Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Blaðsíða 24
24 Fréttir Erlent Helgarblað 7.–10. mars 2014 LitLa kaLda stríðið í Úkraínu n spennan í Úkraínu gæti breyst í stríð n Bræðraþjóðir gegn hvor annarri n Úkraína gjaldþrota og nýir valdhafar eru sestir á valdastóla n Hermenn Pútíns segjast vera frá Mars n ýir valdhafar eru sestir á valdastóla í Kænugarði (Kiev) í Úkraínu, eftir ein mestu mótmæli í Evrópu í langan tíma. Þeim lauk með því að forseti landsins, Viktor Janúkóvits, hrökklaðist frá völdum og flúði land. Í kjölfar þess réðust ómerktar hersveitir frá Rússlandi inn á Krímskaga, til þess að „vernda rússneska hagsmuni og borgara,“ eins og það heitir. Vladimír Pútín, forseti Rúss- lands, hefur lýst aðgerðinni sem „mannúðaraðgerð“ en fáar frá- sagnir er að finna fjölmiðlum um að Rússum á Krímskaga hafi verið ógnað af Úkraínumönnum. Enginn veit í raun hvaða hermenn Rússa er um að ræða og í samtali við frétta- konu sænska ríkissjónvarpsins, sögðust þeir vera frá Mars! En þeir sögðust engu að síður vera vanir bardagamenn, sem hefðu barist í Georgíu, Tsjetsjeníu og víðar! Hinn flúni forseti hefur beðið Rússa um að taka málin í sínar hendur. Utan- ríkisráðherra Svía, Carl Bildt, hef- ur í framhaldi af því kallað hann „Kvisling“ það er að segja mann sem vinnur með hersetuliði, eft- ir hinum norska Vidkun Quisling, sem vann með nasistum sem her- námu Noreg í seinni heimsstyrjöld. Gríðarleg spenna er í Úkraínu og ný stjórn glímir við næstum óyfir- stíganleg vandamál. Forsætisráðherra af gyðingaættum Einn þeirra flokka sem komin er til valda í Úkraínu er Frelsisflokk- urinn (Svoboda). Flokkurinn fékk stól varaforsætisráðherra og rík- issaksóknara í sinn hlut, sem og embætti varnarmálaráðherra. Alls eru fjórir flokkar sem mynda nýja ríkisstjórn Úkraínu og spurn- ingin sem er aðkallandi núna er hvort nýja stjórnin ræður við ástandið, hvort henni tekst til dæmis að fylkja landsmönnum að baki sér. Svoboda-flokkurinn er and-kommúnískur flokkur og telst einnig vera þjóðernishyggju- flokkur. Farið hefur það orð af flokknum að þar rúmist einnig einstaklingar sem hafa andúð á gyðingum. Hinn nýi forsætisráð- herra, Arseny Jatsenjúk, er einmitt af gyðingaættum, en hann er úr Föðurlandsbandalaginu, hinum stóra stjórnar flokknum. Fróðlegt verður því að sjá hvernig sambúð- in mun ganga. Fulltrúar mótmæl- enda fengu einnig sæti í stjórninni, sem og flokkur óháðra. Púðurtunna Síðustu daga hefur verið rafmagn- að andrúmsloft í Úkraínu vegna aðgerða Rússa á Krímskaga og á þriðjudag sagði Pútín Rússlands- forseti að byltingin í Úkraínu væri ekkert annað en ólögmætt valda- rán, sem stæðist ekki stjórnar- skrá landsins. Líkja má landinu við púðurtunnu og eru menn aftur byrjaðir að tala á kaldastríðsnót- um, þegar stórveldin héldu uppi ógnarjafnvægi í heimsmálunum í krafti gríðarlega birgða kjarnorku- vopna. Langt er síða álíka spenna hefur ríkt á milli Vesturveldanna og Rússlands og snýst málið að mestu leyti núna um Krímskaga og hagsmuni Rússa þar. „Sérstakar“ aðstæður Innrás Rússa á Krímskaga hófst með þessum orðum Pútíns: „Vegna hinna sérstöku aðstæðna í Úkraínu og ógnar sem steðjar að rússnesk- um ríkisborgurum, fer ég þess á leit við efri deildina að fá að beita rúss- neskum hersveitum á úkraínsku landsvæði þangað til ástandið verður að nýju eðlilegt.“ Þetta er beiðnin sem Vladimír Pútín lagði fram í efri deild Dúmunnar (rúss- neska þingsins) og var samþykkt þar. Í kjölfar þess streymdu rúss- neskir hermenn til Krímskaga. Reyndar er talið að rússneskir her- menn hafi verið byrjaðir að fara til Krímskagans áður en þingið sam- þykkti beiðni Pútíns. Engar fregn- ir hafa hins vegar borist af ógn eða tilræðum við Rússa af hálfu Úkra- ínumanna. Krímskagi mikilvægur Rússum Krímskagi er um það bil einn fimmti hluti Íslands að stærð og til- heyrði Rússum frá árinu 1783. Þar á undan var skaginn undir stjórn Ottóman-veldis Tyrkja. Nikita Krústsjov, leiðtogi Sovétríkjanna frá 1953–1964 var sjálfur frá Úkra- ínu og ákvað að færa Úkraínu skag- ann árið 1954. Ákvörðun sem er umdeild og tengist átökum dags- ins í dag. Við endalok Sovétríkj- anna árið 1991 hélt skaginn áfram að tilheyra Úkraínu. Hann hefur gríðarlega hernaðar þýðingu, sem birtist í því að með aðstöðu þar hafa Rússar greiðan aðgang að Miðjarðarhaf- inu, Atlantshafi og Indlandshafi (í gegnum Súez-skurðinn í Egypta- landi). Rússneski flotinn væri í raun vængstýfður án aðstöðunnar á Krímskaga. Sérstakur samningur er í gildi á milli Rússa og Úkraínumanna um aðstöðuna í Sevastopol og gildir hann fram á miðja þessa öld. Rúss- ar eru í meirihluta íbúa skagans, eða um 60%, Úkraínumenn eru að- eins um 25% íbúanna. Frá hruni Sovétríkjanna hefur Krímskaginn notið sjálfstjórnar og síðustu daga hefur ákall um atkvæðagreiðslu um aukna sjálfsstjórn heyrst. Skotum hleypt af Ástandið er gríðarlega eldfimt og síðastliðinn þriðjudag var skotum hleypt af við Belbek-herflugvöllinn í Sevastopol, þar sem rússneskir og úkraínskir hermenn stóðu andspænis hvor öðrum. Rússnesk- ir hermenn sem stóðu vörð um hertekinn flugvöllinn hleyptu af nokkrum hrinum úr AK-47-riffl- um. Atburðir sem þessir geta auð- veldlega kveikt bál sem gæti logað lengi og af miklum krafti. Í sam- tali við BBC sagðist Jan Eliasson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, hafa orðið mjög skelkaður yfir þessu og velt því fyrir sér hvort þetta væri líkt og í Sarajevo árið 1914, þegar pólitískt morð hleypti af stað fyrri heims- styrjöldinni. Sama daga gaf John Kerry, utan ríkisráðherra Bandaríkjanna, einnig út yfirlýsingu þess efnis að Bandaríkjastjórn hygðist veita Úkraínu 120 milljarða íslenskra króna tryggingu fyrir láni og ESB hefur einnig sagt að það sé reiðu- búið að hjálpa Úkraínu að greiða um 250 milljarða skuld landsins við Gazprom, hins ríkisrekna olíu- risa Rússlands, sem sér Úkraínu Þetta hefur gerst í Úkraínu 21. nóvember, 2013 Úkraínustjórn hættir við samningaviðræður við ESB um efnahagssamstarf og snýr sér að Rússlandi. Mótmæli hefjast í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. 24. nóvember Um 200.000 manns mótmæla á „Sjálfstæð- istorginu“ í Kænugarði. 30. nóvember Óeirðalögregla lætur mót- mælendur finna fyrir sér og um 40 manns særast. 17. desember Þáverandi forseti lands- ins, Viktor Janúkóvits, fer til helsta stuðningsaðila síns, Vladimírs Pútín, for- seta Rússlands, og fær boð um risastóran stuðnings- pakka frá Rússum. Úkraína rambar á barmi gjaldþrots. 19. janúar 2014 Tugir særast í aðgerðum óeirðalögreglu í Kænu- garði. 25. janúar Janúkóvits býður stjórnarandstöð- unni aðild að ríkisstjórninni, því boði er hafnað. 28. janúar Mikola Azarov forsætisráðherra segir af sér. 3. febrúar ESB, BNA og Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn íhuga stuðn- ingspakka til Úkraínu, gegn því að landið útfæri áætlun um pólitískar umbætur. 18. febrúar Fjöldi almennra borgara og lög- reglumanna falla í miklum óeirðum í Kænugarði. 22. febrúar Þingið í Kænugarði setur Viktor Janúkóvits af sem forseta landsins, daginn eftir flýr hann höfuðborgina og síðan til Rússlands. 26. febrúar Rússland byrjar her- æfingu við landamæri Úkraínu. 27. febrúar Þingið í Simferopol, höfuðborg Krímskagans (þar sem meirihluti íbúa er Rússar), fer fram á atkvæðagreiðslu um sjálfstæði. 28. febrúar Viktor Janúkóvits (sem hvarf í nokkra daga) kemur fram opinberlega í rússneska bænum Rostov og segist enn vera lögmætur forseti landsins. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Hverjir eru þeir? Krímskagi fylltist af ómerktum, en þungvopn- uðum, rússneskum hermönnum í byrjun vikunnar. Þeim er ætlað að gæta Rússa á Krímskaga. Í samtali við fréttakonu sænska sjón- varpsins sögðust umræddir hermenn vera frá plánetunni Mars!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.