Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Blaðsíða 30
30 Umræða Helgarblað 7.–10. mars 2014 Grímsskagi Umsjón: Henry Þór Baldursson Kúgun í fimmhundruð ár Í slendingar hafa alltaf verið kúguð þjóð, ekki af öðrum þjóð- um heldur forréttindahópum sem hafa haft völd á Íslandi í hundruð ára. Það voru ekki Dan- ir sem kúguðu okkur þótt að reynt hafi verið að innræta það í grunn- skóla að þeir hafi fært okkur út- þynnt brennivín og ormétið mjöl. Þeir færðu okkur þó það. Ómök- uðu sig við að sigla með þennan varning yfir Norður-Atlantshaf. Ekki var talað eins illa um íslensku ein- okunarkaupmennina sem seldu varninginn dýrum dómi. Okkar kúgarar hafa alltaf verið við sjálf. Má nefna bændahöfðingja sem árið 1404, settu lögin um vist- arbandið sem í stuttu máli skylduðu alla Íslendinga til þess að þjóna bændum til sjávar og sveita. Girtu fyrir frjálsborið líf venjulegs fólks og gerðu það eign bænda. Þessi ömur- legu lög voru lítið annað en þræl- dómur og voru ekki afnumin fyrr en 1893, eða um 500 árum síðar. Eða hvað? Í dag eiga bændahöfð- ingjarnir lítið sameiginlegt með hin- um dæmigerða íslenska bónda nú- tímans, en kúgunin heldur áfram. Kúgararnir í dag eru hagsmuna- öfl fjármagnseigenda og útgerðar- manna sem beita áhrifum sínum nánast í öllum kimum samfélagsins. Fólk ýmist óttast áhrif þeirra eða situr um þá eins og soltnir hund- ar í þeirri von að beinflís falli af allsnægtaborði þeirra. Jafnvel þótt að flísin feli í sér að selja sálu sína og ganga gegn heiðarleika, jafnrétti og réttlæti, grunngildum lýðræðislegs samfélags. Nornin lifir góðu lífi Ótti Íslendinga í gegnum aldirnar við nornir og aðrar vættir eru liðin tíð. Er það? Ein norn lifir hér góðu lífi. Hún hefur verið kölluð ýmsum nöfnum í gegnum tíðina. Hún þjón- ar sínum húsbónda vel, kúgurunum sem beita henni vægðarlaust fyrir sig. Særa hana upp gegn almenn- ingi sem á sér ekki viðreisnar von gegn henni. Farið hefur verið í leið- angra til þess að kveða hana niður en í hvert skipti rís upp húsbóndi hennar í gervi alls kyns sérfræðinga og spekúlanta sem tala í útúrsnún- ingum og koma með alls kyns tölu- legar æfingar. Þeir geta þó aldrei réttlætt ranglætið sem felst í því að borga lán næstum því sexfalt upp út 40 ára lánstímann. Nornin er vistar- bandið, verðtryggingin. Hún heldur fólki í þrældómi síhækkandi skulda. Átthagafjötrum húsnæðis sem það á ekkert í, og étur upp kjarabætur fólks. En þetta er ekki það sem verð- tryggingin gerir best. Hennar mesta ánægja er að berja draumana úr fólki, halda því í greipum kvíða sem býr um sig í huga þess, ótta við næstu mánaðamót, þar næstu, „hvernig verður þetta eftir tvö ár“. Verðtryggingin beitir almenning andlegu ofbeldi. Hundunum er alveg sama um fólkið í landinu. Þeir fá jú sitt, vilja alls ekki upplifa bitran raun- veruleikann. Brauðstriti til þess að halda þakinu yfir höfuðið. Þeir gegna margir miklum ábyrgðarstöðum í samfélaginu, beita áhrifum sínum til þess að full- nægja vilja húsbónda síns. Beita sömu aðferðum, kúga, hóta, standa ekki við gefin loforð, sýna ótrúlegan hroka, bera ekki ábyrgð. Ganga jafn- vel gegn sinni samvisku og loforðum sem þeir gáfu kjósendum sínum og vonina um betra líf. Þeir kúga, hóta og beita aðra í hjörðinni þrýstingi. Sagan mun dæma þá, nema þá að þeir nái að endurskrifa hana sjálfir. Einokun í dulargervi Vistaránauðin er enn til staðar og almenningur enn kúgaður. Einok- unin er enn við lýði í dulargervi fá- keppni og samráðs. Hinn þungi kvíði og þrælsótti heltekur huga fólks sem bregst við eins og vanrækt barn, með lærðu hjálparleysi, sættir sig við aðstæðurnar, gerir ekki neitt. En reiðin fer ekki neitt. Samviska og réttlætiskennd þess öskrar. Þegar ég hugsa um fjölskyldu mína og barnið í maga konu minn- ar veit ég að börnin mín munu einn dag spyrja mig. „Pabbi, af hverju þarf þetta að vera svona. Af hverju gerir enginn neitt?“ Þá veit ég ekki hvað ég á að segja, Ég get þó sagt eitt. Ég skrifaði grein í blaðið, hafði hugrekki til þess að segja mína skoðun, ég reyndi, fyrir framtíð ykk- ar“. Þú sem hefur risið úr doðanum og lesið þessa grein. Hvað ætlar þú að gera. Ætlar þú að láta kúga þig og afkomendur þína í önnur 500 ár? n Guðmundur S. Erlingsson nemi við félagsráðgjafadeild HÍ Aðsent „Vistaránauðin er enn til staðar og almenningur enn kúgaður. Mest lesið á DV.is Vinsælast á fimmtudaginn 1 „Þetta er þöggun á mig sem persónu“ Vigdís Hauks- dóttir þingmaður segir það „dæmalaust“ að BÍ fordæmi hvatningu hennar varð- andi auglýsingu í Kvennablaðinu. 17.768 hafa lesið 2 „Svo hringdi ég í mömmu og sagði henni að koma“ Afabarn Hallbjörns Hjartar sonar bar vitni fyrir dómi á Sauðárkróki í átakanlegu fjölskyldumáli. 11.277 hafa lesið 3 Ebba Guðný viðstödd réttarhöldin yfir Oscari Pistorius Bókaútgefandinn og heilsukokkurinn Ebba Guðný Guð- mundsdóttir er á meðal þeirra sem hafa verið viðstaddir aðalmeðferðina í máli suðurafríska spretthlauparans. 10.960 hafa lesið 4 Er ástvinur þinn þung-lyndur? DV greindi frá tíu leiðum til að sýna þunglyndum einstaklingi hlýju. 8.446 hafa lesið 5 Engar eignir í búi Bóasar Siptum er lokið á búi athafna- mannsins Bóasar Ragnars Bóassonar, en engar eignir fundust í þrotabúinu. 9.392 hafa lesið 6 Dæmdur í Stokkseyrar-máli og ákærður fyrir að skera mann á háls Gísli Þór Gunnarsson afplánar nú tveggja og hálfs árs dóm fyrir þátttöku í sólarhringslöngum misþyrmingum. 7.141 hafa lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.