Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2014, Side 41
Helgarblað 7.–10. mars 2014 Lífsstíll 41 Dagur kynþokkafyllstur 6 Guðmundur Steingrímsson „Með dass af kynþokka. Mætti raka sig.“ „Klár, það er alltaf kynþokkafullt!“ „Með myndarlegri mönnum landsins. Ber af í kynþokka á þinginu.“ „Býr yfir klassískum kynþokka og tímalausri fegurð. Orðheppinn, spilar á harmonikku og klæðir sig töff. Það er mjög kynþokkafullt.“ „Mjög fyndinn og skemmtilegur. Það er ekki til neitt meira sexí en hann að spila Lick it Up á harmonikku.“ 4–5 Bjarni Benediktsson „Með þetta sterka karlmannlega súpemann-útlit. Geislar af kynþokka. Mér myndi ekki bregða ef hann væri í súpermann-búningi undir jakkafötunum.“ „Með stíl sem aðrir öfunda. Alveg sama hvað hann setur á sig, hann púllar það með bravúr. Stórt bindi, lítið bindi, þykkur jakki, mjór jakki, litir, svart – allt leikur þetta í höndunum á honum. Dulur á svip. Eins og hann gefi ekki alveg allt upp. Það er sexí.“ „Þarf að hugsa um línurnar en annars mjög flottur.“ „Sama hvað þér finnst um stjórnmálamanninn Bjarna Ben þá er karlmað- urinn Bjarni Ben „drop dead“ sexí.“ „Það er eitthvað við Bjarna, en samt erfitt að festa fingur á hvað. Einfaldlega löðrandi í kynþokka, sérstaklega þegar hann er ákveðinn og öruggur. Það fer honum hins vegar ekki vel að vera æstur og reiður, þá verður hann bara rjóður í kinnum eins og lítill skólastrákur. Ekkert kynþokkafullt við það!“ „Myndarlegur, ríkur og valdamikill. Konur leita að mönnum með einn af þessum eiginleikum en hann hefur þá alla. Auk þess er hann yfirvegað- ur og svalur, fyndinn og með fallegt bros. Fullkominn!“ 4–5 Katrín Júlíusdóttir „Röff og töff.“ „Hefur sjarma. Kemur til dyr- anna eins og hún er klædd.“ „Grjóthörð nútímakona úr Kópavoginum með gjörsamlega allt á hreinu!“ „Svo skemmtileg að það er ekki annað hægt að finnast hún kynþokkafull og flott. Hún fær mitt atkvæði.“ „Lætur ekki ganga yfir sig.“ „Alltaf verið gullfalleg. Hjartahlý og góð kona sem getur heillað hvern sem er upp úr skónum.“ 7–9 Jón Þór Ólafsson „Krúttlega sexí. Vel greiddur. Mætti fara úr jakkanum oftar. Hugsar greinilega um lúkkið.“ „Gæti kramið í manni hjartað en samt alltaf kveikt neistann sem maður er að reyna slökkva – aftur og aftur og aftur.“ „Bjargaði sjónvarpsumræðunum fyrir kosningar. Ekki með því að tala heldur með því að vera.“ 7–9 Jón Gnarr „Húmor kveikir í mér og þessir maður hefur nóg af honum – stundum kannski of mikið. Rauða hárið skemmir heldur ekki fyrir. Mig langar að greiða honum og gefa honum vínber.“ „Það vita allir að Jón Gnarr er einn fyndnasti maður allra tíma. Fyndnir karl- menn eru sexí. Þetta er ekkert sérstaklega flókið!“ „Góður húmor er sexí.“ 7–9 Hildur Sverrisdóttir „Sjarmatröll Sjálfstæðisflokksins. Hefur þetta úthverfalúkk sem er svo sjarmerandi. Það er eitthvað sem segir manni að hún sé búinn með miðbæjarpakkann og nenni ekkert lengur að vera úti til hálf sex. Vilji frekar fara í bústað, spila skrabbl og borða kex með sultu og sötra hvítt og bjór.“ „Með geislandi útlit og smitandi bros.“ „Ung, frjálslynd og skrifaði heila bók um kynlífsfantasíur kvenna. Yfir- leitt sæt, fyndin og skemmtileg. Lögfræðimenntuð og getur auðveld- lega pakkað karlmönnum saman í kappræðum. Kynþokkafull blanda af ferskleika, frjálslyndi og gáfum sem heillar alla upp úr skónum.“ 10–13 Willum Þór Þórsson „Ferskur vindur í pólitíkinni. Sjóðheitur keppnismað- ur. Suðræna útlitið og skapið. Samt svona ljúfur í ræðupúltinu, örugglega góð- ur í ljóðalestri líka. Fáum vonandi að sjá meira af honum í framtíðinni.“ „Gríðarlega myndarlegur innan vallar sem utan og núna sem stjórnmálamaður líka.“ 10–13 Haraldur Einarsson „Hönkið á þinginu. Sá hann hlaupa á Landsmóti í sumar, leynast vöðvar undir þessu andliti. Vöðvar sem segja einn, tveir, þrír, fjórir, fimm og sex.“ „Fagur, fitt og eldfljótur.“ 10–13 Heiða Kristín Helgadóttir „Sexí. Ég myndi alveg pína mig í sleik og með'í með henni.“ „Klár og klók.“ 10–13 Helgi Hrafn Gunnarsson „Hrikalega sætur. Flottur með svona sítt hár eins og John Smith.“ „Hefur stokkið hratt upp listann yfir kynþokka- fyllstu stjórnmálamenn- ina. Sannur uppreisnarmaður með sítt hár og skegg. Með rétta hattinum gæti Helgi breyst í sjálfan kaptein Jack Sparrow en jafnvel án hattsins er Helgi Hrafn hættulega kyn- þokkafullur. Gæti náð toppsætinu með árunum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.