Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Blaðsíða 57
Menning Sjónvarp 57Helgarblað 7.–10. mars 2014 RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport „Ég er mjög spennt“ Þ etta leggst mjög vel í mig, ég er mjög spennt yfir komandi mánuðum. Ég er náttúrlega enn þá að læra á allar græjur og hvernig maður á að vera þannig að maður er svolítil mús fyrst en þetta venst mjög fljótt,“ segir Milla Ósk Magnúsdóttir sem leysir Dodda litla af í þættinum Eldhúsverkin. Þetta er í fyrsta sinn sem rödd Millu heyrist í útvarpinu en hún er þó al- deilis ekki ókunn heimi útvarps- ins því hún hefur unnið þar bak við tjöldin í tæknimálum um nokkurra ára skeið. „Ég er útsendingarstjóri frétta í útvarpinu og hef komið að dagskrárgerð eins og í Maður ársins og um verslunarmannahelgar en aldrei áður verið röddin í útvarp- inu,“ segir hún. Fyrsti þátturinn fór í loftið á mánu- dag en Milla kemur til með að leysa Dodda litla af í þrjá mánuði. En eru þau ekki með ólíkan tónlistarsmekk? „Að vissu leyti erum við með ólíkan tónlistarsmekk já, hann er svolítið rokkaðri og ég er meira í elektrónískri tónlist. En ég held það búi sami eitís- og næntísperri í okkur báðum.“ Þátturinn er á dagskrá alla virka daga frá 18.30–19.00. n viktoria@dv.is Laugardagur 8. mars Milla Ósk stýrir Eldhúsverkunum á Rás 2 Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 11:05 La Liga Report 11:35 Meistaradeild Evrópu 12:05 FA bikarinn - upphitun 12:35 FA bikarinn 14:50 Spænski boltinn 2013-14 17:00 NBA 17:20 FA bikarinn 19:00 Sjálfstætt fólk (22:30) 19:30 Búrið 20:00 UFC Live Events 23:00 Spænski boltinn 2013-14 00:40 Dominos deildin 01:10 NBA (Rodman Revealed) 10:15 Messan 11:35 Match Pack 12:05 Enska úrvalsdeildin 12:35 Premier League 2013/14 19:30 Premier League 2013/14 22:50 Premier League 2013/14 00:30 Premier League 2013/14 08:35 We Bought a Zoo 10:35 The Marc Pease Experience 12:00 Big 13:45 Greenfingers 15:15 We Bought a Zoo 17:20 The Marc Pease Experience 18:45 Big 20:30 Greenfingers 22:00 Dark Tide 23:55 Final Destination 4 01:20 Blitz 03:00 Dark Tide 15:50 The Cleveland Show 16:10 Junior Masterchef Australia (10:22) 16:55 American Idol (14:37) 18:15 American Idol (15:37) 19:00 Jamie's 30 Minute Meals (3:40) 19:30 Raising Hope (4:22) 19:50 The Neighbors (16:22) 20:10 Cougar town 4 (10:15) 20:30 Memphis Beat (3:10) 21:15 Dark Blue 21:55 Veronika Decides To Die 23:40 Scorpion King 3 01:20 Unsupervised (7:13) 01:40 Brickleberry (7:10) 02:05 Dads (16:18) 02:25 The League (1:13) 02:50 Do No Harm (13:13) 03:30 Jamie's 30 Minute Meals (3:40) 03:55 Raising Hope (4:22) 17:15 Strákarnir 17:45 Friends 18:10 Seinfeld (12:24) 18:35 Modern Family 19:00 Two and a Half Men (3:24) 19:25 The Practice (7:13) 20:10 Footballers Wives (2:9) 21:00 Game of Thrones (6:10) 22:00 Entourage (2:12) 22:30 Krøniken (18:22) 23:30 Ørnen (17:24) 00:30 The Practice (7:13) 01:15 Footballers Wives (2:9) 07:00 Barnatími Stöðvar 2 07:01 Waybuloo 07:21 Strumparnir 07:45 Doddi litli og Eyrnastór 08:00 Algjör Sveppi 09:40 Villingarnir 10:05 Tommi og Jenni 10:30 Kalli kanína og félagar 10:55 Scooby-Doo! 11:15 Batman 11:35 Big Time Rush 12:00 Bold and the Beautiful 12:20 Bold and the Beautiful 12:40 Bold and the Beautiful 13:00 Bold and the Beautiful 13:20 Bold and the Beautiful 13:45 Ísland Got Talent 14:35 Life's Too Short (2:7) 15:05 Stóru málin 15:45 Sjálfstætt fólk (24:30) 16:30 ET Weekend 17:15 Íslenski listinn 17:45 Sjáðu 18:15 Leyndarmál vísindanna 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 The Crazy Ones (10:22) 19:15 Lottó 19:20 Two and a Half Men (8:22) 19:45 Spaugstofan 21:45 The Place Beyond the Pines 7,4 Dramatísk spennumynd frá 2012 með Ryan Gosling, Bradley Cooper og Eva Mendes í aðalhlut- verkum. Luke vinnur við að leika í áhættuatriðum á mótorhjólum og bílum. Hann snýr sér að bankaránum til að geta séð sómasamlega fyrir nýfæddum syni sínum. Til allrar óhamingju þá verða glæpir hans til þess að hann lendir upp á kant við Avery Cross sem er metnaðarfullur stjórnmálamaður og fyrrum lögreglumaður. Toppmynd sem hefur fengið frábæra dóma. 00:05 Private Lives of Pippa Lee 6,5 Hjartnæm og skemmtileg mynd. Robin Wright Penn, Alan Arkin, Keanu Reeves, Maria Bello, Winona Ryder, Julianne Moore og Monica Bellucci fara með aðalhlutverkin. 01:40 The Rum Diary 6,2 Skemmtileg mynd frá 2011 með Johnny Depp í aðal- hlutverki. Myndin er byggð á skáldsögu eftir Hunter S. Thompson. Depp leikur drykkfelldan blaðamann sem flytur til Puerto Rico á sjöunda áratug síðustu aldar til að skrifa fyrir lítið dagblað en það reynist meira ævintýri en hann óraði fyrir. 03:35 127 Hours 05:05 Spaugstofan 05:35 Fréttir 06:00 Pepsi MAX tónlist 10:35 Dr. Phil 11:15 Dr. Phil 11:55 Top Chef (13:15) 12:40 Got to Dance (9:20) 13:30 Judging Amy (5:23) 14:15 Sean Saves the World (9:18) 14:40 The Voice (3:28) 16:10 The Voice (4:28) 16:55 Svali&Svavar (9:12) 17:35 The Biggest Loser - Ísland (7:11) 18:35 Franklin & Bash (8:10) lögmennirnir og glaum- gosarnir Franklin og Bash eru loks mættir aftur á SkjáEinn. Þeir félagar starfa hjá virtri lögmannsstofu en þurfa reglulega að sletta úr klaufunum. 19:20 7th Heaven (9:22) Banda- rísk þáttaröð þar sem Camden fjölskyldunni er fylgt í gegnum súrt og sætt. Faðirinn Eric og móðirin Annie eru með fullt hús af börnum og hafa því í mörg horn að líta. 20:00 Once Upon a Time (9:22) Lífið í Story Brook er aldrei hversdagslegt þar sem allar helstu ævintýrapersónu veraldar lifa saman í allt öðru en sátt og samlyndi. 20:45 Made in Jersey 5,5 (6:8) Skemmtilegir þættir um stúlku sem elst upp í Jersey en fer svo í laganám. Þegar til kastanna kemur hefur uppvöxturinn í gettóinu hjálpað henni frekar en hitt. 21:30 90210 (9:22) Bandarísk þáttaröð um ástir og átök ungmennanna í Beverly Hills þar sem ástin er aldrei langt undan. 22:10 The Mexican 6,1 Stjörnum prýdd mynd með Brad Pitt, Julia Roberts og James Gandolfini í aðalhlutverk- um. Pitt leikur mann sem þarf að flytja ævaforna byssu milli staða sem kölluð er "mexíkóinn" en bölvun er talin hvíla á gripnum. 00:15 Trophy Wife (9:22) 00:40 Blue Bloods (9:22) 01:25 Mad Dogs (3:4) 02:10 Made in Jersey (6:8) 02:55 Friday Night Lights (8:13) 03:35 The Tonight Show 04:20 The Tonight Show 05:05 The Borgias (1:10) 05:50 Pepsi MAX tónlist 07.00 Morgunstundin okkar 07.01 Smælki (18:26) 07.04 Háværa ljónið Urri (7:52) 07.14 Tillý og vinir (18:52) 07.25 Múmínálfarnir 07.35 Hopp og hí Sessamí 08.00 Um hvað snýst þetta allt? (11:52) 08.05 Sebbi (50:52) 08.15 Músahús Mikka (7:26) 08.37 Úmísúmí 09.00 Paddi og Steinn (155:162) 09.01 Abba-labba-lá (30:52) 09.14 Paddi og Steinn (156:162) 09.15 Millý spyr (29:78) 09.22 Loppulúði, hvar ertu? 09.35 Kung Fu Panda (13:17) 09.58 Robbi og Skrímsli (22:26) 10.20 Stundin okkar 888 e 10.50 Hvað er góður endir? e 11.20 Landinn 888 e 11.50 Gettu betur e (5:7) 12.55 Brautryðjendur 888 e 13.20 Kiljan e 14.00 Vetrarólympíumót fatlaðra (Sleðahokkí) 16.00 Djöflaeyjan 888 e 16.30 Skólaklíkur (Greek V) 17.15 Babar 17.38 Grettir (18:52) 17.50 Ég og fjölskyldan mín – Hassan (4:10) 18.05 Táknmálsfréttir 18.15 Ævar vísindamaður 888 (6:8) 18.45 Gunnar Gunnar "á völlum" stýrir umræðuþætti sem gæti verið sá besti í íslensk- um fjölmiðlum í dag. 18.54 Lottó 19.00 Fréttir 19.20 Veðurfréttir 19.25 Íþróttir 19.40 Hraðfréttir 888 e 19.50 Grínistinn 888 (1:4) Laddi hefur skemmt þjóðinni um áratugaskeið. Flest þekkj- um við þó persónurnar sem hann leikur betur en manninn sjálfan. Hver er maðurinn á bakvið gervin? Gísli Einarsson fær vini og samferðarmenn Ladda sér til aðstoðar við að draga upp nærmynd af Þórhalli Sigurðssyni, Ladda. 20.35 Leyndarmál Mánaekru (Secret of Moonacre) Hugljúf fjölskyldu- og ævintýramynd um hina munaðarlausu Mariu sem hefur nýtt líf hjá sérvitrum frænda sínum á Moonacre óðalssetrinu og kemst að því að hún er í raun prinsessa. Aðalhlutverk: Ioan Gruffudd, Dakota Blue Richards, Tim Curry. 22.15 Hliðarspor 7,6 (Sideways) Stórskemmtileg mynd um tvo miðaldra vini í tilvistarkreppu, sem ákveða að fara í steggjaferð um vínekrur Kaliforníu rétt áður en annar þeirra giftir sig. Aðalhlutverk: Paul Giamatti, Thomas Haden Church og Virginia Madsen. Leikstjóri: Alexander Payne. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. 00.20 Dráparinn – Útópía (Den som dræber) Dönsk spennumynd byggð á sögu eftir Elsebeth Egholm. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 01.45 Útvarpsfréttir ÍNN 19:00 Tíska.is 19:30 Eldað með Holta 20:00 Hrafnaþing 21:00 Stjórnarráðið 21:30 Skuggaráðuneytið 22:00 Árni Páll 22:30 Tölvur,tækni og kennsla 23:00 Fasteignaflóran 23:30 Á ferð og flugi 00:00 Hrafnaþing Uppáhalds í sjónvarpinu „Er búinn að vera froðu- fellandi yfir House of Cards síðustu vikur en kláraði aðra seríu um daginn, stórkostlegir þætt- ir. House of Cards kemst á topp 3 ásamt Twin Peaks og Brideshead Revisited – nú er að sjá hvort True Detective komist á þann lista.“ Guðmundur Jörundsson fatahönnuður House of Cards Bak við tjöldin Milla leysir Dodda af litla af. MyND DV SIGTRyGGUR ARI Tryggvagötu 11 · 101 Reykjavík · Sími 512 7000 · www.dv.is Síðustu ár í lífi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hafa verið afdrifarík. Hún var utanríkisráðherra þegar hrunið reið yfir. Nokkrum mánuðum síðar barðist hún við alvarleg veikindi. Hún venti kvæði sínu í kross haustið 2011 og tók við starfi yfirmanns Kvennahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Afganistan. Þar hefur hún vaknað við sprengingar og oftar en einu sinni þurft að flýja í sprengjuvirki. Lífið sem hún lifir í dag er óvenjulegt en að sama skapi hefur hún lært mikið. Verkefninu fer senn að ljúka en Jón Bjarki Magnússon er staddur í Kabúl og ræddi við hana um lífið þar. Ég hitti Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur á Flower Street Café í miðborg Kabúl. Planið er að heimsækja búðir Sameinuðu þjóðanna sem eru í næsta nágrenni höfuðborgarinnar, en þar býr hún og starfar þessa dagana. Eftir smá hvíld frá heitri eyðimerkursólinni undir trjám í garði kaffihússins leggjum við í hann. Hér í Kabúl ferðast Ingibjörg um í brynvörðum bíl merktum Sameinuðu þjóðunum og það fyrsta sem hún gerir þegar við komum inn í bílinn sem bíður fyrir utan er að kynna mig fyrir bílstjóranum sínum. „Þetta er samlandi minn frá Íslandi, hann er blaðamaður. Nú verður þú að segja honum hvað ég er frábær yfirmaður,” segir Ingibjörg og bílstjórinn hlær, greinilega vanur slíku gríni hjá yfirmanni sínum. Skrifstofa í henglum Áður en við höldum áleiðis í gegnum rykuga borgina biður Ingibjörg bílstjórann um að koma við í bakaríi við vegkantinn til að kaupa „besta brauðið í bænum“ eins og hún orðar það. Afganskir hermenn með alvæpni eru á hverju götuhorni og brynvarðir hertrukkar þjóta fram úr okkur á fullu spani svo sandurinn og drullan þyrlast upp í kringum þá. „Þetta er vegurinn til Jalalabad, hættulegasti vegurinn í Kabúl,“ segir Ingibjörg þar sem við þeysum fram hjá afgönskum leirhúsum sem standa lágreist við veginn. Talandi um hætturnar sem leynast í landinu, þá segir Ingibjörg mér frá því að nýlega hafi fólk sem hún kannaðist við, starfsfólk Sameinuðu þjóðanna, látist í sprengjuárás. „Það var ákveðið sjokk. Þótt ég geti kannski ekki sagt að ég venjist því að heyra um sprengjuárásir hér og þar, þá er það allt öðruvísi þegar maður kannast við fólkið sem á í hlut, það verður allt svona nálægara og raunverulegra.“ Skemmtilegt að ögra sér Ingibjörg hóf störf sem yfirmaður UN Women í Afganistan í nóvember 2011 og hefur verið hér í landinu síðan. Hún vissi þá þegar að hún ætti erfitt verk fyrir hönd- um: „Svo það sé bara sagt eins og það var; skrifstofan var í algjörum henglum.“ Vegna mannskæðrar árásar sem gerð var á gistiheimili starfsfólks Sameinuðu þjóðanna í október 2009 hættu nærri allir alþjóðastarfsmenn UN Women – sem þá kallaðist UNIFEM – störfum og yfirgáfu landið. Í kjölfarið þurfti að ráða nýja starfsmenn. „Mér fannst sem sagt áhugavert að byggja upp þessa skrifstofu og orðspor samtakanna.“ Ingibjörg vann mikið fyrsta árið og hún segir að þessi uppbygging á stofnuninni hafi algjörlega haldið henni uppi til að byrja með. „Núna er þetta komið á frekar gott skrið,“ segir hún og tekur fram að afar gott og fært starfsfólk starfi nú með henni á skrifstofunni. „Þetta er búið að vera rosalega töff og ögrandi verkefni en að sama skapi skemmtilegt. Það er alltaf skemmtilegt að byggja eitthvað upp.“ Hún segir þetta alltaf vera spurningu um að færa út sín eigin landamæri. „Þetta er svolítið skrýtið líf.” Vaknaði upp við sprengingar í Kabúl Ingibjörg Sólrún Ingibjörg vinnur sex daga vikunnar en verkefni hennar snúa að því að bæta stöðu kvenna í Afganistan. Fáðu meira með netáskrift DV 790 krónurá mánuði* n Ótakmarkaður aðgangur að DV.isn Aðgangur að DV á rafrænu formi *fyrstu þrjá mánuðina. Eftir það kostar mánuðurinn 1.790 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.