungt fólk í anda Popp-
tíví og dægurmálastöð sem verður
aðallega með efni sem auglýsendur
kaupa sem kynningarefni og Stór-
veldið framleiðir. Fyrrnefnda stöðin
mun heita Bravo en sú síðarnefnda
Mikligarður. Sigmar Vilhjálmsson,
framkvæmdastjóri og einn af eigend-
um Stórveldisins, segir að stöðvarnar
tvær muni hefja göngu sína í byrjun
mars.
Þá hefur 365 greint frá því að fyrir-
tækið ætli að fara í loftið með Popp-
tíví eftir verulega andlitslyftingu en sú
stöð hefur sama markhóp og Bravo-
stöð Stórveldisins, börn og ungt fólk á
aldrinum 12 til 29 ára. Erfitt er að líta
á þá aðgerð 365 á annan hátt en að
henni sé beint gegn Stórveldinu. Með
aukinni samkeppni á sjónvarpsmark-
aði gæti harka því aukist þar sem að-
ilar sem fyrir eru á markaði gætu litið
svo á að ný fyrirtæki ógni þeim.
Ari Edwald segir að hann gangist
við því að aukið púður verði sett í
Popptíví vegna tilkomu Bravo á mark-
aðinn. „Það má alveg segja að það
að gefa svolítið í þar tengist þessum
hræringum öllum. Öll þessi útspil
hafa einhver gagnvirk áhrif á það sem
er gerast […] Popptíví er á svipuðum
slóðum og Bravo, miðað við hvernig
það hefur verið kynnt. Við höfum ver-
ið að blása til sóknar þar. Við sitjum
auðvitað ekki bara hjá þegar eitthvað
nýtt er að gerast. Þá á við þar eins og
gagnvart RÚV, Netflix og öðrum að
við köstum ekkert inn handklæðinu
heldur reynum bara að veita bestu
þjónustuna.“
Sigmar segir að hann telji að klár-
lega megi segja að Bravo og Popptíví
verði í samkeppni um áhorfendur.
„Já, þar verðum við að framleiða efni
fyrir sama markhóp.“
Stöð 2 bregst því við samkeppn-
inni á sjónvarpsmarkaði og berst
gegn henni á tveimur vígstöðvum
hið minnsta – auk samkeppninnar
við Skjáinn sem staðið hefur um
árabil: Stjórnendurnir reyna að
vinna gegn útbreiðslu Netflix og nýrri
stöð er komið á koppinn til höfuðs
annarri stöð. Þá hafa Smáís, samtök
myndréttarhafa sem 365 er aðili að,
einnig unnið gegn útbreiðslu Netflix á
Íslandi og hefur verið greint frá kær-
um hjá samtökunum á hendur aðil-
um sem bjóða upp á Netflix á Íslandi.
Vinna ekki fyrir Stöð 2
Þá vekur athygli að Stórveldið vinnur
ekki fyrir Stöð 2 um þessar mund-
ir. Stórveldið vinnur hins vegar bæði
fyrir Skjáinn og Ríkissjónvarpið. Líkt
og DV greindi frá í október á síðasta
ári þá reyndu forsvarsmenn Stöðvar
2 að fara á bak við Stórveldið með því
að hafa beint samband við aðila sem
framleiðslufyrirtækið ætlaði að vinna
með að gerð dagskrárefnis. Hugsun-
in var þá sú að Stöð 2 framleiddi efnið
sem Stórveldið var búið að kynna fyrir
stjórnendum stöðvarinnar án þess
að framleiðslufyrirtækið væri milli-
liður. Meðal annars var um að ræða
tónlistar þáttinn Popp og kók.
Þá sagði einn af heimildarmönnum
DV um málið: „Svo hringdi Stöð 2
beint í annan þessara aðila og sagði:
Við viljum framleiða þetta beint með
ykkur […] Þetta eru mjög óeðlileg-
ir viðskiptahættir.“ Stöð 2 var hins
vegar ekki ágengt í þessum tilraunum
sínum.
Í umfjöllun DV kom fram að hluti
ástæðunnar fyrir þessu væri sú að
Stöð 2 ætlaði sjálft að hefja fram-
leiðslu á dagskrárefni í auknum mæli.
Freyr Einarsson, dagskrárstjóri Stöðv-
ar 2, neitaði því að stöðin hefði reynt
að bregða fæti fyrir Stórveldið með
fyrrnefndum hætti. „Þetta er bara al-
rangt; það er ekki öreind af sannleika í
þessu. Vífilfell hafði samband við Stöð
2 með hugmyndina að Poppi og kóki
og bað Stórveldið að koma að fram-
leiðsluferlinu […] Ef ég hefði viljað
framleiða þetta þá hefði ég bara tekið
þetta inn í hús til okkar.“
Undir yfirborðinu virðist því vera
talsverð spenna á milli Stöðvar 2 og
Stórveldisins.
Mikil gerjun á markaðnum
Friðrik Friðriksson, framkvæmda-
stjóri Skjásins, segir að staðan á fjöl-
miðlamarkaði í dag sé áhugaverð
þar sem mikil gerjun hafi átt sér stað.
„Þetta er bara ansi áhugaverð staða og
það er mikið að gerast á markaðnum,“
segir Friðrik aðspurður um stöðuna
á sjónvarpsmarkaði á Íslandi. „Það
er mjög margt í gangi, meðal annars
vegna áhrifanna af Netflix. Við höfum
mælt þetta hjá okkur og þá fáum við
út að áskrifendur Netflix séu um tíu
þúsund á landsvísu,“ segir Friðrik en
hann segir að Skjárinn hafi ekki fund-
ið mikið fyrir þessum aukna áskrif-
endafjölda Netflix á Íslandi ennþá.
5.000 þúsund nýir áskrifendur
Skjárinn hefur sótt mjög í sig veðrið á
síðustu mánuðum og vikum og bætt
við sig mörgum áskrifendum. Í að-
draganda frumsýningarinnar á þátt-
unum The Biggest Loser Iceland
bættust 5.000 nýir áskrifendur við
hjá Skjánum. Skjárinn hefur ekki haft
fleiri áskrifendur síðan stöðin varð
áskriftarsjónvarp árið 1999. Um 70
prósenta áhorf var á fyrsta þátt The
Biggest Loser fyrir nokkrum vikum.
Friðrik segir: „Við erum með rúm-
lega 23 þúsund áskrifendur og það er
„all time high“ hjá okkur. Við byrjuð-
um árið 2009 og við höfum ekki séð
svona háa tölu áður. Þetta eru mjög
mikil tíðindi fyrir okkur og skemmti-
leg. Ég hef ekki séð þetta áður á mark-
aðnum fyrr en núna hvernig einn
íslenskur þáttur getur haft svona
svakalega mikil áhrif eins og The
Biggest Loser hefur gert.“
„Undirbúið fyrir sölu“
Staðan á sjónvarpsmarkaðnum er því
ansi áhugaverð um þessar mundir
og hefur samkeppnin aukist talsvert.
Stöð 2 er ennþá stærsta einkarekna
stöðin og er lykilmiðill í stærsta fjöl-
miðlafyrirtæki landsins. Staða Stöðv-
ar 2 hefur hins vegar dalað nokkuð á
markaðnum og er hún ekki lengur sá
risi sem hún var. Afar ólíklegt er að
þessari stöðu verði snúið við þar sem
notkun miðla eins og Netflix mun
bara aukast á næstu árum.
Vitað er að „eitt versta geymda
n Blóðug átök á sjónvarpsmarkaði n Risinn 365 berst á
Helgarblað 21.–24. febrúar 2014
Grjóthörð
samkeppni
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Áhrifavaldur Netflix er áhrifavaldur á íslenskum sjónvarpsmarkaði enda eru íslenskir
áskrifendur nú orðnir fleiri en 20 þúsund. MyNd SHUtterStock
„Við sitjum
auðvitað
ekki bara hjá
þegar eitthvað
nýtt er að gerast