Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Blaðsíða 26
26 Fréttir Erlent Helgarblað 7.–10. mars 2014 milljarðamæringar Níu splunkunýir n Þetta eru nýju andlitin á lista Forbes yfir ríkustu einstaklinga heims F áar breytingar hafa orðið á röð ríkustu einstaklinga heims samkvæmt nýjum lista Forbes sem birtur var í vikunni. Bill Gates var þar efstur á blaði og Mexíkóinn Carlos Slim vermdi ann- að sætið, en þeir höfðu sætaskipti milli ára. Er Bill Gates nú metinn á 76 milljarða Bandaríkjadala en Carlos Slim 72 milljarða. Í þriðja sæti er Amancio Ortega, stofnandi Zöru, og í fjórða sæti á lista Forbes er fjárfestir- inn Warren Buffet. Í næstu sætum á eftir eru Larry Ellison, Charles Koch, David Koch, Sheldon Adel- son, Christy Walton og Jim Walton. Þetta eru því tíu ríkustu einstak- lingar heims samkvæmt Forbes. Samkvæmt úttekt Forbes eru millj- arðamæringar heimsins 1.645 tals- ins, en eina skilyrðið sem við- komandi þarf að uppfylla til að komast á listann er að eiga einn millj- arð dala, eða 112 milljarða króna. Fjölmargir nýir einstaklingar komust á lista Forbes að þessu sinni og tók DV saman nokkra áhugaverða einstaklinga sem ekki hafa áður sést á listum Forbes. Tveir af nýliðunum á listanum eru þeir Jan Koum og Brian Acton sem komust í heimsfréttirnar á dögunum þegar þeir seldu uppfinn- ingu sína, WahtsApp, til samskipt- arisans Facebook í febrúarmánuði síðast l iðnum. Er áætlað að hvor um sig hafi grætt hundruð milljarða á þeirri sölu. n 1 Jan Koum Metinn á: 768 milljarðar Þjóðerni: Úkraína/Bandaríkin Ríkur vegna: WhatsApp n Jan Koum er maðurinn á bak við farsímasmáforritið WhatsApp sem gerir fólki meðal annars kleift að senda skilaboð sín á milli í netforriti í stað þess að senda SMS. Fyrirtækið var selt fyrir nítján milljarða Bandaríkjadala, 2.145 milljarða króna, til Facebook í febrúar síðastliðnum. Koum er meðstofnandi fyrirtækisins sem bjó WhatsApp til en það varð til árið 2009. Notendur forritsins eru 430 milljónir. Koum er fæddur í Úkraínu en fluttist til Bandaríkj- anna þegar hann var 16 ára. 2 Patrick Drahi Metinn á: 711 milljarðar Þjóðerni: Frakkland Ríkur vegna: Fjarskiptaiðnaður n Drahi stofnaði alþjóðlega símafyrirtækið Altice árið 2001 og fór með það á hlutabréfamarkað í janúar síðastliðnum. Drahi er með fingurna í fjölmörgum verkefnum og fyrirtækjum víðs vegar um Evrópu. Þetta eru fyrirtæki sem eru umsvifamikil á sviði fjar- skipta í löndum eins og Frakk- landi, Belgíu, Ísrael og Portúgal svo nokkur séu nefnd. Drahi er fæddur í Casablanca í Marokkó og hefur áður starfað fyrir fyrirtæki á borð við Philips og Kinnevik í Svíþjóð. 3 Sandra Ortega Metin á: 688 milljarðar Þjóðerni: Spánn Rík vegna: Fatakeðjan Zara n Sandra er dóttir Amancio Or- tega, stofnanda fatarisans Inditex sem meðal annars á fatakeðjuna Zara sem Íslendingar ættu að þekkja. Amancio Ortega er einmitt þriðji á lista yfir ríkustu einstak- linga í heimi. Ástæða fyrir veru Söndru á lista Forbes er sú að hún erfði gríðarleg auðæfi þegar móðir hennar, Rosalia Mera, lést skyndilega í ágúst á síðasta ári. Eftir fráfall Rosaliu tók hún að sér stjórn góðgerðasjóðs sem móðir hennar stofnaði, en hann styður meðal annars við fólk með geðræn vandamál. 4 Joseph Tsai Metinn á: 417 milljarðar Þjóðerni: Kanada Ríkur vegna: Netviðskipti n Tsai er stofnandi Alibaba Group, en fyrirtækið rekur meðal annars netviðskiptavefinn Alibaba.com. Þá rekur fyrirtækið vefinn Taobao, sem er sambærilegur uppboðsvefn- um eBay, og nýtur hann mikilla vinsælda í Asíu. Vefurinn er í hópi tuttugu mest sóttu vefja heims. Tsai er fæddur í Taívan og kláraði lögfræðinám við hinn virta Yale-há- skóla í Bandaríkjunum áður en hann stofnaði Alibaba árið 1999. Tsai er eigandi háfleiksliðs í Hong Kong, en hann er mikill aðdáandi þessarar íþróttagreinar sem er flestum Vestur landabúum nokkuð framandi. 5 Evan Williams Metinn á: 395 milljarðar Þjóðerni: Bandaríkin Ríkur vegna: Twitter n Um Williams er stundum sagt að hann hafi farið frá 140 stafabilum (hámarkslengd tísta á Twitter) yfir í að eiga tæplega 400 milljarða króna. Og það á innan við einum áratugi. Williams er meðstofnandi samskiptavefjarins Twitter og jukust auðæfi hans verulega þegar Twitter fór á hlutabréfamarkað í október síðastliðnum. Þó að hann sitji enn í stjórn fyrirtækisins ein- blínir hann þessa dagana að stóru leyti á bloggvél sína, Medium, sem nýtur sívaxandi vinsælda. 6 Issad Rebrab Metinn á: 361 milljarður Þjóðerni: Alsír Ríkur vegna: Matvæli n Rebrab er sonur uppreisnar- manns sem barðist í sjálfstæðisstríði Alsíringa við Frakka upp úr miðri tuttugustu öldinni. Rebrab er talinn vera fyrsti milljarðamæringurinn sem kemur frá Alsír, en hann er áttundi ríkasti maður Afríku. Hann á auðæfi sín að þakka matvælafyrir- tæki sínu Cevital sem er stærsta einkarekna fyrirtæki Alsír. Fyrirtækið, sem var stofnað árið 1988, einblínir á matvælaframleiðslu en er einnig fyrirferðarmikið á öðrum vettvangi í Alsír, meðal annars í stáliðnaði og landbúnaði. 7 Lawrence Ho Metinn á: 338 milljarðar Þjóðerni: Hong Kong Ríkur vegna: Spilavíti n Lawrence Ho er sonur Stanley Ho, sem er lifandi goðsögn í heimi spilavíta í sérstjórnarhéraðinu Makaó í Kína. Í umfjöllun Forbes um Lawrence kemur fram að virði hlutabréfa í fyrirtæki hans Melco International hafi hækkað mikið undanfarin misseri, en fyrirtækið er skráð í kauphöllinni í Hong Kong. Fyrirtækið á og rekur spilavíti í Makaó og í Maníla, höfuðborg Filippseyja. Makaó dregur til sín milljónir ferða- manna á hverju ári og halda ófáir þangað eingöngu til að heimsækja spilavítin. 8 Brian Acton Metinn á: 338 milljarðar Þjóðerni: Bandaríkin Ríkur vegna: WhatsApp n Líkt og Jam Koum á Brian Acton auðæfi sín að þakka smáforritinu WhatsApp sem Facebook keypti á dögunum fyrir stjarnfræðilega upphæð. Árið 2009 sótti Acton um starf hjá Facebook, en hafði ekki erindi sem erfiði. Á þeim tíma var hann reynslumikill verkfræðingur sem meðal annars hafði starfað fyrir Yahoo! og Apple. Það sem gerðist eftir það þekkja allir, Face- book keypti WhatsApp og gerði Acton um leið að margföldum milljarðamæringi. 9 F. Alakija Metin á: 282 milljarðar Þjóðerni: Nígería Rík vegna: Olíuiðnaður n Alakija er fyrsta konan í sögu Nígeríu sem verður milljarða- mæringur, samkvæmt umfjöllun Forbes. Á áttunda áratugnum vann hún sem ritari í banka áður en hélt til Bretlands til að læra fata- hönnun. Þegar hún sneri aftur til Nígeríu stofnaði hún fatafyrirtækið Supreme Stitches sem framleiðir fín föt fyrir heldri konur í Nígeríu. Þaðan lá leiðin í olíubransann þar sem hún er meðal annars varafor- maður stjórnar í olíufyrirtækinu Famfa Oil Limited. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.